Morgunblaðið - 24.06.2019, Qupperneq 12
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Nýtt gagnaver er að rísa á Korpu-
torgi og mun verða bæði það full-
komnasta og öruggasta á landinu. Af
lýsingum Þorsteins Gunnarssonar að
dæma væri það heljarinnar áskorun
fyrir Ethan Hunt og félaga úr Mis-
sion: Impossible-myndunum að ætla
að laumast þangað inn óboðnir.
„Gagnaverið fullnægir ströngustu
kröfum, og er í öryggisflokknum Tier
III N+1 sem þýðir m.a. að öll aðföng
eru tvöföld og tekur varakerfi við ef
aðalkerfi bilar: rafmagnslagnir eru
tvöfaldar, ljósleiðarar sömuleiðis, all-
ur tölvubúnaður og kæling einnig, og
ekkert sem getur truflað eðilega
starfsemi gagnaversins nema meiri-
háttar hamfarir,“ útskýrir Þorsteinn
en hann er stjórnarformaður Reykja-
vik DC sem byggir gagnaverið í sam-
starfi við Reiknistofu bankanna, Opin
kerfi, Vodafone og Korputorg.
Er raunar líka búið að hugsa fyrir
hamförunum: „Korputorg er 40
metra yfir sjávarmáli svo að ekki er
hætta á flóðum. Að auki er jarðfræði
svæðisins þannig að gagnaverið er ut-
an sprungu- og skjálftasvæða og eng-
in hætta á að gosvirkni geti orðið til
þess að hraun renni um þetta svæði.
Þá liggja gagna- og rafmagnsstofn-
brautir landsins í gegnum Korpu-
torg, þar er aðgengi að þremur óháð-
um tengibrautum grunn-raforku-
kerfisins og einnig aðgengi að
nokkrum óháðum ljósleiðarastrengj-
um.“
Verður gagnaverið líka rammgirt
og vaktað allan sólahringinn, mynda-
vélar í hverju horni og strangar regl-
ur um hverjum verður hleypt þar inn.
Jafnvel þegar inn í gagnaverið er
komið er það stúkað af og aðgangs-
stýrt að innan svo að gestir geta að-
eins nálgast þann vélbúnað sem þá
snertir.
Gagnaverið á Korpuorgi er ekki
fyrsta Tier III-gagnaverið á Íslandi,
en það fyrsta á höfuðborgarsvæðinu.
Þorsteinn bendir á að staðsetning
gagnaversins auki á öryggið, með
mörgum rafmagns- og ljósleiðara-
tengingum, en auk þess felist sam-
keppnisforskot í því að gagnaverið
hafi aðgang að mikilli orku og að stutt
sé fyrir tæknimenn viðskiptavina að
fara þegar huga þarf að vélbúnaði.
„Það tekur 10-15 mínútur fyrir fyrir-
tæki í Reykjavík að gera mann út af
örkinni til að kíkja á tölvustæðu hjá
okkur, en um 45 mínútur að komast í
gagnaverin úti á Reykjanesi. Þegar
upp koma vandamál í viðkvæmum
tækjabúnaði getur þessi tímamunur
skipt máli, auk þess sem styttri ferða-
tími minnkar kostnað. Hefur mark-
aðurinn því lengi kallað eftir gagna-
veri í þessum flokki á höfuðborgar-
svæðinu, en meðal þeirra sem gera
kröfu um Tier III-öryggi eru fjár-
málafyrirtæki, stjórnvöld, heilbrigð-
isstofnanir og raunar allir þeir sem
vinna með viðkvæm og dýrmæt
gögn.“
Bíða betra sambands við útlönd
Til glöggvunar fyrir lesendur þá
má áætla að mikill meirihluti gagna-
vera á Íslandi rati í öryggisflokkinn
Tier I og eru þau fyrst og fremst not-
uð til rafmyntaframleiðslu. Þorsteinn
segir þetta skýrast af því að gagna-
tengingar Íslands við umheiminn hafi
til þessa ekki verið nægilega góðar
fyrir annars konar gagnaveraþjón-
ustu, auk þess sem rafmyntaframleið-
endur hafi uppgötvað að lágur orku-
kostnaður geri Ísland að heppilegum
stað til að láta tölvur mjatla út bitcoin
og öðrum rafmyntum. „Stjórnvöld
hafa þegar byrjað undirbúningsvinnu
við nýja gagnatengingu frá Íslandi til
Írlands og mikilvægt að það verkefni
tefjist ekki og lagning hefjist helst
innan tveggja ára. Þar með verður
komin sú bandvídd sem þarf fyrir fjöl-
breyttari þjónustu gagnavera fyrir
erlenda viðskiptavini og yrði t.d.
minni töf á tengingunni frá Korpu-
torgi til London en yfir til Luleå þar
sem Svíar hafa verið að koma upp sín-
um gagnaverum.“
Um leið og tengingar við umheim-
inn batna skapast kjöraðstæður fyrir
rekstur gagnavera eins og þess sem
verður á Korputorgi, og það á sama
tíma og þörfin fyrir reikniafl og
gagnavörslu fer bara vaxandi: „Ef við
tökum sem dæmi kostnaðinn við að
reka 20 kW tölvuskáp þá er hann í
dag á bilinu 30-70% lægri á Íslandi en
í helstu borgum Evrópu, og eftir því
sem skáparnir verða orkufrekari, þá
hækkar þessi tala,“ segir Þorsteinn.
„Margt í rekstrarumhverfi íslenskra
gagnavera hefur verið í ólestri undan-
farinn áratug, en miðað í rétta átt með
bættri löggjöf og öflugri innviðum,
svo að núna er kominn hárréttur tími
til að sækja inn á þennan markað.“
Möguleikarnir verða
til með betri tengingu
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hagkvæmt Þorsteinn segir 30-70% ódýrara að reka öflugan tölvuskáp í Reykjavík en í helstu borgum Evrópu.
Innan skamms mun hágæða gagnaver hefja starfsemi á Korputorgi Með því
að auka bandvídd tenginga við umheiminn eykst forskot íslenskra gagnavera
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 2019
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga www.alno.is
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
24. júní 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.78 125.38 125.08
Sterlingspund 158.09 158.85 158.47
Kanadadalur 94.61 95.17 94.89
Dönsk króna 18.899 19.009 18.954
Norsk króna 14.561 14.647 14.604
Sænsk króna 13.289 13.367 13.328
Svissn. franki 127.03 127.73 127.38
Japanskt jen 1.1603 1.1671 1.1637
SDR 173.04 174.08 173.56
Evra 141.11 141.89 141.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.3201
Hrávöruverð
Gull 1388.35 ($/únsa)
Ál 1777.0 ($/tonn) LME
Hráolía 64.86 ($/fatið) Brent
Tveir fundir sem
haldnir verða í
vikunni gætu
orðið til þess að
Fiat Chrysler og
Renault freisti
þess á ný að ljúka við samruna bíla-
risanna tveggja.
WSJ greinir frá að hluthafar
Nissan muni á þriðjudag greiða at-
kvæði um róttækar breytingar á
stjórn félagsins. Verði breyting-
arnar samþykktar munu ut-
anaðkomandi stjórnarmenn verða í
meirihluta og væntir Renault þess
að það muni breyta viðhorfi Nissan
til samrunans. Nissan á 15% hlut í
Renault og hefur lengi verið helsti
samstarfsaðili franska bílasmiðsins.
Þá munu Emmanuel Macron
Frakklandsforseti og Shinzo Abe
Japansforseti hittast á leiðtoga-
fundi G-20 ríkjanna í Osaka í viku-
lok. Er hugsanlegt að forsendur
mögulegs samruna verði skýrari
eftir fund þeirra, en það voru eink-
um afskipti franskra stjórnvalda
sem fengu FCA til að slíta samruna-
viðræðunum í byrjun mánaðarins.
ai@mbl.is
Kunna að
endurræsa
viðræður
Þróun í málum
FCA og Renault
● Verð rafmynt-
arinnar bitcoin hef-
ur hækkað nokkuð
skarplega að und-
anförnu og rauf á
föstudag 10.000
dala múrinn, í
fyrsta skipti síðan í
mars í fyrra. Var
gengið komið upp í
11.000 dali strax á laugardag en leitaði
aftur niður á við á sunnudag.
Gengi bitcoin náði hámarki 17. desem-
ber 2017 og kostaði þá 19.783 dali. Raf-
myntin lækkaði hratt eftir það og náði
jafnvægi við 6.000-7.000 dala bilið undir
lok síðasta sumars og lækkaði síðan enn
frekar í lok síðasta árs. Kostaði bitcoin á
bilinu 3.000-4.000 dali fram í byrjun
apríl en tók þá að hækka hratt á ný.
Wall Street Journal segir styrkingu
bitcoin m.a. skrifast á aukna jákvæðni í
garð rafmynta og er skemmst að minn-
ast þess að Facebook kynnti í síðustu
viku áætlanir sínar um að setja í loftið
rafeyrinn líbru. Hyggja markaðs-
greinendur að ef líbran nær mikilli út-
breiðslu gæti hún greitt leiðina fyrir al-
menna notkun rafmynta. ai@mbl.is
Bitcoin aftur á uppleið
Skot Bitcoin
hækkar hratt.