Morgunblaðið - 22.07.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
g
y
Léttgangaá
Sardiníu Frá kr.229.995
10. október í 7 nætur
· Smeralda ströndin
· Steindrangar San Pantaleo
· Capo Cesario
· Limbara fjallið
· Klettaheimur Capo Testa
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins
sem styðja munu þriðja orkupakkann
munu ganga gegn vilja mjög stórs
hluta almennra flokksmanna, að mati
Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi
ritstjóra Morgunblaðsins. Hann legg-
ur til að nýtt verði heimild til öflunar
5.000 undirskrifta flokksmanna í því
skyni að knýja fram atkvæðagreiðslu
meðal allra flokksmanna um málefn-
ið, en hann segir það ekki mikið mál
að ná saman slíkum fjölda. Hann telur
það eðlilegt að ákvarðanir um „grund-
vallarmál“ séu teknar með þessum
hætti, en í flokknum eru að hans sögn
um 40-50 þúsund manns.
Gæti haft áhrif í prófkjörum
Það er gott í sjálfu sér, að mati
Styrmis, að umræður um orkupakk-
ann fari fram enda sé það til marks
um líf í flokknum. Hann segir mikla
óánægju ríkja í grasrótinni.
„Ég vona að þingmenn átti sig á því
að með því að samþykkja þennan
orkupakka ganga þeir gegn mjög
stórum hópi almennra flokksmanna,“
segir hann, en kveðst þó ekki
„minnstu hugmynd hafa“ um það af
hverju þingflokkurinn tekur afstöðu
með orkupakkanum.
„Á síðustu tólf mánuðum
hef ég heyrt í talsvert mörg-
um þingmönnum, bæði úr
Sjálfstæðisflokki og Fram-
sóknarflokki og svolítið úr
VG. Ég verð mjög rækilega
var við það hvað það hafa ver-
ið miklar efasemdir um orku-
pakkann hjá mörgum þing-
mönnum, allavega í
Sjálfstæðisflokki og Fram-
sóknarflokki,“ segir Styrmir.
„Jafnvel þótt þessir þingmenn
gerðu ekkert annað en að hugsa um
eigin hag, og þeir hafa vafalaust
áhuga á því að sitja áfram á þingi, þá
verður þetta ekki auðvelt mál fyrir þá
í prófkjörum fyrir næstu kosningar,
að hafa snúið baki við svo stórum hópi
flokksmanna,“ segir Styrmir sem
kveðst hafa sótt fjölmarga fundi
flokksins síðustu 12-18 mánuði. „Ég
hef tekið eftir því að sama hvar ég
kem, þá eru alltaf einhverjir sem
draga mig út í horn og hvísla því að
mér að þeir séu sammála því sem ég
er að segja, en segja það ekki upp-
hátt. Ég finn hvernig landið liggur í
þessum flokki,“ segir Styrmir.
Styrmir tók í pistli á vef sínum í
gær undir orð Elliða Vignissonar,
bæjarstjóra í Ölfusi, sem tjáði sig um
nýja skoðanakönnun MMR og setti í
samhengi við orkupakkamálið á
Facebook-síðu sinni um helgina. Í
könnuninni mældist Sjálfstæðisflokk-
urinn með 19% fylgi. „Eins og alltaf
er í þessum flokki, þá ræða menn um
framtíðina. Á undanförnum árum hef
ég heyrt að í vangaveltum manna á
milli um framtíðarforystu flokksins
hefur hans nafn komið upp aftur og
aftur. Þegar hann kemur fram með
þessa skoðun, þá finnst mér það mikið
fagnaðarefni af því að hann er greini-
lega framtíðarmaður í augum margra
flokksmanna. Þess vegna vekur það
enn meiri athygli þegar hann talar
svona,“ segir Styrmir.
Gula spjaldið á sjálfstæðismenn
Elliði segir að gjá sé á milli þing-
flokksins og fjölmargra í grasrótinni
og að hún komi fram í skoðanakönn-
uninni. Hún sé ígildi viðvörunarorða.
„Einhverjir virðast ekki
treysta sér til að styðja Sjálf-
stæðisflokkinn áfram og hann
er kominn undir 20%. Ég var
lengi í íþróttum og fékk oft
gula spjaldið. Þegar það gerð-
ist reyndi maður að koma bet-
ur fram á vellinum. Þetta er
gula spjaldið á okkur sjálf-
stæðismenn,“ segir Elliði.
„Verkefnið núna er að brúa
þetta bil, en þetta er verkefni
sem við sjálfstæðismenn
stöndum reglulega frammi fyrir. Ég
trúi því og treysti því að bæði formað-
urinn og utanríkisráðherra haldi vel
utan um þetta mál og finni leiðina.
Þeir eru hæfastir til þess,“ segir El-
liði. Spurður hvort hann hafi tillögur
um það hvernig leysa megi úr mál-
unum kveðst hann heppinn að hafa
sér hæfara fólk við stjórnvölinn í mál-
inu. „Ég treysti þeim til að leysa það,
en um leið og ég treysti þeim til þess,
þá ætlast ég til þess. Þess vegna hef
ég stutt þau frá upphafi og geri enn,“
segir hann.
Margir gætu séð tækifæri
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í
stjórnmálafræði við Háskólann á Ak-
ureyri, segir það „alls ekki tilgátu út í
loftið“ að í könnun MMR birtist
fylgisfærsla frá Sjálfstæðisflokki til
Miðflokks. Hann kveðst þó ekki hafa
séð niðurbrot af könnuninni og hann
vildi helst sjá eina til tvær kannanir í
viðbót til að staðfesta þetta. „Þetta
mætti þá rekja til þess að íhaldssam-
ara fólk finni sér samsömun í því
hvernig Miðflokkurinn hefur nálgast
þetta mál og sé tortryggið út í þennan
þriðja orkupakka,“ segir Grétar Þór.
Spurður út í stöðu mála í Sjálfstæð-
isflokknum og hvort einhverjir gætu
mögulega séð tækifæri í því hvernig
orkupakkamálinu hefur undið fram
segir hann að svo geti vel verið. „Það
eru margir sem gætu mögulega séð
sér sóknarfæri í því ef það er ólga inn-
an herbúða flokksins,“ segir Grétar
Þór, en nefnir þó að ríkisstjórnin
standi styrkum fótum. „Það eru ekki
mörg merki þess að hún sé að fara að
leysast upp, allavega ekki í bili,“ segir
hann.
Spurður út í framhaldið þegar þing
kemur saman til að ræða orkupakk-
ann nefnir hann að ekki hafi verið
mikið um áróður með eða á móti
þriðja orkupakkanum í sumar. „Hins
vegar, ef öflum innan Sjálfstæðis-
flokksins tækist að knýja fram at-
kvæðagreiðslu sem kannski færi
gegn orkupakkanum, þá gæti það
orðið saga til næsta bæjar. Það gæti
haft áhrif á það hvað gerist í lok
ágúst,“ segir Grétar Þór.
Á skjön við vilja grasrótarinnar
Vill kosningu meðal flokksmanna um orkupakkann Efasemdir um orkupakkann í þingflokkum
Verkefnið að brúa bilið frá þingflokknum til grasrótarinnar Segir sóknarfæri í ólgu innan flokksins
Elliði
Vignisson
Grétar Þór
Eyþórsson
Styrmir
Gunnarsson
Vel yfir 100 manns mættu til sam-
eiginlegrar útiguðsþjónustu safn-
aða í Árbæ, Grafarvogi og Graf-
arholti í Reykjavík við Reynisvatn í
gær. Helgihaldið önnuðust sr. Þór
Hauksson, sr. Sigurður Grétar
Helgason og sr. Karl V. Matthías-
son sem í predikun ræddi um
ábyrgð mannfólksins gagnvart
sköpunarverkinu. Þótti það eiga vel
við á þessum óvenjulega helgistað
sem var, í orðsins fyllstu merkingu,
úti í guðsgrænni náttúrunni.
„Hugrekki lærisveinanna er okk-
ur til eftirbreytni í samskiptum við
annað fólk; það er að yfirgefa allt
og fylgja Jesús og treysta. Við eig-
um að standa með þeim sem höllum
fæti standa, svo sem fólki á flótta.
Íslendingar fyrri tíðar voru í þeirri
sömu stöðu, “ segir sr. Karl um boð-
skapinn. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg
Messað úti í
guðsgrænni
náttúrunni
Fjölmennt lið slökkviliðsmanna var
kallað út á Ísafirði um klukkan 18 í
gærkvöld eftir að eldur kom upp í
gömlu timburhúsi, Tangagötu 20a,
þar í bæ. Þegar slökkvilið bar að garði
var talsverður eldur laus í húsinu og
því nokkur hætta á ferðum. Vel tókst
að hefta frekari útbreiðslu eldsins.
Fréttaritari Morgunblaðsins á Ísa-
firði segir slökkviliðsmenn hafa glímt
við eld í bakenda hússins. Ekki er vit-
að til þess að nokkrum hafi orðið
meint af. Þá var ekki hægt að veita
upplýsingar um eldsupptök þegar
Morgunblaðið fór í prentun.
Sem fyrr segir tókst slökkviliðs-
mönnum að hefta frekar útbreiðslu og
gekk þeim vel að ráða niðurlögum
eldsins. Að því loknu var húsið reyk-
ræst. Ekki var í gærkvöldi vitað um
umfang skemmda.
Talsverður eldur kom upp
í timburhúsi á Ísafirði
Húsið stendur við Tangagötu og gekk vel að slökkva í
Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson
Brunavarnir Slökkviliðsmenn náðu að koma í veg fyrir frekara tjón.