Morgunblaðið - 19.06.2019, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019
AF 200 MÍLUM Á MBL.IS
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu um
ógildingu ákvörðunar Matvælastofnunar frá 22. desember 2017 um að
veita Arctic Sea Farm hf. rekstrarleyfi fyrir 4.000 tonna ársfram-
leiðslu á laxi eða regnbogasilungi í sjókvíum í Dýrafirði.
Kröfu um ógildingu gerðu m.a. Náttúruverndarsamtök Íslands,
náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og veiðiréttarhafar í Haffjarðará
og Laxá á Ásum, en þessir aðilar voru ekki taldir eiga aðild að málinu.
Aðrir kærendur, sem voru einstaklingar og veiðiréttarhafar á Vest-
fjörðum, voru hins vegar taldir eiga aðild á grundvelli laga um úr-
skurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Í niðurstöðu nefndarinnar
segir að útgáfa leyfisins fari ekki gegn markmiðsákvæðum laga um
fiskeldi eða ákvæðum náttúruverndarlaga. Málsmeðferð stofnunar-
innar við útgáfu leyfisins hafi verið í samræmi við lög.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Náttúruverndarsamtök Íslands gerðu m.a. kröfu um ógildingu.
Halda rekstrarleyfi
fyrir 4.000 tonna eldi
Helst er um að ræða fyrirtækin
Grieg Seafood, Lerøy Seafood
Group, Salmar, Bremnes og
Mowi, sem áður bar heitið Mar-
ine Harvest, auk útflytjandans
Ocean Quality.
Lögsóknin sem fyllti tuginn var
lögð fram af einstaklingi fyrir
héraðsdómstólinn í Maine-ríki 11.
júní, en meðal annarra stefnenda
eru dreifingaraðilar og veitinga-
staðir í Flórída, Massachusetts,
New York, Ohio, Washington
D.C. og Pennsylvaníu.
Réðust til inngöngu í febrúar
Stefnendurnir sækjast eftir
greiðslu skaðabóta úr hendi fyrir-
tækjanna og vísa þeir allir til
yfirstandandi verðsamráðsrann-
sóknar á vegum framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins, en
fyrstu fregnir af henni voru flutt-
ar í febrúar síðastliðnum á vef-
miðlinum Undercurrent News.
Hafa hafnað ásökunum
Fulltrúar framkvæmda-
stjórnarinnar höfðu þá þegar ráð-
ist til inngöngu í húsakynni fyr-
irtækjanna, þar á meðal
fiskvinnslu Mowi í Rosyth í Bret-
landi.
Áður hafði framkvæmdastjórnin
sent fyrirtækjunum bréf þar sem
varað var við því að henni hefðu
borist upplýsingar um meint verð-
samráð norskra laxeldisfyrirtækja
og að þau hefðu gert með sér
samkomulag sem gengi gegn sjón-
armiðum um samkeppni.
Mowi og Grieg Seafood hafa
þegar hafnað þeim ásökunum sem
felast í rannsókn framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins.
Norsku eldisrisarnir lögsóttir
fyrir meint verðsamráð
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Tíu lögsóknir vofa nú yfir
nokkrum af stærstu lax-
eldisfyrirtækjum Noregs og
dótturfyrirtækjum þeirra,
þar sem þau eru sökuð um
verðsamráð.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Lax tekinn til slátrunar í Arnarfirði. Norsk eldisfyrirtæki hafa hafnað öllum ásökunum um ólöglegt verðsamráð.
ÚTGERÐ
Hagnaður fiskvinnslu- og útgerðar-
félagsins Odda á Patreksfirði dróst
verulega saman á síðasta uppgjörsári
og nam 22,9 milljónum króna saman-
borið við 152,7 milljónir ári fyrr.
Reikningsár fyrirtækisins stendur
frá 1. september ár hvert og til loka
ágústmánaðar næstkomandi árs.
Nýjasta uppgjör félagsins nær því yf-
ir tímabilið frá 1. september 2017 til
31. ágúst 2018. Rekstrartekjur fé-
lagsins af fiskvinnslu jukust nokkuð
eða um 37,4 milljónum og námu 1,7
milljörðum króna. Rekstrartekjur út-
gerðarinnar jukust hins vegar um
182,5 milljónir og námu 761,4 millj-
ónum. Rekstrargjöld fiskvinnslu juk-
ust um 71,4 milljónir og námu 1,6
milljörðum króna. Rekstrargjöld út-
gerðarstarfseminnar námu hins veg-
ar 648,2 milljónum og hækkuðu um
188,1 milljón króna. Fjármagnsgjöld
félagsins jukust um tæpar 15 millj-
ónir milli ára og námu 85,7 milljónum.
Gengismunur langtímalána var hins
vegar mun óhagstæðari en fyrra ár
og var jákvæður um 20,5 milljónir í
stað 66,5 milljóna árið áður.
Eigið fé Odda var 1,4 milljarðar
króna í lok rekstrarársins síðasta og
hafði dregist saman um tæpar 11
milljónir króna frá fyrra ári. Eignir
námu tæpum 3,6 milljörðum en
skuldir tæpum 2,2 milljörðum.
Mbl.is/Sigurður Bogi
Núpur er annað tveggja skipa sem
Oddi gerir út. Hitt er Patrekur BA.
Hagnaður
Odda 22,9
milljónir
Norsku laxeldisfyrirtækin eru í
lögsóknunum tíu sökuð um að
hafa stjórnað verðlagi á laxi með
því að samhæfa söluverð og að
hafa skipst á viðskiptalega við-
kvæmum upplýsingum.
Enn fremur eru þau sögð hafa
samið sín á milli um að kaupa
vörur keppinauta þegar þeir
myndu selja lax á lægra verði.
Þar að auki fullyrða stefnend-
urnir að fyrirtækin hafi samið
áætlun um að hækka stundarverð
á laxi til að tryggja sér hærra verð
í langtímasamningum við kaup-
endur varanna.
Stundarverð hafi verið hækkað
fyrir langtímasamninga