Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2019, Page 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2019, Page 29
konan Ruth Etting í Love Me or Leave Me og vann hug og hjörtu gagnrýnenda með frammistöðu sinni. Það varð til þess að henni buð- ust fleiri bitastæð hlutverk, þar sem hún lék á móti mörgum af helstu kvikmyndastjörnum heims, svo sem James Cagney, Rock Hudson, Clark Gable og James Stewart. Má þar nefna myndir á borð við The Man Who Knew Too Much eftir Alfred Hitchcock, The Tunnel of Love eftir Gene Kelly og Pillow Talk eftir Michael Gordon en fyrir þá mynd var hún tilnefnd til óskarsverðlauna. Day var ein skærasta kvikmynda- stjarna heims á sjötta og sjöunda áratugnum. Hún sérhæfði sig í sett- legum rómantískum gamanmyndum sem nutu lýðhylli fram eftir sjöunda áratugnum en var þá skyndilega sópað út af borðinu af hippakynslóð- inni sem vildi sterkara krydd í til- verunni. Allt í einu var Day flögguð rangstæð og lengst gekk það líklega þegar gagnrýnandi nokkur kallaði hana „elstu jómfrú í heimi“. Í stað þess að laga sig að breyttu landslagi hætti Day alfarið að leika í kvikmyndum árið 1968 og snéri sér að sjónvarpi. Raunar nauðug viljug en eiginmaður hennar, Martin Melc- her, hafði skuldbundið Day, að henni forspurðri, til að leika í The Doris Day Show næstu árin skömmu áður en hann bar beinin. Í ljós kom að Melcher hafði gengið frjálslega um sjóði eiginkonu sinnar og henni var í raun einn kostur nauðugur; að leika í sjónvarpi – sem var mikill skellur fyrir kvikmyndastjörnu á þeim tíma. Umdeilt spjall við Hudson The Doris Day Show naut bærilegra vinsælda en var tekinn af dagskrá árið 1973. Segja má að Day hafi þá í reynd sest í helgan stein enda þótt hún hafi komið annað veifið fram í sjónvarpi eftir það. Frægastur var líklega spjallþátturinn Doris Day’s Best Friends en hann var snarlega felldur niður eftir að Day ræddi við aldavin sinn Rock Hudson sem þá var sýktur af alnæmisveirunni. Slíku fólki þótti ekki rétt að hampa á þeim tíma enda þekking manna á sjúk- dómnum lítil sem engin og fordóm- arnir eftir því. Síðustu fjörutíu árin helgaði Day sig að mestu dýravelferð. Þegar hún var unglingur varð hundurinn henn- ar fyrir bíl og allar götur síðan var henni umhugað um velferð blessaðra málleysingjanna. Árið 1978 stofnaði hún the Doris Day Pet Foundation, sem nú heitir the Doris Day Animal Foundation; samtök sem aldrei hafa verið rekin í gróðaskyni. Doris Day lést á mánudaginn var, 97 ára að aldri. Að hennar ósk verð- ur engin útför gerð og leynd mun hvíla yfir legstaðnum, auk þess sem engin minnismerki um leik- og söng- konuna verða á almannafæri. Hún vildi deyja og hvíla í friði. Doris Day slakar á með Rock Hudson. Þeim var vel til vina. AFP Doris Day kom fyrst fram á sjónar- sviðið sem söngkona á stríðsárunum. AFP hlutverk erkiamerísku stúlkunnar í myndinni. Ímynd sem hún losnaði aldrei við; þegar Doris Day hætti að vera stúlkan í næsta húsi varð hún eiginkonan í næsta húsi. Bitastæðari hlutverk Álíka vel fór um Day á hvíta tjaldinu og á sviðinu og næstu árin vann hún jöfnum höndum sem leik- og söng- kona. Mest lék hún í söngvamynd- um, svo sem I’ll See You in My Dreams, sem sló aðsóknarmet, og Calamity Jane, eða Svölu-Sjönu, eins og hún kallast hér um slóðir. Þess utan var Day með sinn eigin þátt í útvarpi. Árið 1955 tókst Day á hendur dramatískara hlutverk sem söng- 19.5. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna Eplaedik hefur verið notað sem heilsubótarefni í aldaraðir, bæði sem forvörn sem og vegna læknandi eiginleika. Auk eplaediks innheldur Apple Cider ætiþistil, túnfífil og kólín sem getur elft meltinguna, haft góð áhrif á lifrina og leitt til eðlilegs niðurbrots á fitu. Svo er króm sem er gott fyrir blóðsykursjafnvægið og slær þannig á sykurlöngun. Eplaedik – lífsins elexír • Hreinsandi • Vatnslosandi • Gott fyrir meltinguna • Getur lækkað blóðsykur • Getur dregið úr slímmyndun • Gott fyrir þvagblöðru, lifur og nýru. Aðeins ein tafla á dag og ekkert bragð! SJÓNVARP Lítið hefur farið fyrir óskarsverðlaunahafanum Renée Zellweger undanfarið en úr því verður bætt um næstu helgi þegar nýir spennuþættir, í „neo-noir“-stíl, What/If, koma inn á efnisveituna Netflix. Hún leikur þar tálkvendi sem gerir nýgiftum hjónum ósið- legt tilboð sem hún telur að þau geti ekki hafnað. Þættirnir eru úr smiðju Mike Kelley og hverfast um eftirfarandi pælingu: Hvað gerist þegar sómakært fólk fer að gera óásættanlega hluti? Tálkvendið Zellweger Renée Zellweger leikur í What/If. Netflix BÓKSALA 8.-14. MAÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Sumareldhús FlóruJenny Colgan 2 Þegar kona brotnarSirrý Arnardóttir 3 Gamlinginn sem hugsaði með sér að hann væri far- inn að hugsa of mikið Jonas Jonasson 4 GullbúriðCamilla Läckberg 5 Morðið í SnorralaugStella Blómkvist 6 HefndarenglarEiríkur P. Jörundsson 7 Handbók fyrir Ofurhetjur 4: Vargarnir koma Elias/Agnes Vahlund 8 MeðleigjandinnBeth O’Leary 9 Barist í BarcelonaGunnar Helgason 10 Ísköld augnablikViveca Sten 1 Þegar kona brotnarSirrý Arnardóttir 2 SkömminGuðbrandur Árni Ísberg 3 Dauði EvrópuDouglas Murray 4 Það sem allir umhverfissinnar þurfa að vita um kapítalisma Fred Magdoff/John B. Foster 5 Á eigin skinniSölvi Tryggvason 6 FimmaurabrandararFimmaurabrandarafjelagið 7 Gæfuspor – gildin í lífinuGunnar Hersveinn 8 Íslenskar þjóðsögur Benedikt Jóhannesson/Jóhann- es Benediktsson tóku saman 9 Náðu tökum á kvíða, fælni og áhyggjum Sóley Dröfn Davíðsdóttir 10 HormónajógaDinah Rodrigues Allar bækur Fræði- og handbækur / Ævisögur Yfirleitt er ég með margar bækur í gangi í einu því ég er mikill bóka- ormur. Ég er að lesa Heroes eftir Stephen Fry, ákaf- lega skemmtilega bók um grískar hetjur. Bókin er fyndin og fróðleg og nýtist mér vel við kennslu á nýj- um áfanga í grískri goðafræði. Á náttborðinu er The Directoŕs Craft; A Handbook for the Theatre eftir Katie Mitchell, ákaf- lega vel samsett bók um allt sem viðkemur uppsetningu leikverka. Ég er nýbúin að lesa Dauðar sálir eftir Gogol, ótrúlega fyndna og háðska bók með skrautlegum mannlýsingum og innsýn í rússneskt sveitasamfélag á 19. öld. Níski bóndinn Pljusjikin er mögulega nísk- asta persóna sem ég hef fyrir hitt í sögu, fyndinn og tragískur í senn. Að auki var ég að klára Sorg- armarsinn eftir Gyrði Elíasson, bók sem ég fékk í jólagjöf, en geymdi eins og gull að lesa. Gyrðir er í miklu uppáhaldi hjá mér og þessi lok á sagnaþrí- leiknum hans ollu mér ekki von- brigðum. Ein- staklega fallegur texti um hið smáa, sköpunina og einmanaleik- ann. Hverju orði er raðað saman við hið næsta af kostgæfni og engu ofaukið. Nú bíð ég spennt eftir síðustu bók Hilary Mantell í þríleiknum hennar um Thomas Cromwell. Bókin sem ég er að bíða eftir heitir The Mirror and the Light og er væntanleg á þessu ári. Bók sumarsins verður nýja bókin hans Thomas Harris, Cari Mora. Harris er höfundur Hannibals Lec- ter, mannætunnar ógurlegu, en ég hef aldrei lesið jafn spennandi bæk- ur og bækur hans um Lecter. Það verður „hryllilega skemmtilegt“ að sjá hverju hann finnur upp á. GUÐFINNA ER AÐ LESA Margar bækur í einu Guðfinna Gunnarsdóttir er framhalds- skólakennari og formaður Bandalags ís- lenskra áhuga- leikfélaga. Ljósmynd/Guðmundur Karl Röskun er eftir Írisi Ösp Ingjaldsdóttur. Hera er full tilhlökkunar að flytja í kjallaraíbúðina sem hún var að kaupa í Þingholtunum. Skömmu eft- ir flutningana finnur hún fyrir óþægilegri nær- veru í íbúðinni og upplifir undarlega atburði. Á hún að treysta sjálfri sér eða er þetta allt sam- an hennar eigin hugarburður? Er heima alltaf best? Íris Ösp Ingjaldsdóttir er nýr höfundur á ís- lenskum spennusagnavettvangi. Röskun er fyrsta bók hennar. Salka gefur út. ÁHUGAVERÐAR BÆKUR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.