Morgunblaðið - 19.06.2019, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019FRÉTTIR
SVALALOKANIR
Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar
og falla vel að straumum og stefnum
nútímahönnunar.
Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við.
Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er.
Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur
hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun.
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU
Mesta lækkun Mesta hækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
MAREL
-1,82%
540
EIM
+0,80%
188,5
S&P 500 NASDAQ
+1,61%
7.963,283
+0,97%
2.919,71
+1,01%
7.443,04
FTSE 100 NIKKEI 225
19.12.‘18 19.12.‘1818.6.‘19
1.700
80
1.781,0
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
62,06
-0,28%
20.972,71
56,26
40
2.100
18.6.‘19
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
1.925,0
FASTEIGNIR
Fasteignafélagið Heimavellir hefur
ákveðið að taka úr söluferli dóttur-
félag sitt, Heimavelli 900 ehf., sem
tilkynnt var um að til stæði að selja í
janúar síðastliðnum. Heimildir Við-
skiptaMoggans herma að fall WOW
air hafi haft neikvæð áhrif á ferlið og
að ekkert tilboð hafi borist í félagið í
heild sinni.
Heimavellir 900 ehf. á níu fjöl-
býlishús að Ásbrú í Reykjanesbæ og
í þeim eru 154 íbúðir. Samkvæmt
upplýsingum sem teknar voru sam-
an við upphaf söluferlisins eru eignir
félagsins metnar á um 3,8 milljarða
króna. Tekjur félagsins í ár verða að
líkindum 272 milljónir króna og árið
2021 er gert ráð fyrir að þær verði
319 milljónir króna. Heimildir Við-
skiptaMoggans herma að enn liggi
ekki fyrir hvað stjórn Heimavalla
muni gera með dótturfélagið í kjöl-
far þess að söluferlið sigldi í strand.
ses@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Heimavellir 900 eiga margar fast-
eignir á Ásbrú í Reykjanesbæ.
Fall WOW
hafði áhrif
á söluferlið
Óðum styttist nú í að Garðbæingar
eignist sinn fjórða veitingastað, en
ekki eru mörg ár síðan eini matsölu-
staðurinn sem íbúar í bænum gátu
sótt var veitingastaður IKEA við
Kauptún. Nýjasta viðbótin í veitinga-
húsaflóru bæjarins er staður sem er
að rísa við Arnarnesvog, nánar til-
tekið við Ránargötu 4, skammt frá
Sjálandsskóla. Stendur veitingastað-
urinn á 4.000 fermetra sjávarlóð.
Rekstraraðili nýja veitingastaðar-
ins, Stefán Magnússon, sem rekur
Mathús Garðabæjar og opnaði nýlega
steikhúsið Reykjavík MEAT, segir í
samtali við ViðskiptaMoggann að
stefnt sé að því að opna staðinn fyrir
næstu jól. „Þetta er mestmegnis
veislusalur sem getur tekið á móti 3-
400 manns í árshátíðir t.d., en einnig
er þarna einkafundaherbergi fyrir
minni hópa. Svo verður veitingahús
sem tekur um 100 manns í sæti. Við
munum einnig starfrækja hágæða
kaffihús yfir daginn og bjóða upp á
mat í hádeginu og á kvöldin,“ segir
Stefán.
Upphaflega átti veitingahúsið að
vera 500 fermetrar að stærð, en fljót-
lega var staðurinn stækkaður upp í
700 fermetra, að sögn Stefáns.
Tónlist og viðburðir
Stefán segir að Garðbæingar eigi í
dag engan alvöru tónlistarsal og horft
sé til þess að nýta staðinn til tónleika-
halds meðal annars. „Ég er með
teymi með mér í að gera loftið og
gólfið þannig úr garði að hljómburður
verði sem bestur.“
Hann segir að nú þegar sé búið að
bóka þónokkuð af brúðkaupum,
fermingum og árshátíðum í húsinu.
„Staðurinn býður upp á margskonar
notkun og til dæmis er hægt að opna
rennihurðir beint út á svalir. Þarna
verður dásamlegt að vera á sumrin til
dæmis í góðu veðri. Og um jólin verð-
ur jólahlaðborð og hægt að virða fyrir
sér norðurljósin.“
Ekki er tjaldað til einnar nætur í
rekstrinum, en Stefán segir að-
spurður að samið sé um veitinga-
reksturinn í húsinu til tíu ára. „Mig
langar að gera þarna aðstöðu til að
halda flottar veislur og tónleika og
tengja bátamenningu þarna inn. Ég
vil fá inn útivistarfólk sem er kannski
að fara í sjósund eða sigla á kajak og
skútum, sem og hjólafólk. Þá hafa
áhugasamir jógakennarar sett sig í
samband við mig. Þeir kolféllu fyrir
staðnum og hafa mikinn áhuga á að
bjóða upp á jógaæfingar þarna. Þetta
verður einskonar menningarsetur.“
Sérbruggaður bjór
Stefán segir að ekki sé nóg með að
boðið verði upp á nýjungar í mat og
menningu á staðnum, heldur megi
Garðbæingar og aðrir gestir eiga von
á því að fá að smakka nýjan bjór sem
bruggaður verður í bænum. „Það eru
aðilar í Garðabæ að þróa hina full-
komnu bjóruppskrift og við munum
kynna nýjan Garðabæjarbjór til sög-
unnar um jólin, um leið og við opnum
veitingahúsið fyrir gestum. Ég held
að Garðbæingum eigi eftir að hugn-
ast það vel að fá bjór beint frá býli, ef
svo má að orði komast,“ segir Stefán
og brosir.
Opna veitingastað við Arn-
arnesvog fyrir næstu jól
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Framkvæmdir við nýjan
veitingastað við Arnarnes-
vog í Garðabæ standa
nú sem hæst, en stefnt
er að því að opna staðinn
fyrir næstu jól.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Orri Árnason hjá Zeppelin arkitektum teiknaði húsið sem verður klætt að utan með lerki. Á þaki er torfklæðing.
UPPLÝSINGATÆKNI
Ekkert verður af kaupum Advania
á Wise lausnum af norska félaginu
Akva Group, en tilkynnt var um
þau í september
í fyrra. Var þá
upplýst að kaup-
verðið næmi um
800 milljónum
króna. Í tilkynn-
ingu frá Advania
segir að ástæða
þess að fallið
hafi verið frá
kaupunum sé sú
afstaða sem komið hafi fram af
hálfu Samkeppniseftirlitsins til
viðskiptanna.
Advania segir að kaupin hafi
verið hugsuð til að styrkja fyrir-
tækin í síðharðnandi alþjóðlegri
samkeppni um viðskiptahugbúnað.
Þannig hafi Advania litið svo á að
fyrirtækin starfi bæði á alþjóð-
legum markaði, enda séu þau með
viðskiptavini í nokkrum löndum.
Hins vegar hafi Samkeppniseft-
irlitið litið svo á að samkeppnis-
umhverfi Advania og Wise ein-
skorðist við íslenskan markað og
að auki starfi fyrirtækin á sér-
stökum undirmarkaði með þjón-
ustu og ráðgjöf á sviði fjárhags-
kerfa.
Í kjölfar upphaflegrar samruna-
tilkynningar vegna kaupanna fóru
viðræður fram milli Advania og
Samkeppniseftirlitsins um hvaða
aðgerða þyrfti að grípa til svo að
samruni fyrirtækjanna tveggja
hefði ekki neikvæð samkeppnis-
hamlandi áhrif hér á landi. Þær
viðræður sigldu hins vegar í
strand með fyrrgreindum afleið-
ingum. Heimildir ViðskiptaMogg-
ans herma að Samkeppniseftirlitið
hafi aldrei í ferlinu gefið út end-
anlegar hugmyndir af sinni hálfu
um hvaða aðgerðir myndu duga til
svo að hleypa mætti samrunanum
í gegn. Í tilkynningu frá Advania
segir Ægir Már Þórisson, forstjóri
fyrirtækisins, að niðurstaðan sé
vonbrigði. Upplýsingatæknin virði
engin landamæri og samkeppnin á
því sviði sé í eðli sínu alþjóðleg,
ólíkt því sem Samkeppniseftirlitið
hafi haldið fram í samskiptum við
fyrirtækið.
Ekkert verður af
kaupunum á Wise
Ægir Már
Þórisson