Morgunblaðið - 24.06.2019, Síða 13

Morgunblaðið - 24.06.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 2019 Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is COMPONIBILI Hirslur 3ja hæða – fleiri litir Verð frá 18.900,- STELTON Kertastjaki Verð 23cm 8.990,- 17cm 7.990,- KARTELL BOURGIE Borðlampi – fleiri litir Verð frá 39.900,- Vandaðar brúðargjafir RITZENHOFF Vínglös Verð frá 2.550,- IITTALA ALVAR AALTO Vasi 22 cm Verð 18.950,- ALESSI Ávaxtakarfa Verð 17.900,- KAY BOJESEN Ástarfuglar Verð 14.990,- HOLMEGAARD Kertalukt grá Verð frá 9.990,- stk. ARCHITECTMADE DISCUS FUGL Verð frá 5.990,- IITTALA TOOLS Eldfast mót Verð frá 37.900,- ROSENTHAL TREND Matar- og kaffistell Fallegt og stílhreint Allir sem gera gjafalista hjá okkur fá kaupauka að verðmæti 15% af öllu því sem keypt er af gjafalistanum. Yfirmaður eþíópíska hersins, Seare Mekonnen, var á laugardag skotinn til bana af lífverði sínum. Stuttu áður hafði háttsettur embættismaður í Amhara-héraði einnig verið veginn. Svo virðist sem árásirnar tvær hafi verið samstilltar. Að sögn fréttaveitunnar AFP réðst drápssveit (e. hit squad) inn á fund háttsettra embættismanna í Amhara og skaut þar forseta héraðs- stjórnarinnar og ráðgjafa hans. Lét- ust þeir síðar af sárum sínum. Þá slasaðist héraðssaksóknarinn einnig alvarlega. Tilraun til valdaráns Í samtali við fjölmiðla sagði Bil- lene Seyoum, talskona stjórnvalda, að um væri að ræða tilraun til valda- ráns og að henni hefði veitt forystu Asaminew Tsige, yfirmaður öryggis- mála í Amhara, sem í fyrra var leyst- ur úr fangelsi eftir nærri áratug á bak við lás og slá vegna valdaráns- áætlunar árið 2009. Nokkrum klukkustundum síðar lést Seare Mekonnen, eins og áður segir, ásamt eldra skyldmenni sem var í heimsókn á heimili Mekonnen eftir að hafa verið skotinn af lífverði sínum. Lífvörðurinn hefur verið hnepptur í varðhald en áðurnefndur Asaminew gengur enn laus. Trúa ekki á þöggun eða morð Forsætisráðherrann Abiy Ahmed hefur frá því að hann tók við embætti í fyrra fengið lof fyrir að hafa lagt sig fram um að losa um járngreipar for- vera sinna. Því hefur hins vegar ver- ið tekið illa af sumum. Í sjónvarpsútsendingu á landsvísu í gærmorgun klæddist Ahmed ein- kennisfatnaði hersins og talaði til þjóðar sinnar. „Fólkið í Eþíópíu trúir ekki á þöggun, morð eða að krefjast valda með því að úthella blóði bræðra sinna og systra,“ sagði hann. Tveir háttsettir voru vegnir  Drápssveit á fundi embættismanna AFP Í sjónvarpsútsendingu Ahmed tal- ar til þjóðar sinnar í gærmorgun. Yfir 8.000 tóku þátt í hinni árlegu Gleðigöngu í Kænu- garði, höfuðborg Úkraínu, sem gengin var í gær. Fólk- ið veifaði regnbogafánum og þjóðfána Úkraínu og að sögn skipuleggjenda reyndu mótmælendur úr hópi hægri öfgamanna og meðlima rétttrúnaðarkirkjunnar að trufla gönguna, m.a. með því að halda uppi fánum með áletrunum þar sem samkynhneigð var fordæmd. Nokkur fjöldi var handtekinn fyrir að efna til óeirða. AFP Ástin blómstraði í skugga mótmæla Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Íbúar Istanbúl í Tyrklandi gengu að kjörkössunum í gær í öðrum borgar- stjórakosningum á einungis þremur mánuðum. Aftur var það Ekrem Imamoglu úr stjórnarandstöðu- flokknum CHP, keppinautur Binali Yildirim, fulltrúa Réttlætis- og þró- unarflokks (AKP) Recep Tayyip Er- dogans Tyrklandsforseta, sem bar sigur úr býtum og er Imamoglu því nýr borgarstjóri Istanbúl. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í vor voru kosningar um borgarstjóraemb- ættið ógiltar og ákveðið að blása til nýrra kosninga eftir að Imamoglu sigraði í kosningunum. Ástæðan sem þá var gefin var að kosningin hefði verið mörkuð af spillingu og ýmsum annmörkum. Hins vegar segja stjórnmálagagnrýnendur að Erdog- an forseti hafi einfaldlega ekki sætt sig við að láta af hendi stjórnina í Ist- anbúl. Vill vinna með forsetanum Um 54% kjósenda höfðu hakað við nafn Imamoglu þegar 99% atkvæða höfðu verið talin í gærkvöld. „Það var ekki einn hópur eða flokkur, heldur öll Istanbúl og Tyrkland sem unnu þessar kosningar,“ sagði Imamoglu í sigurræðu sinni í gær. Þá sagðist hann einnig vera tilbúinn til að vinna náið með Erdogan Tyrklandsforseta og sagði: „Herra forseti, ég er reiðubúinn til að starfa í sátt og samlyndi með þér. Ég óska hér með eftir að fá að funda með þér eins fljótt og auðið er.“ Andstæðingur Imamoglu, áður- nefndur Binali Yildirim, hafði viður- kennt ósigur þegar 95% atkvæða voru talin í gær og fyrir lá að Imamoglu myndi taka borgarstjórastólinn. „Ég óska honum til hamingju og óska hon- um góðs gengis,“ sagði Yildirim. Imamoglu borgarstjóri Istanbúl  Flokkur Erdogans Tyrklandsforseta tapaði aftur  54% atkvæða fóru til stjórnarandstöðuflokksins AFP Nýr borgarstjóri Ekrem Imamoglu heldur sigurræðu sína í gær. „Hann kann að meta pólitíska dómgreind og einstakt hug- rekki Donalds Trump og mun af virðingu við þessa eiginleika gaumgæfa stór- fenglegt innihald bréfsins.“ Á þennan hátt greindi ríkisfréttastofa Norður- Kóreu frá því að Kim Jong-un, leið- toga landsins, hefði nýverið borist bréf frá Donald Trump Bandaríkja- forseta. Ríkisdagblaðið Rodong Simnun birti mynd af leiðtoganum á forsíðu sinni um helgina þar sem hann las bréf Trumps. Nokkur þíða varð í samskiptum ríkjanna tveggja þegar leiðtogarnir hittust á fundi í Singapúr í fyrra. Fundur þeirra í Hanoi í Víetnam í vetur, þar sem m.a. átti að semja um leiðir til þess að afkjarnorku- vopnavæða Norður-Kóreu, þótti lít- inn árangur bera og virtist allt vera komið í sama farveg og áður. Yang Moo-jin, prófessor við háskólann í Norður-Kóreu, segir í samtali við AFP að bréfið sýni að leiðtogarnir hafi vilja til að bæta samskiptin. Fékk stórfenglegt bréf frá Trump Bréf Kim Jong-un les bréf Trumps. NORÐUR-KÓREA Enn bólar ekkert á nýrri ríkis- stjórn í Dan- mörku, tæpum þremur vikum eftir að Danir gengu að kjör- borðinu þann 5. júní. Sjö klukku- stunda fundi fjögurra flokka, undir stjórn Mette Frederiksen, formanns Jafn- aðarmannaflokksins, lauk í gær án árangurs. Flokkarnir eru, auk Jafnaðarmanna, Radikale Venstre, Einingarlistinn og Sósíalíski þjóð- arflokkurinn. Frederiksen sagði við danska ríkisútvarpið eftir fundinn að sér virtist að flokkunum bæri ekki mik- ið á milli, sem allir eru skilgreindir á vinstri væng stjórnmálanna. „En það eru nokkur atriði sem lögð var mikil áhersla á í kosningabarátt- unni og við þurfum að ná sam- komulagi um; velferðarmál, mál- efni barna og umhverfismál,“ sagði hún. „Við erum áfram tilbúin til að gefa Frederiksen tækifæri,“ sagði Morten Østergaard, formaður Radikale Venstre, eftir fundinn. Stjórnarmyndunar- viðræður enn í gangi Stjórn Frederik- sen er bjartsýn. DANMÖRK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.