Morgunblaðið - 22.07.2019, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 2019
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Einstök gæði frá
40 ár
á Íslandi
Öflugar og
notendavænar
sláttuvélar
Það er um 80% ódýrara að
skipta um tímareim miðað við
þann kostnað og óþægindi
sem verða ef hún slitnar
Hver er staðan á tíma-
reiminni í bílnum þínum?
Hringdu og pantaðu
tíma í síma
577 1313
TANGARHÖFÐA 13
577 1313 - kistufell.com
BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ
„Í fjörunni leyndist mikið af rusli og
ekki var vanþörf á tiltekt. Ég reikna
með að þetta framtak okkar verði ár-
legur viðburður héðan í frá,“ segir
Heimir Harðarson hjá Norðursiglingu
á Húsavík. Nú fyrr í mánuðinum tók
hópur um það bil 30 starfsmanna
ferðaþjónustufyrirtækja á Húsavík,
stofnana og umhverfissamtaka þátt í
alþjóðlegu strandhreinsunarátaki.
Það var upphaflega skipulagt af Ric
O’Barry’s Dolphin Poject, bandarísk-
um samtökum sem einblína á vernd-
un höfrunga og hvala í höfum heims-
ins.
Fólk á hverjum þátttökustað tók
svo við keflinu og hreinsaði í nær-
umhverfi sínu þar sem helst var þörf.
Nyrðra var farið að ósum Laxár í Að-
aldal, í landi Laxamýrar, og tekið til
hendi þar sem heitir Ærvíkurbjarg.
Landeigendur slógust í hópinn með
hinu vaska hreinsunarfólki og tíndu
ruslið og var eftirtekjan góð.
Með samstilltu átaki söfnuðust á
um 800 metra belti nærri 600 kíló og
um 70% af því voru netadræsur og
veiðarfæri. Af því má ráða að sjó-
menn geta gert enn betur í umhverf-
ismálum. Komið í veg fyrir að veiðar-
færi sem þeir missa í hafið valdi þar
skaða. Ruslinu sem safnaðist við Lax-
árósa var svo komið í flokkun og
meðhöndlun með aðstoð Norðursigl-
ingar og Íslenska gámafélagsins.
Strandhreinsun við Laxárósa í Aðaldalnum
Hreinsuðu netarusl úr fjörunni
Samtaka Þátttakan í hreinsunarátakinu var góð, rétt eins og stemningin.
Hreinsun Losað um net sem skolaði
á land og grófst í sand og fjörugróður.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Miklar breytingar eigasér nú stað ígosdrykkjaneyslulandsmanna og sykur-
lausir drykkir seljast sífellt betur.
„Neytendur velja í vaxandi mæli
hollar og sykurlausar vörur og
framleiðendur fylgja þeirri þróun.
Án allra utanaðkomandi afskipta
eða skattlagningar,“ segir Gunnar
B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri
hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni.
Gunnar vísar þar til hugmynda
stjórnvalda um að taka upp að nýju
sérstakan skatt á sykraða gosdrykki
og sælgæti sem hækka myndi verð-
ið um 20%. Er ætlaður tilgangur
þessarar skattlagningar að draga úr
mikilli sykurneyslu Íslendinga.
Rétta nafnið!
„En í raun er rangnefni að
kalla þetta sykurskatt því skatt-
leggja á alla gosdrykki, líka þá syk-
urlausu. Köllum þetta bara réttu
nafni; þetta er gosdrykkjaskattur,“
segir Gunnar. – Árið 2018 voru yfir
60% af gosdrykkjarsölu Ölgerð-
arinnar sykurlausir drykkir, en árið
2012 var þetta hlutfall 40%. „Salan
árið 2019 og söluhorfur eru þannig
að hlutfall sykurlausra drykkja
hækkar áfram,“ segir Gunnar og
bætir við að þróunin á gosdrykkja-
markaði á Norðurlöndum sé hin
sama og hér á landi.
„Um langt árabil voru sykraðir
drykkir í langmestum metum og
sykurlausir voru helst tengdir við
sérstakt megrunarátak eða eitthvað
slíkt,“ segir Gunnar. „Í dag eru
tveir stærstu flokkarnir á gos-
drykkjamarkaði og í okkar sölu og
framleiðslu sykurlausir drykkir og
þurfti enga verðstýringu eða skatt-
lagningu til. Fólk er einfaldlega
meðvitaðra en áður um hollustu og
hefur í krafti þeirrar þekkingar
dregið úr sykurneyslu.“ – Má í
þessu sambandi nefna að sykursýki
2, sem er áunninn sjúkdómur til
dæmis vegna rangs mataræðis, er í
dag sem faraldur á Vesturlöndum.
Hefur því fjöldi fólks þurft að taka
rækilega á sínum málum og breyta
mataræði til þess að halda sjúk-
dómnum niðri en slíkt er vel ger-
legt.
Gunnar vekur athygli á því að
frá árinu 2016 til dagsins í dag hafi
notkun Ölgerðarinnar á sykri til eig-
in gosdrykkjaframleiðslu dregist
saman um fjórðung, þrátt fyrir að
salan á gosi hafi aukist um nærri 2
milljónir lítra. Það sem helst skýrir
þetta er aukin sala á Kristal; kol-
sýrðu og sykurlausu vatni. Einnig
sé mjög góð og vaxandi sala í Pepsi
Max, sem er vinsælasti sykurlausi
kóladrykkur landsins.
Valkostir sem seljast vel
„Sykurlausir drykkir eru meira
en 60% af heildarsölunni og breyt-
ingarnar eru það hraðar að þetta
hlutfall verður án nokkurs vafa
hærra á næstu árum. Þessari þróun
fylgjum við og leiðum hana einnig,
t.d. með því að stórauka framboð á
minni skammtastærðum í gos-
drykkjum ásamt því að beina kröft-
um okkar að mestu í vöruþróun í
áttina að hollari valkostum sem selj-
ast vel,“ segir Gunnar B. Sigur-
geirsson að síðustu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skorinort Köllum þetta bara réttu nafni; þetta er gosdrykkjaskattur, segir Gunnar um fyrirætlanir stjórnvalda.
Sykur á undanhaldi
Neyslumenning breytist!
Sala á sykurlausu gosi
eykst mikið. Er nú 60%
hjá Ölgerðinni. Hraðar
breytingar í krafti þekk-
ingar og vitundar um
hollustu.
Gos Pepsi Max selst vel enda án sykurs sem nú er það sem fólk kárlega vill.
Sykurmolar Augu fólks opnast nú æ betur fyrir skaðsemi sykurneyslu.
… stórauka framboð á
minni skammtastærðum
... ásamt því að beina
kröftum okkar að mestu
í vöruþróun í áttina að
hollari valkostum sem
seljast vel