Morgunblaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2019 Góð heyrn glæðir samskipti ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. „Þetta var bara pot af línunni í mörkunum, en tvö mörk eru nóg. Þetta var alls ekki af æfingasvæðinu. Ég fer bara alltaf á fjær og þar er ég alltaf frír og ég var mætt- ur á réttan stað,“ sagði Ragnar Sigurðsson eftir að hafa skorað bæði mörk Íslands í 2:1-sigrinum á Tyrkjum í undankeppni EM í gærkvöldi. „Það er mjög ljúft að vinna Tyrkina aftur. Við urðum að vinna þessa leiki við Tyrkland og Albaníu í baráttunni um að komast áfram. Þetta er sami neisti og hefur alltaf verið,“ sagði Ragnar. „Sumir voru búnir að afskrifa okkur en það er nóg eft- ir í þessum hópi og við sönnuðum það í þessum leikjum. Við kunnum að takast á við þessi stóru verkefni, vitum nákvæmlega hvað þarf til þess að vinna og af hverju að breyta því?“ sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði. „Ég er hrikalega þakklátur öllum þeim sem komu á völlinn til þess að styðja við bakið á okkur og ég tel að það hafi gert gæfumuninn á örlagarík- um augnablikum í leiknum,“ sagði Emil Hallfreðsson.  Frekari viðbrögð landsliðsmanna og þjálfara eru á mbl.is/sport. Sumir búnir að afskrifa okkur Emil Hallfreðsson þeir áttu og sá liðsandi sem við sáum í síðustu tveimur und- ankeppnum hefur verið endurvak- inn. Þessir strákar ætla sér að kom- ast á þriðja stórmótið í röð og með sigrinum í gærkvöld er það vel raunhæft. Íslensku landsliðsmennirnir eru nú komnir í kærkomið frí en þráð- urinn verður tekin upp í und- ankeppni EM 7. september þegar Moldóvar mæta á Laugardalsvöll- inn. Ég set kröfu á okkar menn að landa þremur stigum í þeim leik og taka þar með eitt skref til viðbótar í átt að úrslitakeppni EM. d er mætt aftur Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sigurstemmning Aron Ein- ar Gunnarsson fer fyrir fögnuði íslensku leikmann- anna í leikslok á Laug- ardalsvellinum í gærkvöld. Frakkar eru komnir í efsta sæti H-riðils undankeppni EM í knattspyrnu eftir sigur á Andorra, 4:0, á gervi- grasvellinum í Pyrena-fjöllum í gærkvöld, á meðan Ís- lendingar afgreiddu Tyrki á Laugardalsvellinum. Frakkar, Tyrkir og Íslendingar eru þar með allir með 9 stig eftir fjóra leiki, hafa unnið heimaleikina hverjir gegn öðrum, en innbyrðis er markatala Frakk- anna best og lökust hjá Íslendingum. Frakkar gerðu út um leikinn í Andorra fyrir hlé. Kylian Mbappé skoraði á 11. mínútu, Wissam Ben Yed- der á 30. mínútu og Florian Thauvin á lokamínútu fyrri hálfleiks. Kurt Zouma átti síðan lokaorðið með marki á 60. mínútu. Albanar eru komnir með 6 stig eftir sigur á Moldóvum á heimavelli í El- basan, 2:0. Sokol Cikalleshi skoraði um miðjan síðari hálfleik og Ylber Ra- madani, leikmaður Vejle í Danmörku, tryggði sigurinn með marki í upp- bótartíma. vs@mbl.is Frakkar unnu og þrjú jöfn Kylian Mbappé Hefðbundin meðganga tekur níu mánuði og það var nákvæm- lega sá tími sem sænski fót- boltaþjálfarinn Erik Hamrén þurfti til að geta byrjað að brosa fyrir alvöru eftir að hann tók við íslenska karlalandsliðinu. Hamrén lenti í miklum hremmingum með liðið í haust, í Þjóðadeildinni og vináttuleikj- unum, og íslenskir fótbolta- áhugamenn hafa verið lengi að taka hann í sátt. En eftir sex stig í „tví- höfðanum“ gegn Albaníu og Tyrklandi síðustu daga getur Sví- inn borið höfuðið hátt. Hann er kominn með betri stöðu en landi hans, hinn vinsæli Lars Lag- erbäck, var með eftir fjóra fyrstu leiki sína í undankeppni stór- móts haustið 2012. Níu stig gegn sex. En það er magnað að sex af þeim leikmönnum sem hófu fyrsta leikinn hjá Lalla í sept- ember 2012, gegn Noregi, voru í byrjunarliðinu gegn Tyrklandi í gærkvöld. Ísland er orðið eitt reyndasta landslið heims. Níu af þeim ell- efu sem hófu leik í gærkvöld hafa spilað 60 landsleiki eða meira. Leikjahæsti Tyrkinn lék sinn 56. landsleik og sex í byrjunarliði Tyrkja eiga færri landsleiki en Hjörtur Hermannsson sem spil- aði sinn tólfta landsleik og var lang reynsluminnstur íslenskra. Til viðbótar kom Kolbeinn Sigþórsson inn á og spilaði sinn 50. landsleik. Þessi gríðarlega reynsla skilaði sér inni á vellinum í gær- kvöld gegn ungum Tyrkjum. Ásamt því hungri sem er enn til staðar í íslensku landsliðsmönn- unum sem eru greinilega tilbúnir til að fórna öllu fyrir málstaðinn og eitt stórmót í viðbót. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is 1:0 Ragnar Sigurðsson 21. með skalla úr markteignum vinstra megin eftir aukaspyrnu Jóhanns Bergs frá hægri. 2:0 Ragnar Sigurðsson 32. með skalla hægra megin úr markteign- um eftir horn Gylfa frá vinstri og skalla Birkis Bjarnasonar. 2:1 Dorukhan Toköz 40. með skalla eftir hornspyrnu frá hægri. I Gul spjöldEmil og Birkir (Íslandi), To- köz, Yilmaz, Ayhan og Celik (Tyrk- landi). Ísland: (4-5-1) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Hjörtur Her- mannsson, Kári Árnason, Ragnar ÍSLAND – TYRKLAND 2:1 Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason (Hörður B. Magnússon 69). Miðja: Jóhann Berg Guðmundsson (Arnór Ingvi Traustason 80), Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason. Sókn: Jón Daði Böðvarsson (Kolbeinn Sigþórsson 64). Tyrkland: (4-5-1) Mark: Mert Gü- nok. Vörn: Zeki Celik, Merih Dem- iral, Kaan Ayhan, Hasan Ali Kaldirim. Miðja: Hakan Calhanoglu, Dorukhan Toköz (Güven Yalcin 85), Irfan Ka- hveci (Abdülkadir Ömür 63), Ozan Tufan, Kenan Karaman (Yusuf Yazici 46). Sókn: Burak Yilmaz. Dómari: Szymon Marciniak, Pól- landi. Áhorfendur: 9.680 (uppselt).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.