Morgunblaðið - 24.06.2019, Page 26

Morgunblaðið - 24.06.2019, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 2019 Smiðjuvegi 66 • 580 5800 • landvelar.is Loftpressur af öllum stærðum og gerðum SKRÚFUPRESSUR Mikð úrval af aukahlutum 10. UMFERÐ Jóhann Ingi Hafþórsson Andri Yrkill Valsson Kristófer Kristjánsson Kristján Jónsson Stefán Stefánsson Baldvin Kári Magnússon KR vann verðskuldaðan 2:1-sigur á FH á útivelli í 10. umferð Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gær- kvöldi. Með sigrinum fór KR aftur upp fyrir Breiðablik og í toppsætið. Frammistaða KR var heilt yfir mjög góð og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Gestirnir réðu lögum og lofum og gátu FH-ingar verið fegn- ir að munurinn í hálfleik var aðeins eitt mark. Spilamennska FH batn- aði í seinni hálfleik, en alltaf voru KR-ingar líklegri til að taka þrjú stig með sér heim í Vesturbæinn og sú varð raunin. Liðin eru að ganga í gegnum and- stæður. KR-ingar vinna hvern leik- inn á fætur öðrum en FH hefur ekki unnið deildarleik síðan 20. maí. Það sást, því KR-ingar voru með mikið sjálfstraust og spiluðu boltanum skemmtilega á milli sín. FH-ingar virkuðu hræddir. Mennirnir sem ráða í Kaplakrika hljóta að spyrja sig hvort það hafi verið mistök að ráða Ólaf Kristjánsson í staðinn fyr- ir Heimi Guðjónsson. Lið eru alveg hætt að óttast FH, líka á útivelli. Sumarið í fyrra var vonbrigði og nú gengur enn verr. KR er hins vegar komið til að vera í baráttunni um Ís- landsmeistaratitilinn. johanningi@mbl.is Kaflaskiptir Blikar við toppinn Breiðablik gat tyllt sér í topp- sætið í rúman sólarhring eftir 3:1- sigur á botnliði ÍBV á laugardag. Leikurinn kórónaði svolítið sumarið hjá Eyjamönnum til þessa, því eftir að hafa verið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik varð klaufagangur þeirra til þess að Blikar náðu að jafna rétt fyrir hlé sem gaf þeim blóðið á tenn- urnar sem þurfti til þess að útkljá dæmið. Blikar voru langt frá því að vera sannfærandi framan af leik. Þeir voru mistækir í vörninni, undir í baráttunni á miðjunni og sóknin var bitlaus. Þegar leið á leikinn komu hins vegar tæknileg gæði leik- manna í ljós á meðan Eyjamenn reyndu að halda í baráttuna. Taflið snerist þá við, Blikarnir tóku yfir og unnu verðskuldaðan sigur. Jonathan Hendrickx spilaði sinn síðasta leik með Blikum og það verður áhugavert að sjá hvernig þeir grænklæddu munu takast á við brotthvarf hans. Davíð Ingvarsson er bráðefnilegur og stóð sig mjög vel í bakverðinum í þessum leik en spurning hvort honum verði treyst til þess að sækja titilinn. Eyjamenn voru sjálfum sér verstir en sýndu lengi vel hvað í þeim býr. Hakan var þó fljót að síga niður í brjóst þegar á móti blés. yrkill@mbl.is Stjarnan braut Fylkismenn Fylkismenn höfðu lítið að gera í hrammana á Stjörnumönnum í Garðabæ. Heimamenn tóku dug- lega á gestunum í síðari hálfleik og unnu sannfærandi 5:1-stórsigur þar sem Alex Þór Hauksson og Hilmar Árni Halldórsson léku á als oddi. Það virtist þó allt annar leikur vera í uppsiglingu fyrsta hálftím- ann. Fylkismenn mættu til leiks af krafti, þjörmuðu vel að heima- mönnum og hleyptu þeim varla yfir miðju. Þrátt fyrir þessa yfirburði var staðan jöfn í háfleik, 1:1, en það var í síðasta sinn sem Árbæingar sáu til sólar í Garðabænum. Ævar Ingi Jóhannesson kom Stjörnunni yfir strax eftir hlé, Alex Þór bætti við sannkölluðu draumamarki af 25 metrum á 69. mínútu og Hilmar Árni rak smiðshöggið á sigurinn með tveimur mörkum undir lokin. Eftir aðra eins frammistöðu í síðari hálfleik veltir maður því fyrir sér hvort Stjörnumönnum takist loks að blása lífi í tímabilið en slitrótt gengi þeirra í upphafi móts hefur ekki verið ýkja merkilegt. Þá var ekki sjón að sjá Fylkisliðið eftir hlé. Árbæingar hafa nú fengið á sig átta mörk í síðustu tveimur leikjum og er það áhyggjuefni hversu snögglega leikskipulag KR mikið sterkara í Kaplakrika  Blikar fengu toppsætið rétt lánað  Spútniklið Skagamanna gefur eftir Einvígi Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði FH, og Tobias Thomsen, markaskorari FH. Pepsi Max-deild karla Breiðablik – ÍBV....................................... 3:1 ÍA – HK..................................................... 0:2 Valur – Grindavík ..................................... 1:0 Stjarnan – Fylkir...................................... 5:1 KA – Víkingur R....................................... 3:4 FH – KR.................................................... 1:2 Staðan: KR 10 7 2 1 19:10 23 Breiðablik 10 7 1 2 22:11 22 ÍA 9 5 1 3 15:12 16 Stjarnan 10 4 3 3 17:16 15 KA 9 4 0 5 13:13 12 Fylkir 9 3 3 3 15:16 12 FH 9 3 3 3 15:17 12 Valur 10 3 1 6 16:16 10 Víkingur R. 9 2 4 3 15:17 10 Grindavík 9 2 4 3 7:9 10 HK 9 2 2 5 10:12 8 ÍBV 9 1 2 6 8:23 5 Inkasso-deild karla Víkingur Ó. – Fram................................. 0:1 Helgi Guðjónsson (víti) 8. Grótta – Magni......................................... 4:1 Pétur Theódór Árnason 9., 33., Valtýr Már Michaelsson 24., Kristófer Orri Pétursson 38. – Gauti Gautason 80. Þór – Keflavík .......................................... 0:0 Staðan: Þór 8 5 1 2 15:6 16 Fjölnir 8 5 1 2 14:9 16 Keflavík 8 4 2 2 13:7 14 Grótta 8 4 2 2 16:13 14 Fram 8 4 2 2 13:10 14 Víkingur Ó. 8 4 1 3 9:6 13 Leiknir R. 8 4 0 4 13:14 12 Þróttur R. 8 3 1 4 15:13 10 Afturelding 8 3 0 5 12:18 9 Njarðvík 8 2 1 5 7:12 7 Haukar 8 1 3 4 8:14 6 Magni 8 1 2 5 10:23 5 2. deild karla Fjarðabyggð – Víðir................................ 3:1 Marinó Máni Atlason 9., Ruben Ayuso 75., Gonzalo Bernaldo 85. – Atli Freyr Ottesen Pálsson 66. Völsungur – Leiknir F. ........................... 0:1 Daniel Garcia 38. Vestri – Dalvík/Reynir ........................... 1:0 Pétur Bjarnason 30. Staðan: Leiknir F. 8 5 3 0 15:7 18 Selfoss 8 5 1 2 19:8 16 Vestri 8 5 0 3 11:10 15 Víðir 8 4 1 3 16:13 13 Völsungur 8 4 1 3 11:12 13 Fjarðabyggð 8 4 0 4 13:11 12 ÍR 8 3 2 3 10:9 11 Dalvík/Reynir 8 2 4 2 10:10 10 Þróttur V. 8 2 3 3 9:12 9 KFG 8 3 0 5 11:18 9 Kári 8 2 2 4 15:16 8 Tindastóll 8 0 1 7 8:22 1 3. deild karla KV – Sindri ............................................... 3:0 Höttur/Huginn – Skallagrímur............... 4:3 Kórdrengir – KF ...................................... 1:2 KNATTSPYRNA 0:1 Bjarni Gunnarsson 10. 0:2 Valgeir Valgeirsson 54. I Gul spjöldMarcus Johansson, Óttar Bjarni Guðmundsson, Árni Snær Ólafsson, Stefán Teitur Þórðarson og Þórður Þ. Þórðarson (ÍA), Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Leifur Andri Leifsson og Arnþór Ari Atlason (HK). I Rauð spjöldÞórður Þ. Þórðarson (ÍA). MM Bjarni Gunnarsson (HK) ÍA – HK 0:2 M Marcus Johannsson (ÍA) Arnar Már Guðjónsson (ÍA) Arnar Freyr Ólafsson (HK) Hörður Árnason (HK) Birkir Valur Jónsson (HK) Leifur Andri Leifsson (HK) Björn Berg Bryde (HK) Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK) Valgeir Valgeirsson (HK) Dómari: Sigurður H. Þrastarson, 8. Áhorfendur: Óuppgefið. 1:0 Andri Adolphsson 67. I Gul spjöldEiður Aron Sigurbjörnsson og Kristinn Ingi Halldórsson (Val), Aron Jóhannsson og Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík). M Andri Adolphsson (Val) VALUR – GRINDAVÍK 1:0 Eiður Aron Sigurbjörnsson (Val) Haukur Páll Sigurðsson (Val) Ólafur Karl Finsen (Val) Gunnar Þorsteinsson (Grindavík) Marc Mcausland (Grindavík) Rodrigo Gomes (Grindavík) Dómari: Erlendur Eiríksson, 8. Áhorfendur: 756. 0:1 Guðmundur Andri Tryggvas. 8. 1:1 Elfar Árni Aðalsteinsson 10. 1:2 Erlingur Agnarsson 38. 2:2 Alexander Groven 52. 2:3 Sölvi Geir Ottesen 63. 2:4 Ágúst E. Hlynsson 69. (víti) 3:4 Elvar Árni Aðalsteinsson 89. I Gul spjöldHrannar Björn Steingrímsson og Hallgrímur Jónasson (KA), Guð- mundur Andri Tryggvason (Víkingi R.). KA – VÍKINGUR R. 3:4 M Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Hallgrímur Mar Steingríms. (KA) Atli Hrafn Haraldsson (Víkingi R.) Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingi R.) Davíð Örn Atlason (Víkingi R.) Guðmundur Andri Tryggvas. (Vík.) Örvar Eggertsson (Víkingi R.) Dómari: Einar Ingi Jóhannsson, 5. Áhorfendur: 876.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.