Morgunblaðið - 07.06.2019, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019
Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is, Elínrós Líndal elinros@mbl.is,
Snæfríður Ingadóttir snaeja@gmail.com, Auglýsingar Berglind Guðrún Bergmann berglindb@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumyndina
tók RAX
Þ
egar ég var að alast upp þótti mikið stöðutákn að eiga stórt
hús, stóran bíl, stórt vídeótæki og Soda Stream með mörgum
bragðtegundum. Stórlaxar voru líka í tísku en til þess að sýna
hvað þeir væru flottir kepptust þeir við að byggja risahús hvort
sem þeir höfðu efni á þeim eða ekki. Ef þeir höfðu ekki alveg
efni á risahúsunum unnu þeir jafnvel tvær aukavinnur til að lifa drauminn.
Það þótti fínt í þá daga að hafa brjálað að gera og enn í dag erum við
nútímafólkið að ströggla við þessar úreltu hugmyndir um lífið.
Stórlaxarnir í risahúsunum spöruðu á öðrum sviðum til að eiga fyrir
salti í grautinn. Þeir borðuðu til dæmis ógrynni af unnum kjötvörum,
helst oft í viku, eins og kjötbollum í brúnni sósu, bjúgum með uppstúfi
og grænum baunum, brauði með kjötfarsi sem var steikt upp úr smjörlíki
á pönnu og á tyllidögum var svikinn héri með kartöflumús og sósu með
miklum matarlit. Þess á milli sjússuðu þeir sig á Naustinu og þá voru
engar búbblur í boði eins og hjá fína fólki dagsins í dag heldur heiðar-
legur vodki í kók.
En ekkert varir að eilífu og hægt og rólega dó draumurinn um risa-
húsið út, eða allavega hjá stærsta hópnum. Mögulega eru nokkrar eftir-
legukindur í eftirpartíinu en þeim fer fækkandi enda er partíið orðið dálít-
ið þunnt og ólekkert.
Í dag vill fólk minna húsnæði og meiri upplifun og þess vegna má
gleðjast yfir því að þétting byggðar sé að aukast í Reykjavík og á höfuð-
borgarsvæðinu sé hægt er að kaupa litlar splunkunýjar íbúðir sem fylgja
öllum nútímastöðlum þar sem pláss er vel skipulagt.
Í vikunni var ég stödd á Democratic Design Days IKEA sem haldnir
voru í Almhult í Svíþjóð. Þar voru samankomnir samstarfsaðilar IKEA og
sérfræðingar til að ræða framtíðarsýn í heimilisgeiranum. Framtíðarheim-
ilið er allt öðruvísi en fortíðarheimilið. Risahúsið víkur fyrir minni íbúð og
inn á heimilið fer helst ekki neitt nema vera umhverfisvænt og lífrænt.
Svona í stuttu máli þá er framtíðarheimilið ekki villa á Arnarnesi heldur
kannski bara 50 fm íbúð sem er breytileg. Aðalmubla rýmisins er fær-
anleg en í henni er eldhús, rúm, skápar og allt sem venjuleg nútíma
manneskja þarf til að geta dregið andann og verið til. Minna húsnæði
kallar á minna dót og því þarf að velja dótið sem fer inn á heimilið mun
betur.
Fyrir safnara sem kann best að meta glansandi hluti virðist þetta í
fyrstu vera mjög flókið og kannski óyfirstíganlegt. En svo kom í ljós að
það er alveg hægt að vera lífrænn stórlax eða glanspía en um leið um-
hverfisvænn. Þessi nýju efni sem eru búin til úr endurunnu plasti til
dæmis eru ekki eins og óbleikt bómull. Tæknin er orðin svo mikil að það
er í raun hægt að gera hvað sem er þótt varan sé
umhverfisvæn og unnin úr lífrænum efnum. Útlitið
geldur ekki fyrir betri framleiðsluhætti.
Svo þýðir ekkert fyrir okkur að hundsa þetta
umhverfisástand og taka ekki þátt því við erum
öll á sama báti. Ef við tökum ekki höndum sam-
an mun báturinn sökkva. Þegar eitthvað nýtt er á
dagskrá segja gamlir hundar að þeir geti ekki
tekið þátt en það á ekki við núna. Við getum
ekki ætlast til þess að hinir séu bara um-
hverfisvænir og smart heldur þurfum við að
leggja okkar af mörkum líka. Alveg sama
hvort þú ert stórlax sem ferð á milli staða í
þyrlu (sem er mjög óumhverfisvænt) eða
bara venjuleg Dúdda majónes.
Stórlaxinn og
Dúdda majónes
Marta María
Jónasdóttir
H
vað gerir þú til að dekra við þig?
„Ég vakna snemma, þurrbursta á mér
húðina, ber á hana olíu og fer svo í langa
sturtu. Svo er lokahnykkurinn að hugleiða í
algjörri kyrrð áður en strákarnir vakna. Að
ná að gera þetta er samt alltof sjaldgæft.“
Hvert er upáhalds fatamerkið þitt?
„Íslenska merkið USEE STUDIO og að sjálfsögðu
AD.“
Hvaða hönnuð heldur þú upp á?
„Þá sem hugsa frá A-Ö en ekki bara A-B.“
Hvað þýðir tíska fyrir þig?
„Verandi fatahönnuður þá mundi maður halda að ég
hefði sterkar skoðanir á tísku og hvað það þýðir en satt
best að segja þá tengi ég voðalega lítið við það orð og hef
eiginlega aldrei gert. Eða jú, ég tengi það kannski helst
við ofneyslu. Auðvitað litast allir af tíðarandanum og ég
er ekki undanskilin því en mér finnst meira heillandi að
vera sáttur í sínu hvað svo sem það kann að vera. Að
vera í tísku er einhvernveginn andstæðan við það… er
það ekki?“
Hver er uppáhalds liturinn þinn?
„Hvítur á sér stóran sess hjá mér, en hvítur stækkar
áruna okkar. Svo finnst mér dökkblár í mörgum tónum
alltaf flottur.“
Hvaða óþarfa keyptirðu þér síðast?
„Ég kaupi mjög sjaldan óþarfa, ég reyni að hugsa öll
kaup fram og tilbaka. Hvort ég þurfi þetta nú alveg
örugglega o.s.frv. Stundum hugsa ég of mikið, ég til
dæmis ofhugsaði stofuborðskaup svo mikið að við vorum
ekki með neitt borð á heimilinu að ég held í heilt ár.“
Hver er uppáhalds íþróttafatnaðurinn þinn?
„Ef það er fyrir jóga, þá eru það hvít föt frá toppi til
táar og túrban á höfuðið. Annars bara föt sem þægilegt
er að hreyfa sig í.“
Hvaða hlutur er ómissandi?
„Tannbursti.“
Hver er mest notaða snyrtivaran í snyrtitöskunni?
„Ég var að eignast krem frá alkemistanum og jóga-
kennaranum Evu Dögg Rúnarsdóttir. Kremið heitir
Allra meina bót og stendur svo sannarlega undir nafni.
Þetta krem er eins og himnasending fyrir svefnlausa
tætta móður. Ég er búin að vera að nota það á andlitið
og fæturna, það er lífræn eiturefnalaus B.O.B.A. sem
ilmar dásamlega vel af kjarnaolíum. Ég mæli heilshugar
með því.“
Hver er uppáhalds verslunin þín?
„Allar búðir sem selja gott súkkulaði.“
Hver er uppáhalds borgin til að versla í?
„Ég reyni að hugsa sem minnst um að versla þegar ég
ferðast, nema þá góðan mat.“
Áttu þér uppáhalds flík?
„Síður prjónakjóll frá merkinu mínu AD. Hann er
ávanabindandi í íslenskum vetri.“
Hver er besti veitingastaðurinn á Íslandi að þínu
mati?
„Norð Austur á Seyðisfirði og
Austur-Indíafélagið á höfuðborgarsvæðinu.“
Uppáhalds morgunmaturinn?
„Súkkulaði-croissant og te.“
Uppáhalds smáforrit?
„Instagram.“
Hvað er á óskalistanum?
„Ég læt mig dreyma um rúm frá Coco mat en það ku
vera jafn dásamlegt að sofa í því rúmi eins og að leggja
sig í guðsgrænni náttúrunni.“
Fagurkeri sem
elskar súkkulaði
Sigrún Halla Unnarsdóttir er fatahönnuður og mikill fagurkeri. Hún
hannar undir merkinu AD og gerir fallegar prjónaflíkur í alls konar litum.
Hún er mikið náttúrubarn og lætur sig dreyma um rúm frá Coco mat.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Sigrún Halla er einstak-
lega smart kona sem er
mikið í ljósum fatnaði. Hér
er hún í fatnaði sem hún
hannaði sjálf.
Sigrún Halla er einnig
kundalini-jógakennari.