Morgunblaðið - 22.07.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 2019
Álfabakka 12, 109 Rvk • s. 557 2400 • bjorg@bjorg.is • Opið virka daga kl. 8-18
Sérhæfum
okkur í hreinsun
á viðkvæmum
fatnaði
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Kötturinn hefur níu líf og kann að bjarga sér. Lævís-
lega fara högnar og læður um götur og stræti og leika
listir sínar. Tilvist þeirra öll, rétt eins og annarra
kvikra vera, hverfist um að afla sér viðurværis – sem
eru til dæmis ungar fugla himinsins. Þegar stund gefst
frá streðinu finnst köttunum alveg ágætt að flatmaga í
sólskininu og láta fara vel um sig. Þessi kisa var við
Melhagann í Vesturbænum í Reykjavík, lá þar undir
reiðhjóli og hélt um það tryggan vörð en að undan-
förnu hefur þjófnaður á reiðhjólum í höfuðborginni
verið faraldri líkastur. Óhætt er að segja að kettir séu
margir hverjir fallegar skepnur – og geta þeir veitt
fólki ómælda gleði með kenjum sínum og ótrúlegum
kúnstum. sbs@mbl.is
Kötturinn hefur níu líf og leikur listir sínar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Melhagakisan liggur undir reiðhjólinu
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Surtsey kemur vel undan þurrka-
tíðinni í sumar og rannsóknir líf-
fræðinga í eynni undanfarna daga
hafa sýnt að sem fyrr er gróðurlíf
þar fjölbreytt og vaxandi. Ein ný
plöntutegund fannst á eynni, hóffíf-
ill, og tvær nýjar pöddutegundir,
hvannuxi og langleggur.
Líffræðingar Náttúrufræðistofn-
unar Íslands fóru í árlegan leiðangur
til Surtseyjar 14.-18. júlí þar sem lit-
ið var á landnám plantna og dýra. Á
hverju ári má merkja aukna út-
breiðslu graslendis í eynni, að því er
fram kemur á vef Náttúrufræði-
stofnunar, en það nýtur góðs af öfl-
ugri áburðargjöf máfa sem hafa
hreiðrað um sig í Surtsey.
Surtsey var friðlýst árið 1965 og
fer Umhverfisstofnun með umsjón
Surtseyjarfriðlandsins. Óheimilt er
að fara í land í Surtsey eða kafa við
eyna nema að fengnu leyfi
Umhverfisstofnunar. Þá hefur eyjan
verið á heimsminjaskrá Unesco frá
því í júlí 2008.
Í hinum árlega leiðangri Náttúru-
fræðistofnunar fannst plöntuteg-
undin hóffífill, en síðast fundust nýj-
ar tegundir árið 2015. Sölnuð
laufblöð sýndu að hóffífillinn hafði
verið í eynni í fyrrasumar en líklegt
er að hann hafi borist með vindi til
eyjarinnar. Alls hefur fundist 61 teg-
und æðplantna á lífi á eyjunni en
tvær tegundir, hnjáliðagras, sem
hafði vaxið á eynni í áraraðir, og
ljónslappi sem fannst nýr árið 2016,
fundust ekki á lífi í ár.
Tvær nýjar pöddutegundir fund-
ust á Surtsey í ár, hvannuxi og lang-
leggur. Hvannuxi er bjöllutegund af
ætt jötunuxa en langleggur er átt-
fætla, og kemur fram á vef Nátt-
úrufræðistofnunar að sá fundur hafi
verið mjög óvenjulegur. Langleggur
sé algeng tegund á landinu og út-
breidd en áður hefur verið talið ólík-
legt að hann myndi berast svo langt
út á haf til að nema nýtt land. Tveir
langleggir fundust og bendir það til
þess að tegundin sé komin til að vera
í Surtsey.
Smádýralíf í eynni er kannað með
fallgildrum í gróðurmælireitum og
víðar, tjaldgildru í máfavarpi, háfun
í gróðurlendum og leituðu líffræð-
ingar einnig að smádýrum undir
steinum í hraunum og rekaviði.
Framan af var veður óhagstætt til
að leita smádýra en Erling Ólafsson
skordýrafræðingur sagði að þrátt
fyrir það hefði leiðangurinn gengið
vel fyrir sig.
„Það gekk vel. Það gengur venju-
lega vel nema veðrið sé að trufla, það
truflaði aðeins framan af að þessu
sinni, fyrstu dagana. En þetta gekk
allt upp.“
Þrjár nýjar tegundir fundust
Ein ný plöntutegund og tvær nýjar pöddutegundir fundust í Surtsey Gróðurlífið er í sókn Líf-
fræðingar Náttúrufræðistofnunar könnuðu eyjuna ásamt öðrum sérfræðingum í árlegum leiðangri
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Langleggur Fundur áttfætlunnar í Surtsey kom líffræðingum á óvart. Ólík-
legt þótti að hún gæti borist langt út á haf til að nema nýtt land.
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Það er tvennt sem vegast á í því
máli. Annars vegar er það krafan um
að við getum rekið hér skilvirkt
bankakerfi, þar sem kostnaði er
haldið í lágmarki og við getum aukið
hagræðingu í fjármálakerfinu til
hagsbóta fyrir viðskiptavini, heimili
og fyrirtæki. En hins vegar eru það
samkeppnisleg álitamál.“
Þetta segir Bjarni Benediktsson,
fjármála- og efnahagsráðherra, í
samtali við Morgunblaðið um hug-
myndir þess efnis að sameina Arion
banka og Íslandsbanka.
Líkt og Morgunblaðið greindi frá í
síðustu viku hafa
hugmyndir þess-
ar hlotið góðan
hljómgrunn með-
al sérfræðinga og
sagði stjórnarfor-
maður Arion
banka m.a. að
slíkt væri eftir-
sóknarvert ef það
yki hagræði og
bætti rekstur.
„Mig grunar að það séu líkur til
þess að slíkur samruni myndi ekki
standast samkeppnislöggjöfina eins
og hún er í dag,“ segir Bjarni og seg-
ir þörf á því að skoða þessar hug-
myndir í samræmi við það.
Hann segir að ekki megi horfa
fram hjá því að bankarnir séu þegar
að draga úr starfsmannahaldi.
Til staðar fyrir neytendur
„Það taka allir eftir því að útibúum
hefur fækkað. Hagræðing á sér stað
í bankakerfinu eins og er,“ segir
Bjarni.
Þá segir hann að fljótt á litið séu
það einungis samkepnnisréttarleg
sjónarmið sem gætu komið í veg fyr-
ir umræddan samruna. „Og þegar ég
nefni það er mikilvægt að hafa í huga
að samkeppnisrétturinn er til staðar
fyrst og síðast til að vernda stöðu
neytenda og viðskiptavina á þessum
markaði.“
Hagræðing á sér nú þegar
stað í bankakerfinu
Telur ekki líklegt að lög myndu heimila samruna bankanna
Bjarni
Benediktsson
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Það er meira af verkefnum það sem
af er sumri en það sem var síðasta
sumar enda var það í rólegri kant-
inum. Þá var rok og rigning og eng-
inn nennti upp á hálendi. Nú er stað-
an svolítið önnur,“ segir Jónas
Guðmundsson, hjá Slysavarnafélag-
inu Landsbjörg, um hálendisvakt-
ina. Eins og Morgunblaðið hefur áð-
ur greint frá er hálendisvakt
Slysavarnafélagsins Landsbjargar
starfrækt nú fjórtánda sumarið í röð
og rekur vaktir að Fjallabaki, í
Nýjadal á Sprengisandi og Drekagili
í Öskju, auk mannskapar í Skafta-
felli í Öræfum.
Hálendisvaktin fór fyrr af stað í
sumar en fyrri sumur, um miðjan
júní, og fann Jónas fyrir þörfinni
strax frá byrjun. „Fótbrot og slys,
við erum nokkrum sinnum búnir að
þurfa að fá sjúkraflug með þyrlu
Landhelgisgæslunnar,“ segir hann,
spurður um verkefnin sem vaktin
hefur þurft að sinna til þessa.
Spurður hvort hann finni fyrir því
að Íslendingar séu meira að sækja
fjöllin í ár, sökum þess að í fyrra hafi
verið verra veður og innlendir því
frekar kannski setið heima, segist
Jónas ekki finna fyrir því. „Ekki í
okkar útköllum. Að stærstum hluta
eru þetta erlendir ferðamenn. Í
fyrra hætti fólk bara við að fara á
hálendið. Það var bara kalt, alveg of-
an í frostmark, og rigning og rok.“
Spurður um mannskapinn í
Skaftafelli segir Jónas: „Þar erum
við fyrst og fremst að styðja við þá
björgunarsveit sem er þar. Hún er
lítil en öflug. En á þessum árstíma
er mikið að gera hjá þeim. Hún er
fyrst og fremst samsett af bændum
og landvörðum.“
Aukin verkefni hjá
hálendisvaktinni
Fundu fyrir þörfinni strax í júní
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vaktmaðurinn Jónas Guðmundsson
aðstoðar fólk í neyð á hálendinu.