Morgunblaðið - 19.06.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.06.2019, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019 13FRÉTTIR SANDBLÁSTUR Sundaborg 3 104Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is Ráðgjöf Tilboð Hönnun Uppsetning BÓKIN Víða um heim þykir það áhyggjuefni að löggjöf sé ekki nægilega vönd- uð, eða allt of mörg boð og bönn sem stýra lífi borgaranna. Útkoman er sú að erfitt er fyrir fólk að vita með vissu hvar mörkin liggja á milli þess að vera löghlýðinn og vera lög- brjótur, og jafnvel besta fólk getur óvart setið uppi með háa sekt eða langan fangelsisdóm. Mike Chase segir það jafnvel enn al- varlegra, að þegar lögin taka að afmyndast með þessum hætti þá fari geð- þótti embættismanna og pólitíkusa að ráða hver er sóttur til saka og hver ekki. Viljirðu gera ein- hverjum grikk þá einfald- lega finnurðu einhverja klausu djúpt í lagasafninu sem hægt er að snúa á haus, oftúlka og rangtúlka, og beitir gegn viðkom- andi. Chase er höfundur bók- arinnar How to Become a Federal Criminal: An Illustrated Handbo- ok for the Aspiring Offender. Chase starfar sem lögfræðingur og hefur um langt skeið haldið úti Twitter-reikningnum A Crime a Day þar sem hann safnar saman völdum bútum úr laga- og reglu- gerðasafni Bandaríkjanna til að sýna fram á hve stórskrítnar og úr sér gengnar reglurnar eru orðnar. Bendir hann á að það kunni vel að vera að þorri Bandaríkjamanna hafi nú þegar óafvitandi gerst brotlegur við alríkislög landsins. ai@mbl.is Þegar lögin fara úr böndunum FLUG Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing er talinn hafa unnið mik- ilvægan varnarsigur á Flugsýning- unni í París sem nú stendur yfir, þeg- ar International Airlines Group (IAG), sem m.a. á British Airways, Iberia, Vueling og Aer Lingus, und- irritaði viljayfirlýsingu þess efnis að það kaupi 200 vélar af gerðinni Bo- eing 737 MAX úr verksmiðjum fyrir- tækisins. Eru þetta fyrstu pantanirnar sem berast í þessa tegund véla í kjölfar þess að allar 737 MAX vélar heimsins voru kyrrsettar í mars síðastliðnum í kjölfar tveggja hörmulegra flugslysa þar sem slíkar vélar áttu í hlut. En það er ekki aðeins pöntunin sem slík sem er talin mikilvæg fyrir Boeing, sem hefur átt mjög í vök að verjast vegna fyrrnefndrar kyrrsetn- ingar, heldur einnig sú staðreynd að IAG hefur lengi verið einn dyggasti viðskiptavinur Airbus, eina raunveru- lega keppinautar Boeing á mark- aðnum með farþegaþotur yfir 100 sætum.Willie Walsh, forstjóri IAG, sagði í yfirlýsingu í tengslum við viljayfirlýsinguna að hann hefði fulla trú á því að Boeing 737 MAX vél- arnar yrðu teknar í notkun á kom- andi mánuðum í kjölfar þess að yf- irvöld hefðu lagt blessun sína yfir notkun vélanna. AFP Boeing hefur átt erfitt uppdráttar vegna 737 MAX línunnar sem kyrrsett var í mars síðastliðnum í kjölfar tveggja hræðilegra slysa þar sem 346 týndu lífi. Vill kaupa allt að 200 Boeing MAX 8 vélar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.