Morgunblaðið - 25.07.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.07.2019, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2019 Það varfróðlegtað lesa grein Júlíusar Sólness, prófess- ors emeritus og fyrrverandi umhverf- isráðherra, í Morgun- blaðinu á þriðjudaginn um ástandið í Íran og baráttu þeirra Írana sem vilja frelsa land sitt undan helj- arklóm klerkastjórnarinnar. Í greininni rekur Júlíus ferð sína á ráðstefnu Þjóð- arráðs frjálsra Írana eða NCRI í Tírana, höfuðborg Albaníu, fyrr í mánuðinum þar sem fjallað var um nýj- ustu vendingar í sam- skiptum klerkastjórn- arinnar við umheiminn. Einn meginlærdómurinn, sem hægt var að draga af þeim sem fluttu erindi þar, var að klerkastjórninni væri ekki treystandi til þess að standa við gerða samninga. Reynslan bendir einmitt eindregið til þess, að í besta falli muni klerka- stjórnin fylgja ákvæðum alls sem samið er um sam- kvæmt sinni eigin bókstafs- túlkun, en nýta sér allar glufur til þess að ná mark- miðum sínum að öðru leyti. Það ætti kannski ekki að koma á óvart að ríki, sem hefur gert slagorðið „Dauði yfir Bandaríkjamenn“ að sínu helsta vígorði, skuli ekki ganga af heilindum til samninga við vestræn lýð- ræðisríki, líkt og fram- ganga þess síðustu vikur hefur sannað. Einhverra hluta vegna hafa þó sum af þessum sömu vestrænu lýðræðis- ríkjum gengið ansi langi á síðustu misserum til þess að þóknast klerkastjórn- inni. Oftar en ekki hefur von um ábatasöm viðskipti fengið að ráða þar för. Því bera vitni tilraunir Evrópu- sambandsins til þess að komast hjá þvingunar- aðgerðum Bandaríkjanna. Þær tilraunir standa enn yfir þrátt fyrir að Íranar hafi tekið breskt olíuskip í gíslingu þvert á öll alþjóða- lög. Undirlægjuhátturinn hef- ur meira að segja náð til Bandaríkjanna, en Júlíus rifjar upp í grein sinni að Bill Clinton Bandaríkja- forseti hafi á sínum tíma sett HCRI-samtökin á lista yfir möguleg hryðjuverka- samtök, þrátt fyrir að barátta þeirra fyrir lýð- ræði í Íran hafi alla tíð verið friðsöm. Þurfti í kjölfarið að rann- saka alla sem nokkurn tím- ann höfðu átt í samskiptum við hin „stórhættulegu“ samtök, og innihélt sá listi marga mektarmenn innan bandaríska stjórnkerfisins. Það tók fimmtán ár að vinda ofan af þeirri vit- leysu, og var fyrst í sumar sem Byltingarvörðurinn, sérsveitir Íranshers, endaði sjálfur verðskuldað á þeim svarta lista. Að forminu til er Íran „lýðveldi“ þar sem hinn valdalitli þjóðhöfðingi landsins er þjóðkjörinn en ekki bundinn erfðum. Það ásamt því að kosið er til þings hefur stundum blekkt einfeldninga á Vestur- löndum til að halda að stjórnarfar landsins sé á einhvern hátt lýðræðislegt eða endurspegli óskir al- mennings í Íran. Iðulega er þó sleppt að geta þess, að frambjóðendur eru hand- valdir af sérstöku ráði, sem klerkarnir skipa, og ein- skorðast val kjósenda því oftar en ekki við það, hvorn öfgamanninn það vill frek- ar. Öll umræða um „harðlínumenn“ og aðra sem þykja mildari í afstöðu sinni mætti gjarnan taka mið af því að hinir „mjúku“ eru sjaldnast talsmenn lýð- ræðislegra stjórnarhátta, þó að þeir vilji ekki pína þjóð sína alveg jafnhart og hinir. Togstreitan milli þessara afla mun því aldrei leiða til þess að létt verði af þeirri ógnarstjórn klerkanna, sem nú hefur haldið írönskum almenningi niðri í rúmlega fjörutíu ár. Það ætti að vera orðið ljóst, að svo lengi sem klerkastjórnin ræður ríkj- um í Íran mun hún sífellt ýta undir óstöðugleika inn- an Mið-Austurlanda, styðja við hryðjuverkasamtök og efna til átaka við Vestur- lönd. Það er hins vegar einnig ljóst, að vonir um að lýðræðisöflin nái einhvern tímann völdum þar eru ekki sérstaklega bjartar nú um stundir. Vonir um lýðræði í Íran eru ekki sérstaklega bjartar} Í heljargreipum í fjörutíu ár Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ A tbeini forseta Íslands er nauðsyn- legur þegar kemur að þriðja orku- pakkanum. Málið liggur að stærstum hluta fyrir sem þings- ályktunartillaga um að tilteknar Evrópureglugerðir fái lagagildi. Almennar þingsályktanir koma ekki til kasta forseta. Hér ræðir um þingsályktun um að taka upp í lands- rétt tilteknar Evrópureglur. Þegar þannig stendur á er þingsályktun lögð fyrir forseta. Um þessar reglugerðir hefur styrinn staðið í umræðum á Alþingi. Lögfræðilegir ráðunautar ríkisstjórnarinnar, Friðrik Árni Friðriksson Hirst og Stefán Már Stefánsson, lýsa í áliti sínu hættu á árekstrum við stjórnarskrá. Þeir lýsa hvernig erlendum aðilum eru falin áhrif, a.m.k. óbein, á skipulag, ráðstöfun og nýtingu orku- auðlinda þjóðarinnar verði lagður sæstrengur að landinu. Þeir vara við hættu á samningsbrota- og skaðabótamálum sem gætu risið ef Orkustofnun myndi hafna beiðni um tengingu við raforkukerfið af hálfu fyrir- tækis á borð við Atlantic Superconnection sem stendur tilbúið með fyrirætlanir um sæstreng fjármagnaðar af stórbankanum JP Morgan. Mörgum spurningum er ósvarað í málinu. Óljóst er um þjóðréttarlegt gildi lagalega fyrirvarans. Hverjar yrðu varnir Íslands í samningsbrota- og skaðabótamálum? Hvaða fjárhæðir gætu fallið á ríkissjóð sem skaðabætur? Rekast ákvæði í fjórða orkupakkanum á stjórnarskrá? Aðferðum við að taka Evrópureglur í innlendan rétt er lýst í grein í Tímariti lögfræðinga 2016 undir fyrirsögninni Upptaka afleiddrar löggjafar í EES-samninginn – Hvað er unnt að gera bet- ur? Í greininni sem er hluti af doktorsverkefni höfundar, Margrétar Einarsdóttur, dósents í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, kemur fram að þegar Alþingi hefur með þingsályktun veitt samþykki sitt fyrir ákvörðun sameig- inlegu EES-nefndarinnar að tilteknar Evr- ópureglur hljóti lagagildi séu staðfesting- arskjöl send til forseta með beiðni um staðfestingu. Samstarfsþjóðum í EFTA er ekki tilkynnt um samþykki Alþingis fyrr en samþykki forseta liggur fyrir (bls. 19). Samþykki Alþingi þingsályktunartillögu ut- anríkisráðherra mun því orkupakkinn í heild fara um hendur forseta Íslands. Í fersku minni er að stjórnarskráin geymir í 26. grein ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu synji forseti lagafrumvarpi staðfestingar. Þingsályktunin felur í sér samþykki Alþingis fyrir að veita tilteknum Evrópureglum lagagildi. Nærtækt er að líta þannig á að 26. greinin eigi eins við í þessu tilfelli. Samkvæmt því er á valdi forseta að leggja orkupakkann í dóm þjóðarinnar. Forseti Íslands gerði sérstaka könnun á málsmeðferð áður en hann undirritaði skipun 15 dómara við Landsrétt. Hann hlýtur að gaumgæfa undirritun sína fari svo að orkupakkinn verði samþykktur á Alþingi. Ólafur Ísleifsson Pistill Orkupakkinn fer um hendur forseta Íslands Höfundur er þingmaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Árangur hjartaaðgerða viðósæðarflysjun hjá konumer ekki síðri en hjá körlum,þótt konurnar séu eldri þegar kemur að aðgerð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri grein í vísindaritinu Aorta, en rann- sóknin er hluti samnorrænnar rann- sóknar, NORCAAD, sem Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir hef- ur stýrt síðastliðin fimm ár og gefið út hátt í tuttugu vísindagreinar síð- astliðin þrjú ár. Fyrsti höfundur greinarinnar er Raphaelle Chemo- tob, danskur læknir sem hefur verið í teyminu í tvö ár. Síðastliðin ár hefur hópurinn markvisst kannað árangur ýmissa hjartaaðgerða hjá konum, en hann getur verið breytilegur eftir kynjum. „Það er stundum sagt að karlar stýri flestum rannsóknunum, karlar veiti styrki til rannsókna og karlar skrifi bókarkafla. Sú gagnrýni hefur verið rík í hjartaskurðlækningum að konur hafi gleymst og þær hafi ekki fengið næga athygli,“ segir Tómas og bendir á að ýmis einkenni hjá konum geti verið öðruvísi en hjá körlum og haft aðrar birtingarmyndir. Ánægjuleg niðurstaða Tómas segir að ósæðarflysjun sé sem betur fer sjaldgæfur sjúkdómur en hann sé þó með þeim hættulegustu sem þekktir eru. Felst hann í því að ósæðin rofnar. „Margir lifa ekki af rofið, heldur deyja í svefni eða þar sem þeir eru þegar þetta gerist. Sum- ir eru heppnari og komast inn á sjúkrahús og þeim getum við oft bjargað með stórri skurðaðgerð,“ segir hann, en þegar æðin rofnar al- veg getur sjúklingi blætt út á örfáum sekúndum. Tómas segir að veikleiki í æðinni geti verið ættgengur. „Við þekkjum þetta ekki alveg í dag, en flestir þessara sjúklinga eru með mikinn háþrýsting. Það er samnefn- ari fyrir þá,“ segir hann. Spurður út í helstu niðurstöður rannsóknarinnar segir hann það t.d. hafa komið á óvart að konur séu þriðjungur sjúklinga- hópsins. „Það kom dálítið á óvart þar sem þær eru stærri hluti í þessari að- gerð en t.d. í kransæðahjáveitu. Þar eru þær um 20%,“ segir hann. Meginniðurstaða rannsóknar- innar er að árangur kvenna af að- gerðinni sé ekki síðri en karla og það sé ánægjulegt. „Þótt þær hafi verið aðeins eldri og að sumu leyti með fleiri fylgisjúkdóma klára þær sig vel gegnum þessa aðgerð þrátt fyrir það. Þetta er jákvætt því fyrir margar aðrar hjartaskurðaðgerðir er áhætta fyrir konur aðeins meiri,“ segir hann. Spurður nánar út í þessa áhættu kvenna af hjartaskurðaðgerðum seg- ir hann að ekki sé vitað námvæmlega hvers vegna hún sé fyrir hendi. Hann nefnir þó dæmi um kransæðahjá- veituaðgerðir og að konur séu í þeim tilfellum gjarnan með fíngerðari kransæðar og ögn eldri en karlar. „Það hefur verið talin aukin áhætta við aðgerðina ef um er að ræða konu en ekki karl. Það er aðalatriðið í rann- sókninni okkar að árangurinn er ekki síður góður hjá konum en körlum,“ segir Tómas, en rannsóknin byggist á upplýsingum um 1.100 sjúklinga af átta sjúkrahúsum á Norðurlöndum. „Það er mikilvægt fyrir okkur að tengja okkur við stærri staði til að geta prófað rannsóknartilgátur okk- ar. Við getum ekki svarað þeim hvað varðar svona sjaldgæfar aðgerðir hér á landi. […] Þetta hefur borið mikinn ávöxt,“ segir Tómas. Árangur kvenna af aðgerðinni ekki síðri Ósæðarflysjun er lífshættulegur sjúkdómur þar sem æð út úr hjartanu rofnar og skurðaðgerð er nauðsynleg. Að sögn Tómasar eru sjúkling- ar oft tengdir við hjarta- og lungnavél, blóðrás og hjarta stöðvuð við komu á sjúkrahús. Þeir eru kældir niður í átján gráð- ur til þess að gera megi við æðar sem liggja upp í heilann. Hann segir að við venjulegt hitastig þoli heilinn aðeins fjórar mínútur án blóð- rásar. Tómas segir sjúkdóminn eins „akút“ og orðið getur, en ósæðin er stærsta æð líkamans og þrjú lög mynda hana. Rofni ysta lag hennar blæðir sjúklingi út á nokkrum sekúndum en annars er möguleiki á að gera aðgerð á sjúkrahúsi. Sex til átta tilfelli ósæðarflysjunar koma upp hér á landi á ári hverju. HVAÐ ER ÓSÆÐARFLYSJUN? Stærsta æð líkamans rofnar Skurðaðgerð Tómas Guðbjartsson og Arnar Geirsson, stofnendur NOR- CAAD, gera skurðaðgerð vegna ósæðarflysjunar á Landspítalanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.