Morgunblaðið - 22.07.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.07.2019, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 2019 SAMSTARFSAÐILI HVAR SEM ÞÚ ERT Hringdu í 580 7000 eða farðu á sumarhusavorn.is Ég á mér land! Ónei, gamla mín, þú áttir land, en vesalingarnir á Alþingi Íslendinga sjá til þess að landið sé selt ásamt auðlindum þjóð- arinnar. Nú er í umræðunni að selja beri ríkisjarðir, en ríkið, það er þjóðin, á um 400 jarðir. Auðvit- að megum við ekki eiga þær frekar en annað, þjóðin skal bara ekkert eiga. Allt skal selt til þess að standa straum af launum ríkisbákns- ins, þingmanna og flottræfla sem hafa komið sér fyrir á jötunni, fólks sem hefur mergsogið alþýðu landsins, alla- vega fer lítið fé til innviðauppbygg- ingar. Þegar eignir ríkisins verða eng- ar, þá er þjóðin gjaldþrota og ekki einu sinni borgunarhæf til vesaling- anna. En hverjir geta svo keypt sér jörð? – Erlendir og innlendir auðmenn, kúlulánadrottningar, stöndugir þing- menn og ráðherrar, nú skal tryggja sér og sínum öryggi til framtíðar með kaupum á jörð, líka hægt að endur- selja til útlendinga á uppsprengdu verði, þegar allt fer á versta veg, sem mun gerast. Ég skora á hugrakkan blaðamann að rannsaka nú og upplýsa okkur um það hverjir eigi og séu að kaupa sér jarðir. Þögnin um þessi mál er ein- kennileg og engin lög um það hversu margar jarðir fólk megi eiga. Ratcliff var að kaupa sér eina jörðina enn og á nú um það bil 1% af Íslandi. Útlend- ingur er að kaupa eyjuna Vigur, út- lendingarnir sem keyptu í Fljótunum í Skagafirði voru að kaupa sér jörð í Svarfaðardal, þvílíkur aulaháttur stjórnvalda, engin takmörk, en það gildir ef til vill um þá líka. Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á ákvarðanatökur stjórnvalda og skref þeirra til landmissis og fátæktar al- þýðu. Hvar er barnaflokkur VG? Allt skal gert fyrir börnin, barnaþing, barnamenning, barnamótmæli, ung- menni send á ráðstefnu SÞ um heims- markmið, en seljum undan þeim land- ið á meðan. Óskir um lækkun kosningaréttar í 16 ár, og hvaða flokk haldið þið að þessi stýrða kynslóð kjósi? Katrín Jakobsdóttir talar mikið um tæknivæðingu framtíðar og atvinnu- missi, en hvað ætlar hún og þing- heimur að gera fyrir allt fólkið, sem þau samþykktu að taka á móti, auk hælisleitenda sem eru enn einn liður til fátæktar alþýðunnar. Á hinum vængnum Samfylking sem vill opið land og engum vísa frá, skyldu nýbúarnir kjósa þá í þakklætisskyni? Píratana vil ég af þingi, Alþingi ber engan kinnroða yfir því að senda út í heim tvær góðar úr Tungunum, góðar í því að telja að enginn sé hæfur nema þær tvær, að eigin áliti. Mannréttindi þeirra ná bara til þeirra sem eru sam- mála þeim. Ja, svei. Framsókn hangir í því sama, já og nei, eftir því hvert vindar blása. Flokkur fólksins jarm- ar alltaf það sama. Þá er það Sjálfstæð- isflokkur númer 1 og Sjálfstæðisflokkur númer 2, Viðreisn, en peningaarmar þessara flokka eru ekki hæfir til að taka ákvarðanir fyrir þjóðina. Nei, takk, þau geta bara hagnast á öðru en eignum þjóðarinnar, – og já, ég segi nei við orkupakka 3 og sölu ríkisjarða, sem við þjóðin eigum. Miðflokkurinn þarf að sanna fyrir mér að þar sé fólk sem vill vernda land og þjóð, því að landlaus verðum við ekki þjóð. En ég efast, því vitra fólkið fer sér hægar með efa sinn og sín málefni, en á meðan ganar bján- inn áfram fullur sjálfstrausts í allri vitleysunni án raka og heildarhugs- unar og því miður er landinu stjórnað af þannig fólki. Upptalning þessara flokka sýnir mér að ekki er bjart framundan. Þor- gerður Katrín upplýsti einmitt sem dæmi um getuleysi sitt og þingsins, með orðunum um það að – fátæka og láglaunafólkið éti óhollustuna, – en því skyldi það nú vera? Katrín Jak- obsdóttir og Þórdís Kolbrún lærðu ekkert af frumhlaupi Unnar Brár með albönsku fjölskyldurnar og síðan hefur verið stríður straumur Albana til landsins og ekkert stríð í landi þeirra. Eins verður það þegar það spyrst út í heim að Ísland vísi ekki frá landi fólki með börn, Grikkland 2 skal það verða. Lítið fer fyrir stjórn- málafærni þessara kvenna, báðar ráðherrar með völd, en þær breyttu bara lögum og reglum landsins eftir að No Border-liðar smöluðu fólki til að garga á Austurvelli. Mótmælum fylgir ábyrgð. Ekkert bannar No Border, barnabókahöfundum og Steinunni Ólínu að vera góð á eigin kostnað, það væri nú eitthvað, þau gætu þá tekið að sér einstaklingana sem þau mótmæla fyrir. Hættið svo að láta eins og enginn refur sé í skóginum. Í lokin, því kemur RÚV ekki með fréttir af yfirgangi Albana í Norður- Kósóvó, ásamt landtökum í Make- dóníu og Grikklandi, ef til vill af því að nú skal stofna Stór-Albaníu. Eftir Stefaníu Jónasdóttur » Allt skal gert fyrir börnin, barnaþing, barnamenning, barna- mótmæli, ungmenni send á ráðstefnu SÞ um heimsmarkmið, en seljum undan þeim landið á meðan. Stefanía Jónasdóttir Höfundur býr á Sauðárkróki. Jarðasala og fleira Mér finnst svo von- arríkt og gefandi að fá að upplifa þessa miklu vorsins vakningu sem orðin er að veruleika í umhverfis- og lofts- lagsmálum. Að við séum nú loks í alvöru farin að velta sköpuninni fyrir okkur og virða hana eins og hún á skilið. Ganga ekki bara um hana á drullugum skón- um og taka henni sem sjálfsagðri. Að nú sé svo bara raunverulega komið að því að fólk almennt og stjórnvöld í ríkara mæli vilji taka höndum saman til þess að gera jörð- ina lífvænlegri, ekki síst til lengri tíma litið. Með því að hugsa um hvernig við umgöngumst hana þann- ig að við fáum notið hennar um leið og hún geti nýst okkur sem best á sem hag- kvæmastan hátt og sem allra lengst. Með því að hlúa að henni, rækta hana, virða og ekki síst þakka fyrir hana. Því vissulega getum við sem mannkyn haft heilmikið um það að segja hvort hér verði lífvænlegt eitt- hvað lengur. Til dæmis með því að huga að því hvernig við lágmörkum losun gróðurhúsa- lofttegunda og með því að binda kol- efni svo við komumst sem næst því að jafna kolefnissporið. Með aukinni og markvissri fræðslu um land- græðslu og skógrækt, endurheimt votlendis og svo framvegis. Því er skipting orkugjafa bæði brýnt og spennandi verkefni og ber að fagna markmiðum um tímasetningar í því tilliti. Þá er gríðarlega áhugaverð vakn- ingin um að tína upp rusl eða plokka eins og það er kallað, lágmarka plast í umferð og með flokkun hvers kyns íláta og sorps og urðun þess. Og þá ekki síst um það hvernig við umgöng- umst hafið og þau verðmæti sem það hefur að geyma og getur gefið af sér með skynsamlegri nálgun og nýt- ingu. Með aukinni vitund um að sjór- inn sé ekki öskuhaugar. Og með auknum rannsóknum á lífríki sjáv- arins og hvernig það hagar sér og þróast í breytilegum aðstæðum. Trúverðugar áætlanir og mark- vissar árangursríkar aðgerðir í þess- um efnum hafa alla burði til að sam- eina okkur sem þjóð fremur en sundra. Og ekki síður sem mannkyn sem hefur trú á lífinu. Á hinni fögru og dýrmætu sköpun Guðs sem hann fól okkur að gerast ráðsmenn yfir. Með því að rækta upp og hlúa að. Vernda, nýta og njóta okkur til heilla og blessunar, vonandi um mörg far- sæl og heilladrjúg ókomin ár. Andrúmsloftið skiptir máli Það skiptir nefnilega máli hvers konar andrúmsloft við drögum að okkur og lifum í. Andrúmsloftið ásamt nauðsynlegri jarðrækt, að ég tali nú ekki um mannrækt og eðlilega trúrækt, skiptir okkur nefnilega verulegu ef ekki nánast öllu máli þegar kemur að tilveru okkar, vel- ferð og líðan þegar upp er staðið. Það eru því í mínum huga forréttindi að fá að fylgja þeirri köllun okkar eftir að vilja hlúa að sköpuninni svo hún fái notið sín með þeim hætti sem henni var og er ætlað. Okkur öllum til farsældar, gagns og ánægju. Hættum að drepa hvert annað Hættum svo endilega sem mann- kyn að ljúga, svíkja og pretta, að ég tali nú ekki um að skera, stinga eða skjóta hvert annað. Lítilsvirða skoð- anir, tala með óvirðingu um og/eða fara á bak við eða baktala hvert ann- að. Þá er aldrei að vita nema okkur takist að lifa í sátt og samlyndi í þess- um heimi í einhvern ljúfan, góðan og gefandi tíma til viðbótar. Til þess hjálpi okkur kærleikans Guð, skapari alls sem er. Höfundur og fullkomnari lífsins sem er tilbúinn að fyrirgefa og reisa okkur upp að nýju með kærleika sínum og lífgef- andi nærveru. Með kærleiks- og friðarkveðju. – Lifi lífið! Jákvæð vakning um umhverfis- og loftslagsmál Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson »Markvissar aðgerðir í þessum efnum hafa alla burði til að sameina okkur sem þjóð fremur en sundra. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Það var frétt fyrir skömmu á forsíðu Morgunblaðsins sem bar sömu fyrirsögn og greinarkorn þetta. Ætli við séum stolt af því að fljúga með sjúklinga og fylgdarlið langar leiðir til annarra landa og auka þar með stórlega á útblástur koltvísýrings í andrúmslofti okkar? Við sem þykjumst þó vera að berjast á móti af heilagri vandlætingu á hin- um og þessum vígstöðvum og þá jafnt smáir og stórir og þó af líklega mest- um heilindum unga fólkið okkar sem lætur engan bilbug á sér finna. Það hefur tíðkast í nokkuð mörg ár að íslenskir læknar hafa ekki þótt gjaldgengir ef þeir hafa vogað sér að ætla að vinna við lækningar á eigin læknastofum. Nei, takk, þá flytjum við sjúklingana frekar eitthvað úr landi en að þessir menn vogi sér að þykjast geta gert eitthvað sjálfir á sínum einkareknu læknastofum ein- hvers staðar úti í bæ. Frekar eru sjúklingar látnir bíða sárþjáðir, nú eða kannski haldið niðri með einhverjum sterk- um og rándýrum verkja- lyfjum ef ske kynni að þeir kæmust í aðgerð einhvers staðar erlendis með sín mein og íslensk- ur almenningur látinn borga, þ.e. íslenska rík- ið. Og að því ógleymdu að við sem þykjumst vera í fararbroddi með mengunarvarnir eða þykjumst ekki vilja menga andrúms- loftið erum sæl á svip með að fljúga landa á milli með sjúklinga okkar og tilheyrandi aðstoðarfólk. Sem betur fer eigum við mikið af ungu fólki sem virðist gera sér grein fyrir því hvert við stefnum í meng- unarmálum okkar og leggur á sig mikla vinnu og tíma til að mótmæla slíku framferði. Ráðamönnum okkar virðist nú ekki koma það við, nei, það er sko skárri kostur að menga svolítið meira en að leyfa einkarekstur á heilbrigðissviði. En ég undirritaður spyr: hvað er það sem ráðamenn okkar eru hræddir við? Væri ekki ódýrara fyrir okkur að styðja frekar við þá menn sem vilja vinna hér heima? Varla fara menn út í að opna læknastofu nema hafa til- skilin próf og réttindi? Jú, það væri sjálfsagt, eðlilegt og ábyrgt að opin- berir aðilar hefðu eftirlit með þessum læknastöðvum eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Því í ósköpunum að vera að gera þetta bæði flóknara og erfiðara en þörf er á, eða er þörf á þessu eins og það er? Það virðist ekki vera spurning hjá ráðamönnum okkar, bara fljúga óspart milli landa með stórauknum útblæstri eitraðra lofttegunda og mun meiri kostnaði fyrir heilbrigðis- kerfi okkar sem þó þarf að halda vel á sínum málum. Svari þeir sem best vita ! Margir fara utan til lækninga Eftir Hjálmar Magnússon » Væri ekki ódýrara fyrir okkur að styðja frekar við þá menn sem vilja vinna hér heima? Hjálmar Magnússon Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.