Morgunblaðið - 22.07.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 22.07.2019, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 2019 Lög um há-marksleiguhafa valdið miklum skaða í borgum víða. Í New York hafa í gegnum tíðina verið mismunandi skaðleg ákvæði að þessu leyti en um nokkra hríð hafði dregið úr þeim, þar til nýlega þegar ákveðið var að herða regl- urnar og auka rétt leigutaka á kostnað leigusala. Fjallað var um þetta í leið- ara The Wall Street Journal fyrir helgi, þar sem segir að afleiðingarnar séu þegar að koma í ljós. Hætt hafi verið við lagfæringar og endur- byggingar sem fyrirhugaðar höfðu verið, þar sem eigendur húsanna sjái sér ekki lengur hag í að fjárfesta í þeim. Af- leiðingin verður sú sem vel er þekkt; hús og heil hverfi fara niðurníðslu. Hér á landi er mun auðveld- ara og ódýrara að leysa hús- næðisvanda en í milljóna- borgum þar sem landrými er mjög takmarkað. Það þarf til dæmis ekki að fara langt frá miðju Reykjavíkur til að finna óbyggt land þar sem ódýrt er að reisa hús. Þess vegna ætti þessi stórborgarvandi ekki að vera til staðar á Íslandi. Stefna borgaryfirvalda í hús- næðis- og skipulagsmálum hefur engu að síður orðið til þess að mikill hús- næðisvandi hefur orðið til hér á landi. Hér sjá ráðamenn í hill- ingum að byggja upp litla New York þar sem háhýsi standa þétt hvert við annað og lítið er um opin eða græn svæði. (Fyrir utan að vísu að stjórn- endur New York-borgar hafa haft þá fyrirhyggju að verja Central Park en að því leyti er viðhorfið annað í Reykjavík.) Hér hafa heyrst hugmyndir um hámarksleigu sem yrði jafn skaðleg og annars staðar sem hún hefur verði reynd. Og til að bregðast við skorti borgaryfirvalda á hagstæðu húsnæði hafa borgaryfirvöld sjálf ýtt undir sérstök „óhagn- aðardrifin“ félög sem eiga að byggja upp hagkvæmt íbúðar- húsnæði. Slík félög njóta for- skots á aðra á þessum mark- aði, njóta með öðrum orðum stuðnings hins opinbera þó að sá stuðningur komi ekki endi- lega fram með beinum fjár- framlögum. Í stað þess að búa til skort og bregðast svo við með opin- berum inngripum á húsnæð- ismarkaði, væri nær að opin- berir aðilar stuðluðu, meðal annars með borgarskipulagi, að heilbrigðum markaði þar sem fólk gæti eignast húsnæði á hagstæðu verði. Húsnæðismarkaður- inn þarf að fá að starfa á eðilegum forsendum} Skaðleg inngrip Chuck Schu-mer, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur nú formlega beðið bandarísku alríkislögregluna FBI og Viðskiptastofnun Bandaríkjanna að kanna hið vinsæla snjallsímaforrit Face- App. Forritið, sem á að sýna hvernig fólk mun eldast, er tveggja ára, en það er fyrst nú í sumar sem vinsældir þess hafa sprungið út. Það sem helst vekur ugg hjá Schumer er að fyrirtækið á bak við forritið er rússneskt að uppruna. Höfundar forrits- ins hafa á móti svarið af sér öll tengsl við þarlend stjórn- völd, og um leið lofað því að öllum persónugreinanlegum upplýsingum sem fylgi notk- un forritsins sé eytt jafn- harðan og þeirra er ekki leng- ur þörf. Engu að síður er skiljanlegt að Schumer vilji kanna betur hvað hæft sé í þeim yfirlýsingum, þó að ekki sé endilega rétt að setja samasemmerki á milli fram- takssamra Rússa og rúss- neskra stjórnvalda. En jafnvel þó að fyrirtækið og for- ritið reynist ekki grunsamleg eftir að búið verður að rannsaka málið, er alveg þess virði að hafa í huga, að andlit fólks og ásjóna geta hæglega orðið að verðmætum upplýs- ingum í höndum rangra aðila. Þannig hefur tækni sem greinir andlit fólks fleygt svo fram á síðustu árum, að jafn- vel er talað um að notkun stjórnvalda á henni til að bera kennsl á gangandi vegfar- endur geti reynst brot á sjálf- sögðum rétti fólks til einka- lífs. Þá hafa falsarar náð undraverðum árangri í að skeyta andlitum fólks á myndir og myndbandsbrot þannig að varla sé hægt að sjá hvað sé rétt og hvað sé röng mynd. Það kann vel að reynast sárasaklaus dægradvöl að nota FaceApp-forritið til þess að sjá hvernig aldurinn muni færast yfir mann sjálfan. Engu að síður er ástæða, sem endranær þegar tæknin er annars vegar, að nálgast hana af heilbrigðri varúð. Hvað leynist á bak við andlitsmyndina?}Saklaust eða persónunjósnir? BAKSVIÐ Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Verulegt magn malarefnis vartekið úr malarnámu í Bola-öldum norðan við Vífilsfell,á svæði sem ekki fellur und- ir svæði sem mat á umhverfisáhrifum tók yfir en náman er á þjóðlendu. Landvernd sendi forsætisráðuneytinu erindi um málið og til skoðunar er hvernig brugðist verði við. Að því er fram kemur í svari ráðu- neytisins var svæðið sem um ræðir áð- ur á forræði sveitarfélagsins Ölfuss, en er nú þjóðlenda sem nefnist Ölfus- og Selvogsafréttur. „Samningur sem sveitarfélagið Ölfus gerði við nýtingar- aðila námunnar rann út 1. desember 2018. Ákveðið var að hætta námu- vinnslu á svæðinu í sátt við nýtingar- aðila námunnar á þeim forsendum að malarefni í námunni væri að mestu bú- ið og ekki vilji til að fjarlægja barma námunnar sem skýla hinu raskaða svæði,“ segir í svari ráðuneytisins til Landverndar. „Þá varð ráðuneytinu ljóst við frekari skoðun málsins að tek- ið hafði verið verulegt magn malarefnis á svæði sem fellur utan við það svæði sem mat á umhverfisáhrifum frá 6. janúar 2011 tók yfir,“ segir í svarinu. Samningur um frágang var gerð- ur við Bolaöldur ehf. og skal frágangi vera lokið eigi síðar en 1. september nk. Bolaöldur ehf. hafa heimild til að selja það takmarkaða malarefni sem til fellur við frágang og landmótun á svæðinu þangað til. Tryggvi Felixson, stjórnarfor- maður Landverndar, segir að tíðindi felist í því að ráðuneytið hafi ákveðið að loka námunni við Vífilsfell. „Það er okkur og framtíðarkynslóðum til ánægju enda virðist vaxandi þörf fyrir falleg útivistarsvæði í nágrenni höfuð- borgarsvæðisins. Það er víðsýnt af þessu fjalli og það hefur skírskotun í söguna,“ segir Tryggvi og vísar þar til Vífils, þræls Ingólfs Arnarsonar land- námsmanns og sögu hans. „Ef marka má athugun forsætisráðuneytisins hefur fyrirtækið sem fékk heimild til nýtingar brugðist okkur,“ segir Tryggvi, en málið verður á dagskrá stjórnarfundar Landverndar í ágúst að hans sögn. Tryggvi segir að ekki séu mörg fordæmi um mál sem þessi en mikilvægt sé við þetta tilefni að setja fordæmi þegar kemur að við- brögðum hins opinbera. Um „klaufaskap“ að ræða Magnús Ólason, framkvæmda- stjóri Fossvéla ehf., sem stendur að námuvinnslunni í Bolaöldum segir að ekki hafi verið tekið umframefni mið- að við umhverfismat. „Við fórum þarna aðeins út fyrir svæðið. Það var klaufaskapur, frekar en einbeittur brotavilji. Við áttum eftir að setja út línu þarna og merkja. Það var mikið að gera og menn á fullu að vinna,“ seg- ir hann og nefnir að enn hafi verið eft- ir efni innan svæðis sem skýlir efnis- tökunni frá þjóðveginum. Spurður um magnið sem var tek- ið segir hann að það hafi ekki verið mælt. „Við höfum verið í sambandi við forsætisráðuneytið. Við vinnum þetta í sameiningu og reynum að milda þessi áhrif eins og við getum. Við vilj- um skilja við þetta eins vel og við get- um þannig þetta falli inn í landslagið,“ segir hann en sem fyrr sagði hafa Fossvélar tímann til 1. september til að ljúka frágangi á svæðinu. Hann er hafinn að sögn Magnúsar, en ekki lok- ið. Vegagerðarinnar innan þjóð- lendna á hálendinu vegna viðhalds malarvega hafa þrjár námur verið starfræktar innan þjóðlendna, utan malarnámunnar í Bolaöldum. Vikurnám á vegum Jarðefnaiðn- aðar ehf. hefur farið fram á svæði aust- an Þjórsár, í Landmannaafrétti. Samn- ingur um námið rann út 1. júlí og var framlengdur til 1. júlí sl. Í vor var tekin ákvörðun um að bjóða ekki út frekara vikurnám innan þjóðlendunnar og búið er að ganga frá svæðinu. Vikurnám BM Vallár ehf. hefur farið fram vestan Þjórsár, í þjóðlendu sem nefnist Búr- fells- og Selvogsafréttur. Samningur um námið rann út 1. júlí 2018 og var framlengdur til 1. júlí sl. Þá var tekin ákvörðun um að bjóða ekki út frekara vikurnám innan þjóðlendunnar fyrr en fyrir lægi áætlun um og framkvæmdir yrðu hafnar við frágang á þegar rösk- uðum vikursvæðum í þjóðlendunni, en ráðuneytið vinnur að því að bjóða út slíkan frágang í samráði við Ríkiskaup. Ekki liggur fyrir ákvörðun um að bjóða út frekari vinnslu og engin vikur- vinnsla er á svæðinu. Malarnám Björgunar ehf. hefur farið fram í Lambafelli, Ölfus- og Sel- vogsafrétti. Samningur sveitarfé- lagsins Ölfuss við nýtingaraðila rann út á síðasta ári og boðin var út frekari nýting á svæðinu. Samningur var gerður á grundvelli fyrirliggjandi mats á umhverfisáhrifum, en þetta er eina náman sem er í rekstri innan þjóðlendna. Tóku verulegt efni umfram heimildir Morgunblaðið/Árni Sæberg Bolaöldur Forsætisráðuneytið kannaði nýverið efnistöku á svæðinu. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ H eilbrigðiskerfi eru flókin og margþætt og þjónustuveit- endur eru margir. Til að heilbrigðiskerfi þjóni hlut- verki sínu sem skyldi er grundvallaratriði að fyrir hendi sé öflugt starfsfólk og skilvirkt stjórnkerfi. Heilbrigð- isstefna til 2030 sem samþykkt var á Alþingi í byrjun júnímánaðar fjallar meðal annars um skipulag, verkaskiptingu og ábyrgð inn- an heilbrigðiskerfisins í þágu bættrar þjón- ustu við sjúklinga. Stjórnendur og starfsfólk heilbrigðiskerf- isins stendur daglega frammi fyrir fjölda erfiðra ákvarðana sem varða líf og heilsu fólks. Auknir möguleikar við greiningu og meðferð sjúkdóma með sívaxandi kostnaði gera auknar kröfur um að ríkið sem greiðandi heilbrigð- isþjónustunnar forgangsraði því fjármagni sem er til um- ráða. Ég held að flestir geti verið mér sammála um að slík forgangsröðun þurfi að hvíla á traustum grunni og geti ekki grundvallast á brjóstviti þeirra einstaklinga sem fara með fjárveitingarvaldið hverju sinni. Sátt þarf að ríkja um helstu gildi og siðferðileg viðmið sem eiga að liggja til grundvallar ákvarðanatöku í heilbrigðiskerfinu. Á síðustu áratugum tuttugustu aldarinnar hófst umfangs- mikil umræða víða um heim um þörfina fyrir forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu. Norðmenn gáfu út skýrslu um efnið árið 1987 og tíu árum síðar samþykkti sænska þingið hvaða gildi og siðferðilegar meginreglur skyldu liggja til grund- vallar við forgangsröðun í sænska heilbrigðiskerfinu. Í ársbyrjun 1996 skipaði heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra nefnd til að gera tillögur um forgangs- röðun í heilbrigðismálum hér á landi sem í kjölfarið skilaði ráðherra skýrslu um efnið. Á sama tíma vann nefnd á vegum Læknafélags Íslands einnig skýrslu sem fjallaði um forgangsröðun í heilbrigðisþjónustu. Þá byggist heilbrigðisstefna Evrópu til ársins 2020 á ákveðnum grunngildum. Efnislega ber þá vinnu sem unnin var hér á landi, vinnu nágranna okkar Svía og Norðmanna og heilbrigðisstefnu Evrópu að sama brunni og ákveðinn samhljómur er um helstu gildi og siðferðilegar áherslur sem leggja beri til grundvallar við forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Þar ber hæst mannhelgi og virðingu fyrir mannlegri reisn ásamt jöfnuði þar sem allir eiga sama rétt til verndar lífs og heilbrigðis og að þeir sem eru í brýnustu þörfinni fyrir heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma skuli ganga fyrir. Forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu verður að byggjast á skýrum viðmiðum og siðferðilegum gildum sem öllum eru kunn og ljós og um þessi gildi þarf að ríkja almenn sátt í samfélaginu. Þess vegna hef ég ákveðið að helga heilbrigð- isþingið, sem haldið verður 15. nóvember næstkomandi, um- ræðu um þetta mikilvæga málefni. Vonir mínar standa til þess að ég geti á vorþingi 2020 lagt fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um þau siðferðilegu gildi og viðmið sem leggja beri til grundvallar við forgangsröðun í heilbrigð- iskerfinu. Svandís Svavarsdóttir Pistill Grunngildi í heilbrigðisþjónustu Höfundur er heilbrigðisráðherra STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.