Morgunblaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2019 Opið virka daga 10.00-18.15, laugardaga 11.00-14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | Sími 588 8686 Nýr stór humar Glæný stórlúða Glæný smálúða Stór humar Túnfiskur Klausturbleikja Humarsúpa Úrslitakeppni NBA Fimmti úrslitaleikur: Toronto – Golden State.................... 105:106  Staðan er 3:2 fyrir Toronto og sjötti leik- ur verður í Oakland aðfaranótt föstudags. KÖRFUBOLTI 6. UMFERÐ Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ef svo heldur fram sem horfir verð- ur botnbaráttan í úrvalsdeild kvenna í fótbolta, sem kennd er við Pepsi Max, ekki síður spennandi en einvígi Breiðabliks og Vals um Íslands- meistaratitilinn. Deildin virðist vera að skiptast í þrennt þar sem Þór/KA gæti fengið keppni frá ÍBV og mögulega Stjörn- unni um þriðja sætið, en hin fimm liðin, Selfoss, HK/Víkingur, Fylkir, Keflavík og KR, virðast geta unnið hvert annað hvenær sem er. Eins merkilegt og það er, þegar deildin er svona jöfn, hefur ekki einn einasti leikur í fyrstu sex umferð- unum endað með jafntefli. Keflavík er tvímælalaust lið sjöttu umferðar. Nýliðarnir höfðu tapað fyrstu fimm leikjum sínum, á fyrsta ári Keflavíkur í deildinni í heilan áratug, og lánið hafði satt best að segja ekki leikið við Suðurnesja- stúlkurnar. Þær hefðu hæglega get- að krækt í stig í þremur af fyrstu fimm leikjunum. En í Vesturbænum sprungu þær hreinlega út og gjör- sigruðu KR 4:0. Keflavík er með í sínum röðum hina öflugu Natöshu Anasi, og KR réð ekkert við hana í vítateig sínum þar sem Natasha skoraði tvö skallamörk. Farið er að ræða um hana sem besta leikmann deildarinnar í ár, a.m.k. úr hópi varnarmanna. Keflavíkurliðið sýndi í leiknum að það er til alls líklegt og getur lagt hvaða lið sem er á góðum degi. Staða KR er hinsvegar orðin slæm. Vesturbæjarliðið er með mikla reynslu í sínum hópi en er þegar búið að tapa fyrir þremur af keppinautunum í neðri hluta deild- arinnar og virðist eiga erfiða baráttu framundan. Valur sigldi fram úr Breiðabliki hvað markatölu varðar með því að gjörsigra Fylki 6:0 á Hlíðarenda á meðan Breiðablik vann Stjörnuna naumlega, 1:0, í Garðabæ. Liðin eru bæði með fullt hús stiga en Valur er kominn sex mörkum á undan í mar- kamismun. Ef svo heldur fram sem horfið gæti markatalan ráðið úrslit- um í einvígi liðanna. Fyrra uppgjör þeirra verður á Hlíðarenda í 8. um- ferðinni, miðvikudaginn 3. júlí. Elín upp um þrjú sæti Landsliðskonan Elín Metta Jen- sen úr Val var besti leikmaður 6. umferðar að mati Morgunblaðsins. Elín átti nánast fullkominn leik þeg- ar Valur burstaði Fylki en hún skor- aði fjögur markanna og átti þátt í hinum tveimur í 6:0 sigrinum. Betra gerist það varla og Elín varð fyrir vikið fyrst leikmanna í deildinni til að fá 3 M á þessu keppnistímabili. Þó Elín sé aðeins 24 ára gömul er þetta hennar tíunda keppnistímabil með meistaraflokki Vals. Hún skor- aði sitt fyrsta mark 15 ára gömul, í fyrsta leiknum, 7:2 sigri á Haukum, árið 2010, og hefur nú skorað 94 mörk í 123 leikjum í úrvalsdeildinni. Hún varð með fernunni gegn Fylki þriðji markahæsti leikmaður Vals í deildinni frá upphafi, fór uppfyrir bæði Rakel Logadóttur (92) og Dóru Maríu Lárusdóttur (91). Að- eins Margrét Lára Viðarsdóttir (148) og Kristín Ýr Bjarnadóttir (104) hafa skorað fleiri mörk fyrir Val. Elín er nú orðin 15. markahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi en hún fór upp um þrjú sæti á þeim lista með mörkunum fjórum. Hún hefur skorað tvö mörk fyrir landslið Íslands á þessu ári og er þar komin með 10 mörk í 40 lands- leikjum. Hélt upp á 18 ára afmælið Sveindís Jane Jónsdóttir, fram- herjinn efnilegi í Keflavík, var besti ungi leikmaður 6. umferðar að mati Morgunblaðsins. Sveindís hélt upp á 18 ára afmælið, sem var deginum áð- ur, þegar Keflavík fékk sín fyrstu stig með stórsigrinum á KR, 4:0, þar sem hún skoraði eitt markanna og lék mjög vel, þannig að hún fékk 2 M fyrir frammistöðuna. Þótt Sveindís sé ekki eldri hefur hún þegar skorað 44 mörk fyrir Keflavík í deildakeppninni en þetta er hennar fimmta ár í meistaraflokki félagsins. Þar lék hún fyrst 14 ára gömul árið 2015. Árið 2016 skoraði Sveindís 27 mörk fyrir Keflavík í 1. deild, 15 ára að aldri, og varð lang- markahæst í deildinni, tólf mörkum á undan þeirri næstu. Hún hefur gert tvö mörk í fimm fyrstu leikjum sínum með liðinu í efstu deild. Þá hefur Sveindís skorað 16 mörk í 31 leik með yngri landsliðum Ís- lands.  Cloé Lacasse skoraði sitt 50. mark fyrir ÍBV í deildinni þegar hún skoraði tvívegis í 3:1 sigrinum á HK/ Víkingi. Hún er komin með sex mörk í síðustu þremur leikjum og orðin næstmarkahæst hjá ÍBV í deildinni frá upphafi. Aðeins Bryndís Jóhann- esdóttir (64) hefur gert fleiri mörk.  Ásta Eir Árnadóttir landsliðs- kona úr Breiðabliki lék sinn 100. leik í efstu deild í sigrinum á Stjörnunni.  Anita Lind Daníelsdóttir úr Keflavík og Guðrún Gyða Haralz úr HK/Víkingi skoruðu báðar sitt fyrsta mark í efstu deild í 6. umferð.  Anna Young, 24 ára enskur framherji, lék sinn fyrsta leik með ÍBV en hún kom í vor frá Sunder- land. Þá lék Keflvíkingurinn Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir sinn fyrsta leik í efstu deild. Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019 Þessar eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik. Cloé Lacasse, ÍBV 10 Elín Metta Jensen, Val 10 Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 8 Natasha Moraa Anasi, Kefl avík 7 Sveindís Jane Jónsdóttir, Kefl avík 6 Birta Guðlaugsdóttir, Stjörnunni 5 Hildur Antonsdóttir, Breiðabliki 5 Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 5 Stephany Mayor, Þór/KA 5 Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki 4 Ásdís Karen Halldórsdóttir, KR 4 Berglind B. Þorvaldsdóttir, Breiðabliki 4 Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KA 4 Clara Sigurðardóttir, ÍBV 4 Dóra María Lárusdóttir, Val 4 Emma Kelly, ÍBV 4 Hlín Eiríksdóttir, Val 4 Ída Marín Hermannsdóttir, Fylki 4 Elín Metta Jensen, Val 9 Cloé Lacasse, ÍBV 7 Stephany Mayor, Þór/KA 7 Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 6 Berglind B. Þorvaldsdóttir, Breiðabliki 4 Hlín Eiríksdóttir, Val 4 Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 4 Hildur Antonsdóttir, Breiðabliki 3 Ída Marín Hermannsdóttir, Fylki 3 Natasha Moraa Anasi, Kefl avík 3 Markahæstar Breiðablik 34 ÍBV 31 Valur 30 Kefl avík 27 Þór/KA 23 Stjarnan 23 HK/Víkingur 23 Selfoss 19 Fylkir 18 KR 17 Leikmenn: Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 23-4-3 Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir Þór/KA Anita Lind Daníelsdóttir Kefl avík Sveindís Jane Jónsdóttir Kefl avík Selma Sól Magnúsdóttir Breiðabliki Cloé Lacasse ÍBV Margrét Lára Viðarsdóttir Val Elín Metta Jensen Val Sesselja Líf Valgeirsdóttir ÍBV Natasha Moraa Anasi Kefl avík Agla María Albertsdóttir Breiðabliki Hallbera Guðný Gísladóttir Val 6. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2019 Lið: 5 4 3 3 3 2 2 Er sú besta með Keflavík?  Natasha Anasi skoraði tvö mörk gegn KR  Elín Metta besti leikmaður 6. umferðar með fullkominn leik og 3 M  Sveindís Jane besti ungi leikmaðurinn Morgunblaðið/Hari Ferna Elín Metta Jensen fagnar einu markanna gegn Fylki. Morgunblaðið/Hari Keflavík Sveindís Jane Jónsdóttir er fremsti leikmaður nýliðanna. HM kvenna í Frakklandi E-RIÐILL: Nýja-Sjáland – Holland........................... 0:1 Jill Roord 90. Staðan: Holland 1 1 0 0 1:0 3 Kanada 1 1 0 0 1:0 3 Kamerún 1 0 0 1 0:1 0 Nýja-Sjáland 1 0 0 1 0:1 0 F-RIÐILL: Síle – Svíþjóð ............................................ 0:2 Kosovare Asllani 83., Madelen Janogy 90. Bandaríkin – Taíland............................ 13:0 Alex Morgan 12., 53., 74., 81., 87., Rose La- velli 20., 56., Lindsey Horan 32., Sam Mew- is 50., 54., Megan Rapinoe 79., Mallory Pugh 85., Carli Lloyd 90. Staðan: Bandaríkin 1 1 0 0 13:0 3 Svíþjóð 1 1 0 0 2:0 3 Síle 1 0 0 1 0:2 0 Taíland 1 0 0 1 0:13 0 Svíþjóð B-deild: Brage – Örgryte ...................................... 0:1  Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn með Brage sem er í fjórða sæti.  Valþór Ingi Karlsson hefur verið ráðinn aðal- þjálfari karlaliðs Elite Volley Aar- hus en liðið leikur í dönsku úrvals- deildinni í blaki. Valþór Ingi var aðstoðarþjálfari liðsins á síðasta tímabili og stýrði liðinu í nokkrum leikjum undir lok keppnistímabilsins. Það er svo sannarlega ekki dag- legt brauð að Íslendingar taki að sér þjálfun liða í úrvalsdeildum í blaki utan Íslands. Valþór Ingi lék með KA hér heima áður en hann söðlaði um og flutti til Danmerkur fyrir tveimur árum. iben@mbl.is Ráðinn þjálf- ari í Árósum Valþór Ingi Karlsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.