Morgunblaðið - 19.06.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.06.2019, Qupperneq 1
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta BREYTINGAR SKAPATÆKIFÆRISPOTIFY OPNAR LEIÐIR ucati hefur kynnt enn eitt tryllitækið til sögunnar. 4 Lítt þekktir íslenskir tónlistarmenn fá óvænt tækifæri gegnum hlustunarlista tónlistarveitunnar Spotify. 14 VIÐSKIPTA 4 D Hraðar tæknibreytingar í fjármálaheiminum skapa mikil tækifæri fyrir minni fyrirtæki að sögn Jóhanns M. Ólafssonar hjá Íslenskum verðbréfum. Tugþúsundir nýta sér Apple Pay Viðskiptavinir Arion banka og Landsbankans hafa tekið afar vel í Apple Pay. Fjöldi skráðra korta í rafrænum veskjum er í kringum 40 þúsund. Ekki er liðinn nema mánuður frá því að viðskiptavinum Landsbankans og Arion banka bauðst að nýta sér þjónustu tæknirisans og hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa. Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs hjá Landsbankanum, segir að upptakan hafi verið mjög góð og í takt við áætlanir bankans. Á einum mánuði hafa nú ríf- lega 13 þúsund viðskiptavinir Landsbankans sótt Apple Pay, en samtals gera það um 20 þúsund debet- og kreditkort. „Þetta er feikna- góð upptaka og byrjaði af gríðarlegum krafti. Til að byrja með voru um 700 einstaklingar á dag að sækja sér Apple Pay en síðan þá hefur þetta róast aðeins. Upptakan er áfram góð en talsvert jafnari,“ segir Helgi Teitur sem kveðst mjög ánægður með viðtökurnar. Arion banki hefur engar tölur gefið út, en gera má ráð fyrir að notendurnir séu álíka margir og hjá Landsbankanum. Að sögn Helga kemur notkun Apple Pay í veg fyrir ákveðna tegund svindls auk þess sem kerfið er afar öruggt. „Við erum mjög ánægð með að fólk skuli vera að færa sig yfir í Apple Pay sök- um þess hversu öruggt og notendavænt kerfið er. Þess utan kemur þetta í veg fyrir ákveðna tegund svika þar sem þjófar komast yfir pin- númer einstaklinga. Við þekkjum dæmi þess að pinninu hafi verið stolið og heimildin í kjöl- farið hámörkuð. Í þessu kerfi þarf andlits- greiningu eða fingrafar til þess að hægt sé að greiða fyrir vörur,“ segir Helgi og bætir við að rafræn veski standi ekki einungis við- skiptavinum Apple til boða. Í snjallforriti Landsbankans er að finna lausn sem nýtist einstaklingum með Samsung-síma. Nú þegar hafa ríflega 5.000 viðskiptavinir bankans skráð kort í rafræn veski Samsung-síma. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Ekki er liðinn nema mánuður frá því að Apple Pay kom til landsins. Fjölmargir viðskiptavinir hafa nýtt sér þjónustuna það sem af er. AFP Apple Pay hefur notið mikilla vinsælda frá því að þjónustan bauðst fyrst fyrir einum mánuði. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 2.100 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 19.12.‘18 19.12.‘18 18.6.‘19 18.6.‘19 1.628,64 2.024,95 145 140 135 130 125 138,85 141,35 Talsverðar breytingar eru í vændum hjá hinu gamalgróna GA Smíðajárni við Skútuvog 4 í Reykjavík, sem er umsvifamikið í innflutningi og sölu á járni og stáli. Til stendur að sameina fyrirtækið á einn stað, en auk þess að vera með skrifstofu og birgðastöð í Skútuvoginum er fyrirtækið með birgðastöð að Rauðhellu 2, í Hafnar- firði. Anna Jóhanna Guðmundsdóttir, forstjóri fyrirtækisins, segir í sam- tali við ViðskiptaMoggann að GA Smíðajárn sé búið að sprengja utan af sér húsnæðið í Skútuvoginum, og hyggist nú flytja sig alfarið í Hafn- arfjörðinn. Anna segir til útskýr- ingar að búið sé að stækka birgða- stöðina í Rauðhellu í tvígang síðan það hús hafi verið keypt árið 2000. Þar verði lagerinn með svarta efninu til húsa en ryðfríi lagerinn verði all- ur í Íshellu 10, steinsnar frá Rauð- hellunni. Það húsnæði leigir fyrir- tækið af Héðinshurðum. Því megi segja að eftir flutninginn verði fyrir- tækið nánast á sama blettinum. ,,Megnið af sölu okkar er svart járn eða svo kallað smíðajárn svo sem vinklar, flatjárn, plötujárn o.s.frv. en við flytjum líka inn stálþil til hafnargerðar og ýmissa annarra framkvæmda. Einnig flytjum við inn efni í stálgrindarhús og svokallaða hlaupaketti eða brúkrana, hring- stiga og ristargrindur. Mest seljum við til verktaka og þeirra sem þjón- usta stóriðjuna,“ segir Anna. Nýverið endurnýjaði félagið tveggja ára samning sinn við Marel um að halda birgðir fyrir fyrirtækið í ryðfríu stáli. Öll starfsemi til Hafnarfjarðar Morgunblaði/Arnþór Birkisson Anna Jóhanna segir að GA Smíða- járn selji mikið til verktaka. GA Smíðajárn, sem hefur verið í Skútuvoginum frá árinu 1985, fer með allt sitt til Hafnarfjarðar. 8 MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.