Morgunblaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íslenskan lifirgóðu lífi þóttekki tali margir hana að móðurmáli. Útgáfa á íslensku er þrótt- mikil. Þessi þróttur birtist í öflugri blaðaútgáfu og fjöl- miðlun. Árlega koma út mörg hundruð bækur, ljóð, skáld- sögur og fræðirit og allt þar á milli. Tungan berst milli kyn- slóða svo ekkert lát er á. Tilvist íslenskunnar er þó ekki sjálfsögð. Kirkjugarður tungumálanna er stór og hvíla þar mál, sem talsvert fleiri töl- uðu en mæltir eru á íslensku. Það þarf að leggja vinnu í við- gang hennar og vöxt. Fyrir helgi var samþykkt þingsályktunartillaga frá menntamálaráðherra um að efla íslensku með það að mark- miði að hún verði notuð á öllum sviðum samfélagsins. Í að- sendri grein í Morgunblaðinu á laugardag fjallar Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- málaráðherra um tillöguna, sem er í 22 liðum, og umfang hennar. „Þær ná til skólanna, inn á heimilin, inn í snjall- tækin, til allra listgreina, út í atvinnulífið, inn í stjórn- sýsluna, til ferðaþjónustunnar, inn í fjölmiðlana, til bókaútgáf- unnar, inn á bókasöfnin inn í tölvuheiminn og út á göt- urnar,“ skrifar hún. Mest um vert um þessar mundir er senni- lega tvennt. Eitt er að tryggja að inn- flytjendur eigi greiðan aðgang að íslenskukennslu og börn þeirra geti tileinkað sér málið fljótt og vel þannig að þau geti orðið samferða jafn- öldrum sínum í námi og síðan starfi. Hitt er að sjá til þess eins og Lilja orðar það í greininni að „íslenskan verði gjaldgeng í stafrænum heimi, rafrænum samskiptum og upplýsinga- vinnslu sem byggist á tölvu- og fjarskiptatækni“. En það má heldur ekki gleyma því hversu brýnt er að nýjar kynslóðir nái góðu valdi á móðurmálinu. Í pistlinum hér til hliðar fjallar mennta- málaráðherra um lestur og mikilvægi þess að ungt fólk lesi reglulega. Eftir því sem meira er lesið verða fleiri orð á vegi lesandans. Lestur eykur skilning á blæbrigðum málsins og skilar sér með marg- víslegum hætti. En það er ekki nóg að hamra á því að börn eigi að lesa. Lesefnið þarf að höfða til þeirra þannig að þau lesi sér til skemmtunar. Ástæðan fyrir því hvað ís- lenskan stendur vel að vígi er hversu vel hefur verið hlúð að henni í áranna rás. Þeirri vakt lýkur í raun aldrei og er ljóst að á því er fullur skilningur. Íslenska stendur vel að vígi en það er ekki sjálfsagt mál} Efling íslensku Um þrjú þúsundkvartanir hafa borist vegna starfsemi Strætó bs. á ári á síðast- liðnum árum. For- svarsmenn Strætó vilja reynd- ar frekar kalla þetta ábendingar, en þegar ábend- ingarnar snúa flestar að fram- komu, aksturslagi og tímasetn- ingum þá er sennilega óhætt að kalla þær kvartanir. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi hefur vakið athygli á þessu og telur að pottur sé brotinn. Bendir meðal annars á að þetta sé tífalt hlutfallslega það sem þekkist í Lundúnum, sem verð- ur að teljast allnokkuð og mun þá tæpast duga fyrir forsvars- menn Strætó að benda á að þar séu vagnar rauðir og á tveimur hæðum, þó að ýmislegt sé tínt til í vörninni. Á sama tíma og fréttir ber- ast af þessu kynnir Strætó stefnumótun til næstu ára sem fyrirtækið vinnur nú að. Þar kemur meðal annars fram að gildi Strætó skuli vera þrjú, áreiðanleiki, samvinna og drif- kraftur. Enn fremur að árið 2025 eigi Strætó að vera mik- ilvægur hlekkur í samgöngukeðju al- mennings, raun- hæfur og mik- ilvægur valkostur á leið fólks í og úr vinnu. Við þetta bætist að á vef Strætó er að finna ekki færri en 16 stefnur sem fyrirtækið hefur sett sér, þannig að ljóst er að ekkert vantar upp á stefnumótunina. Á hinn bóginn virðist vanta nokkuð upp á jarðtenginguna þegar kemur að stefnumörkun fyrir Strætó. Fyrirtækið fékk fyrir allnokkrum árum mikið viðbótarfé til að fjölga þeim sem nýttu þennan ferðamáta. Árangur þeirra aðgerða hefur enginn orðið. Viðbrögð fyrir- tækisins, og þeirra stjórnmála- manna sem bera ábyrgð á starfsemi þess, hafa verið þau að marka þá stefnu að setja margfalt meira fé í þessa starf- semi, stækka vagnana og fjölga þeim götum og akrein- um þar sem þeir einir mega aka. Getur nokkuð verið að þeir sem halda um stjórnvölinn hjá Strætó séu úti að aka? Strætó mótar stefnu, en hvað með jarðtenginguna?} Gríðarleg stefnumótun Þ að að lesa er sjálfsagður hlutur fyrir marga, fæstir hugsa nokk- uð um það hversu mikið þeir lesa á degi hverjum. Fyrir unga lesendur skiptir það hins vegar lykilmáli hversu mikið, hversu oft og hvers konar efni þeir lesa. Nú er sumarið runnið upp, þá er tími útivistar, leikja og ferða- laga en á þeim tíma er sérstaklega mik- ilvægt að hjálpa unga fólkinu okkar að muna eftir lestrinum. Það er staðreynd að ef barn les ekkert yfir sumartímann getur orðið allt að þriggja mánaða afturför í lestrarfærni þess í fríinu. Hið jákvæða er að það þarf ekki mikið til að börn viðhaldi færninni eða taki framförum. Rannsóknir sýna að til þess að koma í veg fyrir slíka afturför dugar að lesa 4-5 bækur yfir sum- arið, eða lesa að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í um það bil 15 mínútur í senn. Í þessu samhengi má segja að hver mínúta skipti máli. Samkvæmt breskri lestrarrannsókn skiptir ynd- islestur sköpum þegar kemur að orðaforða barna, en orðaforði er grundvallarþáttur lesskilnings og þar með alls annars náms. Rannsóknin leiddi í ljós að ef barn les í 15 mínútur á dag alla grunnskólagöngu sína kemst það í tæri við 1,5 milljónir orða. Ef barn- ið les hins vegar í um 30 mínútur á dag kemst það í tæri við 13,7 milljónir orða. Sá veld- isvöxtur gefur skýrar vísbendingar um hversu mikilvægur yndislestur er fyrir ár- angur nemenda. En við lesum ekki lestrarins vegna heldur af áhuga. Því eru skemmtilegar bækur og hæfilega flóknir textar besta hvatningin sem getum fært ungum les- endum. Hver einasti texti er tækifæri, hvort sem hann er í bók, á blaði eða á skjá og sem betur fer eru ungir lesendur áhugasamir um allt mögulegt. Ég hvet alla til þess að vera vakandi fyrir áhuga- sviði ungra lesenda í sínum ranni og miðla fróðlegu, skemmtilegu og krefjandi lesefni áfram til þeirra með öllum mögulegum ráðum. Það er ekki bara gott og upp- byggilegt fyrir viðkomandi lesanda heldur okkur öll. Á bókasöfnum landsins má til að mynda finna spennandi og áhugavert efni fyrir alla aldurs- hópa. Forsenda þess að verða virkur þátttakandi í lýðræðisþjóðfélagi er góð lestrarfærni; að geta lesið, skrifað og gert grein fyrir skoðunum sínum. Því er það samfélagslegt verkefni okkar allra að bæta læsi og lestrarfærni á Íslandi, þar höfum við allt að vinna. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Veldisvöxtur í lestri Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Samþykkt var að lækka virð-isaukaskatt á tíðavörum oggetnaðarvörnum kvenna úr24% í 11% á Alþingi í gær með öllum greiddum atkvæðum. Nær frumvarpið til allra einnota og margnota tíðavara, svo sem dömu- binda, túrtappa og tíðabikara auk allra tegunda getnaðarvarna. Í greinargerð með frumvarpinu kem- ur fram að markmið frumvarpsins sé að stuðla að bættri lýðheilsu með því að draga úr kostnaði vegna nauðsyn- legra hreinlætisvara, ásamt því að jafna aðstöðumun notanda mismun- andi forma getnaðarvarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, aðalflutnings- maður frumvarpsins, segir laga- breytinguna nauðsynlegt skref til að jafna bilið milli kynjanna þegar kem- ur að nauðsynlegum hreinlætis- vörum og getnaðarvörnum. Smokkar í lægra skattþrepi Segir Þórhildur að með lögun- um verði vörur af þessu tagi ekki lengur flokkaðar sem lúxusvörur. Hún segir þetta skref í að afnema hinn svokallaða „bleika skatt“, þ.e. þau gjöld sem konur greiði aukalega fyrir vörur og þjónustu sem karlar þurfi ekki að greiða. Þórhildur bend- ir á að nauðsynlegar hreinlætisvörur eins og bleyjur séu í lægra virðis- aukaskattþrepi en dömubindi og að getnaðarvarnir karla hafi auk þess verið í lægra þrepi virðisaukaskatts en getnaðarvarnir kvenna um nokk- urt skeið. Hún fagnar því að með lög- unum verði aukið jafnrétti kynjanna hvað varðar getnaðarvarnir. „Konur bera alla jafna ábyrgð á getnaðarvörnum. Því er um að gera að við njótum að minnsta kosti sömu skattakjara og karlarnir þegar kem- ur að þeim, þótt þær varnir séu al- mennt dýrari en karlanna,“ segir Þórhildur. „Auðvitað á þetta helst að vera ókeypis og ég vonast til að sjá einhverja þingmenn berjast fyrir því, sérstaklega þá sem höfðu áhyggjur af þungunarrofum kvenna. Aukið að- gengi að getnaðarvörnum mun vænt- anlega minnka þörfina á þeim.“ Þórhildur segir að frumvarpið hafi fengið góðar umsagnir, m.a. frá Femínistafélagi Háskóla Íslands. „Þar er meðal annars talað um það sem kallað er „túrfátækt“ sem felur í sér að konur sem eru tekjuminni eigi jafnvel erfitt með að taka þátt í at- höfnum daglegs lífs á meðan þær eru á túr, vegna þess að vörurnar eru svo dýrar,“ segir Þórhildur. „Sömuleiðis eru getnaðarvarnir kvenna svo mis- munandi og hafa misalvarleg áhrif svo konur þurfa stundum að fara í gegnum nokkrar til að finna getn- aðarvörn sem hentar þeim og það getur verið kostnaðarsamt. Nú erum við að lækka kostnaðinn við þetta.“ Samstaða meðal þingmanna Þórhildur segist hafa fundið fyr- ir mikilli samstöðu meðal þingmanna um frumvarpið. „Ég tók sterkt eftir því í annarri umræðu um málið fyrir helgi að mörgum þingmönnum fannst löngu kominn tími á að gera þetta og að margir furðuðu sig raun- ar á því að það væri ekki löngu búið að þessu. Það væri svo eðlilegt að hafa þetta jafnt. Við fögnum þessu bara. Það er mjög mikill stuðningur við þetta,“ segir Þórhildur. Hún tek- ur fram að gert sé ráð fyrir að lögin taki formlega gildi 1. september næstkomandi til að gefa þar til bær- um aðilum rými til að bregðast við breyttu kerfi. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að áætlað tekjutap ríkis- ins vegna skattalækkunarinnar séu um 37,9 milljónir króna á ári vegna sölu tíðavara og 4 milljónir króna vegna getnaðarvarna en þar er tekið fram að á móti skili bætt lýðheilsa sparn- aði í heilbrigðiskerfinu. „Bleiki skatturinn“ á tíðavörum afnuminn » Lagabreytingin felur í sér að allar tíðavörur og getn- aðarvarnir færist úr efra í neðra þrep virðisaukaskatts. » Þetta er í þriðja skipti sem frumvarp um skattalækkun á tíðavörum er lagt fram fyrir Al- þingi. Róbert Marshall, fyrrver- andi formaður Bjartrar fram- tíðar, lagði fyrst fram tillögu 2015, og Oktavía Hrund Jóns- dóttir, varaþingkona Pírata, endurflutti málið 2017. » Hingað til hefur virðis- aukaskattur á tíðavörum verið einn sá hæsti í Evrópu. » Með lögbreyting- unni mun Ísland færast nær þeirri þróun í öðrum ríkjum með tilliti til aðgengis að nauðsynlegum hreinlætisvörum og getnaðar- vörnum. Þriðja tilraun frumvarpsins ÚR 24% VSK Í 11% Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Morgunblaðið/ÞÖK Munaðarvara? Túrtappar eru einn af þeim vöruflokkum sem væntanlega munu lækka í verði á næstunni í kjölfar lagabreytingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.