Morgunblaðið - 26.06.2019, Síða 6

Morgunblaðið - 26.06.2019, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019FRÉTTIR Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - verslun@brynja.is Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919 Áratuga þekking og reynsla VERÐ FRÁ 3.500 kr 5.360 KR. 9.490 KR. 7.320 KR. 26.690 KR. 995 KR. Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár VASAHNÍFAR & ELDHÚSHNÍFAR MIKIÐ ÚRVAL SWISS TOOL Undanfarnar vikur hefur gengi krón- unnar veikst þegar ætla mætti að áhrifaþættir eins og árstíðabundinn toppur í innstreymi ferðamanna ættu frekar að hafa þau áhrif að styrkja gjaldmiðilinn. Frá 7. apríl hefur krónan veikst jafnt og þétt: evran kostaði þá um 133 kr. en er núna ná- lægt 142 kr. Dollarinn kostaði um 119 kr. þá, en í dag um 124 kr. Gagnvart evru er veikingin um 6,8% og gagn- vart bandaríkjadal um 4,2% á rétt rúmum tveimur og hálfum mánuði. Þegar rýnt er í þróun markaða og stöðu hagkerfisins er þó ýmislegt sem bendir til að krónan sé ekki á leið inn í langvinnan lækkunarfasa og má heyra á sérfræðingum greining- ardeilda bankanna að til skamms tíma sé meiri von á styrkingu frekar en hitt. Erlendir fjárfestar halda að sér höndum Jón Bjarki Bentsson, aðal- hagfræðingur Íslandsbanka, bendir t.d. á að aprílbyrjun marki einmitt samdrátt í erlendum nýfjárfest- ingum í íslenskum verðbréfum og ríkisskuldabréfum: „Í mars var inn- flæði frá erlendum fjárfestum um- talsvert, eða um 10 milljarðar króna, og stafaði m.a. af því að stjórnvöld af- léttu bindiskyldu á slíkar fjárfest- ingar í skuldabréfum.“ Jón segir þennan samdrátt í fjár- festingum hafa komið nokkuð á óvart. „Vissulega lækkaði ávöxt- unarkrafa ríkisskuldabréfa svo er- lendir sjóðir hafa ekki eftir eins háum vöxtum að slægjast, en áhug- inn ætti að aukast á ný eftir því sem krónan veikist, að því gefnu að ekki sé búist við að gengið haldi áfram að lækka. Við einhver mörk ættu er- lendu fjárfestarnir að koma aftur inn enda að fá um 2-4% hærri ríkis- tryggða vexti hér en í nágrannalönd- unum.“ Jafnframt bendir Jón á möguleg áhrif hlutafjáraukningar Marels í vor: „Þeir innlendu aðilar sem tóku þátt þurftu að afla erlends gjaldeyris til að borga fyrir nýju hlutabréfin. Það þýddi gjaldeyrisútstreymi þó um innlenda kaupendur og innlendan seljanda væri að ræða, og á jafn litlum markaði og þeim íslenska hafa þannig viðskipti einhver áhrif.“ Færri ferðamenn en eyðsluglaðari Halldór Kári Sigurðarson, sér- fræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir líka hægt að skýra veik- ingu krónunnar með fækkun er- lendra ferðamanna en þeim fækkaði um 24% í maí. Seðlabankinn spáði nýverið að 10,5% samdráttur yrði í komum erlendra ferðamanna til Ís- lands. „Í kjölfar þessa mikla sam- dráttar sem varð í maí er staðan hins vegar orðin sú að á fyrstu fimm mán- uðum ársins nemur samdrátturinn 11,2% m.v. sama tímabil í fyrra, og inni í því eru aðeins tveir mánuðir án WOW air.“ Þá spáði Isavia nýlega 16,7% sam- drætti í komum ferðamanna á árinu og virðast væntingar því standa til að fækkun ferðamanna verði meiri en markaðurinn hafði talið í fyrstu, með tilheyrandi áhrifum á gjaldeyr- ismarkaðinn. „Á móti kemur að kortaveltutölur benda til að hver ferðamaður eyði hærri fjárhæðum í eigin mynt, en heildartekjur af er- lendum ferðamönnum eru þó að dragast saman umtalsvert.“ Halldór bætir við að önnur flug- félög hafi ekki verið dugleg að fylla í það skarð sem WOW skildi eftir sig, ólíkt því sem margir höfðu vonað, og ólíklegt úr þessu að veikari króna muni fjölga mikið þeim sem vilja sækja landið heim. „Veikari króna hefur þó hvetjandi áhrif á neyslu er- lendra ferðamanna en líkast til er það framboðið á ódýrum flugfargjöldum sem hefur langmest að segja um fjölda ferðamanna. Ég þekki það hjá sjálfum mér að þegar ég velti fyrir mér mögulegum áfangastöðum veg- ur verðið á fluginu þyngra en hvort gengi viðkomandi lands hafi veikst eða styrkst um nokkur prósent.“ Jón Bjarki segir þó mögulegt að styrkingaráhrif ferðamannasumars- ins séu ekki enn komin fram. „Undanfarin ár hafa aðilar í ferða- þjónustunni sem eiga von á miklu gjaldeyrisinnflæði gert framvirka samninga til að hafa meiri vissu um gengið. Það hefur haft styrkjandi áhrif á krónuna þegar þessir samn- ingar hafa verið gerðir í aðdraganda sumars, en þar sem þeir hafa líklega verið með minnsta móti í ár þá gæti útkoman orðið að styrkingin komi fram jafnharðan og komur ferða- manna ná hámarki í júlí og ágúst.“ Aflandskrónur á útleið Halldór bætir við að þegar áætla á hvort gengi krónunnar sé orðið of sterkt eða veikt sé áhugavert að skoða raungengi á mælikvarða launa, en það mælir hve samkeppnishæft vinnuafl á Íslandi er samanborið við vinnuafl erlendis. „Undanfarin ár hafa laun hér á landi hækkað langt umfram framleiðnivöxt en það hefur sögulega skilað sér í gengisveikingu krónunnar til lengri tíma litið,“ segir hann. „Þar að auki má nefna að síðan aflandskrónufrumvarpið var sam- þykkt í byrjun mars hefur um 14,7 milljarða virði af aflandskrónum far- ið úr landi en Seðlabankinn hefur á sama tíma gripið inn í sex sinnum til að styrkja krónuna, fyrir samtals um helming þeirrar upphæðar, svo heild- aráhrifin eru til veikingar.“ Meðal þess sem gæti ýtt undir styrkingu krónunnar á næstunni, að mati Halldórs, væri ágætur viðskiptaafgangur og það að lífeyr- issjóðirnir virðast hafa dregið úr fjár- festingum erlendis. „Útflæði frá líf- eyrissjóðunum hefur verið minna en í fyrra það sem af er ári, mögulega vegna þess að ávöxtun á mörkuðum erlendis hefur verið býsna góð og margir sjóðanna búnir að ná mark- miðum sínum fyrir árið hvað erlend- ar eignir varðar.“ Morgunblaðið/Eggert Samdráttur í komum erlendra ferðamanna hefur reynst meiri en búist var við, og hefur það áhrif á gengið. Halldór Kári Sigurðarson Jón Bjarki Bentsson Margar ástæður að baki veikingu Frá 1. mars til 25. júní 2019 Miðgengi krónunnar gagnvart bandaríkjadal og evru 145 140 135 130 125 120 115 110 mars apríl maí júní Evra Bandaríkjadalur 135,90 119,48 124,28 141,50 Heimild: Seðlabanki Íslands Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Styrkjandi áhrif af komum ferðamanna yfir sumar- mánuðina eru mögulega ekki enn komin fram og óvæntur samdráttur varð í erlendum nýfjárfestingum í ríkisskuldabréfum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.