Morgunblaðið - 24.06.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 2019
MANDUCA
BURÐARPOKINN
Manduca burðarpokinn er hannaður með
það markmið að leiðarljósi að barn geti
viðhaldið M-stellingu fóta og mjaðma.
Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Talsverður erill hefur verið í sumar
hjá þeim hjálparsamtökum sem
veita tekjulágum aðstoð. Fjölskyldu-
hjálp Íslands mun loka í sumar í
fyrsta skipti síðan starfsemi samtak-
anna hófst og mikið er leitað eftir að-
stoð til að greiða sumarnámskeið
fyrir börn.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
lokaði starfsstöð sinni í síðustu viku
og verður hún opnuð aftur í byrjun
ágúst, að sögn Önnu H. Pétursdótt-
ur, formanns nefndarinnar. „Við
höfum alltaf lokað yfir sumarið,
starfsemin er rekin með sjálfboða-
liðum og þeir fara í sumarfrí á þess-
um tíma,“ segir Anna. Hún segir að
talsvert hafi verið um beiðnir um að
koma til móts við kostnað við sumar-
námskeið barna. Nefndin tekur þátt
í slíkum kostnaði, hátt í 50 börn hafa
fengið slíkan styrk í sumar og er há-
marksupphæð styrksins 40 þúsund
krónur.
Fyrsta sumarlokunin í 16 ár
„Við höfum einfaldlega ekki tök á
að vera með opið fyrir matarúthlut-
anir í sumar. Til þess þyrftum við
meira fé,“ segir Ásgerður Jóna
Flosadóttir, formaður Fjölskyldu-
hjálpar Íslands, en lokað verður hjá
samtökunum frá 1. júlí til 1. sept-
ember. Það verður fyrsta sumarlok-
unin í 16 ára sögu Fjölskylduhjálpar.
Að sögn Ásgerðar Jónu veitir
Fjölskylduhjálpin hátt í 900 matar-
gjafir á mánuði og er aðstoðin m.a.
fjármögnuð með framlögum, söfn-
unum og flóamörkuðum í Reykjavík
og Reykjanesbæ sem verða opnir í
allt sumar. Hún segir að svipaður
fjöldi hafi sótt um aðstoð hjá sam-
tökunum í sumar og í fyrra og auk
mataraðstoðar er m.a. veitt aðstoð
til lyfjakaupa. „Við fáum talsvert af
fyrirpurnum um aðstoð við sumar-
námskeið, en við höfum ekki veitt
slíka styrki,“ segir Ásgerður Jóna.
Hún segist bera kvíðboga fyrir
hönd skjólstæðinga sinna þann tíma
sem sumarlokunin mun standa yfir.
„Þeir sem leita til okkar gera það
ekki sér til gamans og að sjálfsögðu
hefðum við viljað hafa opið í allt sum-
ar.“
Hjálparstarf kirkjunnar veitir
margvíslega aðstoð, m.a. matarað-
stoð í formi inneignarkorta í mat-
vöruverslunum, og að sögn Vilborg-
ar Oddsdóttur félagsráðgjafa, sem
stýrir innanlandsstarfi samtakanna,
eru færri beiðnir um slíka aðstoð á
sumrin en á öðrum tímum árs. „Ef
ég bara vissi af hverju það er,“ segir
Vilborg. „Ég hef unnið hér í 15 ár og
þetta hefur alltaf verið svona.“
Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar
líka foreldra við að greiða sumar-
námskeið fyrir börn sín og segir Vil-
borg að ekki sé um að ræða fasta
upphæð, heldur sé hvert og eitt til-
vik metið fyrir sig. Einnig rekur
hjálparstarfið sumarbúðir fyrir börn
og foreldra í tekjulágum fjölskyld-
um, þær voru haldnar fyrr í þessum
mánuði og þar nutu 16 fjölskyldur
dvalarinnar, að sögn Vilborgar. „Það
verður líka sífellt algengara að fólk
biðji okkur um aðstoð til að greiða
ferðir barna á íþróttamót,“ segir Vil-
borg.
Hún segir að samsetning þess
hóps sem til samtakanna leitar hafi
breyst talsvert undanfarin ár. „Ís-
lendingum hefur fækkað en útlend-
ingum sem eru í lægstlaunuðu störf-
unum hefur aftur á móti fjölgað.
Sumir segja okkur að það sé verið að
lækka starfshlutfall þeirra, við það
lækka launin en kostnaður við leigu
og mat lækkar ekki,“ segir Vilborg.
Margir leita til hjálparsamtaka
Fjölskylduhjálp þarf að loka í sumar vegna fjárskorts Margir þurfa aðstoð til að borga sumar-
námskeið og íþróttaferðir Fleiri útlendingar og færri Íslendingar leita til Hjálparstarfs kirkjunnar
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
,,Það er aðallega lokunin á Hverfis-
götu sem gerir það að verkum að við
þurfum að afhenda vörur fyrr á dag-
inn. Rúntur sem áður tók 30 mínútur
tekur nú 45 til 50 mínútur. Við aðlög-
um okkur aðstæðum og viðskiptavin-
irnir fá sínar vörur hvernig sem
ástandið er,“ segir Jón Valgeir
Tryggvason, dreifingarstjóri Garra.
Morgunblaðið greindi frá því á
fimmtudag að kaupmenn í miðbæ
Reykjavíkur þyrftu sumir hverjir að
sækja vörur sjálfir vegna erfiðleika
birgja við að komast um verslunar-
götur í miðbænum.
,,Það væri fínt ef allur Laugaveg-
urinn væri opinn til kl. 12, a.m.k. á
meðan framkvæmdir við Hverfis-
götu eru í gangi,“ segir Jón Valgeir
og bætir við að bílstjórar hans kvarti
yfir því að breyting á akstursstefnu á
Laugavegi hafi skyndilega skollið á
með tilkynningu um það á einu litlu
skilti. Jón Valgeir segir að margir
bílar keyri nú í ranga átt og það tefji
fyrir, auk þess sem keyra þurfi upp
Klapparstíg, beygja þar og keyra
svo annan hring til þess að komast í
næstu götu.
Umferðarþungi eykst árlega
Að sögn Jóns Valgeirs eru bíla-
leigubílar stórt vandamál á svæðinu í
kringum Skólabrú og Austurvöll en
þar leggi bílstjórar þvers og kruss
sem bæti ekki ástandið þar sem sex
til sjö flutningabílar séu að reyna að
komast að fyrirtækjum með vörur.
Ingólfur Þorsteinsson, rekstrar-
stóri vörudreifingar hjá Flytjanda,
segir að heilt yfir gangi vörudreifing
í miðbænum vel. Vissulega finni bíl-
stjórar fyrir þrengslum og lokunum.
En allt sé gert til þess að viðskipta-
vinurinn fái vörurnar sínar.
,,Við sjáum um dreifingu í margar
verslanir og veitingastaði. Við byrj-
um kl. sjö á morgnana í miðbænum
og reynum að vera búnir með dreif-
ingu þar fyrir kl. 11,“ segir Ingólfur
sem bætir við að umferðarþungi
aukist með hverju ári.
Gunnar Sigurgeirsson, aðstoðar-
forstjóri Ölgerðarinnar, segir að bíl-
stjórar fyrirtækisins hafi ekki lent í
neinum vandræðum að koma vörum
til viðskiptavina og allir séu sáttir.
Þegar framkvæmdir standi yfir á
götum í miðbænum finni bílstjórar
leiðir til að koma vörunum til skila.
Birgjar aðlaga sig breyttum
aðstæðum í miðborginni
Bílaleigubílar vandamál Viðskiptavinir fá sínar vörur
Margir gæddu sér á ís í góðviðrinu á Laugavegi í gær
en bjart var að mestu og skýjað með köflum í Reykja-
vík. Aukin úrkoma virðist vera í kortunum fyrir íbúa
vestan til á landinu næstu daga miðað við veður síðustu
vikur, en rigning hefur verið í sjaldséð á höfuðborgar-
svæðinu það sem af er sumri. Íslendingar eru þó þekkt-
ir fyrir að vera mikil ísþjóð og láta veðurfar yfirleitt
ekki halda aftur af sér þegar ís er annars vegar.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
„Ísgæðingar“ gengu um Laugaveg
Íslendingar gæða sér gjarnan á ís á sunnudögum, sama hvernig viðrar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík-
isráðherra hefur ákveðið að verja
þrettán milljónum króna til UN
Free & Equal, verkefnis sem skrif-
stofa mannréttindafulltrúa Samein-
uðu þjóðanna heldur utan um til að
vinna að útbreiðslu réttinda hinseg-
in fólks í heiminum. Þetta kemur
fram í frétt á vef ráðuneytisins. Þar
kemur fram að réttindi hinsegin
fólks hafi verið meðal helstu
áhersluþátta Íslands í mannrétt-
indaráði Sameinuðu þjóðanna síðan
landið var kjörið til setu í ráðinu.
Ísland bar til dæmis upp fleiri til-
mæli sem snertu réttindi hinsegin
fólks en nokkurt annað ríki.
Á vef utanríkisráðuneytisins er
haft eftir Guðlaugi að með fjár-
framlaginu og áframhaldandi
áherslu á réttindi hinsegin fólks í
mannréttindaráðinu muni landið
leggja sitt af mörkum til að breyta
því að hinsegin sambönd teljist enn
glæpur í meira en þriðjungi heims.
Fjárframlagið er í samræmi við
nýja stefnu Íslands í þróunarsam-
vinnu fyrir árin 2019-2023, sem Al-
þingi samþykkti í maí, og nýja
skýrslu utanríkisráðuneytisins þar
sem mörkuð er sú nálgun að allt
starf Íslands í þróunarsamvinnu sé
miðað að mannréttindum.
rosa@mbl.is
13 milljónir til stuðnings hinsegin réttindum