Morgunblaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2019
Sólbað Hér á landi hendir ekki oft að sól skíni samfellt marga daga í röð, hvað þá vikur. Í sólskininu verða þurrar og grænar grasbrekkur álitlegir áningarstaðir og þar má einnig bregða á leik.
Eggert
Hæ, hó, ég heiti Sig-
rún og ég hef efasemdir
um þriðja orkupakk-
ann. Þetta hljómar eins
og kveðja á sjálfshjálp-
arfundi sem maður hef-
ur þurft að klúðra ein-
hverju stóru í lífinu til
að lenda á. En hér er ég
og get ekki annað. Mér
finnst það einkennilegt
að samþykkja og „inn-
leiða“ lög á þeim for-
sendum að menn þurfi ekki að hafa
áhyggjur af regluverkinu þar sem
„sennilega“ muni aldrei reyna á það.
„Það verði enginn sæstrengur lagð-
ur nema með samþykki Alþingis“ –
og þar með verði Ísland í raun ekki
hluti af sameiginlegum orkumarkaði
Evrópu, alla vegana ekki fyrr en Al-
þingi er búið er að samþykkja lagn-
ingu sæstrengs. Þessu er stungið
upp í fólk sem hefur efasemdir um
samþykkt laga og reglna á Íslandi
sem gilda eiga um sameiginlegan
raforkumarkað Evrópu.
Fyrir mér og mörgum öðrum er
þetta öfugsnúið.
Ef við hugsum okkur að verið væri
að samþykkja lög og
reglur um rekstur
spilavíta (eitthvað sem
er ekki eins óáþreif-
anlegt og leiðinlegt og
3 orkupakkinn hljóm-
ar) og bæði þeir sem
væru á móti og hlynnt-
ir rekstri spilavíta ætl-
uðu að samþykkja
reglurnar á þeim for-
sendum að ekki væri
komið byggingarleyfi
fyrir spilavíti og því
þyrfti engar áhyggjur
að hafa af áhrifum
reglnanna, væri það í lagi?
Ég fæ ekki betur séð en að það séu
margir mjög áhugasamir um lagn-
ingu sæstrengs frá Íslandi til Evr-
ópu. Flest ef ekki öll íslensku orku-
fyrirtækin hafa látið vinna fyrir sig
úttektir um málið og Landsvirkjun
er t.d. með á heimasíðu sinni sér-
stakan rökstuðning fyrir sæstreng
til Bretlands https://www.lands-
virkjun.is/rannsoknirogthroun/
throunarverkefni/saestrengur. Svo
berast fréttir af því að breskir fjár-
festar hafi slíkar áætlanir full-
fjármagnaðar og tilbúnar til fram-
kvæmda fáist leyfi til lagningar
sæstrengs.
Það að samþykkja regluverkið án
þess að fyrir liggi hvort það muni
eiga við eða ekki gerir að auki alla
umræðu um málið brenglaða og út-
úrsnúningavæna. Af hverju tökum
við ekki bara umræðuna um sæ-
strenginn núna? Viljum við hann eða
ekki? Þá vitum við allavega betur
hvaða áhrif það sem verið er að sam-
þykkja mun hafa.
Mér finnst ekki ljóst hvort sam-
þykkt þriðja orkupakkans mun auka
eða minnka líkurnar á því að sæ-
strengur verði lagður en hitt er ljóst
að ef/þegar Alþingi Íslands sam-
þykkir á endanum lagningu sæ-
strengs þá mun íslenskur raf-
orkumarkaður lúta þeim evrópsku
reglum sem nú er verið að sam-
þykkja (verði þær samþykktar) og
því eðlilegt að spurt sé; erum við sátt
við að þessar reglur gildi á Íslandi?
Þeir sem eru það alls ekki, eiga
ekki að samþykkja þriðja orkupakk-
ann. Þeir sem eru á móti lagningu
sæstrengs ættu að velta því fyrir sér
hvers vegna í ósköpunum þeir ættu
að samþykkja reglur um eitthvað
sem þeir vilja ekki að verði að veru-
leika og þeir sem eru hlynntir sæ-
streng ættu því aðeins að samþykkja
reglurnar ef þær eru þær reglur sem
þeir vilji að gildi um orkuviðskipti á
Íslandi ef og þegar af honum verður.
Ég er það trúuð á ágæti Evrópu-
samvinnu að ég hef fulla trú á að
hægt sé að tjónka við Evrópusam-
bandið og samstarfsaðila í EES.
Þetta á bara ekki við um Ísland, ekki
fyrr en við höfum ákveðið að tengj-
ast raforkumarkaði Evrópu og það
getur ekki verið eðlileg krafa að
þvinga Ísland til að taka upp reglu-
verk um eitthvað sem ekki hefur
verið tekin ákvörðun um að sé hluti
af því umhverfi sem við búum við,
ekki frekar en um gasvinnslu eða
annað sem ekki á við hér.
Já og nei ég er ekki gengin í Mið-
flokkinn. Það er landlæg þráhyggja
á Íslandi að einhver flokkur eigni sér
skoðun og allir sem komist að sömu
niðurstöðu séu þá undir áhrifum frá
þeim flokki „sem ber að forðast“.
Þetta er svo bjánaleg afstaða að við
hljótum einhvertímann að vaxa upp
úr henni. Nú hef ég ekki kynnt mér
málflutning Miðflokksins að öðru
leyti en því að þeir eru á móti því að
samþykkja þennan 3 orkupakka og
veit því í sjálfu sér ekki í hverju
þeirra andstaða fellst.
En ég hef reynt að kynna mér
málið og þær opinberu álitsgerðir
sem lagðar hafa verið fram og mér
finnst ekki tímabært að innleiða lög
og reglur á Íslandi um sameig-
inlegan orkumarkað Evrópu þar
sem engin ákvörðun hefur verið tek-
in um að tengjast þeim markaði.
Það hlýtur að vera verra að sam-
þykkja reglur um eitthvað sem mað-
ur vill ekki að verði að veruleika
heldur en koma málum í farveg sem
fellur að manns sannfæringu, jafnvel
þó Miðflokkurinn „hafi eignað sér
málið“.
Ég er ekki sjálf viss um hvort ég
er með eða á móti lagningu sæ-
strengs, það eru mörg mikilvæg
álitamál sem taka þarf tillit til, sem
snúa m.a. að tekjuöflun, raf-
orkuverði á Íslandi, atvinnustigi og
loftslagsmálum í heiminum. En hitt
er ég sannfærð um að ég vil að ef af
lagningu sæstrengs verður þá muni
samningar og reglur um þau við-
skipti taka mið af þeim hagsmunum
okkar sem þá blasa við. Sá tími er
ekki núna.
Eftir Sigrúnu Elsu
Smáradóttur » Af hverju tökum viðekki bara umræðuna
um sæstrenginn núna?
Sigrún Elsa
Smáradóttir
Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi
og áhugamanneskja um orkumál.
Frestur er á þessu bestur
Eftir því sem árin
líða hef ég áttað mig æ
betur á því hversu auð-
velt það er að flækja
hluti sem eru í eðli sínu
einfaldir. Oft virðist
sem það sé einlægur
ásetningur hins op-
inbera að gera ein-
staklingum og fyr-
irtækjum erfiðara fyrir
en efni standa til, með
því að gera einfaldleikann torskilinn.
Sama má segja um okkur stjórn-
málamennina. Okkur tekst ekki alltaf
að setja fram hugmyndir og stefnu
fram með einföldum og skiljanlegum
hætti. Hugmyndafræðin getur verið
margslunginn og tækniorðin óskilj-
anleg. Kannski er skýringin sú að
stjórnmálamaðurinn hefur ekki alltaf
fullan skilning á viðfangsefninu.
Við sem skipum þingmannasveit
Sjálfstæðisflokksins þurfum að líta í
eigin barm og viðurkenna að okkur
hefur ekki alltaf tekist sérlega vel að
koma hugsjónum á framfæri sem
skiljanlegum hætti. Tækniorð hag-
fræðinnar og fjármálafræðinnar eru
ekki besta söluvaran. Frasar – jafn-
vel innantómir – vekja meiri athygli.
Og við sjálfstæðismenn erum lélegir í
að smíða orðaleppa og klisjur.
Í grunninn er stefna Sjálfstæð-
isflokksins einföld; frelsi ein-
staklingsins til orðs og æðis og varð-
staða um sjálfstæði landsins.
Einstaklingurinn og fjölskylda hans
er grunneining samfélagsins. Þess
vegna líta sjálfstæðismenn á það sem
skyldu sína að standa
vörð um fjölskylduna og
styrkja stoðir hennar.
Alveg með sama hætti
er Sjálfstæðisflokk-
urinn skuldbundinn til
að tryggja við-
skiptafrelsi, ryðja götu
sjálfstæða atvinnurek-
andans, verja millistétt-
ina, þá sem eldri eru og
samborgara sem þurfa
á aðstoð að halda. Þetta
er einföld hug-
myndafræði og oft hef-
ur verið á brattann að sækja. En
þrátt fyrir allt hefur tekist að hrinda
hugmyndum sjálfstæðisstefnunnar í
framkvæmd á flestum sviðum, en
ekki öllum. Verst er bakslag í ýmsu á
síðustu tíu árum. (Um það verður
fjallað síðar).
Hornsteinn borgaralegs samfélag
Rauði þráðurinn í hugmyndabar-
áttu Sjálfstæðisflokksins er fjárhags-
legt sjálfstæði einstaklinga og fjöl-
skyldna. Sjálfstæðismenn eiga sér
þann draum að gera alla að eignafólki
og byggja undir fjárhagslegt öryggi.
Eignamyndun millistéttarinnar og
þeirra sem hafa lægri laun stendur á
tveimur meginstoðum. Annars vegar
á lífeyrisréttindum og hins vegar á
verðmæti eigin húsnæðis. Ekki síst
þess vegna er mikilvægt að gera sem
flestum kleift að eignast eigið hús-
næði. Við sjálfstæðismenn höfum
kallað þetta séreignarstefnu og bent
á að hún sé einn af hornsteinum borg-
aralegs samfélags. En séreign-
arstefnan er lítið annað en frels-
isstefna – leið að því markmiði að
launafólk búi við fjárhagslegt sjálf-
stæði.
Ekki eru allir hrifnir af séreign-
arstefnunni – frelsinu sem fylgir
eignamyndun og fjárhagslegu sjálf-
stæði, svo merkilegt sem það er.
Sósíalistar og margir vinstri menn
hafa ímugust á séreignarstefnunni. Í
huga þeirra er barátta einstaklinga
og fjölskyldna við að eignast eigið
húsnæði með gríðarlegri vinnu og
eljusemi, háttur smáborgara sem
þeir líta niður á. Draumurinn um eig-
ið húsnæði er skilgetið afkvæmi
markaðshyggju. Smáborgarar –
sjálfstæði atvinnurekandinn og milli-
stéttin eru ekki hluti af framtíðarsýn
hins sósíalíska samfélags.
Valfrelsi
Auðvitað vilja ekki allir eignast
eigið húsnæði. Margir kjósa fremur
að leigja. Það er þeirra réttur og eng-
inn getur tekið hann af þeim. Í hús-
næðismálum er það hlutverk stjórn-
valda að tryggja valfrelsi – reyna
eftir fremsta megni að láta drauma
almennings rætast. Og þá er ágætt
að hafa í huga niðurstöðu könnunar
sem Íbúðalánasjóður lét gera á síð-
asta ári: Um 86% leigjenda vilja eign-
ast eigin íbúð. Þegar spurt var: „Ef
nægjanlegt framboð væri af öruggu
leiguhúsnæði og nægilegt framboð af
húsnæði til kaups. Hvort myndir þú
velja að búa í leiguhúsnæði eða eigin
húsnæði?“ Aðeins rétt rúm 14%
völdu leiguhúsnæði.
Opinber umræða og áherslur
flestra stjórnmálaflokka á und-
anförnum misserum og árum, hefur
því miður einkennst fremur af því að
ýta undir leiguhúsnæði en tryggja
valfrelsi í húsnæðismálum. Fókusinn
hefur með öðrum orðum verið á 14%
en 86% hafa orðið hornreka.
Hér skal ekki gert lítið úr nauðsyn
þess og raunar skynsemi að stjórn-
völd stuðli að heilbrigðum leigumark-
aði. En stefna í húsnæðismálum hlýt-
ur að mótast með hliðsjón af óskum
almennings. Ég hef alla tíð litið svo á
að eitt stærsta verkefni borgaralegra
stjórnmálamanna sé gefa ein-
staklingum raunverulega valkosti í
húsnæðismálum. Séreignarstefnan
er hluti af frelsisstefnu sem gefur
launafólki tækifæri til eignamynd-
unar.
Skattar og séreign
Í liðinni viku var samþykkt frum-
varp Bjarna Benediktssonar fjár-
málaráðherra um að framlengja
möguleika fólks til að nýta séreign-
arsparnað skattfrjálst til að greiða
inn á höfuðstól íbúðalána. Þegar er í
gildi réttur til að nýta séreign-
arsparnað skattfrjálst í tíu ár vegna
kaupa á fyrstu íbúð. Frá því að þetta
úrræði var kynnt til sögunnar árið
2014 – með samþættingu skatta-
lækkunar og séreignarstefnu – hafa
um 56 milljarðar króna runnið til öfl-
unar húsnæðis. Að jafnaði hafa um 23
þúsund einstaklingar nýtt sér þessa
heimild í hverjum mánuði. Þannig
hefur verið stuðlað að eignamyndun
fólks í íbúðarhúsnæði og það er
kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokks-
ins.
Árangurinn er áþreifanlegur.
Skuldaleiðréttingin og séreign-
arsparnaðurinn hefur skipt sköpum.
Staða íslenskra heimila er mun betri
en á öðrum Norðurlöndum. Sam-
kvæmt tölum Hagstofunnar var eigið
fé hér á landi, að undanskildum líf-
eyrisréttindum, um 157% af vergri
landsframleiðslu. Hlutfallið hefur
ekki verið hærra í tuttugu ár.
Skuldir heimilanna sem hlutfall af
landsframleiðslu er um 75% á Íslandi
en um 105% að meðaltali á öðrum
Norðurlöndum. Sem hlutfall af ráð-
stöfunartekjum eru skuldirnar einn-
ig lægri hér, eða tæplega 150% á
móti liðlega 200%.
Þessar tölur eru ágætur vitn-
isburður um árangur séreignarstefn-
unnar frá því að Sjálfstæðisflokk-
urinn tók sæti í ríkisstjórn árið 2013.
Við sem skipum þingsveit Sjálfstæð-
isflokksins gerum okkur hins vegar
fyllilega grein fyrir því að verkefninu
er langt í frá lokið. Þess vegna höfum
við m.a. lagt fram frumvörp um af-
nám stimpilgjalda af íbúðahúsnæði
og fulla endurgreiðslu virð-
isaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna
á byggingarstað. Áfangasigrar við
lækkun tekjuskatts einstaklinga hafa
náðst og á komandi árum verða
skattar lækkaðir enn frekar. Allt til
að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði
einstaklinga og fjölskyldna.
Eftir Óla Björn
Kárason »Ekki eru allir hrifnir
af séreignarstefn-
unni – frelsinu sem fylgir
eignamyndun og fjár-
hagslegu sjálfstæði, svo
merkilegt sem það er.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Séreignarstefnan er frelsisstefna