Morgunblaðið - 24.06.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.06.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 2019 TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum alnabaer.is Stjórnvöld létu á dögunum gerakönnun um viðhorf almenn- ings til utanríkismála. Þar kemur fram að langflestir telja að hag- sæld Íslands byggist á alþjóðlegri samvinnu og utanríkisviðskiptum og verður að teljast ánægjulegt, en ekki sjálfgefið, að skilningur sé á mikilvægi alþjóðaviðskipta, eða viðskipta yfirleitt.    Þákem- ur fram að fólk er al- mennt jákvætt í garð EES- samningsins, sem kemur ekki á óvart þar sem hann hefur í meg- inatriðum reynst vel þann aldar- fjórðung sem hann hefur verið í gildi.    Athygli vekur einnig að efa-semdirnar um EES-samning- inn lúta helst að framsali á full- veldi og að honum fylgi óþarfa regluverk. Þetta eru þekkt áhyggjuefni og mikilvægt fyrir stjórnvöld að gæta vel að þeim.    Ennfremur var spurt hvortsvarendur væru jákvæðir eða neikvæðir gagnvart Evrópusam- bandinu. Þar kom fram að fólk var almennt heldur jákvætt í garð sambandsins og notuðu einhverjir ESB-miðlar tækifærið og slógu þessum „stórtíðindum“ upp.    Þeir gerðu hins vegar lítið úrþví að töluvert fleiri eru and- vígir inngöngu í ESB en fylgjandi.    Sú afstaða er í samræmi við af-stöðuna til viðskiptafrelsis, fólk vill geta átt viðskipti við út- lönd en það vill ekki láta ráða- menn í Brussel gerast ráðamenn hér. Rökrétt afstaða almennings STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ilmolíur, sem eiga að fæla frá lúsmý, seld- ust upp í þeim tveimur apótekum sem voru opin á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Annar varningur gegn mýinu seldist sömuleiðis vel. Í samtali við mbl.is í gær sagði starfs- maður Lyfju að „allir væru að spyrja um eitthvað svona“ og átti þar við vörur sem fæla lúsmýið frá. Sterakrem, ofnæmistöfl- ur, fælandi úði, lavenderolía og tea-tree ol- ía, krem til að bera á sig eftir bit og bólgu- eyðandi lyf, er meðal varnings í þessum flokki og lauslega reiknað hafði þriðji hver maður sem heimsótti Lyfju í Lágmúla um helgina verið á höttunum eftir þessum vörum. Frá Apótekaranum fengust þær upplýs- ingar að margir hefðu keypt öfluga fælu sem inniheldur sérstök efnasambönd sem eiga að bægja mýinu frá. snorrim@mbl.is „Lúsmýsvarningur“ víða uppseldur  Íslendingar kaupa sterakrem, ofnæmis- töflur, ilmolíur og úða gegn lúsmýinu Morgunblaðið/Eggert Lúsmý Hjá flestum er það heldur óvelkomið. „Mér heyrist, miðað við umræðuna, að fólk sé jákvæðara í ár en hefur verið,“ segir María Gestsdóttir, varaformaður Íbúasamtaka Laugar- dals, spurð um upplifun íbúa Laug- ardals af Secret Solstice-tónlist- arhátíðinni sem haldin var um helgina en talið er að um tólf þús- und manns hafi verið á hátíðinni í gær. Sjálf var María gestur á hátíð- inni og skemmti sér stórkostlega að eigin sögn. Umgengni til fyrirmyndar María segir umgengnina hafa verið til fyrirmyndar yfir hátíðina. Hún bendir á að veðuraðstæður hafi verið töluvert betri í ár en í fyrra en þá olli rigning því að grasið kom illa út eftir hátíðina. „Ég hef tekið eftir því sjálf á há- tíðinni að það er fólk í gulum vest- um að taka til allan tímann sem mér finnst mjög ánægjulegt,“ segir María. „Þeir sem búa næst hátíð- inni verða auðvitað fyrir mestri truflun vegna hávaða svo maður á eftir að heyra hvað fólk segir eftir hana. En mér sýnist á öllu að hátíð- arhaldarar hafi hlustað á athuga- semdir fólks og séu virkilega að reyna að bæta sig.“ Helga Sigrún Sigurjónsdóttir, varamaður í stjórn íbúasamtakanna, tekur undir með Maríu og segir að hún hafi upplifað almenna ánægju með hátíðina í ár. Hún vísar í Face- book-hópinn „Langholtshverfi - 104“ þar sem rúmlega hundrað at- hugasemdir voru settar við færslu þar sem spurt var um upplifun íbúa á svæðinu af Secret Solstice. „Þar voru allir bara rosa kátir og ánægð- ir nema einn,“ segir Helga og hlær. Velgengnin lygasögu líkust Jón Bjarni Steinsson, upplýsinga- fulltrúi Secret Solstice-hátíðarinnar, segir það lygasögu líkast hversu vel hafi gengið. Hann segir að veðrið hafi verið gott og að samstarfið við lögregluna og frístundamiðstöðina hafi gengið frábærlega. Segir hann- umgengnina á svæðinu hafa verið til fyrirmyndar en hátíðarhaldarar réðu breska fyrirtækið Greenbox, sem sérhæfir sig í þrifum á hátíð- um, til að halda svæðinu hreinu. Auk þess segir hann að Reykjavík- urborg hafi ráðið fyrirtækið Hreinsitækni til að þrífa svæðið fyr- ir utan hátíðina. Jón segist ekki vita til þess að nein kvörtun hafi borist vegna hátíðarinnar í ár. „Þegar það er svona gott veður eru bara allir sáttir,“ segir hann. rosa@mbl.is Jákvæðni ríkir í garð Secret Solstice  Veit ekki til þess að nein kvörtun hafi borist

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.