Morgunblaðið - 22.07.2019, Page 29

Morgunblaðið - 22.07.2019, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 2019 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2019 Ford F-350 Platinum Litur: Magma red, svartur að innan. 6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque. FX4 off-road pakki, upphituð/loftkæld sæti, heithúðaður pallur, fjarstart, trappa í hlera, airbag í belti í aftursæti VERÐ 11.390.000 m.vsk 2019 Ram Limited 3500 Nýtt útlit 2019! Litur: Perlurauður/ svartur að innan (einnig til Granite Crystal). Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, upphitan- leg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki. VERÐ 11.790.000 m.vsk 2019 Ford F-350 Lariat 35” Litur: Ruby red/ gray, svartur að innan. 6-manna bíll. 6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque. 35” dekk. Með FX4 off-road pakka, quad beam headlights, upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart, Driver altert-pakki, Trailer tow camera system og airbag í belti í aftursæti. VERÐ 10.990.000 m.vsk 2019 F-350 Limited 35” breyttur Litur: Perluhvítur, “cocoa” að innan. 6,7L Diesel, 450 Hö, 925 ft of torque. Breyttur með 35” dekk, 20” felgur og brettakanta. Með FX4 off-road pakka, top- pljós (ekki á mynd), upphituð/loftkæld sæti, heithúð- aðan pall, fjarstart, auka bakkmyndavél fyrir camper eða trailer, trappa í hlera og airbag í belti í aftursæti. VERÐ 12.490.000 m.vsk » Söngkonan Marína Ósk kom fram á Freyjujazzi í Listasafni Íslands í vik-unni ásamt Róberti Þórhallssyni rafbassaleikara og Mikael Mána Ás- mundssyni rafgítarleikara. Fluttu þau lög af plötunni Athvarf sem væntanleg er snemma í haust og inniheldur lagasmíðar Marínu Óskar. Marína Ósk kynnti efni af væntanlegri plötu á Freyjujazzi í Listasafni Íslands Morgunblaði/Arnþór Birkisson Söngvaskáld Marína Ósk syngur við meðleik Róberts Þórhallssonar á rafbassa. 1998 HRAFNKELL BIRGISSON Hér er áhugaverð og ögrandi samsetning kunnug- legra hluta, kaffibolla og rauðvínsglass. Er bollinn glas, eða er glasið bolli? Að minnsta kosti er þetta „Hábolli“ hannaður af Hrafnkeli Birgissyni (1969) árið 1998. Hér eru bollar af þýskum mörkuðum komnir á fætur rauðvínsglasa sem eru sér fram- leiddir í Tékklandi. Hér er samtímis leikið með súrrealískt teboð Hatt- arans úr sögunni um Lísu í Undralandi og áminn- ingu um gildi hluta með tilliti til umhverfisverndar. Hábollinn hefur farið víða um heim, jafnt á sýningar sem og ratað í virtar safna- og hönnunarverslanir. Íslensk hönnun – Hönnunarsafn Íslands Bolli á hærri stalli en aðrir Ljósmynd/Hönnunarsafn Íslands/ Elísabet V. Ingvarsdóttir skráði Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varð- veita þann þátt íslenskrar menningarsögu sem lýtur að hönnun, einkum frá aldamótunum 1900 til sam- tímans. Safnið á og geymir um 900 íslenska og er- lenda muni, sem margir hafa mikla menningar- sögulega þýðingu. Safnkosturinn fer sístækkandi, enda hasla æ fleiri hönnuðir sér völl og koma fram með vandaða gripi sem standast alþjóðlegan sam- anburð og eru hvort tveggja nytjamunir og skraut- munir. Í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands setti safnið upp sýninguna 100ár100hlutir á Instagram þar sem 100 færslur eru birtar á jafnmörgum dögum af hönn- unargripum í eigu safnsins frá árunum 1918 til 2018. Fyrstu stiklunni úr kvikmynda- aðlögun söngleiksins Cats var væg- ast sagt illa tekið jafnt af netverjum sem gagnrýnendum þegar hún rat- aði á netið undir lok síðustu viku. Myndin, sem frumsýnd verður vestanhafs í lok árs, byggist á geysivinsælum söngleik Andrews Lloyds Webbers sem hann samdi við bók T.S. Eliots um ketti. Leikstjórinn er Tom Hooper, sem einnig leikstýrði Les Misérables, The Danish Girl og The King’s Speech sem skilaði honum Óskars- verðlaunum. Í helstu hlutverkum eru Idris Elba, Judi Dench, Ian McKellen og Taylor Swift. Í pistli sem Stuart Heritage skrif- ar í The Guardian gerir hann alvar- lega athugasemd við stærðar- hlutföll kattanna í myndinni sem virðast sífellt vera á reiki. Hann spyr sig hvers vegna persónan sem Judi Dench leikur klæðist loðfeldi utan yfir eigin feld. Einnig spyr hann hvers vegna kvenkyns kett- irnir séu með brjóst. Guy Lodge, gagnrýnandi hjá Variety og Obser- ver, er furðu lostinn yfir sér- kennilegheitum stiklunnar og lýsir henni sem bæði „hrollvekjandi“ og „ruglandi“ þar sem persónur mynd- arinnar séu í senn kettir og mann- eskjur, sem gangi illa upp. Fyrstu stiklunni úr kvikmyndinni Cats vægast sagt illa tekið Til borðs Stilla úr kvikmyndinni Cats.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.