Morgunblaðið - 26.06.2019, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 26.06.2019, Qupperneq 9
Allt að Hefðbundin sætaskipan tveggja farrýma flugdrægni flugdrægni óviðjafnanlegt hagræði eldsneytiseyðsla á hvert sæti Miðjutankur aftan & möguleiki á auka miðjutanki Hámarks flugtaksþyngd 101 tonn A321XLR neo vélanna flugdrægni farþegarými LR-vélin og munar þar um 1.300 km. og þá verður hámarks flugtaksþyngd hennar um 100 tonn eða þremur tonnum meira en LR-vélin. Það sem enn eykur á nýtingarmöguleika XLR-vélarinnar er sú staðreynd að hinir ít- urvöxnu eldsneytistankar hennar liggja í klæðningu vélarinnar, meðfram farangursrým- inu sem gerir það að verkum að plássið sem áður fór undir aukatankana í LR-vélunum nýt- ist nú mun betur. Og Airbus virðist hafa tekist ætlunarverkið. Þannig hafa flugfélög sem hingað til hafa lagt traust sitt á Boeing, og einkum hina frábæru 757-vél horft í auknum mæli til þess að skipta henni út fyrir A321XLR. Nýjasta dæmið þar um er American Airlines sem hefur lagt inn pöntun fyrir 50 slíkum vélum til þess að fylla skarðið sem myndast þegar 757-vélunum verð- ur skákað til hliðar fyrir aldurs sakir. Og nú þarf að velja að nýju Þann 21. febrúar síðastliðinn var upplýst um það í frétt á forsíðu ViðskiptaMoggans að Ice- landair Group hefði að nýju kallað Airbus og Boeing að samningaborðinu í þeirri viðleitni að koma skikki á flotamál félagsins til frambúðar. Var þar upplýst að til greina kæmi að byggja upp blandaðan flota véla frá báðum framleið- endum en einnig kæmi sá möguleiki nú til greina að skipta öllum Boeing vélum félagsins út fyrir Airbus. Þá hermdu heimildir blaðsins, og voru þær raunar staðfestar í maí síðast- liðnum með opinberri tilkynningu frá Ice- landair að þessari endurskoðun muni ljúka í haust eða nánar tiltekið á þriðja ársfjórðungi. Heimildir ViðskiptaMoggans nú herma að samninganefndir Airbus og Boeing hafi verið tíðir gestir á skrifstofum Icelandair á und- anförnum mánuðum þar sem farið hefur verið yfir þá kosti sem í stöðunni eru fyrir flug- félagið. Í þeirri vinnu hefur teiknast enn betur upp en áður hversu flókið valið verður milli ólíkra kosta í þessum efnum. Þar hafa óvæntir atburðir tengdir kyrrsetningu MAX vélanna ekki einfaldað leikinn. Icelandair hefur nú þegar tekið við sex slíkum vélum og ráðgert var að fyrir lok þessa árs yrðu níu slíkar vélar í flota félagsins. Mikil óvissa er uppi um hve- nær vélarnar muni taka á loft að nýju og hvernig þeim muni reiða af í kjölfar þeirrar miklu og neikvæðu fjölmiðlaumfjöllunar sem um þær hafa skapast. Þá kveða samningar Icelandair á um að innan örfárra missera verði félagið komið með 16 vélar af þessari tegund í notkun en sú staða mun ekki raungerast fyrr en kyrrsetningunni verður aflétt endanlega. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Gro- up, hefur gefið út að Icelandair muni sækja bætur til Boeing vegna þeirrar röskunar sem fylgt hefur kyrrsetningu MAX-vélanna. Heim- ildamenn ViðskiptaMoggans herma hins vegar að tjón félagsins verði í raun ekki bætt á grundvelli þeirra ákvæða sem í samningum milli fyrirtækjanna eru, þannig hafi Boeing bæði belti og axlabönd í samskiptum sínum við flest flugfélög. Hins vegar vilji Boeing eðlilega tryggja viðskiptasambönd sín til frambúðar með því að koma eins mikið til móts við við- skiptavini sína og hægt er í kjölfar þeirrar öm- urlegu stöðu sem upp er komin með hina nýju framleiðslu fyrirtækisins. Sérfræðingur á flugmarkaði sem Viðskipta- Mogginn ræddi við sagði að ef það verði nið- urstaðan af viðræðum Icelandair við Boeing og Airbus að viðskiptum verði hætt við Boeing og skipt yfir í vélar frá Airbus, verði mun snúnara að sækja bætur til Boeing, umfram það sem stífustu samningsákvæði kveða á um. Þá muni Boeing gera allt sem í þess valdi stendur til þess að komast upp með sem minnst fjárútlát vegna viðskiptanna við Ice- landair en gera má ráð fyrir að tjón félagsins vegna kyrrsetningarinnar hlaupi á hundruðum milljóna og jafnvel milljörðum. Alvarleg rösk- un á flugáætlun þess, leigukostnaður vegna véla sem teknar hafa verið inn í flotann auk annars afleidds kostnaðar hleðst nú upp á vettvangi Icelandair sem mátti ekki við skakkaföllum af þessu tagi eftir mjög lélegt rekstrarár í fyrra og þunga mánuði í upphafi þessa árs. Pressa vegna aldurs 757-vélanna Á síðustu árum hefur talsverð umræða spunnist um aldur flugflota Icelandair. Hefur það ekki síst komið til vegna samanburðar við nýjan flugflota WOW air sem óx gríðarlega á árunum 2015 til 2018. Þar var um að ræða nýj- ustu útfærslur A320-, A321- og A330-þotna frá Airbus. Forsvarsmenn Icelandair hafa lengi varist gagnrýni á síhækkandi aldur flotans og bent á að vélarnar eigi mörg ár eftir í rekstri, því ráði m.a. hagstæðar flugleiðir félagsins en aldur og slit véla er yfirleitt samspil nokkurra þátta, einkum fjölda lendinga og flugtaka. Hvað sem líður málsvörn forsvarsmanna fé- lagsins er ljóst að það er orðið knýjandi að finna framtíðarlausn í stað 757-vélanna. Þar veldur m.a. upplifun farþega sem sífellt eru meðvitaðri um þætti á borð við hljóðvist um borð í vélunum. Hávaðinn um borð í 757- vélunum er afar mikill í samanburði við þá sem boðið er upp á í nýrri vélum, ekki síst MAX-vélunum og þeim vélum Airbus sem búnar eru nýjustu kynslóð hreyfla (neo). Heimildir ViðskiptaMoggans herma að for- svarsmenn Icelandair hafi m.a. kannað mögu- leika á því að láta einangra skrokka 757- vélanna betur í þeirri viðelitni að auka ending- artíma þeirra í farþegaflutningum. Þar þarf að líta til þess kostnaðar sem hlýst af, ekki síst vegna þess að vélarnar munu á næstu árum hverfa úr flota félagsins. Samkvæmt því sem Icelandair hefur gefið út um yfirstandandi viðræður eru þrjár sviðs- myndir einkum til skoðunar varðandi flota- málin. Í fyrsta lagi er inni í myndinni að við- halda óbreyttri flotastefnu en með henni væri að einhverju marki veðjað á að NMA/797 komi til sögunnar á næsta áratug og geti þá bæst inn í flota MAX-véla og fremur aldraðra 757- og 767-þotna eftir árið 2025. Í öðru lagi er skoðað hvort A321neo-vélar verði teknar inn í flota félagsins (m.a. A321LR) og þær reknar samhliða Boeing 737 MAX-vélunum. Þannig væri hægt að hraða úreldingu 757-vélanna. Þriðja sviðsmyndin byggir svo á því að hraða endurnýjun flotans enn frekar með Airbus- vélum. Þannig yrði endi bundinn á samstarf við Boeing og framtíðin mörkuð með A321- vélum, bæði þeim sem nú eru í boði en einnig sett stefna á A321XLR-vélina sem best getur leyst af hólmi 757-vélina, að því gefnu að langt sé í að NMA/797-vélin komist á markað. Gríðarlegur kostnaður Allir þeir kostir sem eru uppi í stöðunni munu kalla á gríðarleg útgjöld af hálfu Ice- landair. Hins vegar er ljóst að ákvarðanir sem fela munu í sér innleiðingu Airbus-véla eru að mörgu leyti mun flóknari fyrir félagið en að halda sig við núverandi framleiðanda. Því valda nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi flækir það allan rekstur, bæði viðhald, bókanakerfi og þjónustu að vera með fleiri tegundir en færri í flotanum. Það á ekki síst við þegar floti félaga telur ekki fleiri vélar en raun ber vitni í tilfelli Icelandair. Í dag gera áætlanir Icelandair ráð fyrir að 36 vélar séu í flota félagsins en þær gætu orðið um 50 talsins í lok árs 2025. Með slíkan fjölda véla í vopnabúrinu væri mögulega réttlætanlegt að vera með þrjár tegundir Bo- eing-véla og eina tegund Airbus-véla en það er þó stór ákvörðun af framangreindum ástæð- um. Með því að fara 100% inn í Airbus eykst flækjustigið enn frekar. Það tengist ekki síst þjálfunarmálum og þeim kjarasamningum sem í gildi eru milli Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Ljóst er að kostnaður við nýþjálfun núverandi starfsmanna fyrir- tækisins yrði gríðarlegur og félaginu er ekki unnt að leita út fyrir raðir félagsmanna FÍA miðað við ákvæði núverandi samninga. Þá hef- ur það einnig áhrif á ákvarðanatöku félagsins að á undanförnum árum hefur það byggt upp fyrirtæki á Flugvöllum í Hafnarfirði þar sem þrír fullkomnir og háþróaðir flughermar eru til staðar til þjálfunar fyrir áhafnir á 737 MAX-, 757- og 767-þotur frá Boeing. Sá rekst- ur kæmist í raun allur í uppnám ef ekki væri þörf fyrir búnaðinn vegna þjálfunar áhafna Icelandair. Fjárfesting í flughermunum hleyp- ur á milljörðum króna. Stórtíðindi handan við hornið Stefnt hefur verið að niðurstöðu í viðræðum fyrirtækjanna þriggja fyrir lok þriðjar árs- fjórðungs. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að meiri líkur en minni séu á því að viðræð- urnar muni teygja sig allt til loka sept- embermánaðar. Víst er að ákvörðunin mun ráða miklu um framtíðarásýnd Icelandair. Miklir hagsmunir eru í spilinu. Djarfasta skrefið yrði vísast að skipta alfarið yfir í vélar frá Airbus en einn sérfræðingur á flugmarkaði sem ViðskiptaMogginn ræddi við sagði að einn möguleikinn í stöðunni væri einfaldlega að panta 50 Airbus A321XLR-vélar og setja stefnuna á algjöra umbyltingu flotans. Þótt ekki megi útiloka svo drastíska ákvörðun af hendi félagsins verður að teljast líklegra að stigið verði varlegar til jarðar. Listaverð á 50 A321XLR-vélum stappar nærri 1.000 millj- örðum króna. En hver sem niðurstaðan verður er víst að stórar ákvarðanir á komandi hausti munu kalla á miklar fjárfestingar og þær gætu einnig skilið á milli velgengni og alvarlegra mistaka á markaði sem hreyfist hratt og ein- kennist mjög af miklum sviptingum. Morgunblaðið/Árni Sæberg n á flotamálum Icelandair MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019 9FRÉTTASKÝRING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.