Morgunblaðið - 24.06.2019, Side 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 2019
Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380
Sjáum til þess að allar yfirhafnir
komi hreinar undan vetri
STOFNAÐ 1953
Útsalan er hafin
Suðurlandsbraut 30 • sími 553 3755
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Margt fróðlegt ogskemmtilegt er aðfinna þegar vafrað erum í netheimum og
eitt af því er íslensk fésbókarsíða
sem ber heitið Tófan. Tófan hefur
að geyma kveðskap eftir konur
frá örófi alda til okkar tíma og
umsjónarmaður síðunnar er
Magnea Ingvarsdóttir menningar-
fræðingur. Þegar hún er innt eftir
því hvaðan nafnið Tófan kemur,
segir hún það vera vísun í ljóð
sem talið er vera eitt elsta kvæði
eftir konu. Kvæðið fjallar um kon-
una Tófu og segir frá samskiptum
hennar við Björn nokkurn.
„Ég stofnaði Tófuna fyrir um
það bil ári með það að markmiði
að nýta samfélagsmiðla til þess að
vekja athygli á ljóðum kvenna.
Þetta eru ljóð sem mörg hver
hafa ekki sést áður og höfund-
arnir eru flestir óþekktir, en með
nútímatækni verður leikurinn
auðveldur að kynna þessar
óþekktu skáldkonur. Það er hægt
að birta ljóð með einu klikki og
þá breiðist það út eftir því hve
margir hafa líkað við síðuna,“
segir Magnea og tekur fram að
hún beri virðingu fyrir verkum
þessara kvenna og geti allra
heimilda.
Ekki með öllu ósýnilegar
„Þá ber að halda til haga
þeim fræðimönnum hér á Íslandi
sem hafa rannsakað kveðskap eft-
ir konur langt aftur í aldir, eins
og Helgu Kress, en hún er ein af
okkar allra mestu fræðimönnum í
íslenskum kvennabókmenntum.
Helga Kress hefur verið ötul og
lagt margt til málanna um kveð-
skap kvenna. Helga og Ásdís
Egilsdóttir ritstýrðu til dæmis
bókinni Stúlka, sem út kom árið
1997 hjá Háskólaútgáfunni og er
sýnisbók ljóða eftir 43 íslenskar
skáldkonur frá 1876 og fram til
okkar daga. Í þessari bók eru
góðar og gagnlegar upplýsingar
um fjölda kvenna sem ástunduðu
ýmiskonar kveðskap frá því um
miðja nítjándu öld. Rannsóknir
Helgu sýna til dæmis að konur
ortu heilmikið af ljóðum af ýms-
um toga og jafnframt að þær hafi
lítið haft sig í frammi þegar kom
að því að fá þau birt.
Í bókinni kemur einnig fram
að oftast var konum bent á að
þær réðu ekki við bragformið,
þær væru viðtakendurnir, varð-
veitendurnir og viðfangsefni. Þá
fjallar Helga líka um hinn þögla
yrkjanda sem ekki fékk sig til
þess að birta ljóð sín í lifandi lífi.“
Magnea telur að lesa megi í
sögu kvenna í gegnum þessi ljóð,
að í hverju ljóði sé lítið púsluspil
sem fylli upp í þekkingu og því
beri að halda því til haga.
„Eins er með þær ljóðabækur
þessara óþekktu kvenna sem þær
gáfu margar út sjálfar, bækurnar
eru menningararfur sem ekki má
gleymast. Ég hef safnað ljóðabók-
um eftir konur í nokkurn tíma og
finnst ljóðin þeirra vera gull og
gersemar. Til dæmis var árið 1936
gefið út lítið kver með ljóðum 30
skáldkvenna, sem segir okkar að
þær hafa ekki með öllu verið
ósýnilegar, en það var bara einn
hængur á því litla kveri, ákveðið
var að birta ekki ártöl né segja frá
því hvaðan ljóðin komu.
Þetta kver heitir ,,Það mælti
mín móðir‘‘ og er í samantekt Sig-
urðar Skúlasonar.“
Gunna var ákvæðaskáld
Magnea segist hafa rekist á
ýmislegt skemmtilegt í bókinni
Sögur og sagnir úr Vest-
mannaeyjum, sem út kom árið
1966 og Jóhann Gunnar Ólafsson
skráði.
„Þar segir, svo ég vitni beint í
bókina: ,,Það mun vera leit á því
héraði á Íslandi, þar sem ekki eru
hagyrðingar, sem kasta fram
lausavísum við alls konar tæki-
færi, eða senda náunganum tóninn
í ljóðum.“
Í þessari bók er meðal annars
ljóð um skáldkonu sem lítið hefur
verið fjallað um. Skáldkonan hét
Guðrún Pálsdóttir og var fædd ár-
ið 1815 í Saurbæ í Holtum. Hún
var dóttir séra Páls Jónssonar
prests á Kirkjubæ. Þau mæðgin
voru bæði talin ákvæðaskáld og
hún var álitin sérlega hagmælt.
Þannig var að maður að nafni
Mikael skáldi á Djúpavogi hafði
eitt sinn heilsað Guðrúnu með
þessari vísu:
Sæl nú vertu seljan áls
sögð ei ertu stirð til máls.
Gæfu hljóttu grundin báls
Guðrún dóttir séra Páls.
Guðrún svarað honum að
bragði:
Lifðu af grómi lastafrí,
í lukku og blóma gengi,
Mikkel sóma og auðnu í
ullar skjóma lengi.
„Gunna skálda, eins og hún
var að jafnaði kölluð, átti til að
láta fjúka í munn. Eftirfarandi
vísa varð til þegar ákveðinn maður
sem henni var ekki að skapi
stríddi henni:
Mannorðið þér mokist frá
meðan byggir hauður
og lífsins dyrum lokist frá
lifandi og dauður.
Ljóð kvenna eru gull og gersemar
Magnea Ingvarsdóttir menningarfræðingur hefur mikinn áhuga á ljóðum kvenna frá öllum tímum. Hún hefur safnað ljóðabókum eftir
konur í nokkurn tíma og heldur úti fésbókarsíðu sem heitir Tófan. Þar birtir hún ljóð kvenna frá örófi alda til okkar daga og ýmislegt sem
þeim tengist. Þar segir m.a. frá hagmæltu konunni Gunnu skáldu sem lét menn heyra það í bundnu máli ef henni þótti ástæða til.
Morgunblaðið/Eggert
Magnea Hún hefur rekist á ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt í þeim ljóðabókum kvenna sem hún hefur safnað.
Ljósmynd/Úr einkasafni
1920 Unglingsstúlkan lengst til vinstri er amma Magneu og nafna, en hún
orti mikið fyrir skúffuna sem aldrei var gefið út. Til hægri er systir hennar,
Viktoría Guðmundsdóttir, og milli þeirra er Kristín, dóttir Viktoríu.