Morgunblaðið - 24.06.2019, Page 14
SVIÐSLJÓS
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Ég myndi vilja byrjaskóladaginn hjá ungling-um kl. 10 eða jafnvel 11,en svo langt eru umræð-
ur ekki komnar,“ segir Guðrún
Hrefna Guðmundsdóttir, skóla-
meistari Fjölbrautaskólans í Breið-
holti. Hún bendir á að taka verði
með í umræðuna að unglingar verði
seinna syfjaðir en fullorðnir og fái
því sjaldnar nægan svefn. Ef allt
væri eðlilegt þyrftu unglingar af
líkamlegum ástæðum að sofa til kl.
9 eða 9.30 á morgnana.
Guðrún Hrefna segir að sé
ætlunin að bæta skólastarf þurfi
kennarar að hafa meiri tíma til
þess að tala saman. Með því að
kennarar mættu fyrr en nemendur
fengist gullið tækifæri til skipu-
lagningar. Margir grunn- og fram-
haldsskólar hafa seinkað byrjun
skóladags af ýmsum ástæðum.
Grunnskóli Vestmannaeyja, GRV,
ætlar að hefja skóladaginn næsta
vetur kl. 8.10 í stað 8 sem til-
raunaverkefni næsta skólaár. Anna
Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri
GRV, segir að fáir skólar á landinu
hefji kennslu kl. 8. Gallar og kostir
þess að breyta upphafstíma
kennslu í GRV hafi verið vandlega
skoðaðir og vonast hún til þess að
með seinkuninni verði meiri ró í
byrjun skóladags, nemendur nýti
sér ókeypis hafragraut og álag
vegna umferðar minnki á mesta
álagstímanum. Anna Rós segir að
skólinn verði opnaður fyrir nem-
endur 7.45 og skólaliðar verða þá
til taks. Hún telur að með breyt-
ingunum gefist tækifæri til stuttra
tilkynningafunda með starfs-
mönnum og ef vel takist til sé ekki
loku fyrir það skotið að seinka enn
frekar byrjun skóladags hjá ungl-
ingastiginu.
Minnkandi álag á heimilum
Hrefna Sigurjónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Heimilis og skóla,
segist finna fyrir áhuga foreldra á
því að seinka byrjun skóladags á
morgnana og almennt sé ánægja
hjá foreldrum þar sem slíkt fyrir-
komulag sé. Hún segir að seinkun
á byrjun skóladags komi ungling-
um sérstaklega vel og foreldrar tali
um minnkandi álag á heimilum.
Í Garðabæ byrja skólar á mis-
munandi tímum. Ástæðurnar eru
margvíslegar, t.d. byrjar skólinn á
Álftanesi á þremur mismunandi
tímum á meðan byggingarfram-
kvæmdir standa þar yfir. Flataskóli
og Garðaskóli eru við sama umferð-
arsvæði og til að létta á umferðinni
byrja þeir sinn á hvorum tímanum.
„Það sama má segja um Fjöl-
brautaskólann í Garðabæ og Hofs-
staðaskóla sem eru hlið við hlið,“
segir Katrín Friðriksdóttir, deildar-
stjóri skóladeildar Garðabæjar.
Hún segir að nú sé unnið úr könn-
un sem gerð var meðal foreldra og
nemenda um viðhorf þeirra til þess
að seinka byrjun skóladags hjá
nemendum á unglingastigi. Engar
ákvarðanir hafi verið teknar, enda
sé einungis verið að kanna viðhorf
þessara hópa sem innlegg í frekari
umræðu.
Samkvæmt upplýsingum frá
Kópavogi hefjast allir skólar þar í
bæ, nema Kópavogsskóli, á bilinu
10 mínútur yfir átta til hálfníu.
Fyrstu skólarnir eru opnaðir kl.
7.30 fyrir nemendur en engin þjón-
usta er í boði svo snemma dags
nema í Hörðuvallaskóla þar sem
yngri börn koma síðar en aðrir
nemendur. Frá 2013 hafa unglingar
í Álfhólsskóla og Vatnsendaskóla
mætt kl. 8.30 sem er seinna en aðr-
ir nemendur skólanna gera.
Vill byrja skóladag
unglinga eftir kl. 10
Morgunblaðið/Eggert
Vellíðan Nemendur í Háteigsskóla skemmta sér. Margt bendir til þess að
hugsanlega sé betra að hefja skóladag síðar á morgnana en verið hefur.
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Svo virðist semtilraunirstjórnar-
andstöðunnar í
Venesúela til þess
að koma frá völdum
hinum ólöglega kjörna forseta
landsins, Nicolas Maduro, hafi
ratað í öngstræti um sinn.
Skrifast það ekki síst á að her-
inn hefur til þessa ekki snúist á
sveif með Juan Guaido, leiðtoga
stjórnarandstöðunnar, heldur
haldið tryggð við Maduro.
Enginn skyldi þó ætla, að
ástandið í landinu sé að komast
aftur á eðlilegt ról. Íbúar lands-
ins búa við sult og seyru, raf-
orkukerfið er komið að fótum
fram og skömmtun er á helstu
nauðsynjavörum vegna óstjórn-
ar Maduros og chavistanna.
Áætlað er að um þrjár milljónir
manna, um einn tíundi af íbúa-
fjölda landsins, séu nú á flótta
vegna ástandsins.
Það segir meira en mörg orð,
að olíuframleiðsla landsins er
nú innan við helmingur af eft-
irspurninni innanlands. Vene-
súela, sem ætti ef allt væri með
felldu að vera einn helsti olíu-
útflytjandi heimsins, flytur því
inn olíu og skammtar hana með
þeim afleiðingum að sums stað-
ar þarf fólk að bíða í biðröð í
tvo sólarhringa til að fá bensín.
En hvar fær Maduro-stjórnin
fjármagn til þess að flytja inn
olíu, borga hermönnum laun og
viðhalda fantatökum sínum á
samfélaginu? Ein vísbending
kom í síðustu viku, þegar The
Wall Street Journal greindi frá
því, að seðlabanki
landsins hefði náð
að selja hluta af
gullforða sínum til
fyrirtækis í Úg-
anda. Gat blaðið
upplýst að tvær sendingar, með
samtals nær sjö og hálfu tonni
af gullstöngum, hefðu farið til
landsins í mars síðastliðnum.
Sumar stangirnar báru stimpil
sem staðfesti upprunann.
Áætlað er að markaðsvirði
þessara stanga sé meira en 300
milljónir bandaríkjadala, eða
sem nemur hátt á fjórða tug
milljarða íslenskra króna. Það
bætist við fyrri sölur seðla-
bankans á gullforðanum, en
áætlað er að bankinn hafi náð
að selja að minnsta kosti 73
tonn af gulli frá lokum ársins
2017 fram til febrúar á þessu
ári. Markaðsvirði þess alls er
um þrír milljarðar bandaríkja-
dala.
Salan á gullforðanum sýnir,
að tekjumöguleikar Maduro-
stjórnarinnar eru að skreppa
saman, og má segja að bruna-
útsalan á síðustu eigunum sé
hafin. Spurningin er hvort þetta
síðasta hálmstrá muni duga
Maduro og sósíalistum hans til
þess að halda í sín illa fengnu
völd. Líklegasta niðurstaðan er
sú, að þetta verði helst til þess
að framlengja um sinn þá áþján
sem almenningur í Venesúela
má búa við, og að skellurinn,
þegar hann að endingu kemur,
verði þeim mun erfiðari fyrir þá
sem þurfa að endurreisa Vene-
súela úr öskustó sósíalismans.
Valdhafar í Vene-
súela eru farnir að
grípa til örþrifaráða}
Brunaútsalan hafin
Það vakti athygliþegar Xi Jinp-
ing, forseti Kína,
ákvað að heimsækja
Kim Jong-un, ein-
ræðisherra Norður-
Kóreu, í lok síðustu viku en það
er í fyrsta sinn í 14 ár sem leið-
togi Kínverja sækir hina óþægu
bandamenn sína á Kóreuskag-
anum heim. Fyrir þeirri löngu
bið er rík ástæða því í millitíðinni
hefur Norður-Kórea komið sér
upp kjarnorkuvopnum og látið
ófriðlega gagnvart öðrum ríkj-
um.
Að endingu fengust Norður--
Kóreumenn aftur að samninga-
borði um framtíð gjöreyðing-
arvopna þeirra, en það var ekki
síst vegna þess að Kínverjar tóku
óvænt þátt í refsiaðgerðum gegn
Norður-Kóreu, þrátt fyrir að
þeir beittu sér reyndar um leið til
þess að þær yrðu mildari en ella
hefði orðið.
Með þeirri aðstoð tókst þó að
setja á aðgerðir sem bitu nóg til
þess að Kim Jong-un féllist á
sögulegar viðræður, fyrst við
Moon Jae-in, forseta Suður-
Kóreu, og svo við Donald Trump
Bandaríkjaforseta. En þrátt fyr-
ir að þær viðræður hafi í fyrstu
lofað góðu, hefur
virst sem enn sé of
mikill meiningar-
munur milli aðila til
þess að hægt sé að
gera ráð fyrir að
kjarnorkudeilan við Norður-
Kóreu leysist á næstunni.
Viðskiptadeilur Bandaríkj-
anna og Kína fléttast svo inn í
þetta og talið er að Kínverjar
muni vilja nota deiluna við Norð-
ur-Kóreu sem nokkurs konar
vogarstöng í samskiptum sínum
við Bandaríkjastjórn. Heimsókn-
in nú þykir einnig senda skila-
boð, þar sem áætlað er að Xi
fundi með Trump á ráðstefnu
G20-ríkjanna í þessari viku.
Í gær bárust svo fregnir af því
að Trump hefði sent Kim bréf
sem sá síðarnefndi hefði verið af-
ar ánægður með og ríkisútvarpið
í Norður-Kóreu sagði hann
„velta af alvöru fyrir sér áhuga-
verðu efni þess“.
Þetta eru fyrstu jákvæðu
fréttirnar af málefnum Norður-
Kóreu í langan tíma og gætu ver-
ið vísbending um að eitthvað fari
að þokast á ný. Þegar einræðis-
herra eins og Kim á í hlut er þó
sjálfsagt að taka öllu með mikl-
um fyrirvara.
Kim og Xi nálgast
á ný og þá sendir
Trump bréf til Kim}
Ljósglæta?
Í
byrjun árs fól ég Embætti land-
læknis að gera aðgerðaáætlun til að
draga úr sykurneyslu landsmanna.
Embættið hefur nú skilað aðgerða-
áætlun í 14 liðum sem lúta meðal
annars að heilsueflandi samfélögum, skólum
og vinnustöðum, aukinni heilbrigðisfræðslu á
öllum skólastigum, eflingu heilsugæslunnar
með heilsueflandi móttökum, hollara matar-
framboði í íþróttamannvirkjum og að því að
hafa hærri álögur á sykurríkum mat en lægri
álögur á ávöxtum og grænmeti. Á ríkis-
stjórnarfundi í síðustu viku var ákveðið að
skipa starfshóp sem verður falið að innleiða
aðgerðaáætlun Embættis landlæknis.
Í stjórnarsáttmála kemur fram að skoða
eigi beitingu efnahagslegra hvata til eflingar
lýðheilsu. Í minnisblaði Embættis landlæknis
sem lagt var fram í ríkisstjórn fyrir rúmu ári kemur
fram að embættið leggur áherslu á að lýðheilsusjón-
armið verði höfð til hliðsjónar þegar kemur að því að
beita efnahagslegum hvötum þannig að þeir virki sem
forvarnaraðgerð og verði til að bæta heilsu Íslendinga.
Aðgerðaáætlunin er í samræmi við þessar áherslur
embættisins á forvarnir og beinir sjónum að áhrifaþátt-
um heilsu í lífsstíl fólks eins og mataræði, hreyfingu og
svefni.
Á Íslandi, samanborið við önnur norræn
lönd, er mest neysla á sykruðum gos-
drykkjum og sykurríkum vörum. Sykraðir
gos- og svaladrykkir vega þyngst í sykur-
neyslu hér á landi en rúmlega þriðjungur
(34%) af viðbættum sykri í fæði landsmanna
kemur úr þessum vörum. Verð á gos-
drykkjum er lágt á Íslandi og lækkaði enn
frekar þegar vörugjöld voru afnumin í byrj-
un árs 2015. Er það andstætt þeirri þróun
sem á sér stað í vestrænum löndum þessi
misserin.
Þá hefur ítrekað komið fram að hlutfall of
feitra er hátt á Íslandi og neysla á sykur-
ríkum vörum eykur líkur á offitu og tann-
skemmdum og mikil neysla á sykruðum gos-
og svaladrykkjum getur auk þess aukið líkur
á sykursýki af tegund 2.
Í nýrri skýrslu frá WHO kemur fram að það sé vax-
andi vísindalegur grunnur fyrir því að vel skipulagðir
skattar á matvæli, ásamt fleiri aðgerðum, geti verið
áhrifarík leið til að bæta neysluvenjur. Það er mín skoð-
un að skattlagning ætti að vera ein af forgangs-
aðgerðum stjórnvalda til að fyrirbyggja langvinna sjúk-
dóma.
Svandis
Svavarsdóttir
Pistill
Drögum úr sykurneyslu
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
fékk hvatningarverðlaun
Heilsueflandi framhaldsskóla,
Gulleplið 2019, fyrir fram-
úrskarandi heilsueflingarstarf.
Á vef Embættis landlæknis
kemur fram að FB hafi mark-
visst unnið að því að taka upp
þætti sem taldir eru skipta
hvað mestu máli til að bæta
svefnvenjur nemenda. FB
stuðlaði m.a. að fræðslu og
samstarfi við heimili um góð-
ar svefnvenjur, áhrif svefns á
dægursveiflur, líkams-
starfsemi, frammistöðu og
heilsu og líðan. Frá 2015 hef-
ur skólabyrjun verið kl. 8.30
og í skoðun er hvort seinka
eigi henni enn frekar. Eftir
skólaböll er frí í fyrsta tíma
og nemendum sem eiga erfitt
með að vakna er gefinn kost-
ur á að hefja skóladaginn
klukkan 9.50.
FB fékk Gull-
eplið 2019
HVATNINGARVERÐLAUN