Morgunblaðið - 07.06.2019, Blaðsíða 19
mers Market. Ég er yfirleitt á meðan að svara
alls kyns tölvupóstum sem varða framleiðsluna
okkar eða svara hinum ýmsu fyrirspurnum
sem mér berast.“
Að umhverfið
veiti manni innblástur
Hvaða áhrif hefur það á heimilið fag-
urfræðilega að starfa sem hönnuður?
„Það er lykilatriði að umhverfið veiti manni
innblástur, þannig að heimilið þarf að vera í
takt við það sem býr innra með manni.“
Hvað gerir heimillið að góðum griðastað að
þínu mati? „Fyrir utan það augljósa sem eru
þeir sem manni þykir vænst um þá myndi ég
segja plöntur, myndlist, fallegir hlutir og bæk-
ur. Svo er gott og „funksjónal“ eldhús sem er
hjartað í húsinu auk borðstofuborðsins okkar
þar sem við eyðum líklega mestum tíma okkar
við.“
Bergþóra segir að tímabilið sem þau eru á
núna með fyrirtækið sé gott, það sé nú komið á
táningsár og s í hæfilega rólegum vexti sam-
hliða því sem vörulínan stækkar.
„Við erum líkt og undanfarin 14 ár að vinna
að því að hanna fatnað og fylgihluti þar sem að-
aláherslan er á sjálfbærni, náttúruleg og end-
urnýjanleg hráefni. Framleiðsluferlarnir eru
stöðugt að slípast og við erum komin með
býsna öflugan hóp samstarfsaðila þar sem við
leggjum áherslu á að vinna með fólki og fyr-
irtækjum þar sem starfshættir eru eins og best
verður á kosið.
Það sem er sérstaklega ánægjulegt er sú
mikla vitundarvakning sem nú á sér stað varð-
andi sjálfbærni og umhverfismál og allt í einu
er enginn maður með mönnum nema að hoppa
á þann vagn, sem er auðvitað frábært. Þetta
gerir það líka að verkum að núna er miklu auð-
veldara fyrir okkur að nálgast hráefni sem
uppfylla okkar kröfur en var fyrir örfáum ár-
um.“
Hugar að sjálfbærni heima
Hvernig erum við umhverfisvæn heima?
„Við höfum í mörg ár flokkað það sem hægt
er að flokka, plast, pappír og málma fyrir utan
auðvitað að nota bara fjölnota poka. Þegar ég
byrjaði fyrst að nota fjölnota poka við mat-
arinnkaupin fyrir svona 15-20 árum var maður
nánast litinn hornauga, en sem betur fer hefur
það nú breyst. Það er hins vegar alltof mikið af
plasti sem fellur til hjá okkur þó að við séum
mjög meðvituð um að reyna að sniðganga það.
Mér finnst mjög mikill óþarfi að hver einasta
gúrka þurfi að vera pökkuð í plast sem fer síð-
an beina leið í endurvinnslutunnuna.
Svo er mér afskaplega illa við matarsóun og
er þó áð ég segi sjálf frá ansi lunkin í að búa til
ljómandi fínan mat úr afgöngum fyrir utan að
mér finnst það mjög gaman líka.“
Hvernig kemur tískuvitund helst fram
heima?
„Mér finnst óskaplega gaman að raða hlut-
um, bókum og all skonar dóti eftir litum, áferð-
um og stemningu, sem er í raun ekki ólíkt því
hvernig ég vinn þegar ég hanna fatalínu.
Svo elska ég að hafa listaverka-, hönnunar-
og fallegar matreiðslubækur í kringum mig
þannig að maður geti gripið í þær og fengið sér
smá næringu og innblástur.“
Umhverfismál mál málanna
Hvað verður í tísku á næstunni?
„Umhverfismál verða áfram mál málanna og
tískan fylgir með.“
En þegar kemur að heimilinu?
„Ég hef alltaf verið hrifin af því að blanda
saman gömlu og nýju, klassík og krydda svo
með einhverju óvenjulegu.“
Hvað ættu konur aldrei að gera tengt fata-
skápnum sínum?
„Að mínu mati er ekki vænlegt að kaupa
mikið af ódýrum flíkum sem maður fer sjaldan
í eða verður fljótt leiður á.“
Hvað mælir þú með að gera?
„Ég mæli með því að vanda valið, velja sér
fjölnota flíkur sem hægt er að dressa upp eða
niður þannig að notagildið verði meira.
Svo er gott að eiga smávegis úrval af góðum
og vönduðum skóm og fylgihlutum fyrir ólík til-
efni.“
Stólarnir í borðstofunni heita því skemmti-
lega nafni Jóel. Þeir eru nýlegir en passa
vel við eldri hönnunarvörur.
Bergþóra gaf eiginmanni sínum Jóel
þennan hana í jólagjöf fyrir nokkrum
árum. Hann er uppstoppaður og er
upphaflega úr Fljótshlíðinni.
Bergþóra er á því að blómin skapi betra
loft í húsinu og annast hún blómin á
heimilinu af kostgæfni daglega.
FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 2019 MORGUNBLAÐIÐ 19