Morgunblaðið - 24.06.2019, Side 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 2019
OFNÆMI Í NEFI?
Cetirizin STADA filmhúðaðar töflur innihalda cetirizin tvíhýdróklóríð, 10 mg, og er lyfið notað til að draga úr einkennum í nefi og augum vegna
árstíðabundins eða stöðugs ofnæmiskvefs og til að draga úr einkennum langvinns ofsakláða af óþekktum orsökum. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
OFNÆMI
Í AUGUM?
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Þegar svo margir flóttamenn komu
til Þýskalands árið 2015 fór ég að
velta fyrir mér myndinni sem er
dregin upp af þeim í fjölmiðlum bæði
þar og annars staðar,“ segir Rann-
veig Einarsdóttir ljósmyndari sem
myndaði flóttamenn í Berlín og hef-
ur nú gefið út ljósmyndabókina
Provisional Life, sem þýða má sem
Bráðabirgðalíf, með afrakstrinum.
„Það er alltaf fjallað um þá eins og
þeir séu einsleitur hópur og það eru
þeir ekki,“ segir hún.
Rannveig hafði samband við
flóttamannaheimili til þess að fá að
taka myndir og segir það ekki hafa
verið auðvelt. „Það var ekki sjálfsagt
að ég fengi að gera það sem ég vildi,
sum flóttamannaheimilin vildu fylgj-
ast með mér og því sem ég var að
gera. Á heimilinu þar sem myndir-
nar eru teknar fékk ég alveg að ráða
mér sjálf, ég var eins og einn af
starfsmönnunum, kom og fór eins og
ég vildi.“
Sýnir daglegt líf flóttamanna
Markmiðið var að sýna daglegt líf
flóttamannanna, hvernig fólkið býr
og hvað það er að gera. „Þótt venjur
og hefðir séu ólíkar þá erum við ekki
svo frábrugðin hvert öðru, sama
hvaðan við komum,“ segir Rannveig.
Sem dæmi er mynd af lítilli stelpu að
máta hælaskó móður sinnar en það
gera stelpur alls staðar. „Öll börn
líta eins út þegar þau sofa. Krakkar
eru alltaf eins, þau leika sér. Sam-
bönd fólks, umhyggjan og ástin er
alls staðar eins.“
Fólkið kemur ekki með neitt með
sér inn á flóttamannaheimilin en
Rannveig segir það samt leitast við
að skreyta þessi tímabundnu heimili
með meiri litagleði en við þekkjum
hér á landi. „Þau reyna að gera allt
fallegt með því litla sem þau hafa.“
Fólkið býr þröngt og vildi Rannveig
ná fram dýnamíkinni í rýminu.
Rannveig heimsótti flóttamanna-
heimilið vikulega í þrjú ár og hitti
sömu fjölskyldurnar aftur og aftur.
Hún segir það hafa verið markmið
sitt að kynnast þeim vel. „Þetta
snerist um að byggja upp traust og
það tókst mjög vel. Myndirnar sem
ég tók fyrsta hálfa árið voru einskis
virði af því þá var ég ekki búin að
byggja upp þessi tengsl. Þær voru
ekki nógu sterkar. Fyrir mér snýst
ljósmyndun ekki bara um að ná góð-
um myndum heldur snýst hún líka
um samskipti. Það var mikilvægast
að ná til þeirra. Þetta tók tíma og
var mikil vinna en þetta var mjög
gefandi.“
Hefur áhuga á sjálfsmynd
Rannveig er félagssálfræðingur
og segist hafa áhuga á því hvernig
sjálfsmynd verður til. „Flóttafólkið
hefur verið rifið úr því samhengi
sem það bjó í þar sem það hafði
ákveðið hlutverk og ákveðna þýð-
ingu fyrir samfélagið, átti vini og
vandamenn sem það umgekkst. Þeg-
ar það kemur til Þýskalands, gegnir
það ekki sömu hlutverkum og áður.
Nú er það flóttafólk. Þetta snýst oft
um það að finna hver þau eru í þessu
nýja samhengi og það var sér-
staklega erfitt fyrir karlmennina.
Konurnar fylgdu oft hefðbundinni
verkaskiptingu sem tíðkaðist í
heimalandinu, að sjá um börn og
heimili. Karlmennirnir voru hins
vegar oft verkefnalausir og týndir.
Það var oft erfitt.“
Rannveig fangar hversdagslífið á
heimilinu en ekki síður tilgangsleys-
ið og endalausa biðina sem fólkið
upplifir. Hún nefnir fleira sem hefur
áhrif á flóttamennina. „Þau vita oft
lítið um ættingja heima og hafa
áhyggjur af ástandinu í heimalandi
sínu. Sum eiga von á því að vera
send til baka. Það spilar margt inn
í.“
Áhersla á styrk og stolt
Þrátt fyrir raunalegar aðstæður
lagði Rannveig áherslu á að sýna
fólkið í styrkleika sínum bæði í
myndatökunni og framsetningu
myndanna. „Það var mér mikilvægt
að ná portrettmyndum sem sýna
fólkið ekki sem fórnarlömb. Það er
oft dregin upp sú mynd af þeim í
fjölmiðlum að þetta sé fólk sem mað-
ur á að vorkenna. Fólkið er stolt, það
er ekki fórnarlömb,“ segir hún.
Heilar opnur í bókinni eru lagðar
undir portrettmyndir af fólkinu til
þess að leggja áherslu á styrk þess
og stolt. „Það krefst hugrekkis,
kjarks og þrautseigju að fara af stað,
skilja allt eftir og að vita ekki hvað
bíður manns að lokum.“
Hollendingurinn Sybren Kuiper
(SYB), sem er þekktur og mjög virt-
ur sem hönnuður ljósmyndabóka, sá
um hönnun bókarinnar. Henni má
líkja við harmónikku þar sem hún er
í raun langur renningur með mynd-
um báðum megin sem er brotinn
saman inn í kápuna. „SYB hugsar
bók sem eitthvað miklu meira en
blaðsíður sem hægt er að fletta.
Hann fer mjög óvenjulegar leiðir,“
segir Rannveig og útskýrir: „Hugs-
unin hjá honum er að þetta sé sam-
hangandi verk, sem ekki er hægt að
slíta í sundur. Svo getur maður sett
saman myndir eins og maður vill,
opnað tvær opnur hlið við hlið og
borið saman.“
Ung flóttakona send aftur heim
Bókin er sett upp þannig að á
fyrstu síðunum kemur maður inn í
rýmið, fær nærmyndir af því en sér
ekkert fólk. Samt skynjar maður
nærveru og fær hugmyndir um hver
býr þar. Svo flettir maður áfram og
þá birtist fólkið.
Rannveig stofnaði eigið útgáfu-
félag til þess að gefa bókina út en
hún fæst í bókabúðum í Þýskalandi,
Hollandi, Belgíu, Englandi og Aust-
urríki. Hún er einnig fáanleg hér á
landi hjá Pennanum Eymundsson.
Ljósmyndarinn hefur þegar hafið
vinnu að öðru verkefni, að þessu
sinni í Bosníu-Hersegóvínu. Þar
myndar hún 25 ára fjögurra barna
móður sem hún kynntist á flótta-
mannaheimilinu og var send aftur til
heimalandsins. „Hún tilheyrir róma-
fólki, það fær ekki vinnu og býr við
mestu fátækt sem ég hef séð,“ segir
Rannveig. Með myndunum rannsaki
hún hvað umhverfið geti haft mikil
áhrif á fólk. „Það er alveg sláandi
munur á konunni á myndum frá
dvölinni í Þýskalandi og þegar hún
er í heimalandi sínu. Það er eins og
þetta sé ekki sama konan.“
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Ljósmyndari „Ljósmyndun snýst ekki bara um að ná góðum myndum heldur líka um samskipti,“ segir Rannveig.
Vill sýna flóttamenn í styrkleika sínum
Rannveig Einarsdóttir gefur út ljósmyndabókina Provisional Life Myndaði fólk á flóttamanna-
heimili í Berlín vikulega í þrjú ár Sambönd fólks, umhyggja og ást eins alls staðar í heiminum
Flóttamenn Rannveig myndaði bæði heimilislíf flóttamanna og tók portrettmyndir af þeim á öllum aldri.
Fjör Á kvöldin var oft glatt á hjalla hjá börnunum, dansað, sungið og hlegið.