Morgunblaðið - 22.07.2019, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 2019
22. júlí 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.93 125.53 125.23
Sterlingspund 156.66 157.42 157.04
Kanadadalur 95.71 96.27 95.99
Dönsk króna 18.789 18.899 18.844
Norsk króna 14.592 14.678 14.635
Sænsk króna 13.331 13.409 13.37
Svissn. franki 127.06 127.76 127.41
Japanskt jen 1.1601 1.1669 1.1635
SDR 172.71 173.73 173.22
Evra 140.31 141.09 140.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 172.9852
Hrávöruverð
Gull 1437.05 ($/únsa)
Ál 1827.0 ($/tonn) LME
Hráolía 62.5 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Af þeim fimm
hundruð bandarísku
stórfyrirtækjum sem
mynda S&P 500-
vísitöluna skrifast
19% af styrkingu
vísitölunnar á þessu
ári á velgengni fjög-
urra tæknirisa.
Þróun hlutabréfaverðs Microsoft hefur
bætt 6% við gengi vísitölunnar, Apple
4,7%, Amazon 4,4% og Facebook 3,7%.
Wall Street Journal greinir frá þessu og
segir þróunina svipaða og 2017 og 2018
þegar tæknirisarnir voru í mikilli sókn, allt
þar til þeir tóku kollsteypu á fjórða árs-
fjórðungi í fyrra.
Markaðsgreinendur benda á að af ell-
efu undirflokkum S&P 500 eru sjö nokkuð
langt frá methæðum, þó að aðalvísitalan
sjálf hafi nýlega slegið met. Við slík skilyrði
virðist áhugi fjárfesta á tæknirisunum
aukast enda eigi þeir að baki prýðilega
vaxtarsögu og njóti jafnframt góðs af
miklum sýnileika. ai@mbl.is
Tæknirisarnir bera
uppi styrkingu S&P
STUTT
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Merkilegt skref hefur verið tekið hjá
Verði tryggingum. Þar er núna hægt
að sækja um líftryggingu og sjúk-
dómatryggingu yfir netið og tekur
tölva bindandi ákvörðun um að sam-
þykkja umsóknina. Ekki þarf að bíða
þess að starfsmaður gefi græna ljós-
ið heldur sér hugbúnaður alfarið um
það að meta hvort veita skuli trygg-
inguna og þá með hvaða skilmálum.
Steinunn Hlíf Sigurðardóttir,
framkvæmdastjóri ráðgjafar og
þjónustu hjá Verði, segir hugsunina
þó ekki að tölvutæknin komi alfarið í
staðinn fyrir þjónustufulltrúann.
Áfram verði hægt að kaupa persónu-
tryggingar með hefðbundnum hætti
og hægt að biðja starfsmann um að
skoða málið nánar ef ákvörðun tölv-
unnar er viðskiptavini ekki að skapi.
„Við höldum áfram að vera mannlegt
tryggingafélag og starfsmenn okkar
til staðar fyrir alla viðskiptavini.
Bætt stafræn þjónusta er einfald-
lega viðbót, og ný leið til trygginga-
kaupa sem kann að henta mörgum.“
Vegur og metur áhættuna
Önnur íslensk tryggingafélög hafa
boðið fólki upp á þá þjónustu að
sækja um tryggingu yfir netið, en þá
sér hugbúnaður, að sögn Steinunn-
ar, aðeins um að leiða viðskiptavin-
inn í gegnum spurningalista og
áframsendir síðan öll nauðsynleg
gögn til starfsmanns sem tekur end-
anlega ákvörðun um það hvort
tryggja skuli viðkomandi og þá með
hvaða kjörum. „Getur það ferli verið
tímafrekt og jafnvel tekið daga eða
vikur að fá svar, en hjá okkur er
svarið komið um leið, og tryggingin
tekur strax gildi.“
Hugbúnaður Varðar byggist ekki
á gervigreind heldur ítarlegu gagna-
módeli sem vegur og metur þær upp-
lýsingar sem viðskiptavinurinn slær
inn, s.s. um lífsstílsþætti, aldur,
þyngd og heilbrigðissögu, og getur
forritið m.a. ákveðið hvort frekari
heilsufarsgögn þurfi frá lækni, ell-
egar veitt tryggingu sem undanskil-
ur tiltekna þætti. Til að nota þjón-
ustuna þarf íslenska kennitölu og
rafræn skilríki og er þess vandlega
gætt að tryggja öryggi þeirra við-
kvæmu persónuupplýsinga sem hug-
búnaðurinn biður um.
Steinunn segir vonir standa til að í
framtíðinni verði hægt að láta hug-
búnaðinn afgreiða fleiri gerðir
trygginga en auk ýmiss konar trygg-
inga fyrir atvinnulífið býður Vörður
einstaklingum upp á að tryggja fast-
eignir sínar, innbú, dýr og ökutæki,
og selur tryggingar sem veita vernd
á ferðum og í frístundum. Hún bend-
ir á að þessi þróun muni bæði auð-
velda viðskiptavinum trygginga-
kaupin og líka létta vinnu af
starfsfólki Varðar sem geti þá nýtt
krafta sína til að þjónusta trygginga-
taka með öðrum hætti.
Spennandi tímar eru framundan í
tryggingaheiminum og hlakka
margir til að sjá hvernig aukin
sjálfvirkni og bætt notkun gervi-
greindar muni auka samkeppni og
bæta þjónustu við tryggingakaupa.
Bendir Steinunn á að því lengra
sem tæknin þróast, því auðveldara
verði að klæðskerasníða trygging-
ar að hverjum viðskiptavini. „Það
þýðir að ákvörðun skilmála og ið-
gjalda verður betur tengd einstak-
lingnum frekar en látin taka mið af
meðaltali hópsins. Er auðvelt að
sjá hvernig það mun verða til mik-
illa hagsbóta fyrir þá sem standa
sig vel, og þá betur hægt að verð-
launa ábyrga og varkára trygg-
ingataka.“
Hugbúnaður sér um að
samþykkja trygginguna
Morgunblaðið/Eggert
Framtíðin Steinunn segir mega vænta þess að tryggingar verði æ betur klæðskerasniðnar að hverjum einstaklingi.
Sjálfvirkni og gervigreind munu smám saman breyta ásýnd tryggingamarkaðarins
Carlos Ghosn virðist hafa snúið vörn
í sókn og hefur höfðað mál á hendur
bílaframleiðendunum Nissan og
Mitsubishi. Reuters greinir frá
þessu og hefur eftir hollenska dag-
blaðinu NRC.
Eins og Morgunblaðið hefur
fjallað um hefur Ghosn staðið í
ströngu í Japan allt frá því hann var
handtekinn í nóvember á síðasta ári
vegna ásakana um fjármálalegt mis-
ferli. Þurfti hann að sæta löngu varð-
haldi en var sleppt lausum gegn
greiðslu hárrar tryggingar seint í
apríl. Var Ghosn rekinn úr starfi for-
stjóra Renault og sömuleiðis úr
stöðu stjórnarformanns Nissan og
Mitsubishi. Ghosn hefur frá upphafi
neitað öllum sökum.
Krefst Ghosn 15 milljóna evra í
bætur vegna alvarlegra annmarka á
því hvernig honum var sagt upp
störfum. Í viðtali við NRC útskýrir
Laurens de Graaf, lögfræðingur
Ghosns, að samkvæmt hollenskum
lögum þurfi – áður en stjórnandi er
rekinn – að upplýsa hann fyrst um
þær sakir sem á hann eru bornar, og
leggja fram sannanir fyrir þeim.
Hvorugt hafi verið gert í tilviki
Ghosns.
Ghosn er með skattalega heimilis-
festi í Hollandi og þar er eignar-
haldsfélagið utan um samstarf Niss-
an og Mitsubishi formlega skráð.
ai@mbl.is
AFP
Reglur Ghosn segir bílarisana hafa
staðið rangt að uppsögn sinni.
Ghosn höfðar
mál í Hollandi
Vill fá greiddar 15 milljónir evra
í bætur frá Nissan og Mitsubishi