Morgunblaðið - 24.06.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
f
i
595 1000
fyr
ir
. AGUAMARINA
y 6. ÁGÚST Í 7 NÆTUR
COSTA DEL SOL
Frá kr.
140.228
Íslensk fararstjórn,
taska og handfarangur
innifalið.
BÓKAÐU SÓL
ALLUR PAKKINN
Vinsælasta hótel Heimsferða í áraraðir
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Óðinn Sigþórsson, sem sat í starfs-
hópi sjávarútvegsráðherra um
stefnumörkum í fiskeldi, er ósáttur
við nýgerðar breytingar á fiskeld-
islögum. Óðinn segir það sérstaka
stöðu að miða
gildi umsókna við
að frummats-
skýrsla hafi verið
lögð fram.
„Það var fjallað
mikið um lagaskil
í starfshópnum
þegar ákveðið
var að leggja til
uppboðskerfi á
svæðum sem ekki
hafa verið burð-
arþolsmetin. Það var niðurstaðan
eftir ítarlega skoðun að annaðhvort
yrðu allar umsóknir að teljast gildar
eða allar að falla niður. Eitt yrði yfir
alla að ganga,“ segir Óðinn sem tel-
ur rökstuðninginn sem fram kemur í
nefndaráliti með lögunum varla
halda vatni. Hann segir að kostn-
aður fyrirtækja vegna vinnu við um-
hverfismat sé aukaatriði í þessu
máli. Fyrirtækin hafi verið búin að
helga sér svæði með matsáætlunum
á grundvelli þágildandi laga og í því
séu fólgin gríðarleg verðmæti. Inn í
það ferli sé nú gripið með afturvirk-
um hætti. Eftir að lögin voru sam-
þykkt sé staðan sú að eitt fyrirtæki,
Arctic Fish, haldi gildum umsóknum
sem slagi hátt í 20 þúsund tonn og
standi uppi með pálmann í hönd-
unum.
Hár fyrsti vinningur
„Hann var hár fyrsti vinningurinn
í fiskeldislottóinu og það stingur í
augu að þetta fyrirtæki skuli eitt
standa uppi með allar tölur sínar
réttar en verðmæti þessara leyfa á
uppboðsmarkaði í Noregi gæti num-
ið rúmlega 30 milljörðum. Það gefur
augaleið að verðgildi umrædds
fyrirtækis eykst gríðarlega. Það er
augljóst að Alþingi var að úthluta
gríðarlegum verðmætum til ein-
stakra fyrirtækja með því að lög-
festa þessa leið á meðan önnur fyrir-
tæki halda lægri umsóknum í gildi
og sum tapa öllum umsóknum sín-
um,“ segir Óðinn sem í viðtali við
Morgunblaðið í lok maí sagði
óheppilegt að aðstoðarmaður sjáv-
arútvegsráðherra væri mágur fjár-
málastjóra Arctic Fish.
Óðinn segist eiga von á að átökin
um fiskeldið muni aðeins harðna eft-
ir lagabreytinguna enda hafi ekkert
samráð verið haft við þá sem vilja
vernda villtu laxastofnana. Það hafi
verið ásetningur ráðherra að veikja
áhættumat erfðablöndunar frá því
að drög að frumvarpi hans komu
fram.
Saumað að vísindamönnum
„Mér sýnist að með lagabreyting-
unum hafi sjávarútvegsráðherra náð
því takmarki með dyggum stuðningi
formanns atvinnuveganefndar. Nú
liggur fyrir að búið er að sauma
verulega að vísindamönnum Haf-
rannsóknastofnunar með nýjum
ákvæðum um mótvægisaðgerðir. Ég
fæ ekki betur séð en að ein mótvæg-
isaðgerðin sé að nú eigi að leita að
eldislöxum í ánum og fjarlægja þá,“
segir Óðinn sem bendir á að sú
sviðsmynd sem dregin sé upp í lög-
unum sé í ósamræmi við mark-
miðsákvæði fiskeldislaga sem eigi að
vera til verndar villtum laxastofn-
um. Nú skuli Hafrannsóknastofnun
leggja fram nýja tillögu að áhættu-
mati með haustinu og það liggi í eðli
nýrra fyrirmæla í lögunum að sú til-
laga eigi að taka mið af mótvæg-
isaðgerðum sem væntanlega eigi að
auka magn frjórra laxa sem hafa má
í sjókvíum. Þessar mótvægisaðgerð-
ir eigi væntanlega að tryggja að
heimilað verði að setja norska laxinn
niður í Ísafjarðardjúpi. Ofan á allt
þetta eigi svo að setja nefnd vísinda-
manna sem ráðherra skipi, sem gefa
eigi álit og gera tillögur til ráðherra
vegna vinnu vísindamanna Hafrann-
sóknastofnunar við gerð áhættu-
matsins. Með þessu sé ráðherrann
kominn með puttana í vísindin og
næsta vers í leikritinu verði eflaust
að fela norsku Hafrannsóknastofn-
uninni hlutverkið.
Frekar sáttir hjá Háafelli
„Við erum að fara yfir stöðuna,
hvar við stöndum, en miðað við
hvernig aðrir túlka sína stöðu erum
við frekar sáttir,“ segir Kristján G.
Jóakimsson, verkefnisstjóri hjá
Háafelli hf. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins virðist Háafell
halda 6.800 tonna umsókn við breyt-
ingarnar á fiskeldislögunum. Krist-
ján segir að margt hafi verið gagn-
rýnivert í frumvarpinu en nú séu
lögin orðin að veruleika og unnið
verði út frá því. Kristján segir já-
kvætt að menn skyldu koma sér
saman um mótvægisaðgerðir í sam-
bandi við áhættumatið. Hann segir
að Háafellið muni halda áfram að
vinna að leyfi fyrir eldi eins og fyrir-
tækið hafi gert undanfarin níu ár.
Gæti stefnt í átök vegna fiskeldislaga
Óðinn
Sigþórsson
Verðmæti eldisleyfa Arctic Fish gæti numið 30 milljörðum Háafell hélt 6.800 tonna leyfisumsókn
Niðurstaða starfshóps að annaðhvort skyldu allar umsóknir teljast gildar eða allar falla niður
Ljósmynd/Helgi Bjarnason
Fiskeldi Breytingar á lögum um fiskeldi koma mismunandi við fyrirtækin.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Landspítalinn dregur meira úr starf-
semi sinni í sumar en áður. Í júlí-
mánuði og fram yfir verslunar-
mannahelgi eru 15-20 fleiri legurými
lokuð en á sama tíma í fyrra. Helsta
ástæðan er skortur á starfsfólki til af-
leysinga við hjúkrun sjúklinga.
Landspítalinn dregur ávallt úr
starfsemi sinni yfir hásumarið. Þá
dregur nokkuð úr reglulegri starf-
semi, svo sem skipulögðum aðgerð-
um og meðferðum, en einnig vegur
skortur á starfsfólki við hjúkrun
þungt.
Sumarið verður áskorun
Í nýjasta föstudagspistli Páls
Matthíassonar, forstjóra Landspítal-
ans, sem birtur er á vef spítalans
kemur fram að flest bráðalegurými
eru á skurðlækningasviði, flæðisviði
og lyflækningasviði. Gert sé ráð fyrir
færri opnum legurýmum en áður á
lyflækningasviði en skurðlækninga-
svið og flæðisvið muni bæta við
sumaropnun.
„Heildarniðurstaðan er sú að
nokkuð færri rými verða opin hjá
okkur í sumar í 2-3 vikur um hásum-
arið og ræður þar mannekla, fremur
en annað. Sumarið verður því áskor-
un í þessu tilliti, nú sem áður,“ skrifar
Páll í pistli sínum.
Vandræði í styttri tíma
Samkvæmt upplýsingum frá Önnu
Sigrúnu Baldursdóttur, aðstoðar-
manni forstjóra Landspítalans, eru
fleiri legurými lokuð í júlí og fram í
byrjun ágúst í ár en á síðasta sumri.
Hins vegar eru færri rými lokuð fyrir
og eftir þann tíma en árið 2018. Anna
Sigrún segir að lokanirnar séu meiri
yfir hásumarið í ár en standi yfir í
styttri tíma en í fyrra.
Þegar litið er á heildina eru 536 til
544 rými opin á deildum sem opnar
eru alla daga vikunnar, frá 8. júlí og
fram yfir verslunarmannahelgi. Er
það 18-20 rýmum færra en á sama
tímabili fyrir ári.
Lokanirnar dreifast ekki jafnt yfir.
Þannig dregur mest úr starfsemi á
stórum deildum eins og á lyflækn-
ingasviði. Anna Sigrún segir að hægt
hafi verið að draga úr afleiðingum
þess með breyttu verklagi og með því
að halda fleiri rúmum í notkun á
skurðlækningasviði og flæðisviði.
Hún bendir á að þetta sé sérstaklega
mikilvægt á flæðisviði þar sem öldr-
unarlækningadeildir spítalans eru.
Ekki þurfi þá að senda sjúklinga það-
an á aðrar deildir spítalans í eins
miklum mæli og annars hefði verið.
Þá tekur hún fram að gott samstarf
sé við sjúkrahúsin í nágrannabyggð-
um. Þau reyni eftir bestu getu að taka
við sjúklingum frá Landspítalanum.
Enn verið að reyna
Ástæðan fyrir því að loka þarf fleiri
rýmum en áður er skortur á starfs-
fólki við hjúkrun, eins og fram kemur
í pistli forstjórans. Anna Sigrún segir
að þótt gera megi ráð fyrir því að
þetta verði brekka muni starfsfólk
spítalans geta unnið samkvæmt
þeirri áætlun sem lögð hefur verið
upp. Og þau eru ekki hætt að vinna í
málunum. „Við höldum áfram að
reyna að halda rýmum opnum, alveg
fram á síðustu stundu,“ segir Anna
Sigrún.
Meiri lokanir deilda
en í styttri tíma
18-20 færri rúm í notkun á Landspítala í júlí en í fyrra
Morgunblaðið/Hari
Áskoranir Páll Matthíasson forstjóri segir að sumarið verði áskorun.
Lokanir á Landspítala
» 1. júlí verður 91 rými lokað,
133 8. júlí og 137 15. júlí. Mestu
lokanirnar verða 22. og 29. júlí
þegar 141 rými verður lokað á
deildum Landspítalans. 5.
ágúst verða 103 rými lokuð,
álíka mörg og á síðasta ári.
» Minni lokanir voru á síðasta
ári, frá 8. júlí og fram á versl-
unarmannahelgi: 1. júlí voru
118 rými lokuð, 114 8. júlí, 120
15. júlí og 122 22. og 29. júlí. 5.
ágúst voru 102 rými lokuð.
Nefnd um eftirlit með lögreglu hef-
ur komist að þeirri niðurstöðu að
Haraldur Johannessen ríkislög-
reglustjóri hefði getað vikið lög-
reglumanni tímabundið úr starfi ár-
ið 2011 á meðan lögreglurannsókn á
hendur honum fyrir meint kynferð-
isbrot gegn þremur ungum stúlkum
stóð yfir. Þetta kom fram í kvöld-
fréttum RÚV í gær og einnig er
fjallað um málið á vef Mannlífs.
Rannsókn á meintum brotum lög-
reglumannsins leiddi ekki til ákæru
og hann er enn í starfi hjá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu.
Halldóra Baldursdóttir, móðir
einnar af stúlkunum þremur sem
kærðu lögreglumanninn, kvartaði til
nefndar um eftirlit með störfum lög-
reglu sökum þess að lögreglumað-
urinn var ekki leystur frá störfum á
meðan málin voru til rannsóknar og
einnig undan vanköntum sem hún
taldi vera á rannsókninni. Hún kall-
ar eftir því að ríkislögreglustjóri
segi af sér vegna málsins.
Málið var meira en ár í vinnslu hjá
nefndinni, sem hefur nú komist að
þeirri niðurstöðu að lagalega hefði
ríkislögreglustjóra verið heimilt að
leysa lögreglumanninn tímabundið
frá störfum. Nefndin sá þó ekki til-
efni til þess að senda ríkislög-
reglustjóra tilmæli eða aðhafast
frekar í tilefni af erindi Halldóru,
samkvæmt því sem fram kemur á
vef Mannlífs.
Niðurstaða nefndarinnar er á
skjön við yfirlýsingu sem ríkislög-
reglustjóri sendi frá sér vegna fjöl-
miðlaumfjöllunar um málið í maí í
fyrra, en þá ítrekaði hann að ekki
hefði verið lagaheimild fyrir því að
setja lögreglumanninn til hliðar, þar
sem embættið hefði ekki fengið að
sjá rannsóknargögn málsins.
Hefði mátt víkja lög-
reglumanni úr starfi