Morgunblaðið - 24.06.2019, Qupperneq 32
Íslandsdeild
Ung nordisk
musik (UNM)
og Kamm-
ersveitin Elja
standa fyrir
tónleikum ann-
að kvöld kl. 20
í Iðnó. Bera
þeir yfirskrift-
ina Tvinna og eru sagðir angi af
samvinnuhátíð ungra tónhöfunda
á Norðurlöndum, UNM, sem fer
fram í lok sumars í Piteå í Sví-
þjóð. Árlega eru sjö íslensk verk-
efni valin til þátttöku á hátíðinni
sem aðildarlöndin skiptast á að
halda. Á Tvinnu eru höfundar ís-
lensku verkanna á UNM 2019 í
brennidepli en þeirra á meðal er
Bára Gísladóttir.
Íslenskir höfundar í
brennidepli á Tvinnu
MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 175. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Útsláttarkeppni heimsmeistara-
móts kvenna í knattspyrnu hófst
um helgina. Það eru Þýskaland,
Noregur, England og Frakkland sem
hafa fyrst tryggt sæti sín áfram.
Ein viðureign í átta liða úrslitum er
klár, en María Þórisdóttir og lið
Noregs mæta Englandi. Eins og fyrr
í keppninni stal dómgæslan sen-
unni um helgina. »24
María mætir Englandi í
átta liða úrslitum HM
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
KR-ingar undirstrikuðu það í gær-
kvöldi með útisigri í stórleiknum
gegn FH í Pepsi Max-deild karla í
knattspyrnu að þeir ætla sér stóra
hluti í sumar. Þeir hafa nú unnið sex
leiki í röð í deildinni. Heil umferð fór
fram um helgina og eru KR og
Breiðablik komin með forskot á önn-
ur lið, en þau mætast einmitt í
næstu umferð. Valsmenn sluppu
með sigur og Víkingar eru að
hrökkva í gang. Staðan er hins vegar
áfram erfið hjá HK og ÍBV. »26-27
KR-ingar á toppnum
eftir sex sigra í röð
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þáttagerðarmaðurinn Gunnlaugur
Jónsson og Ragnar Hansson kvik-
myndagerðarmaður eru að leggja
lokahönd á fimm íþróttatengda heim-
ildaþætti fyrir Saga Film sem ráð-
gert er að byrja að sýna í Sjónvarpi
Símans öðruhvorumegin við næstu
áramót.
„Þetta eru fimm ólíkar sögur,“ seg-
ir Gunnlaugur. Til nánari skýringar
segir hann að einn þátturinn fjalli um
feril Elísabetar Gunnarsdóttur,
knattspyrnuþjálfara með meiru. Ann-
ar spanni eitt ár í lífi Guðmundar
Þórðar Guðmundssonar, landsliðs-
þjálfara í handbolta. „Tímabilið þegar
hann hætti þjálfun og fór að vinna hjá
Kaupþingi, en var síðan dreginn á flot
aftur þegar enginn vildi taka við
landsliðinu og fór með það á Ólympíu-
leikana með glæsilegum árangri,“ út-
skýrir Gunnlaugur. Þáttur sé um
hópfimleikalið Gerplu í fimleikum,
sem varð til úr sterkri blöndu og náði
hæstu hæðum. Ennfremur um körfu-
boltarisann Tryggva Snæ Hlinason
frá Svartárkoti í Bárðardal, sem
kynntist körfubolta. „Á ótrúlega
skömmum tíma hefur hann náð fram-
förum sem fá fordæmi eru fyrir.“ Auk
þess er þáttur um Inga Þór Jónsson,
sundmann á Akranesi, sem keppti á
Ólympíuleikunum í Los Angeles
1984. „Hann er samkynhneigður og
við förum yfir stormasama ævi hans,“
segir Gunnlaugur.
Fjölmiðlabakterían
Fjölmiðlabakterían hefur lengi
blundað í Gunnlaugi, sem gerði garð-
inn frægan í knattspyrnunni, bæði
sem leikmaður til 2009 og síðar þjálf-
ari í áratug. Hann hætti í boltanum
vegna anna við þáttagerðina í febrúar
sem leið.
Í tilefni 30 ára afmælis Rásar 2
2013 gerði hann með dyggri aðstoð
Ásgeirs Eyþórssonar vinsæla tónlist-
arþætti, sem báru nafnið „Árið er“,
og spönnuðu tónlistarsöguna í 30 ár.
Hverju ári voru gerð skil í einum
þætti nema frá 2002 voru tveir þættir
um hvert ár. Þeir gerðu jafnframt
sjónvarpsþátt um Eurovision-þátt-
töku Íslendinga. Hann var valinn
skemmtiþáttur ársins 2013 og upp-
skar Edduna. Í fyrra var Gunnlaugur
með viðtalsþætti í hlaðvarpi, „Í ná-
vígi“, sem hlusta mátti á á fotbolti.-
net. Þættirnir vöktu athygli og umtal
og má í því sambandi benda á viðtöl
við Ólaf Þórðarson, fyrrverandi fót-
boltaþjálfara, og Ólaf Jóhannesson,
þjálfara Vals. „Á þessum tíma var
ekki mikið um svona hlaðvarpsþætti
og því má segja að þeir hafi átt þátt í
að koma þeirri bylgju af stað,“ segir
Gunnlaugur.
Hugmyndin að yfirstandandi verk-
efni varð til fyrir um ári. Gunnlaugur
segir að fyrri störf í fjölmiðlum hafi
haldið sér við efnið, hún hafi mallað
yfir sumarið og þegar hann hafi feng-
ið grænt ljós á framleiðsluna í nóvem-
ber hafi þeir hafist handa. „Ég finn
mig vel í þessu og vil láta á það reyna
hvort ég geti ekki haslað mér völl á
þessu sviði,“ segir hann.
Í Svíþjóð Gunnlaugur Jónsson, Elísabet Gunnarsdóttir og Ragnar Hansson fóru yfir málin í febrúar sem leið.
Á bak við tjöldin
Gunnlaugur Jónsson og Ragnar Hansson gera íþrótta-
tengda heimildaþætti Eru sýndir í Sjónvarpi Símans