Morgunblaðið - 22.07.2019, Side 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 2019
Smiðjuvegi 66 • 580 5800 • landvelar.is
STIMPILPRESSUR
Loftpressur af öllum
stærðum og gerðum
Mikið úrval af aukahlutum
60 ára Anna Sigríður
ólst í Reykjavík, en býr í
Mosfellsbæ. Hún er
bókasafnsfræðingur og
stjórnsýslufræðingur að
mennt og er verk-
efnastjóri á heilbrigðis-
vísindabókasafni Land-
spítalans og HÍ. Hún er bæjarfulltrúi í
Mosfellsbæ.
Maki: Gylfi Dýrmundsson, f. 1956, rann-
sóknarlögreglumaður.
Börn: Guðni Kári, f. 1976, Ásdís Birna og
Kristrún Halla, f. 1993, og Gunnar Logi, f.
1996. Barnabörnin eru Eyþór Ari Gíslason
og Brimar Róbert Gunnarsson.
Foreldrar: Guðni Guðmundsson, f. 1925, d.
2004, rektor við MR, og Katrín Ólafsdóttir,
f. 1927, d. 1994, húsmóðir í Reykjavík.
Anna Sigríður
Guðnadóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Óvænt uppákoma verður þess
valdandi að gamlar minningar koma
upp á yfirborðið. Vertu sá/sú sem rífur
upp stemninguna.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú átt auðvelt með að laða fram
það besta í öðrum sem og að miðla
málum þegar menn eru ekki á eitt sátt-
ir. Hvað er það sem gleður þig?
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ástin lýtur ekki neinum lög-
málum. Svartsýni þín er of mikil, hlut-
irnir eru ekki svona dapurlegir.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Svo lengi sem þú ert á réttri
leið er allt í þessu fína. Þú setur ein-
hverjum stólinn fyrir dyrnar og hefðir
átt að gera það fyrir löngu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú mátt ekki láta hrokann ná tök-
um á þér í samskiptum við aðra. Sýndu
vinum þínum áhuga og vertu góður
hlustandi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Dagurinn hentar vel til að safna
upplýsingum sem geta nýst þér í
vinnunni. Veikindi einhvers taka sinn
toll.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú þarft að finna athafnasemi þinni
farveg. Lífið er stundum ósanngjarnt.
Sýndu að þú kunnir að meta framlag
annarra.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ekki hætta við þótt verkið
virðist þér ofvaxið. Búðu þig undir smá
mótlæti sem mun standa stutt yfir.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Eftir rólega siglingu á lygn-
um sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá
þér. Þér tekst að ná endum saman.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft að fá að vera í ein-
rúmi og vernda þig frá umhverfinu.
Segðu nei ef þú ert beðin/n um eitt-
hvað sem þú vilt eða nennir ekki.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Líkur sækir líkan heim. Þú
talar fyrir daufum eyrum heima þegar
þrif ber á góma. Deildu verkefnum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Notaðu tímann til þess að rétta
vinum hjálparhönd. Njóttu þess að
vinna að listsköpun og að leika við
börnin.
forseti nefndarinnar um sex ára
skeið. Baldur ferðaðist sem slíkur til
14 Evrópulanda og vann að skýrslum
um ástand mála m.t.t. löggjafar og
almennra viðhorfa stjórnvalda og al-
mennings. Á síðari tímum kannaði
nefndin einnig stöðu LGTB fólks.
Hann vann að skýrslugerð fyrir önn-
ur alþjóðasamtök og var formaður
einnar nefndar hér heima í fé-
lagsráðherratíð Árna Magnússonar
sem skilaði framförum í löggjöf fyrir
aðflutta. Í seinni tíð hefur Baldur
verið ritari stjórnar Heilaheilla og
gert eitthvað af því að sækja ráð-
stefnur á þeirra vegum.
„Eins og sjá má hef ég haft gaman
af félagsmálum og verið nokkuð
mannblendinn. Fyrir utan prest-
skapinn hefur mest orka farið í störf
á vegum ECRÍ.“ Baldur er liðtækur
bridsspilari og hefur oft átt hesta án
þess að telja sig hestamann.
„Nú um leið og ég verð pastor em-
eritus er ég fluttur austur á Svínafell
í Öræfum þar sem fjölskyldan á
ágætt hús og stunda þar þjónustu við
ferðamenn. Ég leigi ferðamönnum
íbúð og skipti á rúmum, skúra og
moppa og geri við klósett og spjalla
við þá svo eitthvað sé nefnt.“
Málstol eftir heilablæðingu
Árið 2013 fékk Baldur heilablæð-
1979, var í stjórn Þroskahjálpar
1982-1984, í framkvæmdanefnd um
málefni fatlaðra 1982-1984, í stjórn
Prestafélags Íslands 1990-1996, í
skólanefnd á Höfn 1994-1995, for-
maður stjórnar Heilsugæslunnar í
Þorlákshöfn 1999-2003. Hann sat í
bæjarstjórn sveitarfélagsins Ölfuss
2002-2006, í þjóðmálanefnd þjóð-
kirkjunnar 1994-2000 og aftur 2009-
2012. Var óbreyttur félagi í ,,Feitir í
formi“ í Þorlákshöfn, forseti Kiw-
anisklúbbsins Ölvers í eitt ár. Hann
va kjörinn til setu á kirkjuþingi 2009
til 2014, fulltrúi íslensku þjóðkirkj-
unnar í samráðshópi 12 kirkna í jafn-
mörgum löndum um þróun Porvoo-
sáttmálans 1997-2000. Hann var til-
nefndur af íslenskum stjórnvöldum í
nefnd Evrópuráðsins European
Commission against Racism and
Intolerance 1997-2017 og var vara-
B
aldur Benedikt Ermen-
rekur Kristjánsson
fæddist 22. júlí 1949 í
Reykjavík. „Ég bætti
við nöfnum afa minna í
nafn mitt fyrir nokkrum árum, eink-
um til að halda við Ermenreksnafn-
inu.“ Hann ólst upp í Hlíðunum, var í
sveit á sumrin vestur í Saurbæ á
Stóra-Múla og Litla-Múla og tvö
sumur norður í Hrútafirði hjá Eiríki
og Sigríði á Bálkastöðum.
Baldur varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Laugarvatni 1970, lauk
BA í almennri þjóðfélagsfræði frá
HÍ 1975, cand.theol. frá HÍ 1984, hóf
framhaldsnám í guðfræði og siðfræði
við Harvard University 1989 og lauk
Th. M. (Theologiae Magistri) þaðan
1991. Hann tók leiðsögumannspróf
frá Endurmenntun HÍ 2006.
Starfsferillinn
Baldur var nokkur sumur í síma-
vinnuflokki Kjartans Sveinssonar,
einkum á Vesturlandi, og var í vega-
lögreglunni tvö sumur. Hann vann
hjá Þróunarstofnun Reykjavíkur
1983-1985, í landbúnaðarráðuneyt-
inu 1975-1976, var félagsmála- og
blaðafulltrúi BSRB 1976-1980 og
vann jafnframt við dagskrárgerð hjá
Ríkisútvarpinu og blaðamaður og
dálkahöfundur hjá Tímanum og síð-
ar NT 1982-1985. Baldur var vígður
sem prestur 11. júní 1984. Hann var
prestur Óháða safnaðarins 1984-
1985, sóknarprestur í Bjarnarnes-
prestakalli með aðsetur á Höfn 1985-
1995, biskupsritari 1995-1997 og
sóknarprestur í Þorláksprestakalli
1998-2019. Önnur störf: Baldur var
garðprófastur á Gamla garði 1973-
1975, stundakennari við Heppuskóla
1985-1987 og síðar við Grunnskólann
í Þorlákshöfn, stundakennari við
guðfræðideild HÍ 1994-1995, ritstjóri
Eystra-Horns á Höfn 1985-1988 og
blaðamaður á Sunnlenska frétta-
blaðinu 1999-2003.
Afmælisbarnið sat í stjórn Æsku-
lýðssambands Íslands 1972-1974, var
fulltrúi stúdenta í háskólaráði 1973-
1975 og sat í stúdentaráði sama tíma.
Hann var í stjórn knattspyrnu-
deildar Fram 1981-1982, formaður
Bridgefélags Reykjavíkur 1978-
ingu, þ.e. blóðflæði til heilans stöðv-
aðist um stund. „Ég slapp að mestu
við langtímaskaða nema ég varð mál-
stirðari en áður og fauk þar leiðsögu-
mannsdraumurinn út um gluggann.
Ég hélt þó mínu striki í prestskap og
kann fólki í Þorlákshöfn bestu þakk-
ir fyrir stuðning og þolinmæði en
fyrst í stað vissi það varla hvað
prestur var að tala um eða lesa svo
rammt kvað að málstolinu sem hefur
mikið lagast í tímans rás þökk sé
gegndarlausum æfingum og söng-
tímum svo ekki sé talað um fyr-
irbænum. Eitt það er ég setti mér
var að mæta aldrei öðruvísi á fund en
að taka til máls. Var það ærið skraut-
legt í fyrstu en hefur lagast merki-
lega mikið. Þá fór ég að lesa upphátt
skipulega fyrir gamalt fólk og ungt.
Málstol af völdum heilablæðinga
og heilaáfalla hvers konar er mjög
falinn sjúkdómur í heiminum. Flestir
bara þagna og málið er dautt. Það
þarf að hvetja fólk til dáða og gera
því auðvelt um vik að sækja endur-
hæfingu. Ég var svo heppinn að
kringumstæður mínar voru góðar og
fólkið umhverfis hvetjandi. Heilinn
lét að öðru leyti eins og ekkert hefði
skeð.
Kunnur spíritisti sagðist dauður í
gegnum annan liggja í blómabrekku
en sjá jörðina í fjarska. Nú er ég í lif-
anda lífi kominn í blómabrekkuna.
Allavega litblóm vaxa fyrir utan
gluggann minn og þegar ég teygi út
höndina fyllist hún af flugum. Sam-
kvæmt þessari sýn verður ekki svo
ýkja mikil breyting á þegar ég
geispa golunni.
Hvað ætla ég að gera á afmælis-
daginn? Ég á von á því að einhverjir
nágrannar í Svínafelli líti inn í vöfflu-
kaffi ef dagsins önn leyfir þeim að
líta upp. Annars ætla ég að bjóða af-
komendum mínum og þeirra fylgi-
fiskum í mat einhvern tímann í haust
þegar vel stendur á.“
Fjölskylda
Eiginkona Baldurs er Svafa Sig-
urðardóttir, f. 22.1. 1966, dýralæknir.
Foreldrar hennar voru hjónin Sig-
urður Ingvarsson, eldsmiður í
Reykjavík, f. 12.10. 1909, d. 7.4. 2001,
og Guðrún Bjarnadóttir húsfreyja, f.
Baldur Kristjánsson sóknarprestur – 70 ára
Með barnahópinn fríða F.v.: Helga, Svanlaug Halla, Rúnar, Baldur, Krist-
ján og Bergþóra stödd á Hvanneyri við skírn Öglu barnabarns.
Kominn í blómabrekkuna
Með bridsfélögum Á góðri stund,
sennilega eftir glæsilegan ósigur.
40 ára Guðrún Katrín
fæddist í Reykjavík, en
flutti til Ólafsvíkur níu
mánaða og ólst þar
upp. Hún er félags-
fræðingur að mennt
og er ráðgjafi hjá For-
vörnum og Streitu-
skólanum.
Maki: Guðni Kári Gylfason, f. 1976,
teymisþjálfi hjá Íslandsbanka.
Börn: Anna Kolbrún Lárusdóttir, f. 1997,
Andrea Rakel Bachmann, f. 2002, og
Benedikt Elí Bachmann, f. 2006.
Foreldrar: Jóhannes Ingi Ragnarsson, f.
1954, vinnur hjá Hafrannsóknastofnun í
Ólafsvík, og Anna Margrét Valvesdóttir, f.
1955, starfsmaður á dvalarheimilinu
Jaðri. Þau eru búsett í Ólafsvík.
Guðrún Katrín
Jóhannesdóttir
Til hamingju með daginn
Systurnar Jóhanna Laufey og Þórhild-
ur Inga Hreiðarsdætur ásamt Láru
Ingvarsdóttur stóðu fyrir tombólu á
Vopnafirði nú á dögunum. Þær söfn-
uðu rúmum 8.300 kr. og á meðfylgj-
andi mynd má sjá þær afhenda af-
raksturinn þeim Berglindi
Sveinsdóttur, formanni Múla-
sýsludeildar Rauða krossins, og Mál-
fríði Björnsdóttur, gjaldkera deild-
arinnar.
Hlutavelta