Morgunblaðið - 24.06.2019, Síða 23
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 2019
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG ER EKKI MEÐ TÖSKU!”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera hvatvís.
HEI, MÝSLA, HVAÐ
SYNGUR? KEMUR ÞÉR EKKI VIÐ, HLUNKUR
MÝS ERU UPPSTÖKKAR ÞEGAR
ÞÆR HAFA EKKI FENGIÐ
MORGUNOSTINN
ÉG HEF VERIÐ MEÐ
HRÆÐILEGAN HÖFUÐVERK TIL
LANGS TÍMA …
ÞÚ ÞARFT
AÐ HITTA
LÆKNI!
NEI … ÉG ÞARF AÐ HITTA
SKILNAÐARLÖGFRÆÐING!
TOLLUR
„EN HVORKI HIRÐMENN KONUNGS NÉ
RIDDARAR GÁTU GERT FRAMBÆRILEGA
EGGJAKÖKU.”
„Helsta áhugamál mitt síðustu 25
árin hefur verið endurbætur og upp-
bygging Amtmannshússins á Arnar-
stapa og nýbygginga þar í hópi
góðra vina. Amtmannshúsið er nú
komið í eigu annarra og verkefninu
lokið. Við hjónin stefnum nú að því
að koma okkur upp aðstöðu á yndis-
legum stað á Mýrunum í Borgar-
byggð.“
Fjölskylda
Eiginkona Stefáns er Guðrún
Ingibjörg Gunnarsdóttir, f. 6.12.
1948, myndlistarmaður og leið-
sögumaður. Foreldrar hennar eru
Gunnar Ólafsson, f. 20.7. 1921, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri, og Dýr-
leif Hallgríms, f. 16.5. 1923, hús-
móðir. Þau eru búsett í Reykjavík.
Börn Stefáns og Guðrúnar eru 1)
Stefán Gunnar, f. 4.8. 1970, umhverf-
ishagfræðingur. Maki: Sigríður
Ólafsdóttir, f. 7.10. 1970, arkitekt.
Börn: Snorri Steinn, f. 30.8. 1995,
háskólanemi, og Ágústa Sól, f. 3.10.
1998, háskólanemi; 2) Valtýr, f. 18.7.
1975, barnalæknir. Maki: Edda Mar-
grét Guðmundsdóttir, f. 7.7. 1975,
sálfræðingur. Börn: Guðjón Gunnar,
f. 22.1. 1999, nýstúdent, Helga, f.
15.11. 2005, grunnskólanemi, Guð-
mundur Valur, f. 23.8. 2007, grunn-
skólanemi, og Stefán Albert, 17. 3.
2017, leikskólanemi.
Systkini Stefáns eru Kjartan
Thors, f. 14.7. 1945, jarðfræðingur;
Kristín Thors, f. 3.2. 1948, förðunar-
fræðingur, og Björn Thors, 3. 9.
1950, yfirmaður tæknideildar á
Morgunblaðinu.
Foreldrar Stefáns voru hjónin
Björn Thors, f. 28.2. 1923, d. 26.3.
1997, blaðamaður á Morgunblaðinu,
og Helga Valtýsdóttir, f. 22.9. 1923,
d. 24.3. 1968, leikkona.
Stefán Thors
Björn Thors
blaðamaður hjá Morgunblaðinu
Ágústa Björnsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Björn Jensson
menntaskólakennari í Rvík
Henriette Louise Henriksdóttir (Svendsen)
húsmóðir í Rvík
Thor Jensen
framkvæmdastjóri í Rvík
Margrét Þorbjörg (Kristjánsdóttir) Jensen
húsmóðir í Rvík
Kjartan Thors
framkvæmdastjóri í Reykjavík
Kristín Thors
húsmóðir í Reykjavík
Thor Vilhjálmsson
rithöfundur
Örnólfur Thorsson forsetaritari
Guðmundur Andri Thorsson
alþingismaður og rithöfundur
Hulda
Valtýsdóttir
blaðamaður
Kristín
Gunnarsdóttir
fv. blaðamaður
Hulda
Stefánsdóttir
prófessor við
Listaháskóla
Íslands
Björn Thors
tæknimaður
Björn Thors
leikari Stefán Stefánsson
skólameistari
Menntaskólans á Akureyri
Steinunn Frímannsdóttir
húsmóðir á Akureyri
Valtýr Stefánsson
ritstjóri Morgunblaðsins
Jón Kristján Antonsson
bóndi á Arnarnesi
Kristín Jónsdóttir
listmálari í Reykjavík
Guðlaug Helga Sveinsdóttir
bóndi á Arnarnesi í Eyjafi rði
Úr frændgarði Stefáns Thors
Helga Valtýsdóttir
leikkona í Reykjavík
Ingólfur Ómar Ármannssonskrifaði mér og sagðist hafa
ort kvæði undir sömu hrynjandi og
„Fyrr var oft í koti kátt“. Þannig
væri mál með vexti að hann ætlaði
að flytja þetta á Jónsmessu-
skemmtun svona að gamni sínu.
Ljóðið er í anda gömlu góðu dag-
anna, – og létt og leikandi leyfi ég
mér að bæta við.
Fyrr var oft í koti kátt
komu margir saman,
þá var skrollað, dansað dátt,
að dömum hent var gaman.
Réði galsi ríkjum þar
reisn var yfir mönnum,
kneyfað öl úr krúsum var
og kveðin ljóð í hrönnum.
Nætursumbl við glaum og glys
gladdi margan segginn,
oft var farið afsíðis
út við hlöðuvegginn;
örmum vafði halur hrund,
hugljúf sungu kvæði,
yndisblíðan ástarfund
áttu þar í næði.
Glumdi hlátur gjarnan þá
gleðin brann á vörum,
taumlaus vífin tryllt af þrá
tóku að fækka spjörum.
Eftir mikið þjark og þjór
og þrotlaust næturgaman,
oft úr böndum fjörið fór
fírum lenti saman.
Eftir sigurinn á Tyrkjum orti
Helgi R. Einarsson:
Til sólar þeir varla sáu
hjá sundunum fagurbláu.
Fyrst elti’ okkur lánið
við erfum ei ránið.
Loks í því Danirnir lágu.
Pétur Stefánsson orti á Leir og
ekki að ástæðulausu:
Þurrkur magnast, skorpnar skinn,
skraufaþurr er hlíðin.
Drífðu þig nú Drottinn minn
að demba regni á lýðinn.
Og enn yrkir hann og er mýkri
á manninn:
Visnað hefur gróður grænn,
gerast raunir harðar.
Elsku Drottinn vertu vænn
og vökvaðu plöntur jarðar.
Friðrik Steingrímsson er
vantrúaður eins og fleiri Mývetn-
ingar:
Trauðla Drottinn trú ég sinni
tuði þínu Pétur sæll,
varla nokkuð átt þar inni,
ekki dugar þessi væll.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Gamalt ljóð í
nýjum búningi