Morgunblaðið - 22.07.2019, Page 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 2019
Bezt á fiskinn er gæðakrydd sem hentar vel
með öllu fiskmeti. Kryddið inniheldur meðal
annars steinselju, sítrónupipar, papriku, salt og
hvítlauk. Kryddblandan er án allra aukaefna.
BEZTÁFISKINN
Inkasso-deild karla
Haukar – Fjölnir...................................... 1:5
Arnar Aðalgeirsson 11. – Guðmundur Karl
Guðmundsson 3., Arnór Breki Ásþórsson
8., Ingibergur Kort Sigurðsson 13., 51.,
sjálfsmark 65.
Njarðvík – Þróttur R............................... 2:3
Ivan Prskalo 32., 77. – Rafael Victor 18.,
63., Sindri Scheving 59.
Grótta – Víkingur Ó ................................ 2:2
Axel Freyr Harðarson 47., Óliver Dagur
Thorlacius 90. (víti) – Emmanuel Eli Keke
51., Harley Willard 71. (víti)
Magni – Leiknir R.................................... 0:3
Daníel Finns Matthíasson 30., Vuk Oskar
Dimitrijevic 73., sjálfsmark 78.
Afturelding – Þór .................................... 1:2
Andri Freyr Jónasson 71. – Bjarki Þór Við-
arsson 43., Dino Gavric 90.
Fram – Keflavík....................................... 1:2
Tiago Fernandes 58. – Gunnólfur Björgvin
Guðlaugsson 45., 67.
Staðan:
Fjölnir 13 9 2 2 29:12 29
Þór 13 8 2 3 23:13 26
Grótta 13 7 4 2 27:18 25
Víkingur Ó. 13 6 3 4 15:11 21
Leiknir R. 13 7 0 6 23:21 21
Fram 13 6 2 5 19:20 20
Keflavík 13 5 4 4 18:16 19
Þróttur R. 13 5 2 6 27:19 17
Haukar 13 2 5 6 17:25 11
Njarðvík 13 3 1 9 15:25 10
Afturelding 13 3 1 9 16:29 10
Magni 13 2 4 7 14:34 10
2. deild karla
Víðir – Leiknir F...................................... 2:0
Atli Freyr Ottesen 60., Ari Steinn Guð-
mundsson 71.
Vestri – Völsungur .................................. 1:0
Zoran Plazonic 63.(víti)
ÍR – Tindastóll ......................................... 2:0
Gylfi Steinn Guðmundsson 27., Gunnar Óli
Björgvinsson 45.
Fjarðabyggð – Selfoss ............................ 1:3
Guðjón Máni Magnússon 90. – Hrvoje To-
kic 29., Þór Llorens Þórðarson 52., Adam
Örn Sveinbjörnsson 66.
Staðan:
Selfoss 12 7 2 3 29:13 23
Leiknir F. 12 6 4 2 22:13 22
Vestri 12 7 0 5 15:17 21
Víðir 12 6 1 5 19:15 19
Þróttur V. 12 5 4 3 18:17 19
ÍR 12 5 3 4 18:15 18
Dalvík/Reynir 12 4 6 2 16:14 18
Fjarðabyggð 12 5 2 5 19:17 17
Völsungur 12 5 2 5 13:16 17
KFG 12 4 0 8 20:27 12
Kári 12 3 2 7 23:29 11
Tindastóll 12 1 2 9 10:29 5
Mjólkurbikar kvenna
KR – Þór/KA............................................ 2:0
Ásdís Karen Halldórsdóttir 58., Betsy Has-
sett 84.
Vináttuleikur U18 karla
Lettland – Ísland...................................... 0:2
Orri Hrafn Kjartansson 9., Eyþór Aron
Wöhler 89.
KNATTSPYRNA
Í VESTURBÆ
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
KR leikur til úrslita um Mjólkur-
bikar kvenna í fótbolta eftir 2:0-
sigur á Þór/KA á heimavelli á laug-
ardaginn var. Ásdís Karen Halldórs-
dóttir og Betsy Hassett skoruðu
mörk KR-inga. KR, sem lengi var í
fremstu röð í kvennaknattspyrnu
hér á landi, er á leiðinni í úrslitaleik-
inn í fyrsta skipti síðan 2011. Fær
KR þá tækifæri til að vinna fyrsta
stóra titilinn í kvennaflokki síðan
2008.
Síðustu ár hafa verið döpur í Vest-
urbænum og féll liðið m.a niður í 1.
deild árið 2012 er liðið vann aðeins
einn deildarleik allt sumarið. KR var
í tvö ár í næstefstu deild og hefur
gengið illa að ná fyrri styrk. Liðið
hefur ekki endað ofar en í sjöunda
sæti síðan það fór upp á ný. Það er
því kærkomið fyrir alla í Vestur-
bænum að kvennalið félagsins sé aft-
ur komið almennilega af stað og fái
gott tækifæri til að ná í ellefta stóra
titilinn.
Sigurinn á andlausu Þór/KA-liði
var verðskuldaður og sá þriðji í röð í
öllum keppnum. Eftir erfitt gengi er
liðið búið að vinna alla leiki sína eftir
að Bojana Besic lét af störfum og er
allt annað að sjá til KR. Það er meiri
leikgleði, fótboltinn betri og leik-
menn sem áttu mikið inni eru að
spila betur. Leikmannahópur KR er
sterkur og er fáránlegt að liðið hafi
verið á botni efstu deildar, með að-
eins einn sigur, fyrir ekki meira en
tveimur vikum.
Það er hins vegar lítið að gerast
hjá Þór/KA. Norðankonur hafa að-
eins unnið tvo af síðustu sex leikjum,
sem er langt undir væntingum.
Breiðablik og Valur eru stungin af í
deildinni og var bikarkeppnin gott
tækifæri til að bjarga tímabili sem
átti á hættu að renna út í sandinn.
Eftir að Fylkir sló Breiðablik úr leik
og Þór/KA vann Val í bikarnum, var
liðið frá Akureyri í kjörstöðu til að
vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil.
Þór/KA skapaði sér hinsvegar varla
mjög gott færi allan leikinn. KR
mætir Selfossi í bikarúrslitaleik,
sem fáir reiknuðu með fyrir leiktíð-
ina. Selfoss hefur unnið fimm leiki í
röð án þess að fá á sig mark, en KR-
liðið vex með hverjum leiknum.
Hólmfríður Magnúsdóttir er besti
leikmaður Selfoss. Hún spilaði með
Val gegn KR síðast þegar KR fór í
úrslit. Valur hafði betur, 2:0. Hún
varð svo bikarmeistari árin 2002,
2007 og 2008 með KR.
Kærkominn
úrslitaleikur
eftir erfið ár
KR og Selfoss í bikarúrslitum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mark Ásdís Karen Halldórsdóttir fagnar eftir að hafa skorað fyrra mark
KR gegn Þór/KA í undanúrslitaleiknum á laugardaginn.
Arnór Sigurðsson minnti á sig með
glæsilegu marki þegar CSKA Moskva
sigraði Orenburg, 2:1, í 2. umferð
rússnesku úrvalsdeildarinnar í knatt-
spyrnu í fyrrakvöld. Arnór skoraði
seinna mark CSKA þegar hann tók
boltann viðstöðulaust á lofti hægra
megin í vítateignum og þrumaði hon-
um upp undir þverslána á marki gest-
anna. CSKA er þá með þrjú stig eftir
tvo fyrstu leikina. Viðar Örn Kjart-
ansson kom til Rubin Kazan á laug-
ardag í láni frá Rostov og fór beint í
byrjunarliðið en Rubin vann Dinamo
Moskva 1:0 á útivelli í gær.
Glæsilegt mark
hjá Arnóri
AFP
CSKA Arnór Sigurðsson er strax
kominn á blað á tímabilinu.
Glódís Perla Viggósdóttir, lands-
liðskona í knattspyrnu, skoraði sitt
fyrsta mark á tímabilinu í Svíþjóð í
gær en hún gerði þá fyrsta mark
Rosengård í stórsigri á Växjö, 5:0.
Svava Rós Guðmundsdóttir var
líka á skotskónum og skoraði líka í
5:0 sigri en Kristianstad vann
Kungsbacka með sömu markatölu á
útivelli á laugardaginn. Íslend-
ingaliðin eru bæði í toppbaráttunni
en Gautaborg er með 18 stig, Ro-
sengård 17, Örebro 16 og Kristians-
tad 14 stig í fjórum efstu sætunum.
vs@mbl.is
Glódís og Svava
skoruðu báðar
Morgunblaðið/Eggert
Svíþjóð Glódís Perla Viggósdóttir
er í toppbaráttu að vanda.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þórsarar frá Akureyri komust í
annað sæti 1. deildar karla í fót-
bolta á laugardaginn þegar þeir
unnu dramatískan útisigur gegn
Aftureldingu í Mosfellsbæ. Mikið
hefur verið um afgerandi mörk á
síðustu mínútum í deildinni að und-
anförnu og á Varmárvelli var það
króatíski miðvörðurinn Dino Gavr-
ic sem skoraði sigurmark Þórs, 2:1,
á fyrstu mínútu í uppbótartíma.
Þór er þremur stigum á eftir
toppliði Fjölnis sem hélt sinni sig-
urgöngu áfram með stórsigri á
Haukum í Hafnarfirði, 5:1. Staðan
var 3:1 eftir 13 mínútna leik og
Ingiberg Kort Sigurðsson gerði tvö
marka Fjölnis.
Engu munaði að nýliðar Gróttu
töpuðu í fyrsta skipti í níu leikjum.
Óliver Dagur Thorlacius jafnaði
fyrir þá, 2:2, úr vítaspyrnu á
fimmtu mínútu í uppbótartíma
gegn Víkingi frá Ólafsvík á Sel-
tjarnarnesi. Grótta náði stiginu en
missti Þór uppfyrir sig. Ólafsvík-
ingar misstu hinsvegar af góðu
tækifæri til að komast nær Gróttu í
toppbaráttunni.
Framarar drógust aftur úr efstu
liðum í gærkvöld þegar þeir töpuðu
öðrum leik sínum í röð. Keflvík-
ingar unnu 2:1 sigur í Safamýri þar
sem Gunnólfur Björgvin Guð-
laugsson gerði bæði mörk þeirra.
Fjögur neðstu liðin töpuðu öll á
heimavelli, auk Hauka og Aftureld-
ingar biðu Njarðvík og Magni lægri
hlut fyrir Reykjavíkurliðunum
Þrótti og Leikni. Eitt stig skilur
þessi fjögur neðstu lið að.
Þórsarar komust
uppfyrir Gróttu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjölnir Guðmundur Karl Guð-
mundsson og félagar eru efstir.