Morgunblaðið - 22.07.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.07.2019, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 2. J Ú L Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  170. tölublað  107. árgangur  ÍSLAND ER EINSTAKT EINS OG TUNGLIÐ NÝJAR TEGUNDIR FUNDUST GEFUR ÚT SÍNA FYRSTU SKÁLDSÖGU LEIÐANGUR VÍSINDAMANNA 2 EIRÍKUR STEPHENSEN 28NÝR SENDIHERRA 6 Nokkrir lögðu um helgina leið sína á Gömlueyri við Löngufjörur á Snæfellsnesi þar sem grindhvalavaða gekk á land nýlega. Rotnandi hræ liggja í sandinum og engin áform eru um að fjarlægja þau. Hægt er að komast á staðinn af Mýrum, en fara þarf rétta slóð sem aðeins er fær á fjöru. Best er því að sjá hvalina úr lofti, eins og ljós- myndari Morgunblaðsins gerði. „Þegar öldur Atlants- hafsins berja á verða skepnurnar fljótar að grafast niður eða þeim skolar út,“ segir Gunnar Gylfason, einn land- eigenda. Vísindamenn Hafró stefna á staðinn í vikunni og þá hafa forsvarsmenn Reðasafnsins óskað eftir því að mega sækja lim af grindhval og gera að safngrip. Morgunblaðið/RAX Grindhvalirnir senn orpnir sandi Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Gjá er á milli þingflokks Sjálfstæð- isflokksins og annarra sjálfstæðis- manna. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, en samkvæmt nýjustu könnun MMR um fylgi flokka er Sjálfstæðisflokkinn með 19% fylgi og er umræðan um orku- pakka þrjú sögð eiga þar stóran þátt. Elliði segir í samtali við Morgun- blaðið að könnunin sé til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið „gula spjaldið“. „Mín skoðun er sú að það sé gjá á milli þingflokksins og fjölmargra annarra sjálfstæðis- manna í grasrótinni. Verkefnið núna er að brúa þetta bil, en þetta er verkefni sem við sjálfstæðismenn stöndum reglulega frammi fyrir. Ég trúi því og treysti að bæði formað- urinn og utanríkisráðherra haldi vel utan um þetta mál og finni leiðina. Þeir eru hæfastir til þess,“ segir El- liði. Hann segir að af samtölum sín- um við þingmenn að dæma trúi hann ekki öðru en að málið verði skoðað betur áður en það fari í gegnum þingið. „Það er gríðarlega mikilvægt að forystan, þingflokkurinn og ráð- herrarnir bregðist við þegar þeir skynja að þeir hafi ekki hópinn á bak við sig. Það er eðlilegt að slík staða komi upp, en það er jafn eðlilegt að brugðist sé við,“ segir Elliði. Geti reynst þingmönnum erfitt Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að efasemdir séu uppi meðal margra stjórnarþingmanna um orkupakk- ann, í það minnsta í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Hann mælist til þess að knúið verði á um kosningu um málið innan Sjálfstæðisflokks með undirskriftasöfnun fimm þús- und flokksmanna. Styrmir kveðst hafa orðið var við mikla óánægju í grasrót Sjálfstæðisflokksins vegna málsins og að afstaða þingmanna muni geta reynst þeim skaðleg í prófkjörum. Gjá milli þingflokks og grasrótar  Gangi ekki í takt við aðra flokksmenn  Elliði segir eðlilegt að brugðist verði við MÁ skjön við vilja grasrótarinnar »4 Eftir átta sigurleiki í röð í Pepsi Max-deild karla í fótbolta urðu KR- ingar að sætta sig við jafntefli í gær- kvöld þegar þeir tóku á móti Stjörn- unni á Meistaravöllum. Allt stefndi þó í níunda sigurinn í röð en í upp- bótartíma leiksins náði Hilmar Árni Halldórsson að jafna metin fyrir Stjörnuna, 2:2. Fyrir vikið náðu KR-ingar ekki tíu stiga forskoti í deildinni eins og útlit var fyrir en þar sem Skaga- menn urðu að sætta sig við jafntefli gegn KA á Akureyri, 1:1, er Vestur- bæjarliðið átta stigum á undan næstu tveimur liðum, Breiðabliki og ÍA. Breiðablik fær í kvöld tækifæri til að minnka forskot KR-inga niður í fimm stig þegar Kópavogsliðið tek- ur á móti Grindavík. Íslandsmeistarar Vals nýttu ekki gott tækifæri til að komast nær efstu liðum deildarinnar þegar þeir misstu niður tveggja marka forskot gegn Víkingum í nágrannaslag í Fossvogi. Víkingar náðu að jafna metin í 2:2 undir lokin með marki Loga Tómassonar og þeir komust þar með úr fallsæti, þar sem þeir höfðu setið í stutta stund eftir jafn- teflið sem KA gerði gegn ÍA. Staða Eyjamanna virðist vera orðin vonlítil á botni deildarinnar eftir enn einn ósigurinn, nú gegn Fylki í Árbænum, 3:0. »26-27 Morgunblaðið/Árni Sæberg Vesturbærinn KR og Stjarnan skildu jöfn í fjörugum leik. Stjarnan rauf sigur- göngu KR  Stjarnan jafnaði í uppbótartíma, 2:2  Íbúar í Sveitar- félaginu Árborg eru nú 9.691 og hefur fjölgað um 501 á einu ári, eða um 6,3%. „Í raun hefur fjölgun síðustu ár verið for- dæmalaus,“ segir Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri. Allt íbúðarhúsnæði sem fer á markað selst nánast strax og bæjaryfirvöld þurfa að halda vel á spöðunum við að skipuleggja og brjóta ný lönd undir byggingar- svæði. Fjölgun íbúa kallar svo á margvísleg verkefni af hálfu sveit- arfélagsins. Bygging nýrra grunn- og leikskóla er að hefjast og reisa á íþróttahöll sem þjóna skal bæði fót- bolta og frjálsum íþróttum. »6 Gísli Halldór Halldórsson Mikil fjölgun íbúa og uppbygging  Verulegra breytinga sér nú stað í gos- drykkjaneyslu landsmanna þar sem sykurinn er á undanhaldi. Nú er svo komið að 60% af því gosi sem Ölgerðin sel- ur eru ósykraðir drykkir en árið 2012 var hlutfallið 40%. Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, segir að hér komi til að almennt sé fólk meðvitaðra nú en áður var um hollustu og þar með talið skaðsemi sykurs. Það hagi neyslu samkvæmt því. Hugmyndir stjórnvalda um að leggja skatt á alla drykki, óháð því hvort sykraðir séu eða ekki, gangi því ekki upp. Í raun sé verið að leggja á sérstakan gosdrykkjaskatt. »10 Skattur án sykurs Gunnar B. Sigurgeirsson  Athugun forsætisráðuneytisins leiddi í ljós að verulegt magn efnis hefði verið tekið úr malarnámu í Bolaöldum við Vífilsfell á svæði sem fellur utan mats á umhverfis- áhrifum. Náman er á þjóðlendu og ráðuneytið hefur til skoðunar hvernig brugðist verði við. Ákveðið var á síðasta ári að loka námunni í lok þess árs. „Þetta fyrirtæki hefur brugðist okkur,“ segir Tryggvi Fel- ixson, stjórnarformaður Land- verndar, en Magnús Ólason, for- svarsmaður Fossvéla sem standa að námuvinnslunni, segir að um klaufaskap hafi verið að ræða. »14 Morgunblaðið/Árni Sæberg Malarnáma Verulegt magn efnis hefur verið tekið úr Bolaöldum við Vífilfell. Tóku í óleyfi efni af svæði við Vífilsfell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.