Morgunblaðið - 22.07.2019, Blaðsíða 32
Tónleikaröð Jónasar Sig sem hófst í
Fjarðarborg á Borgarfirði eystri í
gærkvöldi verður fram haldið í
kvöld og næstu tvö kvöld kl. 21. Ein
plata Jónasar er tekin fyrir á hverju
kvöldi. Í kvöld hljómar Allt er eitt-
hvað, á morgun er komið að Þar
sem himin ber við haf og á mið-
vikudagskvöld Milda hjartað. Allar
nánari upplýsingar eru á midi.is.
Tónleikaröð Jónasar
Sig á Borgarfirði eystri
MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 203. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Eftir mörg erfið ár er kvennalið KR
á leiðinni í úrslitaleik bikarkeppn-
innar í knattspyrnu. KR lagði Þór/
KA að velli í undanúrslitunum á
laugardaginn og mætir Selfossi í
úrslitaleiknum á Laugardalsvelli 17.
ágúst. Í liði Selfoss er Hólmfríður
Magnúsdóttir sem varð þrisvar
bikarmeistari með KR á árunum
2002 til 2008. »25
Komnar í bikarúrslit
eftir mörg erfið ár
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Erna Sóley Gunnarsdóttir hreppti í
gær bronsverðlaunin í kúluvarpi á
Evrópumóti U20 ára í frjáls-
íþróttum sem þá lauk í Borås í Sví-
þjóð. Erna sýndi mikinn styrk við
erfiðar aðstæður þegar hún náði
sínu besta kasti í síðustu umferð-
inni og náði með því bronsinu af
franskri stúlku sem virtist með það
í hendi sér. »24
Erna náði EM-bronsinu
í síðasta kastinu
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Nú í júlí verða tíu ár liðin frá því
Páll Bergþórsson, fyrrverandi veð-
urstofustjóri, hóf að birta daglegar
veðurspár á Facebook-síðu sinni.
Hann hefur ekki látið deigan síga
þrátt fyrir að hafa verið á ferðalagi
undanfarnar vikur um Norður- og
Austurland ásamt Bergþóri Páls-
syni, syni sínum, og Alberti Eiríks-
syni tengdasyni. Samferðamenn-
irnir segja Pál skemmtilegan
ferðafélaga, hann sé á köflum eins
og „talandi alfræðiorðabók“. Slík sé
kunnáttan og áhuginn á landslagi.
Ekki síst jöklunum.
Páll, sem verður 96 ára síðar í
sumar, hefur nýtt sér tæknina og
skrifað inn veðurspárnar á nýjum
slóðum. Til vitnis um það hafa birst
myndir af Páli við skriftir á Face-
book-síðunni, meðal annars í Sjó-
lyst, elsta húsinu á Fáskrúðsfirði
sem Carl Tulinius, kaupmaður og
franskur ræðismaður, reisti árið
1884.
„Ég hef gert þetta daglega í tíu
ár en þetta er nú bara fyrir mig.
Einhverjir kunna reyndar við að
sjá þetta og það eru yfirleitt um 50-
60 manns sem virðast fylgjast með
þessu,“ segir Páll. „Það vantar mik-
ið upp á að þetta sé eins og í sjón-
varpi eða útvarpi, en það er þó ým-
islegt sem ég tíni til sem er ekki
alltaf þar,“ segir hann.
Klukkutími á hverjum degi
Meðal þess sem Páll hefur fjallað
um á Facebook er staða eldri borg-
ara. Hann telur mikilvægt að fólk
hafi að einhverjum skyldustörfum
að ganga. „Það er alveg hræðilegt
að hafa ekkert hlutverk og það er
eiginlega það allra versta við allan
þennan öldungaskara að það situr
hver í sínu horni og er einskis verð-
ur. Það munar rosalega um það að
gefa fólki einhvern tilgang, segir
Páll sem sest við tölvuna á hverjum
morgni og spáir í veður. „Á ferða-
laginu sest ég við tölvuna þegar ég
vakna á morgnana og sit í klukku-
tíma. Síðan höfum við daginn til að
ferðast og skoða,“ segir hann.
„Það er mér afskaplega mikil
nauðsyn að hafa eitthvert skyldu-
starf. Ég held að allt gamalt fólk
ætti að hafa einhverjar skyldur þó
að það væri ekki nema í hálftíma á
dag. Það væri allt annað líf,“ segir
Páll.
Ferðalagið lá um Norðurland og
þaðan austur um Þingeyjarsýslur
og yfir í Vopnafjörð. Þaðan var
haldið til Fáskrúðsfjarðar. Þar var
boðið í skírnarveislu hjá skyldfólki
þar sem þrjú börn voru skírð. Hér
til hliðar má sjá ljóð sem Páll
samdi og var lesið upp í skírnar-
veislunni.
Ljósmynd/Bergþór Pálsson
Bustarfell Einn þeirra fjölmörgu staða sem Páll heimsótti á ferðalagi sínu nýverið er Bustarfell í Vopnafirði.
Skyldustörfin mikilvæg
Páll Bergþórsson hefur gefið út veðurspá á vefnum í tíu ár
Ljóð Páll orti þetta ljóð í tilefni þre-
faldrar skírnar 15. júlí síðastliðinn.