Morgunblaðið - 24.06.2019, Side 25

Morgunblaðið - 24.06.2019, Side 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 2019 Norðlingabraut 8 110 Reykjavík S: 530-2005 Bíldshöfði 16 110 Reykjavík S: 530-2002 Tryggvabraut 24 600 Akureyri S: 461-4800 &530 2000 www.wurth.is Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur Arvada flísjakki • 100% prjónað pólýester • Einstaklega þægilegir og flottir flísjakkar með hettu og vösum • Til í gulum og bláum lit • Stærðir: XS - 3XL Vnr: 1899 312 Verð: 8.900 kr. Bambus sokkar • 80% bambus/17% pólýamíð/3% teygju- efni, mjög þægilegir og mjúkir • Draga úr ólykt og þú svitnar mun minna • 5 pör í pakka • Stærðir: 39 - 42 og 43 - 46 Vnr: M451 044 Verð: 4.990 kr. (5 pör í pakka) Pepsi Max-deild kvenna Þór/KA – KR............................................. 2:2 ÍBV – Valur............................................... 1:3 Staðan: Valur 7 7 0 0 26:4 21 Breiðablik 6 6 0 0 18:4 18 Þór/KA 7 4 1 2 13:13 13 ÍBV 7 3 0 4 13:11 9 Stjarnan 6 3 0 3 5:8 9 Selfoss 6 2 0 4 6:12 6 HK/Víkingur 6 2 0 4 4:10 6 Fylkir 6 2 0 4 6:15 6 KR 7 1 1 5 7:17 4 Keflavík 6 1 0 5 8:12 3 2. deild kvenna Leiknir R. – Hamrarnir ........................... 1:3 Völsungur – Sindri ................................... 3:2 Staðan: Völsungur 5 5 0 0 12:6 15 Grótta 5 3 1 1 11:3 10 Fjarð/Hött./Leikn. 4 2 0 2 12:4 6 Álftanes 4 2 0 2 11:5 6 Hamrarnir 4 2 0 2 6:7 6 Sindri 4 1 0 3 4:12 3 Leiknir R. 6 0 1 5 2:21 1 HM kvenna í Frakklandi 16-liða úrslit Þýskaland – Nígería................................ 3:0 Popp 20., Däbritz (víti) 27., Schüller 82.  Þýskaland mætir Svíþjóð eða Kanada í átta liða úrslitum á laugardag. Noregur – Ástralía .................................. 1:1 Herlovsen 31. – Kellond-Knight 83. Rautt spjald: Kennedy (Ástralíu) 104.  Noregur vann í vítakeppni, 4:1, og mætir Englandi í átta liða úrslitum á fimmtudag. England – Kamerún................................ 3:0 Houghton 14., White 45., Greenwood 58.  England mætir Noregi í átta liða úrslit- um á fimmtudag. Frakkland – Brasilía ............................... 2:1 Gauvin 52., Henry 106. – Isa 63.  Frakkland vann eftir framlengingu og mætir annaðhvort Spáni eða Bandaríkjun- um í átta liða úrslitum á föstudag. KNATTSPYRNA Knattspyrna Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deild: Nettó-völlur: Keflavík – Stjarnan....... 19.15 Würth-völlur: Fylkir – Selfoss ............ 19.15 Kópavogsv.: Breiðabl. – HK/Víkingur 19.15 1. deild karla, Inkasso-deild: Rafholts-völlur: Njarðvík – Haukar ... 19.15 Í KVÖLD! 0:1 Ásdís Karen Halldórsdóttir 3. 1:1 Stephany Mayor 9. (víti) 1:2 Katrín Ómarsdóttir 49. 2:2 Karen M. Sigurgeirsdóttir 88. I Gul spjöldBirna Kristjánsdóttir (KR). MM Katrín Ómarsdóttir (KR) ÞÓR/KA – KR 2:2 M Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA) Karen M. Sigurgeirsd. (Þór/KA) Þórdís Hrönn Sigfúsd. (Þór/KA) Ásdís Karen Halldórsdóttir (KR) Birna Kristjánsdóttir (KR) Guðmunda Brynja Óladóttir (KR) Grace Maher (KR) Dómari: Sigurður H. Þrastarson, 9. Áhorfendur: 204. AKUREYRI/EYJAR Baldvin Kári Magnússon Arnar Gauti Grettisson Það voru tvö svekkt lið sem gengu af velli á Akureyri í gær þegar Þór/KA og KR gerðu 2:2 jafntefli í Pepsi Max-deild kvenna í knatt- spyrnu. Þór/KA spilaði ekki vel í gær en náði þrátt fyrir það að bjarga stigi þegar langt var liðið á leikinn. Fram að því benti ekkert til þess að heimaliðið næði að brjóta vörn KR á bak aftur. KR-ingar spiluðu leikinn gríðar- lega vel og var þetta án efa þeirra besta frammistaða í sumar. Katrín Ómarsdóttir spilaði frábærlega og það sama má segja um aðra sóknarleikmenn KR. Liðið skapaði sér nóg af færum til að skora og hélt boltanum vel. Það er því gríð- arlega svekkjandi fyrir Vest- urbæjarliðið að þessi frammistaða hafi ekki skilað sér í þremur stig- um sem liðið þarf sárlega á að halda. Liðið hefur farið illa af stað í sumar og er aðeins með fjögur stig eftir sjö umferðir. Þessi frammistaða ætti að gefa góð fyrirheit fyrir komandi leiki. Heimaliðið má vera svekkt með sína frammistöðu. Liðið fékk fín færi í fyrri hálfleik til að komast yfir en nýtti þau ekki. Jafnteflið þýðir það að Þór/KA liðinu mis- tekst að stytta bilið í Breiðablik og Val sem eru fyrir ofan í deild- inni. Akureyrarliðið virðist ekki hafa burði til þess að taka þátt í toppbaráttunni af fullri alvöru eins og liðið hefur gert undanfarin tvö ár. Valskonur enn með fullt hús Það er fátt sem fær stöðvað Valskonur og eru þær enn með fullt hús stiga eftir sjö leiki og 3:1 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í gær. Emma Kelly kom ÍBV snemma yfir, en eftir að Valur komst yfir var sigurinn þó ekki innsiglaður fyrr en með þriðja markinu rétt fyrir leikslok. Það er ekki langt síðan Vals- konur komu til Eyja og unnu ÍBV 7:1 í bikarkeppninni, en þá var Valsliðið mun betra og ÍBV átti ekki séns. Það var allt annað að sjá Eyjakonur í þessum leik, en þær voru sterkari á vellinum í fyrri hálfleik með Cloé Lacasse fremsta í flokki. Hún fékk íslensk- an ríkisborgararétt á dögunum sem er mikill fengur fyrir íslenska knattspyrnu og var hún heiðruð fyrir leik. Valskonur undirstrikuðu mikinn styrk í þessum leik því þær sýndu alls ekki sína bestu frammistöðu og voru nokkrir lykilmenn liðsins ekki alveg í takti. Samt mæta þær til Vestmannaeyja og vinna sigur. Það er alltaf styrkleikamerki á liði að þó svo að það spili ekki sinn besta leik sigli það samt sem áður þremur stigum í hús. KR missti bráð- nauðsynleg stig  Þór/KA hefur ekki burði fyrir topp- baráttu  Valur þurfti ekki stjörnuleik Ljósmynd/Þórir Tryggvason Markaskorari Katrín Ómarsdóttir mundar skotfótinn gegn Þór/KA í gær. 1:0 Emma Kelly 4. 1:1 Hlín Eiríksdóttir 39. 1:2 Sjálfsmark 45. 1:3 Margrét Lára Viðarsdóttir 85. I Gul spjöldSigríður Lára Garðarsdóttir og Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari (ÍBV), Fanndís Friðriksdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttirog Hlín Eiríksdóttir (Val). ÍBV – VALUR 1:3 M Cloé Lacasse (ÍBV) Emma Kelly (ÍBV) Helena Jónsdóttir (ÍBV) Guðný Árnadóttir (Val) Hlín Eiríksdóttir (Val) Margrét Lára Viðarsdóttir (Val) Mist Edvardsdóttir (Val) Sandra Sigurðardóttir (Val) Dómari: Arnar Þór Stefánsson, 5. Áhorfendur: 135. Þýskaland Þriðji úrslitaleikur: Bayern München – Alba Berlín .......... 93:88  Martin Hermannsson skoraði sjö stig og gaf tvær stoðsendingar með Alba Berlín.  Bayern München vann einvígið 3:0.  Íslendingar voru í eldlínunni á Evr- ópuleikunum í Minsk. Sveinbjörn Iura keppti í -81 kg flokki í júdó og fór beint í 32ja manna úrslit þar sem hann mætti Ivaylo Ivanov frá Búlgaríu. Sveinbjörn tapaði á ipp- on, en Ivanov vann silfur. Ásgeir Sigurgeirsson keppti í 10 m loftbyssu, fékk 565 stig og hafn- aði í 32. sæti af 36 í undan- keppninni. Á laugardag datt Eowyn Marie Alburo Mamalias úr leik í bogfimi en vakti mikla athygli enda yngsti keppandinn í greininni. Tapaði fyrir silfurhafanum Ljósmynd/ÍSÍ Júdó Sveinbjörn Iura gegn Ivaylo Ivanov á Evrópuleikunum í gær. Aðeins tvö stig skilja efstu fimm lið- in að í 1. deild karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, en 8. umferð lauk um helgina. Þórsarar eru á toppn- um með 16 stig eftir markalaust jafntefli við Keflavík, en Víkingur Ólafsvík missti af tækifærinu að jafna Þórsara eftir að hafa tapað heima fyrir Fram, 1:0. Framarar eru nú komnir fyrir of- an Ólafsvíkinga í 5. sætið með 14 stig. Grótta er sömuleiðis með 14 stig eftir öruggan 4:1-sigur á Magna, sem situr í botnsætinu með fimm stig. yrkill@mbl.is Allt í hnút í efri hlutanum Ljósmynd/Þórir Tryggvason Jafntefli Jóhann Helgi Hannesson, Þór, skallar að marki Keflavíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.