Morgunblaðið - 24.06.2019, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 2 4. J Ú N Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 146. tölublað 107. árgangur
HAGMÆLTA
KONAN GUNNA
SKÁLDA
EGGJA-
SÖFNUN Í
LÁTRABJARGI
MIÐLAR AF 40 ÁRA
RITHÖFUNDAR-
REYNSLU
BRÆÐRABANDIÐ 10 EINAR KÁRASON 10MAGNEA INGVARSDÓTTIR 11
A
ct
av
is
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
Lokanir samsvara deild
Meira dregið úr starfsemi Landspítala í sumar en á síðasta ári 18-20 rýmum
færra í júlí en í fyrra Skortur á starfsfólki við hjúkrun er sagður helsta ástæðan
Landspítalinn dregur ávallt úr
starfsemi sinni yfir hásumarið. Þá
dregur úr reglulegri starfsemi, svo
sem skipulögðum aðgerðum og með-
ferðum, en einnig vegur skortur á
starfsfólki við hjúkrun þungt. Sá
skortur veldur því að draga þarf
meira úr starfseminni en stjórnend-
ur hefðu óskað. Mest dregur úr
starfsemi deilda á lyflækningasviði
en á móti kemur að hægt er að halda
fleiri rýmum opnum á skurðlækn-
inga- og flæðisviði en á síðasta ári.
„Sumarið verður því áskorun í þessu
tilliti, nú sem áður,“ skrifaði Páll
Matthíasson, forstjóri Landspítal-
ans, í nýjasta föstudagspistli.
„Við höldum áfram að reyna að
halda rýmum opnum, alveg fram á
síðustu stundu,“ segir Anna Sigrún
Baldursdóttir, aðstoðarmaður for-
stjóra.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fleiri rýmum verður lokað á deild-
um Landspítalans í sumar en á síð-
asta ári en erfiðleikatímabilið stend-
ur yfir í styttri tíma en áður. Frá 8.
júlí og fram á verslunarmannahelgi
er 18-20 rýmum færra í notkun en á
sama tíma í fyrra. Svarar munurinn
til þess að heilli deild sé lokað frá síð-
asta ári.
Júlí erfiður
» 536 til 544 rými eru opin á
sjö daga deildum Landspít-
alans frá 8. júlí og fram á versl-
unarmannahelgi.
» Er það 18-20 rýmum færra
en á sama tíma fyrir ári.
MMeiri lokanir deilda ... »4
Göngugarpur skoðar gamla og nýja tímann þar
sem hann stendur á listaverkinu Þúfu eftir Ólöfu
Nordal.
Innsiglingarviti við Reykjavíkurhöfn minnir á
gamla tíma en litrík Harpan er tákn nútímans. Í
baksýn gnæfir tignarleg Hallgrímskirkja. Eftir
langan sólarkafla hefur þykknað upp og vænta
má að gróðurinn sem þyrstir í vökvun fagni
nokkrum dropum.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Grænasta
grasið í
borginni
Hratt gengur að reisa nýtt og
fullkomið gagnaver við Korputorg.
Þar verður frágangur og öryggi
þannig að mun fullnægja þörfum
kröfuhörðustu viðskiptavina og
myndi þurfa meiriháttar hamfarir
til að trufla starfsemina.
Fram til þessa hafa íslensk
gagnaver einkum verið nýtt til raf-
myntaframleiðslu og segir Þor-
steinn Gunnarsson skýringuna
einkum vera þá að Ísland vanti
betri tengingar við umheiminn.
Með aukinni bandvídd munu gagna-
ver hér á landi geta boðið fjöl-
breyttari þjónustu og verið mjög
samkeppnishæf enda rekstrar-
kostnaður tölvuskáps á bilinu 30-
70% lægri í Reykjavík en í helstu
borgum Evrópu. »12
Breyttar forsendur
með meiri bandvídd
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Gagnaver Nýtt ver rís nú við Korputorg.
„Hann var hár fyrsti vinningurinn í
fiskeldislottóinu og það stingur í
augu að þetta fyrirtæki skuli eitt
standa uppi með allar tölur sínar
réttar en verðmæti þessara leyfa á
uppboðsmarkaði í Noregi gæti
numið rúmlega 30 milljörðum,“
segir Óðinn Sigþórsson, sem sat í
starfshópi sjávarútvegsráðherra
um stefnumörkun í fiskeldi. Óðinn
vísar í ummælum sínum til þess að
með breytingum á fiskeldislögum
sem samþykkt voru á þriðjudaginn
hafi Arctic Fish fengið að halda í
gildi umsókn um hátt í 20.000 tonn
á meðan sum fyrirtæki tapi öllum
umsóknum sínum og önnur fyrir-
tæki haldi lægri umsóknum í gildi.
Óðinn segir þetta á skjön við niður-
stöðu starfshóps ráðherra um
stefnumörkun í fiskeldi sem vildi að
annaðhvort yrðu allar umsóknir að
teljast gildar eða allar að falla nið-
ur. »4
Breytingar á fiskeldis-
lögum ósanngjarnar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fiskeldi Ný fiskeldislög virðast fara
frekar illa í flest fyrirtæki í fiskeldi.
Fjölskyldu-
hjálp Íslands
þarf að loka í
sumar vegna
fjárskorts og er
það í fyrsta skipti
í þau 16 ár sem
samtökin hafa
starfað sem eng-
in aðstoð verður
yfir sumarið. Ás-
gerður Jóna
Flosadóttir, formaður Fjölskyldu-
hjálpar, segist bera kvíðboga fyrir
hönd skjólstæðinga sinna í sumar.
Talsvert er um að efnaminni for-
eldrar leiti til hjálparstofnana til að
fá aðstoð til að borga sumarnám-
skeið og íþróttaferðir, að sögn Vil-
borgar Oddsdóttur hjá Hjálpar-
starfi kirkjunnar. »6
Fyrsta sumar-
lokunin í 16 ár
Hjálparstarf Marg-
ir þurfa aðstoð.
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir,
skólameistari Fjölbrautaskólans í
Breiðholti, segir ákjósanlegt að
skóladagur unglinga myndi hefjast
klukkan 10, jafnvel 11. Hún segir að
unglingar verði seinna syfjaðir en
fullorðnir og því þyrftu unglingar að
sofa til a.m.k. 9 eða 9.30 á morgnana.
Margir skólar hefja kennslu síðar
en klukkan átta á morgnana og eru
ýmsar ástæður fyrir því. Í Álftanes-
skóla hefst kennsla á þremur mis-
munandi tímum vegna byggingar-
framkvæmda og til að létta á umferð
í Garðabæ byrja skólar þar á mis-
munandi tímum.
Í Grunnskóla Vestmannaeyja
mun skóladagurinn hefjast klukkan
8.10 í stað 8 frá og með haustinu.
Anna Rós Hallgrímsdóttir, skóla-
stjóri skólans, segist vonast eftir
meiri ró í skólabyrjun með þessari
breytingu. »14
Framhaldsskólar byrji
ekki fyrr en kl. 10 eða 11
Morgunblaðið/Golli
Vaknaðir Nemendur í Fjölbraut í
Breiðholti mættir í fablabtíma.