Morgunblaðið - 19.06.2019, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 2019FRÉTTIR
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is
Upptökutæki
Þér er í lófa
lagið
að taka upp
!
Það var svosem ekkert leyndarmál
að Facebook hefði í hyggju að setja
eigin rafmynt á laggirnar. Enda
blasir við að ekki yrði mikill vandi
fyrir samfélagsmiðilinn að láta nýja
rafmynt ná ágætis útbreiðslu á
heimsvísu, þökk sé þeim 2,3 millj-
örðum manna sem nota Facebook
reglulega. Flestir ættu að geta gert
sér í hugarlund að bæta mætti raf-
rænu veski við skilaboðaforrit Face-
book og ekki skortir fyrirtækið
tækniþekkinguna og fjármagnið til
að leysa svona risaverkefni af hendi
með glæsibrag.
Nú hefur hulunni verið svipt af
nýju rafmyntinni: Á þriðjudag
greindi Facebook frá því að stefnt
væri að því að setja rafmyntina í
loftið á fyrri helmingi ársins 2020, og
að hún muni kallast libra. Facebook
ætlar ekki að standa eitt að verkefn-
inu heldur hefur fengið til liðs við sig
28 samstarfsaðila af ýmsum stærð-
um og gerðum, sem allir eiga aðild
að nýju félagi – Libra Association –
sem er með höfuðstöðvar sínar í
Genf.
Á meðal bakhjarla líbrunnar má
finna kortarisana Mastercard og
Visa, greiðslumiðlunina PayPal,
uppboðsvefinn eBay, tónlistarveit-
una Spotify, skutlmiðlunina Uber og
fjarskiptaveldið Vodafone. Einnig
má nefna net-tískuverslunina Far-
fetch, rafmyntamarkaðinn Coin-
base, góðgerðarsamtökin Mercy
Corps og vogunarsjóði á borð við
Union Square Ventures og Andrees-
sen Horowitz.
Ætlunin er að fjölga í hópnum og
hafa um 100 meðlimi í libra-
samstarfinu áður en rafmyntin fer í
loftið. Eiga allir sem að verkefninu
koma að sitja við sama borð, með
jafnan atkvæðisrétt, og þurfa flestir
að reiða fram að lágmarki 10 millj-
óna dala fjárfestingu til að fá að
standa undir stofn- og rekstrar-
kostnaði. Reuters segir Facebook
ekki ætla sér að leiða verkefnið
nema fyrsta spölinn.
Á þriðjudag upplýsti Facebook
jafnframt um stofnun nýs dóttur-
félags, Calibra, sem mun þróa staf-
ræn veski sem geta tengst skila-
boðaforritunum Messenger og
WhatsApp svo senda megi líbrur í
gegnum þau.
Að sögn FT ákváðu stóru bank-
arnir að sitja á hliðarlínunni í bili,
m.a. vegna óvissu um þá lagalegu
umgjörð sem verður í kringum líb-
runa. Er ekki alveg víst hvort t.d.
líbruverkefnið á að heyra undir vald-
svið Eftirlitsnefndar með fram-
virkum samningum með hrávörur
(CFTC), eða hvort þurfi starfsleyfi
hjá bandaríska fjármálaeftirlitinu
(SEC). Þá er nánast óhjákvæmilegt
að í mörgum löndum þurfi líbru-
hópurinn að sækja um skráningu áð-
ur en byrja má að miðla greiðslum
og gæti skráningarferlið í sumum
tilvikum tekið nokkur ár.
Lausn fyrir þá sem ekki
eiga bankareikning
Í kynningarefni Facebook skín í
gegn að markmiðið með líbrunni á
ekki síst að vera að bæta fjármála-
þjónustu við þá sem í dag geta ekki
nýtt sér hefðbundna bankaþjónustu
og greiðslumiðlun sem skyldi. Líkt
og með aðrar rafmyntir á færslu-
kostnaður að vera í algjöru lágmarki
og hægt að senda greiðslur milliliða-
laust hvort heldur til að borga fyrir
hveitið á markaði í Gana eða senda
peninga til vina og ættingja heima í
Bangladess. Á að verða jafn auðvelt
að senda fólki pening og að senda því
broskarl.
Ekki er alveg ljóst hvort réttara
væri að kalla líbruna rafmynt
(cryptocurrency) eða rafeyri (e-
money). Af umfjöllun Bloomberg má
ráða að líbran muni nota körfu hefð-
bundinna gjaldmiðla og skuldabréfa
sem fót til að reyna að ná sem stöð-
ugustu gengi. Þessi forði mun jafn-
framt bera vexti sem má nota til að
halda innviðum líbrunnar gangandi
og greiða aðilum Libra Association
arð ef svo ber undir.
Verður þessum eignum dreift um
allan heim og gengi líbrunnar ekki
fest við neinn tiltekinn gjaldmiðil
eins og evru eða bandaríkjadal.
Færslur munu fara fram yfir
bálkakeðju og ættu því að vera jafn
öruggar og greiðslur með t.d. bit-
coin, en tæknin verður jafnframt
galopin svo að frumkvöðlar munu
geta þróað nýjar lausnir og þjónustu
fyrir gjaldmiðilinn. Facebook segir
bálkakeðju líbrunnar mjög skjót-
virka og þurfa miklu minni orku en
t.d. blockchain.
Spurning um traust
Jafnvel með liðsinni fjármálarisa
eins og Visa og Mastercard er samt
ekki ljóst hversu vel mun ganga að
gera líbruna að veruleika. Víða um
heim hafa stjórnvöld sniðið rafmynt-
um mjög þröngan stakk og jafnvel
bannað þær með öllu. Þá hafa ýmsir
fjármálaspekingar lýst áhyggjum
sínum af því að rafmyntir sem
stjórnað er af fyrirtækjum geti ógn-
að stöðugleika fjármálakerfa og
kannski að seðlabönkum heimsins
þyki að sér vegið með þessu útspili.
Svo þarf að fá fólk til að nota raf-
myntina. Jafnvel með rösklega tvo
milljarða jarðarbúa á Facebook er
ekki víst að notendur séu ólmir í að
treysta fyrirtæki Zuckerbergs fyrir
sparifé sínu og matarpeningum. Og
það er ekki eins og Facebook hafi
aldrei brugðist trausti notenda og
farið ógætilega með viðkvæm gögn.
Munu gagnrýnendur Facebook og
annarra tæknirisa líka óttast að ver-
ið sé að færa Kísildal of mikið vald
með því að leyfa þeim að stýra al-
þjóðlegum gjaldmiðli og greiðslu-
miðlunarkerfi. Verður kannski
hætta á að líbru-eigendur verði sett-
ir í straff ef þeir hegða sér ekki rétt,
eins og á í dag við um ólátabelgi á
Facebook?
Nýr gjaldmiðill fyrir allan heiminn
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Ekki skortir metnaðinn
hjá hópnum á bak við raf-
myntina líbru. En jafnvel
með Facebook í broddi
fylkingar er það meira en
að segja það að ætla að
umbylta banka- og pen-
ingakerfi heimsins.
AFP
Facebook er í góðri aðstöðu til að koma líbrunni í almenna notkun. En fyrst þarf að fullnægja flóknum reglum og fá fólk til að treysta nýjum gjaldmiðli.
„Libra“ er fjarri því nýtt nafn á gjald-
miðli. Um latneskt orð er að ræða
sem á tímum Rómverja var mæli-
eining fyrir þyngd, en varð síð-
ar notað sem grunmæliein-
ing rómverska mynt-
kerfisins. Í gegnum
söguna hafa mörg lönd
notað líbrur, eða lírur, fyrir
gjaldmiðil, en stundum farið
lengri leiðina með því að þýða
orðið yfir á eigið tungumál og síðan
nota sem heitið á peningum, eins
og á t.d. við um breska pundið.
Frakkar notuðu lívru fram til
1794, og ísraelski gjaldmiðillinn
kallaðist líra fram til 1980 þegar
shekellinn tók við. Gjald-
miðlar Sýrlands og Líbanon
eru í daglegu tali kallaðir
lírur, og bæði Egyptar og
Ottómanar notuðu lírur
sömuleiðis, og halda Tyrk-
irnir enn í þetta fallega nafn
á gjaldmiðli. Lesendur muna
örugglega flestir eftir ítölsku lír-
unni, sem vék endanlega fyrir evr-
unni í ársbyrjun 2002.
Nafn sem á sér langa sögu