Morgunblaðið - 26.06.2019, Síða 13

Morgunblaðið - 26.06.2019, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 2019 13SJÓNARHÓLL Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi SÆNSK GÆÐI Í 90 ÁR Sænska fyrirtækið Mora hefur framleitt bað- og eldhústæki í meira en 90 ár. Tengi hefur mikla og góða reynslu af vörunum frá Mora. BÓKIN Það orðspor fer af hag- fræðingum að þeir séu til- tölulega litlausir og uni sér best inni í dimmum komp- um þar sem þeir geta dundað sér í friði með Excel-skjöl sín og skruddur. Alan Krueger var aldeilis ekki þess háttar kompu-hagfræðingur heldur hafði gaman af að beita tólum fræða- sviðsins á alls kyns spennandi við- fangsefni. Hann skrifaði t.d. bók árið 2007 um efna- hagslegar rætur hryðju- verkastarfsemi, fjallaði töluvert um jákvæð áhrif hagvaxtar á umhverfismál, og skömmu áður en hann féll fyrir eigin hendi fyrr á þessu ári lauk hann við rit- ið Rockonomics: A Back- stage Tour of What the Music Ind- ustry Can Teach Us About Economics and Our Future. Kemur í ljós í bókinni að rokkheim- urinn er heillandi rannsóknarefni fyr- ir hagfræðinga. Bæði er það krefj- andi fjárhagslegt viðfangsefni að reka hljómsveit, halda utan um höf- undarlaun og alls kyns tekjulindir, og svo virðist rokkið líka gefa ákveðnar vísbendingar um þróun hagkerfisins. Þannig líkir Krueger saman vaxandi auðsöfnun í efstu lögum þjóðfélagsins og þeirri tilhneigingu tónlistarbrans- ans að gera nokkrar stórstjörnur ofsaríkar á meðan allur þorri tónlist- arfólks nær varla að skrimta af list- sköpuninni. ai@mbl.is Hagfræðilexíur rokkaranna Ríkisstjórnin hyggst, að til-lögu heilbrigðisráðherra,stofna starfshóp sem á að ákveða hvernig hrint verði í fram- kvæmd tillögum landlæknisemb- ættisins um að draga úr syk- urneyzlu Íslendinga. Veigamesta tillagan er að færa jafnt sykraða og sykurlausa gos- og svaladrykki, ásamt sælgæti, í hærra þrep virð- isaukaskatts og bæta vörugjöldum þar ofan á þannig að verðið hækki um 20%. Á móti vill embættið lækka verð á grænmeti og ávöxtum með lækkun eða afnámi á virð- isaukaskatti. Markmiðið er göfugt; að draga úr offitu, sykursýki og tannskemmd- um. Við tillögurnar er hins vegar margt að athuga. Tillögurnar myndu flækja kerfi neyzluskatta á Íslandi stórlega, kæmust þær í framkvæmd. Öll mat- vara og áfengi hefur verið færð í sama virðisaukaskattþrep. Fyrir nokkrum árum voru vörugjöldin, ranglátur skattur sem skekkti verð- myndun og samkeppni, aflögð. Til- lögur landlæknisembættisins ganga út á að taka upp þrjú virð- isaukaskattþrep mat- vöru, auk vörugjalda. Slík breyting kann ekki góðri lukku að stýra og myndi stór- auka kostnað og óhag- ræði verzlunarinnar, auk hættu á skattund- anskotum. Affarasæl- ast væri að skatt- leggja allar vörur í einu, tiltölulega lágu virðisaukaskattþrepi með eng- um undanþágum. Tillögurnar virðast byggðar á gömlum og röngum gögnum. Land- læknisembættið vísar t.d. til lands- könnunar á neyzlu frá 2010-2011 og ályktar út frá henni að 34% við- bætts sykurs komi úr sykruðum gos- og svaladrykkjum. Embættið tekur fram að ekki séu til nýrri töl- ur um sykurneyzlu en frá 2012. Fé- lag atvinnurekenda benti heilbrigð- isráðherra á það fyrir ári að þessar tölur væru bæði gamlar og rangar. Önnur gögn bentu til að innan við fimmtungur sykurneyzlu Íslendinga komi úr gosdrykkjum. Jafnframt var bent á að landlæknisembættið hefði ekki sinnt óskum framleið- enda og innflytjenda gosdrykkja um samtal um það hvernig megi tryggja að gögn, sem embættið byggir tillögur sínar á, séu rétt. Engu að síður tyggur ráðherrann upp hina röngu tölu í grein sinni í Morgunblaðinu á mánudaginn. Sölutölur benda til þess að syk- urneyzla breytist hratt á Íslandi. Samkvæmt gögnum úr kassakerfum 95% verzlana á Íslandi hefur mark- aðshlutdeild sykraðra gosdrykkja minnkað úr 48% í 42% á þremur ár- um, þ.e. frá maí 2016 til maí 2019. Á sama tíma jókst markaðshlutdeild kolsýrðs vatns úr 25% í 30%. Sjö til átta ára gömul gögn sem landlæknir vísar í ná ekki utan um þessa þróun sem er mun hraðari en í mörgum löndum sem hafa tekið upp syk- urskatt. Neytendur verða æ meðvit- aðri um hollustu og framleiðendur hafa breytt vöruframboði sínu til að bregðast við aukinni eftirspurn eftir ósykruðum vörum. Landlæknisembættið viðurkennir að tölur um sykurneyzlu séu gamlar og fé skorti til að gera haldbærar kannanir á mataræði. Engu að síður vill embættið fyrst setja á skattinn og fylgjast síðan með og meta „hvaða áhrif skattlagningin hefur á neysluvenjur“. En hvernig á að greina í sundur sjálfsprottna breyt- ingu á neyzluvenjum, sem myndin með þessari grein sýnir, og „áhrif skattlagningar“? Hvernig væri að sannreyna hvort sykurneyzla fer vaxandi eða þverrandi áður en tekn- ar eru afdrifaríkar ákvarðanir um að kollsteypa kerfi neyzluskatta? Óljóst er hver skilgreiningin er á vörum sem eiga að falla undir syk- urskattinn. Verða alls konar dísætar mjólkurvörur undanþegnar? Kex og bakarísbrauð? Á kolsýrt vatn með náttúrulegum ávaxtasafa að falla undir skattinn? Mikil hætta virðist á að vörum og atvinnugreinum verði gróflega mismunað með þeim skatt- lagningaráformum sem eru uppi. Sykurskatturinn er vanhugsuð til- laga. Aðgerðaáætlun landlæknis inniheldur ágætar hugmyndir um miðlun upplýsinga um hættuna af óhóflegri sykurneyzlu. Á grundvelli slíkra upplýsinga og þekkingar eiga neytendur að fá að taka sínar ákvarðanir, án þess að ríkið reyni að stýra neyzlunni með sköttum. Vanhugsaður sykurskattur SKATTAMÁL Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. ” Landlæknisembættið viður- kennir að tölur um sykur- neyzlu séu gamlar og fé skorti til að gera haldbærar kannanir á mataræði. 42% 46%48% 28% 25%26% 30%29% 25% Markaðshlutdeild gosdrykkja maí 2016 - maí 2019 50% 40% 30% 20% 10% 0% Sykraðir gosdrykkir Ósætir gosdrykkir (með sætuefnum) Kolsýrt vatn Heimild: Markaðsgreining/AC Nielsen 2016-2017 2017-2018 2018-2019

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.