Morgunblaðið - 22.07.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.07.2019, Qupperneq 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 2019 ✝ Pálína Guð-munda Benja- mínsdóttir fæddist í Reykjavík 26. desember 1971. Hún lést á Svane- vig líknarheimilinu í Bandholm, Dan- mörku, 31. október 2018. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Guðmundsdóttir, f. 28.6. 1943, og Benjamín Jós- efsson, f. 22.3. 1936, d. 30.6. 1975. Pálína var eldri tveggja systra, en systir hennar er Guð- rún, f. 6.12. 1973. Pálína giftist 15. október 2018 Thor-Bjørn Klarmark Clemmensen, f. 19.4. 1975. For- eldrar hans eru Bent Klarmark, f. 1952, og Lis Mary Klarmark, f. 1943. Barn Pálínu og Thor- Bjørns er Davíð Klarmark Thor-Bjørnsson, f. 18.5. 2005. Pálína var alin upp á Pat- reksfirði og gekk í Grunnskóla Patreksfjarðar. Framhaldsnám stundaði hún á Héraðsskólanum á Laugum í Reykjadal 1987- 1989 og Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ 1991- 1994. Hún lauk BA- prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands haustið 1999. Frá unglingsaldri vann Pálína í fiski heima á Patreksfirði á sumrin. Eftir að hún hóf búsetu á höfuðborgar- svæðinu, haustið 1994, vann hún í fyrstu hin ýmsu störf en fann síðan fjöl sína í störfum með fötluðu fólki. Lengst af vann hún á heimilinu að Sól- heimum 21 í Reykjavík, meðal annars sem deildarstjóri, en þar vann hún þangað til hún flutti til Danmerkur með manni sínum og syni sumarið 2016. Þar hafði hún nýlega hafið störf á heimili fyrir fatlað fólk, þegar hún veiktist að bana- meini sínu. Bálför var gerð í Danmörku en aska hennar var jarðsett, 6. júlí 2019, í kyrrþey að ósk hinn- ar látnu. Pálína, eða Lína eins og hún var kölluð í fjölskyldunni, var ekki bara systir mín, heldur líka besta vinkona mín. Við misstum pabba okkar mjög ungar og ól- umst upp hjá einstæðri móður sem kenndi okkur margt. Þegar við vorum að alast upp á Pat- reksfirði gerðum við allt saman. Við vorum Lína og Rúna og vor- um oftar en ekki nefndar í sömu hendingu. Það gat nú alveg slest upp á vinskapinn og við rifumst og jafnvel slógumst og fórum í fýlu, en fýlan var fljót að renna af okkur. Ég man ekki eftir að Lína hafi nokkurn tímann kvart- að yfir því að hafa litlu systur með hvert sem hún fór. Við lék- um okkur saman, hvort sem það var í dúkkó, bíló eða drullumall. Þegar við urðum eldri fórum við saman að hjóla eða fengum okk- ur göngutúr um bæinn. Skóla- árin voru ekki þau auðveldustu fyrir Línu. Henni var mikið strítt eins og það var kallað þá en í dag væri það kallað einelti. Þegar hún fór í Fjölbrautarskól- ann í Garðabæ fór hún að blómstra, tók þátt í félagslífinu þar og leið vel þar. Fljótlega eft- ir útskrift úr framhaldsskóla flutti Lína suður til Reykjavíkur en ég bjó áfram á Patró. Við töl- uðum oft saman í síma og heim- sóttum hvor aðra. Lína fór í Há- skóla Íslands og útskrifaðist með BA í félagsfræði og ritgerð hennar og Lísu, vinkonu hennar um einelti á vinnustöðum var til- nefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Lína hafði gaman að föndri og kertagerð. Hún hafði líka gaman að leiklist og tók þátt í upp- færslum með FG, Leikfélagi Patreksfjarðar og Halaleikhópn- um. Hún hafði gaman af því að matreiða og fékk áhuga á því snemma á unglingsárunum. Hún naut þess að gera tilraunir í eld- húsinu og tala um það sem hún var að elda. Hún kunni líka að njóta þess að borða góðan mat, þótt fyrstu árin hennar hafi hún verið mjög lystarlaus. Um átta árum eftir að Lína flutti suður, kynntist hún Thor-Bjørn og þau fóru að búa saman, fyrst í Reykjavík og svo í Mosfellsbæ. Skömmu eftir að hún kynntist honum greindist hún fyrst með krabbamein. Hún fór í aðgerð og gekkst undir lyfjameðferð og sigraði í það skiptið. Öllum að óvörum varð hún svo ófrísk að einkasyninum stuttu eftir að meðferðinni lauk. Hann fæddist 18. maí 2005 og fékk nafnið Dav- íð. Lína var mikið fyrir að föndra og skrappa og bjó til ófáar skrapp-bækur um fyrstu ár Dav- íðs, þar sem hún límdi myndir og alls konar dúllerí og skrifaði um myndirnar. Hún var stolt af hverjum framförum hans. Lína greindist aftur með krabbamein þegar Davíð var orðinn sex til sjö ára og fór aftur í aðgerð og svo á töflumeðferð. Lína, Thor-Bjørn og Davíð fluttu til Danmerkur sumarið 2016 og leigðu til að byrja með hús í Nørre-Eskilstrup en keyptu svo hús í Rønnede vorið 2018. Þau voru aðeins búin að búa þar í nokkra mánuði þegar hún greindist síðast með krabba- mein og lifði aðeins í tvo mánuði eftir greiningu. Við Maggi og mamma fórum út til að vera hjá henni síðustu tvær vikurnar og það er mjög dýrmætt að hafa getað kvatt hana og sagt „takk fyrir allt, elsku systir“. Elsku mamma, Thor-Bjørn og Davíð, missir okkar er mikill en minningin lifir. Guðrún Benjamínsdóttir. Himnarnir gráta með okkur, varð mér að orði þegar við geng- um út í haustrigninguna eftir að hafa kvatt hana Línu okkar hinstu kveðju, þar sem hún lést á Svanevik líknardeild í Dan- mörku, eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Pálína Guð- munda, eins og hún hét fullu nafni, ólst upp á Patreksfirði ásamt systur sinni Guðrúnu hjá Sigríði móður þeirra. Hún var aðeins þriggja ára þegar þær systur misstu föður sinn eftir langvinn veikindi. Þær mæðgur höfðu mikinn stuðning frá móð- urömmu sinni og -afa sem bjuggu á Patreksfirði og var Lína mjög tengd þeim. Lína, eins og við kölluðum hana alltaf, var mjög glaðvært barn og voru þær systur einstaklega sam- rýndar. Það var okkur alltaf til- hlökkunarefni að fara vestur a.m.k. einu sinni á hverju sumri og njóta samvista með þeim frænkum og eins að fá þær suð- ur til okkar. Margar góðar minn- ingar eigum við með þeim mæðgum úr ferðalögum, tjaldú- tilegum, sumarbústaðaferðum og ýmsum uppátækjum sem gaman er að rifja upp. Lína fluttist suður er hún hóf nám í Fjölbrautarskóla Garðabæjar og síðar í Háskóla Íslands, þaðan útskrifaðist hún sem félagsfræð- ingur. Hún starfaði lengst af á sambýli fatlaðra í Sólheimum Reykjavík og var mjög natin í sínu starfi. Fyrir sunnan kynnt- ist Lína sambýlismanni sínum Thor Björn og stofnaði með hon- um heimili. Það var mikil ham- ingja þegar þau komu til okkar og tilkynntu okkur þau gleðitíð- indi að þau ættu von á barni, gleðitíðindi sem þó voru í skugga nýlegrar greiningar hennar á krabbameini. Þau eignuðust dreng, Davíð Klarmark, hann var þeim sem kraftaverk í veik- indunum. Lína var fagurkeri mikill, hún naut þess að eyða tíma með fjöl- skyldunni og voru þau dugleg að ferðast um landið og njóta nátt- úrunnar. Það var mjög gaman að sækja þau heim, þau áttu mjög fallegt heimili sem státaði af ýmsum fallegum munum sem þau höfðu safnað sér, blóm í gluggum og ekki skemmdi það að Lína var frábær kokkur. Hún var óhrædd við að prófa nýjar uppskriftir þannig að alltaf var eitthvað nýtt og spennandi á boðstólum. Fjölskyldan flutti bú- ferlum til Danmerkur vorið 2016 og ríkti mikil tilhlökkun fyrir flutningunum. Þau voru nýlega búin að festa kaup á húsi sem átti að vera þeirra framtíðar- heimili þegar Lína greindist í þriðja sinn með krabbamein, nú í höfði. Lína barðist við þennan illvíga sjúkdóm af miklu æðru- leysi. Hún sigraðist tvisvar á brjóstakrabba, en mátti lúta í lægra haldi 31. október 2018. Blessuð sé minning hennar. Við vottum Davíð, Thor Björn, Sirrý, Rúnu og Magga okkar innilegustu samúð, megi sá sem öllu ræður halda yfir ykkur sinni verndarhendi. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Guðrún og Björgvin. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hver minning er dýrmæt perla á vel við um Línu, enda minningarnar margar og dýr- mætar. Það var alltaf tilhlökkun að fara á Patró á sumrin, hitta ömmu, og þær mæðgur, Sirrý, Línu og Rúnu. Heimsóknirnar voru vel planaðar með bréfa- skrifum okkar á milli og var margt brallað. Patró er ævin- týrastaður og systurnar leið- sögumenn okkar. Lína var for- ingi hópsins, enda elst og sinnti því hlutverki vel. Þær systur áttu gull og gersemar, dót þeirra alltaf sem nýtt og oft samstætt okkar. Við áttum öll Stebba- dúkkur og þær hluta Abba-hóps- ins á móti okkur, sem var sam- einaður þegar við hittumst. Lína var mikil 80‘s kona, átti vöfflujárn, bylgjujárn, snjóþveg- in gallaföt og var með hár- spreyið og vængina í hárið á hreinu. Þær systur héldu upp á Wham! og Duran Duran og áttu plaköt og skran með þeim fé- lögum. Þær voru eldri en við og því okkar fyrirmyndir hvað tísku varðar og var það eins og að vinna í lottó þegar við fengum föt og dót frá þeim. Með þeim var farið á fyrsta sveitaballið, sjómannadagsball, að sjálfsögðu á Patró. Við fjölskyldan ferðuðumst mikið með þeim mæðgum og eig- um frábærar minningar úr sum- arbústöðum, þar sem farið var í fimleikakeppnir, feluleiki og minigolf, úr útilegum og hinum ýmsu ferðum. Þegar Lína flutti suður var hún tíður gestur hjá okkur. Reglulega voru haldin teboð, bæði dönnuð og ódönnuð en það fór eftir stærð bollanna hvers- lags boðið var, þá var mikið hlegið, leikið og fíflast. Lína var mjög hreinskiptin og blátt áfram. Hún sagði það sem henni fannst, vann þig oft á sitt band og var ekkert að skafa af hlut- unum. Hún var góður vinur sem stóð með sínum. Það var ljós í myrkri þegar Lína og Thor Bjorn tilkynntu að hún væri ólétt að Davíð, mitt í sinni fyrstu krabbameinsmeð- ferð. Lína var fyrirmyndar mamma og Davíð var gullið hennar. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til fjölskyld- unnar, heimili þeirra skartaði alls kyns gömlum fallegum mun- um, blómum og fiskum, að ógleymdri Pippi hefðarkisu. Lína var dugleg að galdra fram frábæra rétti og kökur og að borða úti var partur af pró- gramminu. Lína var mikil hetja, hún barðist við veikindi sín af hug- rekki og æðruleysi og stóð Thor Bjorn eins og klettur henni við hlið í gegnum þau öll. Þau voru samstíga í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, voru dugleg að búa sér og Davíð minningar úr ferða- lögum og hugmyndarík er kom að afþreyingu og uppákomum fyrir fjölskylduna. Það hefði verið gaman að geta heimsótt Línu til Danmerkur, en þangað var fjölskyldan flutt, þau voru nýbúin að festa kaup á húsi og búa sér þar mjög fallegt heimili. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Davíð, Thor Bjorn, Sirrý, Rúnu og Magga. Guðmundur, Linda, Bæring, Hugrún og fjölskyldur. Elsku Pála vinkona mín er komin heim. Lokakveðjustundin er runnin upp. Síðastliðið haust fékk ég frétt- ir sem að mér fannst stöðvuðu tímann. Elsku Pála vinkona mín stóð frammi fyrir enn einu stríð- inu við meinið sem alls staðar virðist skjóta sér niður. Krabb- inn var kominn aftur og nú í höf- uðið. Um leið og ljóst var hvers kyns væri gerðum við vinkonur hennar ráðstafanir til að eiga góða daga með henni þar sem lífinu skyldi fagnað. Við ákváðum að koma henni á óvart, keyptum flugmiða, leigðum dásamlega íbúð og hringdum svo í hana af flugvellinum. Næstu dögum var eytt í íbúðinni og næsta nágrenni. Við töluðum um lífið og tilveruna, tókum myndir, vildum fanga vináttuna, hlógum, dönsuðum, fífluðumst og grét- um. Við fórum líka heim í nýja húsið hennar þar sem við áttum yndislegan dag. Og við kvöddum hana, vitandi að líklega væri þetta okkar síðasta stund saman. Tæpum sjö vikum seinna sofnaði hún svefninum langa. Í dag verð- ur hún jarðsett. Hún var hrædd, auðvitað, en þvílíkur styrkur í einni konu. Pála mín var engri lík. Bölvað krabbameinið lét hana ekki í friði, lagðist á hana í þrígang, en hún lét það ekki mikið trufla sig og barmaði sér aldrei. Svona var þetta bara. Líf okkar hefur verið samofið síðast liðin 25 ár, allt frá því við hittumst á kaffistofu Háskóla Ís- lands á okkar fyrsta degi sem nemar í félagsfræði. Við vorum óaðskiljanlegar frá þeirri stundu. Þær voru ófáar stund- irnar þar sem við sátum sveittar yfir lærdómi, með kaffi og heimabakaða brauðið hennar Pálu. Þær voru enn fleiri stund- irnar þar sem við sátum saman með eitthvað annað og betra í glasi og spjölluðum og hlógum langt fram á nóttu. Við unnum lokaverkefnið okk- ar saman en það var tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Margra mánaða vinnu var fagnað og skundað á Bessa- staði til að taka við viðurkenn- ingu af hendi forsetans. Þetta gat ekki verið betra. Næstu árin fetuðum við okkur á vinnumarkaði og í lífinu al- mennt. Hún fór með mér í gegn- um alls konar og ég fór með henni í gegnum alls konar. Alls konar af ýmsu og helling sem engum verður sagt. Pála keypti litlu sætu íbúðina sína, alsæl eftir mörg ár á leigu- markaði. Hún var rétt flutt inn þegar hún kynntist honum Thor- Bjørn sínum og skömmu síðar ákvað Davíð að koma í heiminn, kraftaverkabarnið hennar. Þá var Pála að klára meðferð og barðist við þyngdaraukningu sem henni fannst fylgja meðferð- inni. Hún var skemmtilegur penni og hélt úti bloggi um bar- áttu sína við krabbann og kílóin. Lítið vissi hún, þá komin sex mánuði á leið. Þyngdaraukningin átti sínar eðlilegu skýringar. Það sem átti ekki að geta orðið, það varð. Pála og Thor-Bjørn fluttu sig um set og keyptu sér raðhús í Mosfellsbænum og fyrir tveimur árum lá leiðin til Danmerkur. Framtíðin var þeirra. Það er komið að leiðarlokum. Eftir situr söknuður, góðar minningar og þakklæti fyrir dýr- mæta vináttu. Mikill er söknuð- ur fjölskyldunnar; Thor-Bjørns, Davíðs og, annarra sem þótti svo óendanlega vænt um hana, eins og mér. Takk elsku vinkona. Lísbet Einarsdóttir. Haustið 2005 hittist hópur kvenna í heimahúsi í Reykjavík. Fæstar þekktumst við fyrir þennan fund en það sem við átt- um sameiginlegt var að vera all- ar með ungbörn í fæðingarorlofi, allar þrítugar eða eldri og fund- um því félagsskap með jafnöldr- um í sömu stöðu. Hópurinn hitt- ist reglulega meðan á fæðingarorlofinu stóð en eins og verða vill tók að kvarnast úr honum þegar við fórum að vinna og börnin komust í daggæslu. Ákveðinn kjarni stóð eftir og þó fæstar okkar hefðu trúað því á þeim tíma, þá varð þessi fundur upphafið að áralangri vináttu. Ein úr þessum kjarna var elsku Pálína okkar. Hún var mikilvægur hluti hópsins því oft átti hún frumkvæði að því að við hittumst. Meira að segja eftir að hún flutti til Danmerkur átti hún það til að ýta við okkur ef henni fannst tími til kominn að við hin- ar hittumst. Nokkrum sinnum var hún þó með okkur, með hjálp Skype-tækninnar. Við eigum margar góðar minningar sem koma upp í hug- ann. Þar má nefna ógleymanlega sumarbústaðarferð, allar jóla- skemmtanirnar sem við héldum nokkur ár í röð með öllum börn- unum okkar, bæði þeim sem sameinuðu okkur árið 2005, og systkinum þeirra. Þá var svo sannarlega mikið fjör; jólasvein- ar mættu í hús, það var sungið og dansað og jólapökkum og nammi dreift. Að ógleymdum öllum kvöldunum á kaffihúsum og í heimahúsum þar sem talað var um heima og geima. Haustið 2016 ákváðu Pála og fjölskyldan að breyta til og flytja til Danmerkur. Lífið blasti við fjölskyldunni og rétt fyrir páska á síðasta ári festu þau kaup á fal- legu húsi á yndislegum stað, rétt fyrir utan Kaupmannahöfn. Hús- ið var með stórum garði og elsk- aði Pálína að galdra fram hina ýmsu eplarétti úr garðinum, sýndi okkur afraksturinn og leit- aði eftir hugmyndum. Örfáum mánuðum síðar eða seint í ágúst á síðasta ári fengum við þær fréttir að enn einu sinni hefði hún greinst með krabba- mein. Pálína var ekki þekkt fyrir að barma sér. Hún hafði tvisvar áður greinst með krabbamein sem hún tókst á við og sigraði. Við vorum því bjartsýnar á að hún myndi vinna sigur á þessu eins og hún hafði gert í hin tvö skiptin. Í byrjun september fengum við þær fréttir að meinið væri ill- viðráðanlegt og nú tæki við stíf og erfið meðferð. Á þeim tíma- punkti, viku áður en hún átti að hefja meðferð, áttu þrjár vinkon- ur úr hópnum heimangengt og drifu sig út í heimsókn til henn- ar. Við áttum saman yndislega daga í Kaupmannahöfn í dásam- legu veðri þar sem við borðuðum góðan mat, röltum um höfnina og nutum samverunnar. Síðasta daginn fórum við heim til Pálínu þar sem Thor-Björn og Davíð tóku á móti okkur með freyði- víni, súkkulaði og dönskum dög- urði með öllu tilheyrandi. Þar nutum við dagsins með Pálínu og þeim feðgum, röltum um fallega garðinn þeirra, borðuðum epli af eplatrénu og röltum um hverfið. Þessi ferð verður okkur ógleym- anleg. Einungis rúmlega sjö vik- um síðar kvaddi elsku Pálína. Stórt skarð hefur verið höggv- ið í vinkvennahópinn en Pálína lifir áfram í hugum okkar og hjörtum. Við sendum Davíð, Thor Birni, móður, systur og öðrum ástvinum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Anna Kapitola Engilbertsdóttir, Elínrós Erlingsdóttir, Kristín Helgadóttir, Sesselja Anna Ólafsdóttir, Sigríður Elfa Þorgilsdóttir, Steinunn Bára Þorgilsdóttir. Pálína Guðmunda Benjamínsdóttir Það er með mikl- um söknuði sem við kveðjum afa í hið hinsta sinn. Minn- ingar um afa eru margar og góð- ar. Aðeins eru örfáar vikur síðan við stórfjölskyldan ferðuðumst saman til Króatíu og nutum sam- veru hvert annars. Það var dýr- mætur tími sem mun ávallt lifa sterkt í minningunni. Óteljandi voru boðin á Móaflötinni en jóla- boðin standa þó upp úr þar sem afi og amma buðu upp á dýrindis kalkún og meðlæti. Afi var frábær fyrirmynd og sá sem við yngri kynslóðirnar gát- um litið upp til. Hann var gæddur einstökum persónutöfrum og fé- Einar Geir Þorsteinsson ✝ Einar GeirÞorsteinsson fæddist 7. ágúst 1930. Hann lést 27. júní 2019. Útför Einars Geirs fór fram 9. júlí 2019. lagslyndi. Ávallt var hann kátur, naut stundarinnar og þakklátur fyrir sitt. Á mannamótum var hann hrókur alls fagnaðar og sló oft- ar en ekki út yngri kynslóðirnar í fjöri. Þá minnist ég þess hversu glæsilega og vel hann var alltaf til fara, oftar en ekki í fallegri skyrtu með mjótt fallegt bindi og hvítan vasaklút í jakkan- um. Afi var einnig með eindæm- um barngóður og veitti okkur barnabörnunum athygli, hlýju og ást eins og honum var einum lag- ið. Mér er þó efst í huga hjóna- band afa og ömmu og sú ást, virð- ing og hlýja sem þau sýndu hvort öðru, það er okkur hinum til eft- irbreytni. Þín verður sárt saknað. Þú sýndir mér veginn að betri manni. Hvíl í friði, kæri afi. Davíð Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.