Morgunblaðið - 26.06.2019, Side 16

Morgunblaðið - 26.06.2019, Side 16
dk iPos snjalltækjalausn fyrir verslun og þjónustu Einfalt, fljótlegt og beintengt dk fjárhagsbókhaldi Smáratorgi 3, 201 Kópavogur • Hafnarstræti 53, 600 Akureyri 510 5800, dk@dk.is, www.dk.is dk iPos er hluti af snjalltækjalínu dk hugbúnaðar. Líttu við og fáðu kynningu á þeim fjölbreyttu lausnum sem dk hugbúnaður hefur fyrir verslun og þjónustu. VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Tölvutek hættir rekstri Rekinn ef þú hlýðir ekki Ragnari Þór Gjafakort líklega tapað fé Nýtt húsnæði Tölvuteki að falli Íbúi í skýjunum með nýjan kebabstað Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Framkvæmdir við nýjan veitinga- stað við Grandagarð 14 í Reykjavík eru komnar vel á veg. 32 metra löng bryggja við húsið er farin að taka á sig mynd og að sögn Haraldar Reyn- is Jónssonar, eiganda hússins, stendur til þess að auglýsa húsnæðið fyrir rekstraraðila í haust. Um er að ræða lóð þar sem Slysa- varnafélag Íslands reisti hús upp úr miðri síðustu öld en húsið er staðsett við hlið Mathallarinnar á Granda. Fyrsta hæð hússins er 288 fermetr- ar og bryggjan við húsið verður um 200 fermetrar. Staðurinn mun geta tekið 70-80 manns í sæti án bryggj- unnar. „Framkvæmdir klárast örugglega í lok sumars. Það er verið að byggja bryggjuna og skipta um klæðningu og glugga á húsinu sem snýr að bryggjunni,“ segir Haraldur í samtali við ViðskiptaMoggann. „Góðir staðir ganga alltaf“ Spurður hvort einhver uggur sé í Haraldi og hans fólki í ljósi krefjandi rekstrarumhverfis hjá veitinga- húsarekendum á Íslandi segir Har- aldur svo ekki vera. „Góðir staðir ganga alltaf. En auð- vitað hefur fækkun ferðamanna haft áhrif og meiri svartsýni í geiranum yfir höfuð hefur kannski dregið kjarkinn úr fólki. Alla vega tíma- bundið,“ segir Haraldur, hvergi banginn. Miklu lífi hefur verið blásið í Grandann í Reykjavík á síðustu ár- um og hvert veitingahúsið á fætur öðru hafið rekstur á svæðinu. Sam- kvæmt lauslegri úttekt Viðskipta- Moggans er í dag pláss fyrir yfir 1.000 manns í sæti á veitingastöðum á Grandanum. Morgunblaðið/sisi Veitingahúsið við Grandagarð mun taka 70-80 manns í sæti innandyra. Yfir 1.000 sæti í boði á Granda Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Auglýst verður eftir rekstraraðilum fyrir veit- ingastað í uppgert hús- næði Slysavarnafélagsins á Granda í lok sumars. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ef Fjármálaeftirlitið spyrnirekki við fótum og kemur í veg fyrir að fjórum af átta stjórnar- mönnum Lífeyrissjóðs verslunar- manna verði vikið frá störfum að ástæðulausu er engin ástæða til að sameina stofnunina Seðlabanka Ís- lands. Þá er aðeins eitt að gera, leggja hana niður. Á ráðstefnum og í ársskýrslum tala forsvars- menn FME um mikilvægi góðra stjórnarhátta. Línur varðandi þá eru lagðar í lögum og Viðskiptaráð gefur enn fremur út leiðbeiningar um hvernig útfæra megi þá með nákvæmari hætti. Góðir stjórnar- hættir eru taldir til mikilvægustu þátta á markaði og að án þeirra rýrni traust til viðskiptalífsins. Meðal þess sem góðir stjórnar-hættir eiga að tryggja er að þeir sem hafi umboð til að stjórna geri það í raun – ekki skugga- stjórnendur sem tosi í spotta þeg- ar þeim þykir henta. Rannsókn- arskýrsla Alþingis um banka- hrunið vitnaði um hversu hættulegt fyrirbæri skugg- astjórnun er og sporna þarf við henni hvar sem því verður við komið. Það gengur ekki að verka- lýðsforingjar í ójafnvægi nýti sér múgsefjun og villandi málflutning til þess að hrekja á braut stjórn- armenn í stærsta lífeyrissjóði landsins. Þar hefur Fjármálaeft- irlitið raunverulegu hlutverki að gegna. Fyrrnefnt mál er próf- steinn á hvort það reynist með öllu gagnslaust eða hvort ástæða sé til að hætta fjáraustri til reksturs þess upp á milljarða króna á ári hverju. Gagnslaus stofnun?Frelsi í viðskiptum er ein grunn-forsenda þess að þau vaxi og dafni. Íhlutun af hálfu hins opinbera eða þeirra sem ekki eiga beinna hagsmuna að gæta í þeim við- skiptum sem eiga sér stað á hverjum tíma dregur úr þeim jákvæðu áhrif- um sem þau geta haft. Það á bæði við um jákvæðar afleiðingar heil- brigðrar samkeppni en einnig þá hugmynd að þeir sem viðskiptin stundi haldi eftir þeim ávinningi sem af þeim skapast. Og um þetta frelsi er mörgumtíðrætt þessi dægrin. Er það ekki síst komið til af þeirri ástæðu að margur hefur gerst hamrammur í þeirri baráttu að þjösna í gegnum þingið nýrri orkulöggjöf sem kennd er við einn pakka af mörgum sem út- búnir eru í verksmiðjum jólasvein- anna í Brussel. Og þessi slagur er allur undir gunnfána viðskiptafrelsis og jafnvel er talað um að baráttan sé í þágu komandi kynslóða landsins. Meðal þeirra röksemda sem teflter fram í þessu sambandi eru þær að ef ekki verði gengið í einu og öllu eftir kröfum Brusselvaldsins sé EES-samningurinn í uppnámi og að án hans muni íslenskt viðskiptalíf hverfa aftur til grárrar forneskju (fyrir 1994 þegar samningurinn tók gildi). Og sannarlega hefur samning- urinn sá haft margt gott í för með sér og opnað leiðir að innri markaði margra af helstu viðskiptaþjóðum landsins. En samningurinn sem slíkur ogsú endalausa reglusetning sem honum fylgir í smæstu og stærstu atriðum getur aldrei talist hin hreina og tæra birtingarmynd viðskipta- frelsis í heiminum – þvert á móti. Í mörgu tilliti er nú í þokkabót reynt að nýta samninginn til þess að draga úr sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Það á m.a. við þegar kemur að orkulög- gjöfinni. Henni er ætlað að tengja saman „fjærstu löndin“ hvað sem tautar og raular og tryggja að end- anlegt ákvörðunarvald varðandi markaðinn sé í höndum annarra en þeirra sem auðlindirnar eiga. Af hverju ætli þeir sem helstskreyta sig með hugmyndinni um frelsi í viðskiptum vilji ekki tryggja, í þessu máli sem öðrum, að Íslendingar hafi áfram frelsi til að ráðstafa sínum auðlindum, óáreittir og lausir undan forræði annarra. Ættu þeir ekki fremur að kalla eftir því að hinn ágæti EES-samningur tryggði það frelsi, fremur en að kasta því fyrir róða, óðara en eftir því er kallað? Frjáls viðskipti og ekki Icelandair mun í sumar nýta flugvélar úr innan- landsflugi Air Iceland Connect til Manchest- er og Dublin. Smærri vélar til Manchester 1 2 3 4 5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.