Morgunblaðið - 19.06.2019, Síða 8

Morgunblaðið - 19.06.2019, Síða 8
,,Það var mikill eldmóður og metnaður í þess- um manni. Hann hafði verið verkstjóri hjá Landsmiðjunni og stýrði mörgum stórum verk- um, en tímamót urðu í lífi hans er Jóhannes Zoëga, forstjóri Landsmiðjunnar hætti þar og tók við starfi hitaveitustjóra. Þá ákvað pabbi að stofna járnsmiðjuna Borgarsmiðjuna ásamt nokkrum félögum sínum. Þetta var árið 1962,“ segir Anna Jóhanna Guðmundsdóttir, forstjóri GA Smíðajárns, um föður sinn Guðmund Ara- son, sem auk þess að byggja upp farsælt fyrir- tæki var landsþekktur fyrir störf sín á vett- vangi hnefaleika- og skákíþróttarinnar. Anna segir að Borgarsmiðjan hafi verið eftirsótt og stækkað hratt. Að því hafi komið að faðir hennar fór að flytja inn efni fyrir smiðjuna milliliðalaust og í talsverðu magni, og hafi því orðið aflögufær fyrir aðrar smiðjur. „Á þessum tíma var það eingöngu Sindra-stál sem flutti inn efni og því var mikil þörf fyrir aðra stálsölu í samkeppni við þá. Þessi innflutningur vatt upp á sig enda hafði faðir minn komist í samband við öfluga birgja erlendis. Svo fór að hann lagði niður smiðjuna og stofnaði Guð- mund Arason heildverslun 12. maí 1970 sem er afmælisdagur móður minnar, en hún var með- eigandi hans í fyrirtækinu,“ segir Anna og bendir á að á næsta ári verði fyrirtækið því 50 ára gamalt. Alltaf flutt með Eimskipi Anna situr í forstjórastólnum á bak við skrif- borðið á meðan viðtalið fer fram. Þar segir hún sér líða vel. Viðarklædd skrifstofan er á annari hæð í höfuðstöðvum félagsins við Skútuvog 4, með útsýni yfir götuna. Stórt landslagsmálverk er á einum veggnum, og margvíslegir munir sem tengjast föður hennar eru einnig áberandi. Anna segir að fyrirtækið sé íhaldssamt því engin ástæða sé til að breyta því sem vel reyn- ist. Hún tekur sem dæmi að fyrtækið hafi skipt við Eimskip allt frá því að pabbi hennar hóf sjálfur innflutning á stáli fyrir meira en fimm- tíu árum síðan. Það samstarf hafi alla tíð verið farsælt. ,,Þetta er dágóður tími, segir Anna og brosir. Talsverðar breytingar eru í vændum hjá GA smíðajárni. Það stendur til að sameina fyrir- tækið á einn stað, en auk þess að vera með skrifstofu og birgðastöð í Skútuvoginum er birgðastöð að Rauðhellu 2, í Hafnarfirði. „Þeg- ar smiðjunni, sem upphaflega var við höfnina vestast á Kársnesinu í Kópavogi, var breytt í heildsölu, var lagerinn þar áfram en skrif- stofan var flutt í Hafnarstrætið í miðbæ Reykjavíkur. Þar var stutt í bankann, Eimskip og pósthúsið. Fyrirtækið óx hratt og þurfti stærra hús og því var sótt um lóð. Árið 1985 sameinaðist fyrirtækið á einum stað í Skútu- voginum. Og nú erum við búin að sprengja þetta utan af okkur og flytjum alfarið í Hafn- arfjörðinn.“ Anna segir til útskýringar að búið sé að stækka birgðastöðina í Rauðhellu í tvígang síð- an það hús var keypt árið 2000. Þar verði lag- erinn með svarta efninu til húsa en ryðfríi lag- erinn verði allur í Íshellu 10, steinsnar frá Rauðhellunni. Það húsnæði leigir fyrirtækið af Héðinshurðum. Það má því segja að eftir flutn- inginn verði fyrirtækið nánast á sama blett- inum. ,,Megnið af sölu okkar er svart járn eða svo kallað smíðajárn svo sem vinklar, flatjárn, plötujárn o.s.frv.en við flytjum líka inn stálþil til hafnargerðar og ýmissa annarra fram- kvæmda. Einnig flytjum við inn efni í stál- grindarhús og svokallaða hlaupaketti eða brúkrana, hringstiga og ristargrindur. Mest seljum við til verktaka og þeirra sem þjónusta stóriðjuna. Nýverið endurnýjuðum við tveggja ára samning okkar við Marel um að halda birgðir fyrir þá í ryðfríu stáli. Við erum því sterk í stáli eins og við höfum auglýst okkur í gegnum tíðina.“ Tekur ekki aftur í nefið Ég spyr Önnu nánar út í hvenær hennar fyrsta aðkoma að fyrirtækinu hafi verið. ,,Hún var þegar ég var 10 ára gömul og fór með pabba út á Kársnesið þegar verið var að reisa stálgrindina fyrir Borgarsmiðjuna. Þá fékk ég að mála stálbita. Þetta er ógleyman- legur tími. Farið var af stað fyrir klukkan sjö á morgnana. Ég gleymi seint þessum fögru sum- armorgnum. Ég gleymi því líka seint að smið- irnir buðu mér í nefið, sem ég því miður þáði. Það geri ég ekki aftur!“ Anna segir að Guðmundur faðir hennar hafi í fyrstu verið með skrifstofuna heima, og hún hafi snemma fengið að hjálpa honum að leggja saman nótur og tíma starfsmannanna á stimp- ilkortunum, vélrita reikninga og ýmislegt fleira sem til féll. „Ég fann fljótt hversu mikið pabbi hafði að gera. Hann var í hörkuvinna á daginn, og tilboðsgerð á kvöldin. Hann var vakinn og sofinn yfir fyrirtækinu. Ég gerði því allt sem ég gat til að létta undir með honum. En ég gekk minn menntaveg og eignaðist fjölskyldu, og þó fjölskyldan væri alltaf í fyrsta sæti hjá mér, reyndi ég sem fyrr að láta til mín taka og leggja hönd á plóg. Það er gaman frá því að segja að þegar ég gekk með mitt annað barn og var alveg að fæðingu komin, fór ég að mæðraskoðun lokinni, á Eiríksgötuna þar sem við leigðum telextæki af lögfræðistofu. Ég sendi telexið, fór síðan heim og stuttu síðar upp á fæðingardeild þar sem yndisleg stúlka leit dagsins ljós snemma kvölds. Þetta var 29. ágúst 1978 og svo heppilega vildi til að mað- urinn minn Kári Geirlaugsson, sem hafði lokið námi í viðskipta- og markaðsfræði var að hætta um mánaðamótin í vinnu sinni hjá Gamla kompaníinu. Hann var því gripinn og hóf störf 1. september og hefur nú starfað í fyrirtækinu sem framkvæmdastjóri í meira en 40 ár. Samstarf hans og pabba var mjög far- sælt og aldrei bar skugga á. Ég kom svo af fullum krafti til starfa 1986 er yngsta barnið fór í leikskóla.“ Anna vann hálfan daginn meðan börnin voru í skóla. „Mér fannst mikilvægast að hugsa um börn og bú. Þannig var nú tíðarandinn þá, þó það væri smám saman að breytast og konur fóru í meira mæli að sækja út á vinnumarkað- inn. Í fyrstu sá ég um bókhaldið, bróðir minn sá um tollinn og launin, maðurinn minn sá um söl- una og pabbi hélt utan um fjármálin. Það er mikið til í því að sá sem sér um bókhald sé með fingurinn á púlsinum á rekstrinum og unnum við pabbi mjög náið saman. Eftir því sem tíminn leið lét ég meira til mín taka við stjórnun. Pabbi var þá farinn að taka því ró- legra enda kominn yfir áttrætt. Hann naut þess að vera laus við og geta hitt vini sína í kaffi og í hádeginu. Hann var vinamargur mað- ur. Hann sat líka við skriftir og skrifaði ævi- sögu sína sem við systkinin gáfum út fyrir jólin Byrjaði 10 ára gömul að ” Við finnum að það hefur orðið samdráttur í sölu á stálbitun sem notaðir eru sem burðarbitar í hús. Hins vegar hefur verið fjör í byggingu hótela, en þangað seljum við helst efni í handrið. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Anna Jóhanna Guðmundsdóttir var lengi eina konan hjá GA Smíðajárni, sem er umsvifamikið í sölu á járni og stáli. Fyrirtækið stofnaði faðir Önnu, eldhuginn Guðmundur Arason, og unnu þau feðgin náið saman alla tíð. „Ég er voðalega mjúk, en á samt það til að byrsta mig ef mikið liggur við. En það eru undantekn- ingartilfelli. Mér geðjast betur að því að hugsa um mannlega þáttinn. Hann er mjög mikilvægur,“ segir Anna Jóhanna Guðmundsdóttir. 8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019VIÐTAL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.