Morgunblaðið - 19.06.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 19.06.2019, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019SJÓNARHÓLL FORRITIÐ Blessað netið er alveg ómissandi, og óþrjótandi uppspretta fróðleiks. Hjá mörgum snýst stór hluti vinnu- eða skóladagsins um að skima eftir upplýsingum á netinu og safna sam- an í skýrslur og ritgerðir, eða nýta til að ná betri árangri við hin ýmsu verkefni dagsins. Verst að netið er líka mikill tímaþjófur og margt sem getur dreift athyglinni frá því sem þarf að gera hverju sinni. Hver kannast t.d. ekki við að leita heimilda á fréttavef, en reka augun í áhugaverðan hlekk og vera allt í einu kominn á bólakaf í myndasyrpu frá brúðkaupsveislu suður á Ítalíu, eða æsispennandi frétt um orkupakkamálin. Meira að segja vefsíður eins og Wikipedia eru þannig úr garði gerðar að fróð- leiksfúsir geta fyrir slysni verið farnir að kafa djúpt ofan í eitthvað allt annað en til stóð. Deepmode (www.deepmode.app) er viðbót við Chrome-vafrann sem hjálpar netnotendum að falla ekki í svona gildrur. Notandinn lætur Deepmode vita hvað hann er að reyna að lesa sér til um og notar forritið gervigreind til að skima hverja síðu og greina hvort hún fjallar um eitthvað allt annað. Ef vefsíðan þykir trufla frekar en að hjálpa þá lokar Deep- mode á hana og heldur notandanum þannig við efnið. ai@mbl.is Gervigreind sem heldur þér við efnið Undanfarin misseri hefur töluvert verið fjallað umlög nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvættiog fjármögnun hryðjuverka og aðgerðir stjórn- valda byggðar á þeim lögum. Ástæðan fyrir mikilli vinnu löggjafans og fagráðuneyta er skýrsla Financial Action Task Force (FATF) frá febrúar 2018 en hún leiddi í ljós ýmsa veikleika í íslenskri löggjöf. Í kjölfar útgáfu skýrsl- unnar var ráðist í umfangsmiklar lagabreytingar, s.s. með framlagningu þess frumvarps sem síðar varð að lögum nr. 140/2018. Í þessari grein verður fjallað um nýsamþykkt lög sem eru tilkomin vegna tilmæla FATF, nánar tiltekið ný lög um skráningu raunverulegra eigenda. Markmið laga um skráningu raunverulegra eigenda er að tryggja að til staðar séu réttar og áreiðanlegar upplýs- ingar um raunverulega eigendur svo unnt sé að greina og koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðju- verka. Samkvæmt lögunum skulu skráningarskyldir að- ilar, s.s. hlutafélög, einkahluta- félög, samvinnufélög, sameignarfélög, samlagsfélög, svo og aðrir aðilar sem fengið hafa útgefna kennitölu, safna saman upplýsingum um raun- verulega eigendur. Þessir að- ilar skulu tilkynna ríkisskatt- stjóra um raunverulega eigendur sína. En hvað felst þá í hugtakinu „raunverulegur eigandi“? Sam- kvæmt 13. tölul. 3. gr. laga nr. 140/2018 telst raunverulegur eigandi vera sá einstaklingur, einn eða fleiri, sem í raun á starfsemi eða stýrir viðskiptamanni, hvort heldur sem um lögaðila eða einstaklinga er að ræða, í hvers nafni við- skipti eða starfsemi er stunduð eða framkvæmd. Í tilviki lögaðila telst raunverulegur eigandi vera einstaklingur sem í raun á eða stjórnar lögaðila í gegnum beina eða óbeina eignaraðild að meira en 25% hlut, ræður yfir meira en 25% atkvæðisréttar eða telst á annan hátt hafa yfirráð yfir lögaðila. Af orðalagi ákvæðisins er ljóst að gera þarf greinarmun á „lagalegum eiganda“ annars vegar og „raunverulegum eiganda“ hins vegar. Lagalegur eigandi getur verið sá sem er skráður eigandi fjármuna, eigna eða fyrirtækja. Hann þarf þó ekki endilega að vera raunverulegur eig- andi. Svo dæmi sé tekið þá geta þrír einstaklingar átt mis- mikið hlutafé í hlutafélagi. Ef t.d. minnsti hluthafinn fer með allan atkvæðisrétt á hluthafafundum samkvæmt sér- stöku hluthafasamkomulagi, þá yrði sá hluthafi talinn raunverulegur eigandi hlutafélagsins enda gæti hann einn tekið ákvörðun um málefni félagsins. Á skráningarskyldum aðilum hvílir sú skylda að veita upplýsingar um raunverulega eigendur. Er þeim skylt að tilkynna um a) nafn, b) lögheimili, c) kennitölu, d) ríkis- fang, e) eignarhlut, tegund eignarhalds, dagsetningu eig- endaskipta; og f) gögn sem staðfesta veittar upplýsingar og sýna fram á að viðkomandi sé raunverulegur eigandi. Í þessu sambandi er einstaklingum og lögaðilum skylt að láta ríkisskattstjóra í té án tafar allar upplýsingar og gögn sem nauðsynleg eru til að tryggja rétta skráningu. Er hér um umfangsmikla skuldbindingu að ræða, sem mun m.a. leggja þá skyldu á herðar aðilum að afhenda rík- isskattstjóra samninga, þ. á m. hluthafasamninga, sem veita tilteknum aðilum aukin rétt- indi í tengslum við eignaraðild sína að hvers kyns félögum. Upplýsingar um raunveru- lega eigendur munu vera að- gengilegar yfirvöldum sem hafa hlutverki að gegna sam- kvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjár- mögnun hryðjuverka, skatt- yfirvöldum, tilkynningar- skyldum aðilum og almenningi. Ef í ljós kemur að lögaðilar og einstaklingar fylgi ekki lög- unum er hægt að leggja á dagsektir eða eftir atvikum stjórnvaldssektir. Í tilviki einstaklinga getur sekt numið frá 100 þús. kr. til 5 millj. kr. en sektir lagðar á lögaðila geta numið frá 500 þús. kr. til 80 milljóna króna eða allt að 10% af heildarveltu lögaðilans. Af efni hinna nýju laga er ljóst að nú fer í hönd ein mesta upplýsingasöfnun síðari ára þar sem hagsmunir einstaklinga í fyrirtækjum verða kortlagðir. Er hér um grundvallarbreytingu að ræða þar sem gerðar eru nú ítarlegri kröfur en áður um skráningu eignarhalds að fyrirtækjum. Gera má ráð fyrir því að þessi nýju lög muni hafa veruleg áhrif á skráningu hvers kyns félaga hér á landi. Raunverulegir eigendur LÖGFRÆÐI Finnur Magnússon hæstaréttarlögmaður og aðjunkt við lagadeild Háskóla Íslands ” Markmið laga um skráningu raunverulegra eigenda er að tryggja að til staðar séu rétt- ar og áreiðanlegar upplýs- ingar um raunverulega eig- endur svo unnt sé að greina og koma í veg fyrir pen- ingaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. ARNÞÓR BIRKISSON Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 www.itr.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.