Morgunblaðið - 19.06.2019, Page 4

Morgunblaðið - 19.06.2019, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019FRÉTTIR Fyrr í sumar var gengið endanlega frá kaupum Íslenskra verðbréfa á Við- skiptahúsinu. Var rekstur fyrir- tækjanna sameinaður undir merkjum Íslenskra verðbréfa og státar félagið af samtals 20 starfsmönnum með mikla reynslu af ýmsum sviðum fjárfestinga, eignastýringar og miðlunar. Við sam- eininguna tók Jóhann Ólafsson við for- stjórahlutverkinu Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Helsta áskorunin er að sameina menningu Viðskiptahússins og Ís- lenskra verðbréfa og tengja saman starfsstöðvarnar tvær. Það er mikill hugur í okkar fólki og þarf að viðhalda og virkja þennan eldmóð. Hvaða hugsuður hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Aðferðafræði Warrens Buffetts hef- ur alltaf heillað mig og virkað vel. Hef lesið nokkrar af hans bókum, þó ekki allar, enda er hann búinn að vera dug- legur í að stinga niður penna. Hvert væri draumastarfið ef þú þyrftir að finna þér nýjan starfa? Þjálfun og ræktun hrossa er mikil ástríða hjá mér. Það þarf góðan tíma og aðhald til að ala upp góðan hest. Einnig gæti ég hugsað mér að vera skipstjóri á nótaskipi. Það er fátt sem jafnast á við sýnilegan árangur af góðu dagsverki. Hvað myndirðu læra ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu? Myndi líklega bæta við mig meistara- gráðu í fjármálum. Hef ekki fundið tím- ann til þess, kannski sem betur fer. Það er alltaf hægt að dýpka þekkingu sína á fjármálasviðinu. Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Hraðar tæknibreytingar í fjár- málaumhverfinu munu skapa mikil tækifæri í framtíðinni. Þetta býr til svigrúm fyrir smærri fyrirtæki til að veita t.d. fjármálaþjónustu í gegnum netið. Það má því ætla að bankar muni þróast meira í þá átt að verða heildsalar á fjármagni á meðan smærri fyrirtæki munu í auknum mæli geta veitt sínum viðskiptavinum breiðari fjármála- þjónustu. Áskorunin sem fjármálafyrirtæki standa m.a. frammi fyrir er að aðlaga sig að þessari breyttu framtíðarsýn. Helsti galli núverandi bankakerfis er hversu einsleitt það er. Framboð fjár- festinga til fjárfesta hefur ráðist af því sem bankakerfið býður upp á og því takmarkað hvaða tækifæri fjárfestum bjóðast. Hvaða lögum myndirðu breyta ef þú værir einráður í einn dag? Ég myndi koma á einfaldara og skil- virkara fiskveiðistjórnunarkerfi. SVIPMYND Jóhann M. Ólafsson, forstjóri Íslenskra verðbréfa Hrifinn af aðferðafræði Warrens Buffetts Morgunblaðið/Hari Jóhann spáir því að í framtíðinni verði hlutverk banka að bjóða einkum upp á n.k. heildsölu á fjármagni. NÁM: Stúdent af viðskiptabraut frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti (1987); rekstrar- og útgerðartæknir frá Tækni- skóla Íslands (1991); löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali (2002); nám í viðskiptafræði við Háskólann á Bif- röst ásamt námi í verðbréfamiðlun (2002). STÖRF: Framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Kaldbaks hf./Sænes ehf. (1991-1994); framkvæmdastjóri Jökuls hf. og Fiskiðju Raufarhafnar ehf. (1994-1999); framkvæmda- stjóri verðbréfamiðlunar Burnham International (1999- 2001); stofnaði Viðskiptahúsið ehf. árið 2001 og er eigandi þess. ÁHUGAMÁL: Hestamennska hefur verið mitt helsta áhugamál um árabil auk þess að æfa blak. FJÖLSKYLDUHAGIR: Lífsförunautur minn er Þorbjörg Stefánsdóttir og eigum við tvö uppkomin börn og eitt barnabarn. HIN HLIÐIN FARARTÆKIÐ Ducati afréð að nota Broadmoor Pikes kappaksturinn til að svipta hulunni af frumgerð nýs ofurmót- orhjóls: Streetfighter V4. Þykir nokkuð ljóst að ítalski mótor- hjólasmiðlurinn hyggst gera eitt- hvað stórmerkilegt í kappakstrinum síðar í mánuðinum en þar ætlar Car- lin Dunne að setjast á hnakkinn – sá sami og hefur unnið kappaksturinn í fjórgang. Nýja hjólið er á margan hátt svip- að Panigale V4-hjólinu, með sína 214 hestafla V4-vél, en ökumaður situr töluvert hærra og innvolsið fær að njóta sín í stað þess að vera falið. Útkoman er mjög svo víga- legur fararskjóti. ai@mbl.is Ítalskt villi- dýr lítur dagsins ljós ÁHUGAMÁLIÐ Kínverska fyirrtækið DJI er þekkt- ast fyrir drónasmíði, en hefur að undanförnu útvíkkað vöruframboðið töluvert. Nýjasta viðbótin er þessi sniðugi róbóti, RoboMaster S1, sem á m.a. að hjálpa börnum að átta sig á möguleikum róbótatækninnar og æfa sig í forritun. Notandinn þarf að púsla róbót- anum sjálfur saman, og getur síðan fjarstýrt honum með snjallsíma. RoboMaster m.a. er útbúinn mynda- vél, fjölda skynjara og lítilli plast- kúlubyssu. Leikfangið kostar 500 dali hjá DJI.com. ai@mbl.is Vopnaður róbóti DJI Palli var ekki einn í heiminum, hann var með Byltingarkenndar inn-í-eyra heyrnahlífar FOSSBERG Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600 SNR: 32 dB NRR: 27 dB Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.