Morgunblaðið - 26.06.2019, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019FRÉTTIR
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í
Mesta lækkun Mesta hækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
ORIGO
-1,53%
25,7
HAGA
+4,17%
43,75
S&P 500 NASDAQ
-1,14%
7.959,271
-0,60%
2.936,59
-0,03%
7.422,43
FTSE 100 NIKKEI 225
27.12.‘18 26.12.‘1825.6.‘19
1.700
80
1.814,0
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
65,19
-1,25%
21.193,81
54,47
40
2.100
25.6.‘19
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
1.851,5
VEITINGAGEIRINN
Tveir aðilar koma til greina sem nýir
rekstraraðilar að nýbyggingunni við
Klapparstíg þar sem Skelfiskmark-
aðurinn var áður til húsa. Þetta stað-
festir Pálmar Harðarson, eigandi og
framkvæmdastjóri Þingvangs.
Klásúla var í leigusamningi Þing-
vangs og Skelfiskmarkaðarins um
að Vífilfell gæti tekið við sem rekstr-
araðili ef svo bæri undir. Nú er orðið
ljóst að ekkert verður af því. „Þeir
koma ekki til með að leigja rýmið til
frambúðar þannig að fram undan er
að klára samninga við nýja aðila um
leigu á húsnæðinu,“ segir Pálmar.
Líkt og áður hefur komið fram var
Skelfiskmarkaðurinn opnaður í ný-
byggingunni við Klapparstíg í ágúst
fyrir ári. Fyrr á þessu ári var stað-
urinn tekinn til gjaldþrotaskipta og
því ljóst að nýr aðili myndi koma í
þeirra stað.
Morgunblaðið/Valli
Nýir aðilar koma í stað Skel-
fiskmarkaðarins von bráðar.
Ganga frá
samningi
von bráðar
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar
Íslands, telur ljóst að siglt sé hrað-
byri inn í umhverfi þar sem fram-
kvæmd og gagnsæi stefnu um sam-
félagsábyrgð getur skipt sköpum
varðandi aðgengi fyrirtækja að fjár-
magni. Þetta kom fram í ræðu Páls
við afhendingu
viðurkenningar
fyrir samfélags-
skýrslu ársins ár-
ið 2019.
Viðurkenn-
inguna veitir
Festa - miðstöð
um samfélags-
ábyrgð, Stjórn-
vísi og Við-
skiptaráð. Þetta er í annað sinn sem
verðlaunin eru veitt og hlaut Isavia
viðurkenninguna í ár.
Páll vék í erindi sínu að góðum ár-
angri bandarískra fyrirtækja í gerð
samfélagsskýrslna. „Væri löggjöf
eða þrýstingur frá stjórnvöldum að-
aldrifkraftur aukinnar upplýsinga-
gjafar fyrirtækja um umhverfismál,
samfélagsmál og stjórnarhætti
mætti búast við að evrópsk fyrirtæki
stæðu bandarískum mun framar í
birtingu samfélagsskýrslna. Sú virð-
ist þó ekki raunin. Um 90% fyrir-
tækja í S&P 500 vísitölunni birta nú
samfélagsskýrslu, en hlutfallið var
innan við fimmtungur árið 2011,“
sagði Páll í ræðu sinni.
Bresk fyrirtæki fremst
Hann sagði að nýleg greining
meðal þúsunda stórra fyrirtækja í 23
löndum sýndi að bresk fyrirtæki
stæðu fremst meðal evrópskra fyr-
irtækja þegar kæmi að birtingu upp-
lýsinga um umhverfis- og samfélags-
mál. Þá sýnir greiningin jafnframt
að bandarísk fyrirtæki standa þeim
bresku jafnfætis.
Þá vék Páll frekar að árangri
bandarískra fyrirtækja og sagðist
hafa hlýtt nýlega á mál bandarískra
sérfræðinga sem hafi haldið því fram
að framúrskarandi samfélags-
skýrslur væru ein forsenda þess að
bandaríski hlutabréfamarkaðurinn
héldi leiðandi stöðu sinni á heims-
vísu. „Ef þetta er staðan sem Banda-
ríkin standa frammi fyrir getum við
rétt ímyndað okkur þýðingu þess
fyrir íslensk fyrirtæki að þau sinni
þessari upplýsingagjöf með sóma.“
Páll sagði að vöxtur fjárfestingar
sem tekur mið af umhverfis- og sam-
félagslegum þáttum og stjórn-
arháttum styðji þetta viðhorf. Þann-
ig hafi slík fjárfesting numið 30
þúsund milljörðum bandaríkjadala á
heimsvísu á árinu 2018 og hafði vax-
ið um þriðjung frá árinu 2016. Þá
vísaði Páll til fréttar breska dag-
blaðsins Financial Times þar sem
fram kom að meira en helmingur
forsvarsmanna eignastýringa og líf-
eyrissjóða, sem sóttu alþjóðlega
fjárfestaráðstefnu í London í síðast-
liðnum mánuði, hefði talið að hlut-
deild fjárfestinga sem byggjast á
samfélagsviðmiðum myndi meira en
tvöfaldast á heimsvísu á næstu fimm
árum, úr 25 prósentum í 50 prósent
eða meira.
Vitundarvakning hér á landi
Vel unnar samfélagsskýrslur sem
endurspegla á skýran hátt stöðu og
stefnu fyrirtækis geta verið virð-
isaukandi fyrir hluthafa, að sögn
Páls. Hann sagði að hérlendis hefði
orðið vitundarvakning á undan-
förnum árum. Allflest skráð fyrir-
tæki á hlutabréfamarkaði og nokkrir
stærri útgefendur á skuldabréfa-
markaði gæfu nú út samfélags-
skýrslur, sem margar hverjar styðj-
ast að nokkru leyti við
ESG-leiðbeiningar Nasdaq. „Of
snemmt er að meta áhrif þeirra á af-
stöðu fjárfesta en ég er í litlum vafa
um hver áhrifin verða þegar fram í
sækir.“
Aðgangur að fjármagni verði
háður samfélagsábyrgð
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Framúrskarandi sam-
félagsskýrslur eru taldar
vera ein forsenda þess að
bandaríski hlutabréfamark-
aðurinn haldi leiðandi
stöðu sinni á heimsvísu.
Nasdaq gefur út ESG-leiðbeiningar um samfélagsábyrgð sem byggjast á
leiðbeiningum Alheimssamtaka kauphalla, World Federation of Exchanges.
HÖNNUN
Hönnunarverslunin Epal, sem er
með höfuðstöðvar í Skeifunni 6 og
útibú í Hörpunni, Kringlunni og á
Laugavegi, hagnaðist í fyrra um 92
milljónir króna. Það er 11% aukning
frá fyrra ári, þegar hagnaður fyrir-
tækisins nam rúmum 83 milljónum.
Eignir Epals námu í lok árs 2018
rúmum 600 milljónum króna og juk-
ust á milli ára um rúm fimm pró-
sent, en þær voru tæpar 570 millj-
ónir króna í lok árs 2017. Eigið fé
verslunarinnar nam í lok síðasta árs
399 milljónum króna, og jókst um
18% milli ára, en árið á undan nam
eigið féð 338 milljónum.
Eiginfjárhlutfall Epals nam í lok
árs 2018 66%.
Tekjur félagsins árið 2018 námu
1.478 milljónum króna og jukust
þær lítillega milli ára, en tekjurnar
árið 2017 voru 1.425 milljónir.
53 starfsmenn
Eins og fram kemur í nýbirtum
ársreikningi fyrirtækisins þá störf-
uðu 53 hjá félaginu á árinu 2018, og
námu launagreiðslur til þeirra 251
milljón króna.
Hluthafar félagsins eru fimm
talsins. Þeir sem eiga 10% eða
meira í fyrirtækinu eru stofnandinn
Eyjólfur Pálsson, með 51,91%, og
Guðmundur Hannesson, sem á
23,36%. Félagið sjálft á 9,45% hluta-
fjárins.
Epal fagnar á þessu ári 44 ára af-
mæli, en Eyjólfur stofnaði félagið
þegar hann kom heim frá Kaup-
mannahöfn að loknu námi í hús-
gagnahönnun.
Framkvæmdastjóri Epal er
Kjartan Páll Eyjólfsson.
tobj@mbl.is
Epal hagnaðist um 92
milljónir króna 2018
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Kjartan Páll Eyjólfsson fram-
kvæmdastjóri og Eyjólfur Pálsson.
Páll Harðarson