Morgunblaðið - 24.06.2019, Blaðsíða 24
HM 2019
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Heimsmeistaramót kvenna í knatt-
spyrnu stendur nú sem hæst og um
helgina urðu Þýskaland, Noregur,
England og Frakkland fyrstu liðin
til þess að tryggja sér sæti í átta liða
úrslitum mótsins. Það sem hefur
skyggt á spennandi leiki og góð til-
þrif á mótinu er hins vegar mynd-
bandadómgæslan. Hún hefur verið
vægast sagt umdeild á meðal knatt-
spyrnuáhugafólks, en náði sennilega
nýjum hæðum þegar leikmennirnir
sjálfir létu óánægju sína í ljós inni á
vellinum eins og gerðist í 16-liða úr-
slitunum í gær.
England vann þá 3:0-sigur á Ka-
merún í 16-liða úrslitunum. Annað
mark Englands í uppbótartíma fyrri
hálfleiks, sem fyrst var dæmt ógilt
vegna rangstöðu, var látið standa
eftir að myndbandsupptökur voru
skoðaðar. Leikmenn Kamerún neit-
uðu að taka miðju í kjölfarið, en loks
var hægt að halda leik áfram. Þegar
mark var svo dæmt af Kamerún í
upphafi síðari hálfleiks tafðist leik-
urinn lengi vel þar sem róa þurfti
leikmenn niður vegna bræði.
Kamerún er þó ekki úr leik vegna
myndbandadómgæslu og þó hegð-
unin innan vallar hafi ekki verið til
fyrirmyndar þá undirstrikaði hún
vandræðin sem hafa verið í gangi á
mótinu vegna þessarar tækni. Að
lokum er það alltaf mannsaugað sem
tekur lokaákvörðunina. Þó nú sé
hægt að horfa oftar á atvikin eiga
mistökin sér enn stað.
Myndbandið bjargaði Maríu
María Þórisdóttir og lið Noregs
verða mótherjar Englands í átta liða
úrslitunum, en María komst heldur
betur í hann krappan þegar Nor-
egur vann Ástralíu eftir vítakeppni.
Í venjulegum leiktíma var í fyrstu
dæmt víti á Maríu fyrir að hafa
handleikið boltann, að því er virtist,
og beið hún með öndina í hálsinum á
meðan atvikið var skoðað gaumgæfi-
lega af dómara leiksins á mynd-
bandi. Að lokum var dómnum snúið
við, boltinn sagður hafa farið í öxlina
á Maríu og fögnuðurinn var á við
sigur í leiknum.
Leikur Frakka og Brasilíu fór
einnig í framlengingu, en ekki þurfti
að grípa til vítaspyrnukeppni þar
sem fyrirliðinn Amandine Henry
skoraði um miðbik framlenging-
arinnar og tryggði 2:1-sigur. Þjóð-
verjar voru svo ekki í vandræðum
með Nígeríu og unnu 3:0 sigur, en
Frakkar og Þjóðverjar þurfa að bíða
eftir leikjum dagsins til þess að kom-
ast að því hvaða lið bíða þeirra í átta
liða úrslitunum.
Ósættið braust
út á vellinum
Myndbandadómgæslan hefur stolið
senunni á HM á röngum forsendum
AFP
Gleði og sorg England fagnar marki gegn Kamerún í 16-liða úrslitunum í
gær. Jeannette Yango og liðsfélagar sýndu óánægju með dómgæslu í verki.
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 2019
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐ
ÞÉR AÐ
KOSTNAÐAR-
LAUSU
Ertu að byggja eða þarf að
endurnýja gamla glerið?
Það skiptir miklu máli að velja einangrunargler sem
reynist vel við íslenskar aðstæður.
Fáið tilboð hjá Glerborg í Mörkinni 4 eða
á heimasíðunni okkar WWW.GLERBORG.IS
Ameríkubikarinn
A-riðill
Perú – Brasilía ......................................... 0:5
Casemiro 12., Firmino 19., Everton 32., Al-
ves 53., Willian 90.
Bólivía – Venesúela ................................. 1:3
Justiniano 82. – Machís 2., 55., Martínez 86.
Lokastaðan: Brasilía 7, Venesúela 5, Perú
4, Bólivía 0.
B-riðill
Katar – Argentína ................................... 0:2
Martínez 4., Agüero 82.
Kólumbía – Paragvæ .............................. 1:0
Cuéllar 31.
Lokastaðan: Kólumbía 9, Argentína 4,
Paragvæ 2, Katar 1.
C-riðill
Ekvador – Síle.......................................... 1:2
E. Valencia 26. – Fuenzalida 8., A. Sánchez
51. Rautt spjald: Achiller (Ekvador) 89.
Staðan: Síle 6, Úrúgvæ 4, Japan 1, Ekvador
0.
Bandaríkin
Portland Thorns – Utah Royals............. 0:0
Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn
með Portland.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan
leikinn með Utah.
Staða efstu liða: Washington Spirit 18, Ut-
ah Royals 17, Portland Thorns 16, North
Carolina Courage 13, Houston Dash 13.
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnu-
kylfingur úr Leyni, hafnaði í 54.
sæti á taílenska meistaramótinu
sem er hluti af Evrópumótaröðinni.
Valdís fór í gegnum niðurskurð-
inn á föstudag og þriðji hringur á
laugardag var hennar besti þar sem
hún lék á höggi undir pari. Á loka-
hringnum skemmdi fyrsta holan
allt fyrir henni, þar sem hún fékk
fjórfaldan skolla, en lék svo hinar
holurnar á höggi undir pari.
Valdís fékk tæpar 1.300 evrur í
verðlaunafé og fór upp um tvö sæti
og í það 65. á stigalista mótsins.
Ein hola fór
illa hjá Valdísi
Ljósmynd/LET
Taíland Kylfingurinn Valdís Þóra
Jónsdóttir lék vel um helgina.
Þýska liðið Alba Berlín, sem Martin
Hermannsson leikur með, fór illa
að ráði sínu í þriðja úrslitaleiknum
við Bayern München um þýska
meistaratitilinn í körfuknattleik í
gær. Eftir að hafa verið yfir allan
leikinn glutraði Alba niður forskoti
sínu í fjórða leikhluta þar sem lið
Bayern tryggði sér framlengingu
og vann að lokum 93:88.
Bayern vann þar með einvígi lið-
anna í úrslitunum 3:0 og titilinn
annað árið í röð. Martin skoraði sjö
stig fyrir Alba og hefur nú lokið
sínu fyrsta tímabili með liðinu.
Martin sá á
eftir titlinum
Ljósmynd/Eurocup
Þýskaland Martin Hermannsson
var öflugur með Alba á tímabilinu.
Það voru þau Saga Traustadóttir,
GR, og Rúnar Arnórsson, GK, sem
stóðu uppi sem sigurvegarar á Ís-
landsmótinu í holukeppni sem fram
fór á Garðavelli á Akranesi um
helgina. Saga vann þá sinn fyrsta
Íslandsmeistaratitil í holukeppni
eftir sigur í bráðabana gegn Ragn-
hildi Kristinsdóttur, sem bar sigur
úr býtum í fyrra. Saga fékk fugl á
fyrstu holu bráðabana og tryggði
sér þar með titilinn.
„Mér líður rosalega vel. Ég er bú-
in að bíða eftir þessu. Mér leið mjög
vel fyrir mótið og hafði góða til-
finningu,“ sagði Saga sigursæl.
Hulda Clara Gestsdóttir vann svo
Amöndu Guðrúnu Bjarnadóttur í
leiknum um þriðja sætið.
Rúnar sigraði Ólaf Björn Lofts-
son í úrslitaleiknum og varði þar
með titilinn frá því í fyrra, en Rún-
ar var þremur holum yfir þegar
tvær voru eftir og tryggði sér þar
með titilinn. Hann átti nokkuð
skrautlegt mót því golfsettið hans
skilaði sér ekki frá útlöndum fyrr
en eftir fyrsta keppnisdag og hóf
hann því leik með eldra setti.
Jóhannes Guðmundsson vann
leikinn um þriðja sætið við Arnór
Inga Finnbjörnsson í bráðabana.
Fyrsti Íslandsmeistaratitill
Sögu en Rúnar vann aftur
Ljósmynd/GSÍ
Meistarar Saga Traustadóttir og Rúnar Arnórsson með sigurlaun sín.
Perla Ruth Al-
bertsdóttir,
landsliðskona í
handknattleik,
hefur skrifað
undir tveggja
ára samning við
Fram. Hún kem-
ur til liðsins frá
uppeldisfélagi
sínu Selfossi, en
hún var marka-
hæsti leikmaður liðsins á síðustu
leiktíð þegar Selfyssingar féllu úr
deildinni.
Perla er 23 ára gömul og hefur
verið lykilmaður á Selfossi síðustu
ár, en hún er fjölhæfur leikmaður
sem getur bæði spilað í horni og á
línunni. Þá á hún að baki 21 lands-
leik fyrir Ísland og hefur í þeim
skorað 34 mörk, en hún var meðal
annars með liðinu sem tapaði fyrir
Spáni í umspili um sæti á HM fyrr í
mánuðinum. sport@mbl.is
Perla Ruth
tekur slaginn
með Fram
Perla Ruth
Albertsdóttir