Morgunblaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2019
✝ Baldvin Rún-arsson fæddist
á Akureyri 15. jan-
úar 1994. Hann
lést á heimili sínu
31. maí 2019 eftir
rúmlega fimm ára
baráttu við
krabbamein.
Foreldrar Bald-
vins eru Ragnheið-
ur Jakobsdóttir
framkvæmdastjóri,
f. 28.10. 1968, og Rúnar Her-
mannsson vélfræðingur, f. 17.6.
1968. Bróðir Baldvins er Her-
mann Helgi, f. 2.8. 2000. For-
eldrar Ragnheiðar eru Jakob
Kristinsson, f. 15.3. 1945, d.
29.6. 2010, og Jóhanna Marí-
Bandaríkjunum og í Esbjerg
Business Academy í Dan-
mörku, en þurfti frá að
hverfa heim til Íslands úr
báðum skólum vegna veikinda
sinna.
Baldvin var mikill áhuga-
maður um fótbolta og harður
Þórsari. Hann spilaði fótbolta
með Þór Akureyri frá sjö ára
aldri til tvítugs. Baldvin spil-
aði knattspyrnu með Magna
Grenivík hluta úr sumri 2014.
Allt frá unglingsárum til
mars 2019 þjálfaði hann yngri
flokka Þórs í knattspyrnu.
Baldvin var mikill fé-
lagsmaður og vann mikið og
óeigingjarnt sjálfboðastarf
fyrir félagið allt fram til síð-
asta dags.
Útför Baldvins fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 12.
júní 2019, klukkan 13.30.
anna Antonsdóttir,
f. 30.4. 1946. For-
eldrar Rúnars eru
Hermann Jónsson,
f. 17.10. 1939, og
Helga Hilmars-
dóttir, f. 3.11.
1948, d. 19.1. 2000.
Baldvin hóf
skólagöngu sína í
Oddeyrarskóla á
Akureyri fyrstu
þrjú skólaárin og
flutti síðan yfir Glerána og var
í Glerárskóla frá 2003 til 2010.
Baldvin lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri
vorið 2014. Baldvin stundaði
háskólanám í Auburn Univers-
ity of Montgomery í Alabama í
Elsku besti Baldvin okkar
hefur farið í ferðalagið langa
sem bíður okkar allra, allt of
snemma. Það er svo óraunveru-
legt að eiga ekki eftir að heyra
fallegu ljúfu röddina hans aftur
og fá knús frá honum.
Mottóin hans lífinu voru ein-
föld „Gerðu það sem þér þykir
skemmtilegt sama hvað öðrum
finnst“ og „stressaðu þig ekki á
hlutum sem þú færð engu um
ráðið“.
Með þetta að leiðarljósi voru
uppátækin mörg og sum þeirra
fengu okkur foreldrana til að
svitna, en í dag eru skemmti-
legar minningar.
Veikindin sem poppuðu upp
hjá honum fyrir rúmlega fimm
árum, þá á fjórða ári í mennta-
skóla, lét hann ekki stoppa sig,
kallaði þau smá hraðahindrun.
Hann tæklaði þau á einstakan
hátt, vildi enga vorkunn og ætl-
aði ekki að láta þau marka líf
sitt. Þetta tókst honum á ein-
stakan hátt með miklu æðru-
leysi og hélt gleðinni áfram í líf-
inu.
Litla fjölskyldan, mamman
með strákana sína þrjá, höfum
verið samheldin og dugleg að
vera saman og þakklát fyrir
hverja mínútu. Ferðirnar okkar
núna síðustu ár, Malta, London,
siglingin um Karíbahafið, New
York, EM í París, Rostov í
Rússlandi og Þjóðhátíð í Eyj-
um, eru svo dýrmætar í minn-
ingabankanum okkar.
Takk Baldvin fyrir að vera
þú, ákveðinn, ljúfur, skemmti-
legur, hvatvís, kurteis, hug-
rakkur, æðrulaus, hreinskilinn
og svona getum við endalaust
talið upp.
Takk fyrir komuna, elsku
besti Baldvin okkar.
Mamma og pabbi.
Það er sárt að horfa á eftir
stóra bróður og mínum besta
vini.
Baldvin kenndi mér gríðar-
lega mikið á þessari stuttu lífs-
leið okkar saman. Hann kenndi
mér allra helst hvernig ég ætti
að haga mér, koma fram og
spila fótbolta.
Að minni eigin sögn tókst
honum ágætlega til með að
kenna mér þessa hluti. Baldvin
nefndi það nefnilega oft að
mamma og pabbi hefðu ekki al-
ið mig upp, heldur hann sjálfur.
Að hugsa til þess að ég muni
aldrei sjá Baldvin aftur er óend-
anlega sárt. Glottið þegar hann
var að atast í mér, hláturinn
hans, skilaboðin frá honum eftir
hvern einasta leik hjá mér og
pirringssvipurinn hans þegar ég
loksins náði að vinna hann, er
nokkuð sem ég mun sakna og
hugsa til á hverjum degi.
Takk fyrir allt Baldvin, ég
sakna þín.
Þú ert fyrirmyndin mín.
Hermann Helgi.
Elsku Baldvin okkar kvaddi
þennan heim 31. maí síðastlið-
inn eftir erfiða baráttu við
krabbamein í faðmi fjölskyld-
unnar. Minningarnar hafa farið
í gegnum huga okkar síðustu
daga og við höfum hlegið og
grátið þegar við hugsum til
Baldvins og samverustunda
okkar.
Baldvin hefur kennt okkur
margt þrátt fyrir ungan aldur
sem við munum aldrei gleyma.
Jákvæðni var eitt að því sem
einkenndi Baldvin og þegar
hann var spurður „hvernig hef-
ur þú það?“, fengum við alltaf
svarið „ ég hef það fínt, en þú?“
þó við vissum það var ekki allt-
af þannig. Baldvin lét veikindin
aldrei einkenna sig og mætti
hann þeim með æðruleysi og já-
kvæðni. Baldvin lifði lífinu til
fulls og gerði það sem veitti
honum hamingju. Baldvin var
ófeiminn að fara óhefðbundnar
leiðir í lífinu sem leiddu hann í
ýmis ævintýri, ferðalög og upp-
lifanir. Fjölskylda okkar er
mjög samheldin og fjölskyldu-
boðin verða aldrei eins og áður
án hans. Það er Baldvini að
þakka að við fjölskyldan fórum
saman í hans síðustu utanlands
ferð til Tenerife núna á þessu
ári.
Baldvin bar mikla umhyggju
fyrir öðrum og var alltaf þakk-
látur fram á síðasta dag. Þakk-
lætið lýsti sér vel því hann
þakkaði alltaf öllum fyrir kom-
una. Það var alltaf mikil gleði
og húmor í kringum hann sem
smitaði út frá sér til fjölskyldu
og vina. Frá unga aldri hafði
hann mikinn áhuga á fótbolta
og lagði sig allan fram fyrir fé-
lagið sitt Þór, bæði innan sem
og utan vallar. Hann lagði mikið
upp úr fótboltanum sem varð til
þess að fótboltaáhuginn varð
mikill innan fjölskyldunnar.
Baldvin var góð fyrirmynd fyrir
frændsystkin sín og voru það
forréttindi og heiður að hann
gat þjálfað hluta af þeim í fót-
boltanum. Við erum þakklát
fyrir að Baldvin og fjölskyldan
hans kynntu okkur félagið Þór
og við skiljum núna slagorðið
D.F.K. (Deyja fyrir klúbbinn)
sem hann gerði alla leið til síð-
asta dags.
Baldvin var vinamargur og
var góður við fjölskyldu og vini
en oft var stutt í góðlátlega
stríðni. Baldvin og Steinunn,
tvö elstu systkinabörnin, voru
oft saman í sumarbústaðnum
okkar í Hrísey þegar þau voru
lítil. Eitt skipti þegar þau voru
ein hjá ömmu og afa í Hrísey
stendur þetta í dagbókinni 21.
júlí árið 2000 : „Steinunn (4 ára)
og Baldvin (6 ára) voru góð að
leika sér saman, hann stríddi
henni lítið og Baldvin svaf einn
í herbergi í neðri kojunni. Ég
(amma) fór með Baldvini og
Steinunni í sund, Baldvin var
mjög kaldur í sundi, einum of
svo ég hafði nóg að gera með
þau bæði.“
Baldvin var einn sterkasti
einstaklingur sem við þekkjum
en kvaddi þennan heim allt of
snemma. Þrátt fyrir illvígan
sjúkdóm barðist hann eins og
hetja fram á síðasta dag. Sökn-
uðurinn er endalaus og enginn
kemur í hans stað en við trúum
því að ömmur hans og afar hafi
tekið vel á móti brosandi
stráknum sínum á nýjum stað.
Við munum halda minningu
þinni á lofti og þökkum þér fyr-
ir allar dýrmætu stundirnar
saman. Guð geymi þig elsku
Baldvin okkar.
Jóhanna, Steinunn,
Lilja, Anna, Kristinn
og fjölskyldur.
Elsku Baldvin okkar.
Það er erfitt að kveðja. En
nú þurfum við að halda áfram
án þín.
Við erum búnar að þekkja
þig síðan þú fæddist, það var
eins og að eignast lítinn bróður.
Við bjuggum öll á Eyrinni, þú í
Sólvöllunum og við í Norðurgöt-
unni. Við vorum mjög samrýnd.
Við erum þakklátar fyrir allar
minningarnar sem við eigum,
öll jólin, afmælin, spilakvöldin,
gistikvöldin, ferðirnar í sum-
arbústaðinn hans afa og ferð-
irnar í Hrísey, svo fátt eitt sé
nefnt.
Oftar en ekki vorum við búin
að velja einhverja góða spólu,
kaupa nammi eða snakk fyrir
gott gistikvöld og það klikkaði
ekki að þú varst sofnaður í aug-
lýsingunum. Þú varst nú ekki
stressaður yfir því.
Við fluttum meira að segja
sama ár af Eyrinni, þú í Þorpið
og við á Brekkuna. Þú varst
reyndar svo mikill Þórsari að
þú keyrðir ekki á Brekkunni
nema með lokaða glugga og
skrúfað fyrir miðstöðina. En
það breytti engu, tengslin voru
alltaf til staðar, sama hversu
margar heimsálfur skildu okkur
að.
Eitt af því sem gerði þig svo
einstakan er hversu ákveðinn
þú varst. Þú tókst alltaf allt alla
leið. Þegar við vorum lítil voru
til dæmis alls konar kóktappa-
safnanir og við rembdumst við
að safna töppum fyrir frisbíd-
isk, en á meðan varst þú búinn
að leita uppi alla tappa í hverf-
inu eða fá Rúnar og Ragnheiði
til að kaupa kókbirgðir til
næstu ára svo þú gætir fengið
fyrsta vinning, hoppuprik! Það
var ekta þú, meðalmennska var
ekki til í þinni orðabók, aldrei.
Það er heldur engin tilviljun
hversu margir vildu alltaf vera í
kringum þig. Þú varst í mörg-
um vinahópum, sannur vinur
vina þinna sem treystu á þig og
þú á þá.
Þegar þú veiktist mátti ekki
vorkenna þér, þú hafðir það
bara alls ekki slæmt. Þú komst
og hjálpaðir til við flutninga í
miðri geislameðferð.
Þú fórst einn hinum megin á
hnöttinn í mánuð til að losna við
áhyggjufulla fjölskyldu eftir
eina af stóru aðgerðunum. Þú
hljópst maraþon. Engin áskor-
un var of stór.
Við erum búnar að fylgjast
með hverju einasta skrefi í bar-
áttunni þinni við veikindin síð-
ustu ár en aldrei upplifað þig
veikan, ekki fyrr en mjög ný-
lega. Síðustu mánuðir hafa þar
af leiðandi verið mjög erfiðir, en
að sama skapi ómetanlegir. Við
nýttum tímann vel við að rifja
upp góða tíma, skoða gamlar
myndir, spjalla og hlæja. Fyrst
og fremst vera saman.
Það er óendanlega sárt að
samverustundirnar verði ekki
fleiri, en við trúum því að þér
líði vel, hvar sem þú ert og að
amma Helga og afi Kobbi taki
vel á móti þér. Nú skulum við
passa Hermann Helga fyrir þig.
Andrea og Helga.
Elsku besti vinur.
Ég velti því aðeins fyrir mér
hvort ég ætti að skrifa þessa
minningargrein. Einhvern tím-
ann höfum við rætt um til-
gangsleysi minningargreina
enda varst þú alltaf harður á
því að fólk segði hlutina við
hvert annað umbúðalaust og
augliti til auglitis. Sem betur
fer gátum við alltaf átt svoleiðis
samskipti um bæði mikilvæg og
léttvæg mál. Það var alltaf
hægt að leita til þín; þínar ráð-
leggingar hjálpuðu mikið og
hafa haft mikil áhrif í mínu lífi.
Ég veit að þetta gildir um
marga fleiri í kringum þig.
Það eru ekki til nein orð sem
fá því lýst hversu mikið ég
sakna þín en samt ætla ég að
skrifa þessa grein.
Þú varst besti vinur sem
hægt er að hugsa sér. Enda
varstu vinamargur með ein-
dæmum; lagðir alla tíð mikla
áherslu á að rækta öll þessi fjöl-
mörgu vinatengsl og gerðir það
fáranlega vel. Þú gafst þér samt
alltaf tíma fyrir fjölskylduna
þína og duldist engum hversu
stoltur þú varst af þeim Röggu
og Rúnna. Svo ekki sé nú
minnst á Hermann Helga. Þú
varst ekki síður stoltur af hon-
um og vildir þú reyndar meina
að hann væri bróðurbetrungur í
flestöllu.
Mína fyrstu minningu af þér
tengi ég við 7D. Við áttum það
sameiginlegt að 7D var okkar
annað heimili á uppvaxtarárun-
um. Mig minnir reyndar að ég
hafi ekki alveg verið að kaupa
snilli þína í fyrstu og um tíma
varstu bara pirrandi vinur
Orra, litla bróður Atla. Það
breyttist fljótt enda kom það
snemma í ljós að við ættum ým-
islegt sameiginlegt. Badda og
Siggi sáu alltaf til þess að okkur
vanhagaði ekki um neitt og við
nutum góðs af því hve mat-
grannir þeir bræður hafa alltaf
verið þegar við tæmdum hvern
baukinn á fætur öðrum sem
jafnan voru fullir af Böddukök-
um og öðrum gersemum.
Við deildum ástríðu á fót-
bolta og öllum málum tengdum
Þór. Þú hafðir miklar hugmynd-
ir og sterkar skoðanir á öllu
starfi félagsins og varst tilbúinn
að gera allt til þess að hjálpa
Þór að vaxa og dafna. Það er
ómetanlegt að við skyldum taka
að okkur þjálfun 5. flokks karla
haustið 2018. Þar naust þú þín í
botn og lést veikindin ekki
stöðva þig í að búa til grjót-
harða Þórsara framtíðarinnar.
Tilveran á hliðarlínunni er tóm-
legri án þín.
Þú varst þrjóskari en gengur
og gerist og við gátum enda-
laust deilt um ýmis menn og
málefni en gátum jafnan sæst á
að vera sammála um að vera
ósammála. Við vorum samt
sammála um hvar væri langbest
að vera sem sést á okkar fyrstu
fasteignakaupum þar sem rétt
rúmir 100 metrar voru á milli
íbúðanna okkar í hjarta Þorps-
ins. Við ætluðum að eiga miklu
miklu fleiri ár saman í Þorpinu
og við ræddum líka oft hvað við
ætluðum að hafa það gott í ell-
inni.
Ég er þakklátur fyrir
fjöldann allan af stórkostlegum
Baldvin Rúnarsson
Sálm. 6.3
biblian.is
Líkna mér, Drottinn,
því að ég er
magnþrota,
lækna mig, Drottinn,
því að bein mín
tærast af ótta.
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI ÞÓRARINSSON
húsasmíðameistari,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
föstudaginn 7. júní.
Sigríður Þorláksdóttir
Ólafur Helgason Linda Sunnanväder
Salína Helgadóttir Einar Long
Guðmundur Helgason Hildur Jósefsdóttir
Þröstur Helgason Gerður Jónsdóttir
Hermann Brynjólfsson Eygló Lilja Ásmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir,
afi og langafi,
STEFÁN J. RICHTER,
Delray Beach, Florida,
lést sunnudaginn 9. júní.
Fyrir hönd fjölskyldu,
Börn hins látna
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir,
systir, amma og langamma,
HERDÍS TEGEDER,
Hrauntúni 13, Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands,
Vestmannaeyjum, laugardaginn 8. júní.
Útförin fer fram frá Landakirkju, Vestmannaeyjum laugardaginn
15. júní klukkan 13.
Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minnast hennar er
vinsamlegast bent á líknarfélög í Vestmannaeyjum.
Hermann Kristján Jónsson
Sigurjón Hinrik Adólfsson Kristín Elfa Elíasdóttir
Gunnar Darri Adólfsson Svava Bjarnadóttir
Jón Steinar Adólfsson Júlía Elsa Friðriksdóttir
Edda Tegeder
María Tegeder
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sambýlismaður minn, bróðir okkar
og mágur,
ÞORSTEINN GUÐNASON,
Eyjabakka 3,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum laugardaginn 2. júní.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. júní
klukkan 15.
Ósk S. Árnadóttir
Magnús Guðnason Birte Nielsen
Bjarni Guðnason Elínbjörg Kristjánsdóttir
Kristín Guðnadóttir
Þórný Guðnadóttir Lúðvík I. Helgason
Ágúst Guðnason Drífa Dröfn Geirsdóttir
Gísli Guðnason
Halla Guðnadóttir Borgþór Hjörvarsson
Þórdís Guðnadóttir