Morgunblaðið - 22.07.2019, Blaðsíða 23
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 2019
Upplýsingar fást hjá SMH Gróðurhús ehf. í síma 866-9693
Einnig eru nánari upplýsingar á Facebook: Gróðurhús SMH ehf
Þetta er flott í garðinn þinn!
Höfum til sölu garðhús, skýli og heita potta - fljótlegt og auðveld uppsetning
Uppblásinn heitur pottur Kr. 99.000
Fyrir 6 manns. Tekur aðeins 6 mínútur að blása upp.
Hitar upp að 42 °C
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„JÁ, MAGNÚS, ÉG HEYRÐI AF
STÖÐUHÆKKUNINNI.”
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fá koss á fyrsta
stefnumótinu.
TILRAUNIN HEFUR
MISHEPPNAST SKELFILEGA!
ÉG HEF BREYST Í FLUGU …
FLUGU Á STÆRÐ
VIÐ MANN!
ÞENNAN VÆRI ÉG TIL
Í AÐ BORÐA!
HRÓLFUR! VATNIÐ Í KÖNNUNNI VAR
FYRIR ÞIG AÐ DREKKA Í STAÐ ÞESS AÐ
BORÐA KÖKUNA!
ÞÚ MUNT ALDREI LÉTTAST!
EKKI
SATT!
KAKA ER LÉTTARI EN VATN!
DEILDARSTJÓRI
„Í HVERT SKIPTI SEM ÞÚ TÓKST
ÁKVÖRÐUN VAR HÚN RÖNG. ÞÚ GETUR
EKKI KENNT LEIÐSÖGUKERFINU UM.”
16.8. 1931, d. 15.11. 1989. Fyrri mak-
ar Baldurs eru Jóhanna S. Sigþórs-
dóttir, f. 10.8. 1949, blaðamaður, og
Halldóra Gunnarsdóttir, f. 2.6. 1959,
verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg.
Barnsmóðir er Jónína Guðrún
Garðarsdóttir f. 1. okt 1949, kennari í
Reykjavík.
Börn Baldurs: Helga Jensína
(ættleidd Svavarsdóttir), f. 31.10.
1973, skólastjóri í Borgarfirði. Maki:
Hallgrímur Sveinn Sveinsson tölv-
unarfæðingur. Börn: Guðrún Kar-
ítas, Sveinn Svavar og Kristján Karl;
2) Kristján, f. 24.5. 1974, lögfræð-
ingur og löggiltur fasteignasali.
Maki: Hrafnhildur Soffía Hrafns-
dóttir umhverfisskipulagsfræðingur.
Barn þeirra: Agla, f. 29.8. 2017; 3)
Mjöll, f. 7.1. 1979, d. 18.3. 1989; 4)
Bergþóra, f. 2.2. 1990, hagfræð-
ingur hjá Íslandsbanka. Maki Árni
Gíslason sérfræðingur hjá dóms-
málaráðuneytinu; 5) Rúnar, f. 8.4.
2002, nemi í FSS; 6) Svanlaug
Halla, f. 30.5. 2004, grunn-
skólanemi.
Systkini Baldurs eru Ólöf, f. 4.11.
1951, lífeindafræðingur, Benedikt
Sigurður, f. 6.1. 1955, bílstjóri og
leiðsögumaður, og Ársæll, f. 5.10.
1958, læknir, öll búsett á höfuðborg-
arsvæðinu.
Foreldrar Baldurs voru hjónin
Kristján Benediktsson, kennari og
borgarfulltrúi, f. 12.1. 1923, d. 1.10.
2015, og Svanlaug Ermenreks-
dóttir, kennari og húsmóðir, f. 5.9.
1925, d. 16.3. 2010. Þau bjuggu í
Eikjuvogi 4 í Reykjavík.
Baldur Benedikt
Ermenrekur
Kristjánsson
Kristján Benjamínsson
bóndi síðast á Stóra-Múla
Hólmfríður Benjamínsdóttir
húsfreyja og bóndi á Stóra-Múla,
faðir Hólmfríðar var Benjamín Hansson
Hjálmarsson bóndi á Litla-Múla. Móðir
hans, Hólmfríður Einarsdóttir, lést við
barnsburð áður en hún gat feðrað
barnið sem álitinn var vera Bólu-Hjálmar
Benedikt S. Kristjánsson
bóndi á Stóra-Múla
Gíslína Ólöf Ólafsdóttir
húsfreyja á Stóra-Múla í Saurbæ, Dal.
Kristján Benediktsson
kennari og borgarfulltrúi í
Reykjavík, stjúpmóðir hans
var Vigfúsína Kristrún Jóns-
dóttir húsfreyja á Stóra-Múla
Ólafur Magnússon
bóndi á Þórustöðum
Elísabet Einarsdóttir
húsfreyja á Þórustöðum í Bitru
Samúel Jónsson
smiður í Reykjavík
Guðjón Samúelsson
húsameistari ríkisins
Benedikt Benediktsson
söngvari og kennari
Emerentíana Ólafsdóttir
vinnukona á Hunkubökkum
Jón Pálsson
bóndi á Hunkubökkum á Síðu
Ermenrekur Jónsson
byggingameistari í Unuhúsi
Ingunn Einarsdóttir
húsmóðir í Rvík, búsett lengst í Unuhúsi
Kristín María Þórðardóttir
húsfreyja, lengst í Borgarholti
Einar Gíslason
bóndi og formaður í Borgarholti í Stokks-
eyrarhreppi, drukknaði á Stokkseyrarsundi
Úr frændgarði Baldurs Kristjánssonar
Svanlaug Ermenreksdóttir
kennari í Reykjavík
Á fimmtudag skrifaði ÓlafurStefánsson á Leir: „Nú er
hlýtt, óstöðugt loft yfir landinu ;
það heyrast stöku þrumur og leift-
ur sjást í skýi. Hiti fór í ein 20 stig
í Reykjavík, af öllum stöðum, þar
sem köld hafgola ríkir flesta daga
sem Guð gefur, enda nes þessi val-
in til búsetu af goðum heiðnum í
árdaga landnáms.
Skyldi heimurinn nokkuð vera
að farast, þótt Parísarsam-
komulagið geri ráð fyrir því? Það
má ekki hræða líftóruna úr lýðn-
um og allra síst börnunum sem
eru að alast upp.
Austantórur yfir fjöllin,
eiga leið um sinn.
Þrumuherja heyrast sköllin,
hlær þá djöfullinn.
Skúrahryðja hrökk af steini,
heppni stýrði þar.
Engum varð hún manni’ að meini,
en mörgum brugðið var.
Náttúran er dyntótt dísa,
dapurt mitt spádómspot:
hvort eigi nótt sér Veröld vísa,
eða verði Heimsins þrot ?
Á þriðjudaginn sagðist Pétur
Stefánsson hafa lent í rosa rign-
ingu í göngutúrnum áðan. Datt
þetta í hug:
Nú er úti rosa regn,
reynist margur stúrinn.
Alveg blautur er í gegn
eftir göngutúrinn.
Og á fimmtudaginn orti Pétur, –
nema hvað!:
Að geti allur skollinn skeð,
skeður öðru hverju.
Virðist ennþá vesen með
Vestmannaeyjaferju.
Ingólfur Ómar var á kvöld-
göngu í góða veðrinu og enn og
aftur dáðist hann að sólarlaginu
og himinninn skartaði sínu feg-
ursta.
Sígur rjóð í sævardjúp
sól á hljóðu kveldi.
Skýjaslóð með skærum hjúp
skartar glóðareldi.
„Vonbrigði“ hugsaði Helgi R.
Einarsson og orti:
Það gerðist bara’ allt í einu
að ungfrúin var ekki’ í neinu,
en þetta var draumur
og því varð ég aumur.
Það er sko alveg á hreinu.
Ingólfur Ómar Ármannsson velt-
ir fyrir sér eilífðarmálunum:
Margir hafa gaddinn gist
gengið yst til nafar,
biðja þess að betri vist
bíði handan grafar.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Austantórur og blautur í gegn