Morgunblaðið - 07.06.2019, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019 MORGUNBLAÐIÐ 21
og það sé óheppilegt ef að tekur t.d. tíu ár frá
því stigin eru allrafyrstu skrefin í átt að fram-
kvæmdum og þar til afhenda má fyrstu íbúð-
irnar. „Lausnin er ekki að húsnæði sé byggt í
hvelli og að fá mikið magn húsnæðis á mark-
aðinn á skömmum tíma gæti valdið vandræðum,
enda offramboð ekki af hinu góða. En það er
heldur ekki gott ef byggingaaðilar þurfa að
glíma við mjög íþyngjandi stjórnsýslu- og reglu-
umhverfi. Ef skipulagsvinna og stefnumótun
ákveðinna svæða gengur hratt og vel fyrir sig
verður það markaðarins að ákveða hvenær er
rétti tíminn til uppbyggingar. Getur verið
kostnaðaraukandi fyrir markaðinn að vera með
stórt verkefni lengi í skipulagsferli.“
Vöntun á einfaldara húsnæði
Bendir Gunnar á að víða megi einfalda og
flýta fyrir. „Í dag er svo komið að töluverð skrif-
finnska fylgir öllum húsbyggingaverkefnum og
nýja byggingareglugerðin setur húsbyggj-
endum mjög þröngar skorður. Þannig þýðir t.d.
krafan um algilda hönnun, þ.e. að fólk með
skerta hreyfigetu geti nýtt allar íbúðir í húsi
með sama hætti og aðrir, að erfiðara er að koma
til móts við þann hóp sem myndi vilja einfaldara
og hagkvæmara húsnæði, s.s. 3-4 hæða stigahús
líkt og við þekkjum úr Háaleitinu, Álfheimum
og víðar, þar sameignir eru takmarkaðar, ekki
stórir bílakjallarar undir húsum og bílastæðin
höfð ofanjarðar.“
Hugmynd að götumynd Héðinsreits úr smiðju Jvantspijker og
Teikn arkitektaþjónustu. Þó að byggt sé hátt og þétt virka hús-
in ekki fyrirferðarmikil og hleypa birtu niður að götunni.
Í þessum nýju íbúðahverf-
um, hvort sem þau eru stór
eða smá, má greina nýjar
áherslur í hönnun og skipu-
lagi sem endurspegla
breyttar óskir almennings.
Gunnar segir Vogabyggð
mjög gott dæmi um þessa
þróun.
Vogabyggð gæti varla ver-
ið meira miðsvæðis. Samt
er hverfið mannvænt og í
mikilli nánd við náttúruna.
Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn
Ríkiskaupa í síma 530 1400 eða í gegnum
netfangið fasteignir@rikiskaup.isRÍKISKAUP
Borgartúni 7C, 105 Reykjavík | Sími 530 1400 | www.rikiskaup.is
Nánari upplýsingar um ofangreindar eignir má finna á fasteignavef mbl.is
Steinsteypt þriggja hæða bygging ásamt kjallara undir
hluta hússins. Húsið var byggt árið 1937 og var lengst
af notað sem skólahúsnæði en var síðan tekið undir
læknastofur. Íþróttasalur sem er áfastur húsinu til vest-
urs hefur verið nýttur sem geymsla síðustu ár og hefur
ekki verið upphitaður. Skráð stærð hússins er 885,7
m2. Fyrir utan íþróttasalinn er stærð hússins 645,1 m2.
Vel staðsett eign sem býður uppá mikla möguleika en
þarfnast lagfæringa og endurbóta. Verð 145 millj.
Um er að ræða fimm herbergja 116,3 fm. íbúðarhús í
Grímsey, fyrst byggt árið 1942 en viðbygging var byggð
árið 1971. Húsið stendur á fallegum stað við aðalgötuna
í Grímsey og rétt ofan við Stertuvík. Húsið er á einni
hæð og er selt á sér afmarkaðri 1.500 fm leigulóð.
Verð 5,5 millj. LAUST STRAX.
Jörðin Bakkakot 1, ásamt íbúðarhúsi og fleiri bygging-
um. Stærð hennar er 458 hektarar, þar af er ræktað
land skráð 55,4 hektarar. Um er að ræða bújörð en ekki
hefur verið stundaður þar hefðbundinn búskapur um
árabil. Jörðin er flatlend og talin henta vel til ræktunar
og akuryrkju. Jörðinni fylgja 226,5 ærgildi.
Verð: TILBOÐ.
Vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á góðum útsýnisstað
í Ólafsvík. Íbúðin sem er á annarri hæð er skráð alls
119,1 fm með sameign. Húsið er byggt árið 1959, klætt
að utan með steni og stutt er í alla þjónustu.
Verð 8 millj. LÆKKAÐ VERÐ.
Hjarðartún 7, 355 ÓlafsvíkBakkakot, Vestur-SkaftafellsýsluSveintún 2, 611 GrímseySuðurgata 44, 220 Hafnarfirði